Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 41
Eldriborgaraveisla til
Benidorm
2. október
frá 69.950
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í
hina vinsælu eldriborgaraferð í október til Benidorm, en hér er að
finna yndislegt veður á þessum árstíma og hvergi betra að lengja
sumarið. Sértilboð á okkar vinsælasta gististað, El Faro í 3 vikur. Á
meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu reyndra fararstjóra
Heimsferða og getur valið um
fjölda spennandi kynnisferða og
kvöldferða á meðan á dvölinni
stendur.
Síðustu 28 sætin
Verð kr. 69.950
2. október – 3 vikur
Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá
flugvelli, íslensk fararstjórn.
Alm. verð, kr. 73.450
DAVID PLATT frá Harvard háskóla
kennir á fimm daga námskeiði hjá
Endurmenntun HÍ allt um Microsoft-
.Net hugbúnaðarkerfið. Námskeiðið
hefst 2. september og er kennt alla
daga frá kl. 8-17. Platt fer m.a. í for-
ritun (MSIL), viðmótshönnun, kerf-
issmíði, villuleit, vefmiðlun og prófan-
ir. David Platt hefur haldið námskeið
um Microsoft.Net víða um heim.
Kennt er í tölvustofu og á ensku.
Ítarleg námskeiðslýsing á ensku er
á vefsíðum Endurmenntunar HÍ,
www.endurmenntun.is, og þar er
jafnframt hægt að skrá sig.
Námskeið um
Microsoft.NET
LÖGREGLAN á Akureyri lýsir eft-
ir rauðri Toyota Corolla Touring,
árgerð 1990 með númerið LT 803,
sem stolið var úr bænum aðfaranótt
sl. fimmtudags. Þeim sem geta gef-
ið upplýsingar um bílstuldinn er
bent á að hafa samband við lög-
reglu.
Rauðri Toyota-
bifreið stolið
EINAR K. Guðfinnsson, fyrsti þing-
maður Vestfjarðakjördæmis, hefur
opnað heimasíðu á Netinu. Slóðin er
www.ekg.is.
Á heimasíðunni hyggst Einar birta
pistla, bæði pólitíska og af öðrum
toga, greinar, ræður og tilvísanir í
þingmál sem hann hefur flutt. Veg og
vanda af gerð heimasíðunnar hafði
Jónatan Einarsson sem rekur fyrir-
tækið Gott kaffi ehf. í Bolungarvík.
Þingmaður
opnar heimasíðu
NÚ UM helgina lauk tveggja daga
holl veiðum í Litluá í Kelduhverfi og
er óhætt að segja að mikið hafi geng-
ið á. Ljóst að sjóbirtingur er að byrja
að ganga af krafti í ána og veiddust
60 sjóbirtingar, flestir vænir fiskar
og nokkrir mjög stórir, áætlaðir 10 til
14 pund. Vorveiðin á birtingi í ánni
var mjög góð þrátt fyrir kulda og
trekk framan af vertíðini, þannig að
menn hafa búist við góðum haust-
göngum og nú virðast þær vera að
byrja.
Sjóbirtingur að ganga
Nú fer í hönd besti sjóbirtings-
veiðitíminn og sá ágæti fiskur er að-
eins farinn að láta á sér kræla.
Fregnir herma að líflegt hafi verið í
Vatnamótunum svokölluðu í Skaftá
fyrir neðan Klaustur og birtingur
hafi veiðst í Fitjaflóði í Grenlæk,
Grenlæknum sjálfum, Jónskvísl,
Geirlandsá og Tungulæk. Ekki
margir fiskar, en þeir fyrstu. Hafa
sumir verið stórir, stærstur þó enn
sem komið er 21 pundari af Hólma-
svæðinu í Skaftá, sem áður var greint
frá. Frést hefur af 7 til 9 punda fisk-
um, en eins og þar stendur; fyrstu
fiskarnir eru rétt að kíkja í bergvötn-
in en eru fyrir nokkru komnir í sjálfa
Skaftána.
