Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Bakaranemi
Getum bætt við okkur nema nú þegar.
Upplýsingar í síma 864 7733, Óttar.
Vegamótastíg 4, 101 Reykjavík
Þjónustustörf
Óskum eftir hressum og þjónustulunduðum
einstaklingi í vaktavinnu.
Þarf að geta byrjað strax og hafa reynslu.
Upplýsingar á staðnum hjá Óla eða Gunna.
Bakarí — afgreiðsla
Okkur vantar duglegan og hressan starfkraft
til afgreiðslustarfa nú þegar. Vinnutími frá
kl. 13.00—18.30 alla virka daga. Framtíðarstarf.
Upplýsingar í síma 698 1846, Björg.
Bakarinn á hjólinu,
Álfheimum 6.
Deild fyrir einhverfa nemendur
Stuðningsfulltrúi
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða
starfsmann í 60% starf við sérdeild fyrir
einhverfa nemendur. Sérdeildin er staðsett
í Völvufelli. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi
reynslu af starfi með einstaklingum með ein-
hverfun og/eða aðra fötlun.
Laun fara eftir kjarasamningum ríkisins og við-
komandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til
5. september. Nánari upplýsingar veitir deildar-
stjóri í síma 557 3338 á milli kl. 9.00—13.00.
Skólameistari.
ⓦ á Hofsós
Upplýsingar
gefur Ólöf
Engilbertsdóttir
í síma 569 1376
Ræsting
- Slysavarnaskóli
sjómanna
Ræstitækni vantar til Slysavarnaskóla
sjómanna sem starfar um borð í skóla-
skipinu Sæbjörgu.
Vinnutími er eftir samkomulagi og er um
það bil 20 klst. á viku.
Allar nánari upplýsingar í síma 562 4884
eða 699 0490.
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að
ráða fólk til starfa í sláturhúsi félags-
ins á Laxá í sauðfjársláturtíð, sem
hefst um miðjan september nk.
Um er að ræða almenn störf og
einnig vantar starfsfólk í fláningu.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu félagsins á Fosshálsi 1,
Reykjavík, og í starfsstöðvum félags-
ins á Hvolsvelli og Selfossi.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur
Ottesen, sláturhússtjóri, í símum
433 8893 og 898 1359.
Heimaþjónusta
Félags- og þjónustumiðstöðin, Bólstaðar-
hlíð 43, óskar eftir starfsfólki til starfa við
félagslega heimaþjónustu.
Um er að ræða fastar stöður.
Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Eflingar.
Margvísleg reynsla kemur að notum.
Við leitum að góðu fólki.
Hlökkum til að heyra frá þér.
Allar nánari upplýsingar veita Anna Karlsdóttir,
deildarstjóri, Hátúni 10, í síma 562 2712 og
Helga Jörgensen, deildarstjóri, Norðubrún 1,
í síma 568 6960.
Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf
og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á
vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verð-
ur haldinn miðvikudaginn 4. september nk.
kl. 20.30 í húsnæði félagsins á Garðatorgi 7.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Kaffiveitingar í boði félagsins að fundi loknum.
Athygli er vakin á því, að fullgildir félags-
menn teljast þeir einir, sem greitt hafa
árgjald eigi síðar en á aðalfundi eða eru
styrktarmenn Sjálfstæðisflokksins.
VERUM BLÁTT — ÁFRAM
Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Samningar LR
Fundur verður haldinn í Læknafélagi Reykjavík-
ur þriðjudaginn 3. september kl. 20.00 í Hlíða-
smára 8 í Kópavogi.
Fundarefni:
Samningur LR við Tryggingastofnun ríkisns.
Læknafélag Reykjavíkur.
TILKYNNINGAR
Auglýsing um tillögu að
breytingu/niðurfellingu
Svæðisskipulags Þing-
valla-, Grímsnes- og Grafn-
ingshreppa 1995-2015
Ný samvinnunefnd um svæðisskipulag Blá-
skógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshreppa
auglýsir skv. 1. mgr. 14. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr 73/1997, sbr. 13. gr. sömu laga,
tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Þing-
valla-, Grímsnes- og Grafningshreppa 1995-
2015 er tekur til alls lands Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps og fyrrum Þingvallahrepps neðan
marka Svæðisskipulags Miðhálendis Íslands
2015. Svæðisskipulag þess hluta sveitarfélag-
anna sem var innan marka svæðisskipulags
miðhálendis var fellt úr gildi 10. maí 1999 við
staðfestingu Svæðisskipulags Miðhálendis
Íslands 2015.
Breytingartillaga gerir ráð fyrir niðurfellingu
allrar staðfestrar landnotkunar svæðisskipu-
lagsins í Grímsnes- og Grafningshreppi og fyrr-
um Þingvallahreppi neðan marka gildandi
Svæðisskipulags Miðhálendis Íslands 2015.
Tillagan gerir ráð fyrir því, að svæðisskipulagið
í heild sinni verði fellt úr gildi, en stefnt er að
því að fljótlega verði staðfest aðalskipulag
sveitarfélaganna á sama svæði.
Tillaga að breytingu/niðurfellingu á Svæðis-
skipulagi Þingvalla-, Grímsnes- og Grafnings-
hrepps 1995-2015, þ.e. gildandi skipulagsupp-
dráttur ásamt greinargerð og fylgigögnum auk
rökstuðnings samvinnunefndar fyrir niðurfell-
ingunni liggur frammi almenningi til sýnis frá
28. ágúst til 9. október nk.
Tillagan liggur frammi á eftirtöldum stöðum,
á opnunartíma skrifstofa og/eða eftir nánara
samkomulagi:
1. Bláskógabyggð: Á skrifstofu sveitarfélagsins
í Aratungu í Biskupstungum.
2. Grímsnes- og Grafningshreppur: Á skrifstofu
sveitarfélagsins að Borg í Grímsnesi.
3. Þingvallanefnd: Í þjónustumiðstöðinni á Leir-
unum á Þingvöllum.
4. Skipulagsstofnun: Laugavegi 166, Reykjavík.
Skriflegum athugasemdum við skipulagstillög-
una skal skila til formanns samvinnunefndar
um svæðisskipulag Bláskógabyggðar og
Grímsnes- og Grafningshrepps, Gunnars Þor-
geirssonar, skrifstofu Grímsnes- og Grafnings-
hrepps að Borg í Grímsnesi, 801 Selfossi, eigi
síðar en 9. október 2002.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Samvinnunefnd um svæðisskipu-
lag Bláskógabyggðar, Grímsnes-
og Grafningshrepps.
ÝMISLEGT
Drengjakór Neskirkju
— áður Drengjakór Laugarneskirkju
Getum bætt við okkur góðum söngröddum
í kórinn (drengir fæddir 1994 og eldri).
Prufusöngur verður í Neskirkju mánudaginn
2. september á milli kl. 17.00—19.00.
Innritun og upplýsingar í síma 896 4914.