Annars staðar hefur sjóbirtings-
veiði gengið að óskum og líklega
hvergi betur en í Laxá í Kjós, þar
sem birtingar, 3 punda og stærri,
skipta hundruðum og eru vel á annað
þúsund ef smærri fiskurinn er talinn
með. Þeir stærstu eru um 10 pund.
Miklu af stærri birtingunum í Laxá
hefur verið sleppt aftur.
Ennfremur hefur verið góð sjó-
birtingsveiði samhliða laxveiðinni í
Þverá, Grímsá, Álftá á Mýrum og í
Laxá í Leirársveit.
Ýmsar fréttir
Prýðisveiði hefur verið í Álftá á
Mýrum eftir að fiskur fór á annað
borð að ganga í ána. Veiðin tók
óvenjuseint við sér vegna vatnsleysis
fram í rúmlega viku af júlí, en síðan
hefur veiði gengið vel. Í gær voru að
sögn Dags Garðarssonar, eins leigu-
taka árinnar, komnir alls 144 á land
af aðalsvæði árinnar og 24 til viðbótar
af efra svæði sem kallað er Veita og
er aðeins naumlega stundað af leigu-
tökum og aðeins þrjá daga vikunnar.
Fín veiði hefurverið í Þverá, síð-
asta holl þar var með tæplega 40 laxa
og talsvert af vænum birtingi, allt að
7 punda fiska. Ein stöngin var með 14
laxa og 26 birtinga, þar af 7 punda, 6
punda og tvo 5 punda. Birtingurinn
er mest frá Lundahyl og niðurúr.
Einn og einn lúsugur lax er enn að
veiðast.
Prýðisveiði hefur og verið í
Fnjóská í sumar að sögn Einars
Jónssonar hjá Stangaveiðifélaginu
Flúðum á Akureyri, vel á þriðja
hundrað laxar hafa veiðst og góður
slatti af vænni bleikju með.
60 fiska
holl í
Litluá Morgunblaðið/Einar FalurVeiðimaður þreytir lax í Sandvík við Langholt í Hvítá.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Rangt nafn
Rangt var farið með nafn Gunnars
Jónassonar, framkvæmdastjóra
Kassa.is og Bílakassa, í grein í
blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar
á mistökunum.
LEIÐRÉTT
10. ársþing SSNV verður haldið á
Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30.
og 31. ágúst nk. Dagskrá þingsins
er svohljóðandi:
Föstudagur 30. ágúst.
Aðalfundur INVEST, 10.30 Þing-
setning: Elín R. Líndal, formaður.
Kosning þingforseta, varaforseta
og ritara þingsins. Skýrsla stjórnar
SSNV – Elín R. Líndal formaður.
Ársreikningar 2001, fjárhagsáætl-
un 2003 og starfsskýrsla framkv.
stjr. – Bjarni Þór Einarsson, fram-
kvæmdastjóri SSNV. Starsskýrsla
verkefnisstjóra málefna fatlaðra á
Norðurlandi vestra. – Gréta Sjöfn
Guðmundsdóttir verkefnisstjóri.
Fyrirspurnir og umræður. Tillögur
frá stjórn og fulltrúum lagðar fram
og kynntar.
Hádegisverður.
Ávörp gesta. Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, formaður Sambands
ísl. sveitarfélaga.
Kynningar. Iðnþróunarfélag
Norðurlands vestra. – Sigurður
Sigurðsson, INVEST. Norður-
slóðaáætlun ESB. – Ingunn Helga
Bjarnadóttir, Byggðastofnun.
Framsöguerindi og umræður.
Stjórnsýslan í framkvæmd og sam-
skipti ríkis og sveitarfélaga. Her-
mann Sæmundsson, skrifstofustjóri
sveitarstjórnarmála í félagsmála-
ráðuneytinu. Hlutverk Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga. Valgarður
Hilmarsson, í ráðgjafarnefnd um
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Stefnu-
mótun og breytingar í opinberum
rekstri. Úlfar Thoroddsen fram-
kvæmdastjóri.
Kaffi.
Fyrirspurnir og umræður um
stjórnsýslu á vegum sveitarfélaga.
Nefndarstörf.
Hátíðarkvöldverður: Dagskrá í
höndum heimamanna.
Laugardagur 31. ágúst.
Framhald nefndarstarfa Fram-
söguerindi og umræður. Iðnaðar-
og iðjukostir á Norðurlandi vestra.
Andrés Svanbjörnsson, yfirverk-
fræðingur hjá Fjárfestingarstof-
unni. Fyrirspurnir og umræður.
Umræður um málefni sveitarfé-
laga.
Afgreiðsla nefndarálita, árs-
reikninga og fjárhagsáætlunar.
Kosningar samkvæmt lögum
SSNV.
Áætluð þinglok eru kl. 13.00.
Ársþing SSNV 2002
GLEÐISTUND verður haldin á
hæsta punkti á Gjábakkavegi fimmtu-
daginn 29. ágúst kl. 15. Markmið
uppákomunnar er að vekja athygli á
mikilvægi góðs heilsársvegar og
hvetja ráðamenn til að flýta vega-
gerðarframkvæmdum á Gjábakka-
vegi. Að loknum stuttum ávörpum
undir berum himni verður farið í
Menntaskólann á Laugarvatni þar
sem boðið verður upp á kaffi og opnar
umræður.
Þetta kemur fram í frétt frá Ragn-
ari Snæ Ragnarssyni, sveitarstjóra
Bláskógabyggðar, fyrir hönd undir-
búningsnefndar. Þar segir jafnframt:
„Mikilvægi vegarins verður skoðað
út frá ýmsum sjónarmiðum, enda eru
hagsmunir margra í húfi. Heilsárs-
vegur um Gjábakka er afar mikilvæg-
ur fyrir íbúa í sameinuðu sveitarfé-
lagi, Bláskógabyggð, þar sem
vegurinn í því ástandi sem hann er í
dag klippir sveitarfélagið í sundur.
Einnig er vegurinn mikilvægur fyr-
ir allar uppsveitir Árnessýslu með til-
liti til atvinnusvæðis.
Fyrir ferðaþjónustu í uppsveitun-
um skipta þessar samgöngubætur
sköpum og einnig fyrir þúsundir sum-
arhúsaeigenda á svæðinu. Mikilvægt
er að huga að öryggissjónarmiðum
þar sem umferð um Hellisheiði er gíf-
urleg, en góður Gjábakkavegur gæti
létt á þeim umferðarþunga.“
Gjábakka-
vegur verði
heilsársvegur
HALDIN verður kveðjuhátíð til
heiðurs fráfarandi bæjarstjóra-
hjónum á Seltjarnarnesi, Sigríði
Gyðu Sigurðardóttur og Sigurgeiri
Sigurðssyni, fimmtudaginn 29.
ágúst nk. í Seltjarnarneskirkju,
sem hefst kl. 16:00. Það er bæj-
arstjórnin sem stendur fyrir
kveðjuhátíðinni, en þar munu
koma fram margir listamenn af
Nesinu og flutt verða nokkur
ávörp. Bæjarbúar eru boðnir vel-
komnir á kveðjuhátíðina í kirkj-
unni, segir í fréttatilkynningu.
Sigurgeir Sigurðsson var bæj-
arstjóri í hartnær fjóra áratugi, en
eftir kosningarnar í maí sl. tók
Jónmundur Guðmarsson við
stjórntaumunum sem bæjarstjóri.
Á kveðjuhátíðinni mun Kammer-
kór Seltjarnarneskirkju syngja
undir stjórn Vieru Manásek, tón-
listarstjóra kirkjunnar. Bubbi
Morthens, sem búið hefur á Nes-
inu um árabil, frumflytur lagið Við
Gróttu. Þekktustu tónlistarhjón
Nessins, þau Gunnar Kvaran og
Guðný Guðmundsdóttir, flytja ís-
lensk þjóðlög í útsetningu Her-
berts H. Ágústssonar. Selkórinn
syngur undir stjórn Jóns Karls
Einarssonar og loks spila börn úr
tónlistarskólanum undir stjórn
Kára Einarssonar. Fjörutíu börn
úr leikskólum bæjarins munu svo
slá botninn í hátíðina í kirkjunni.
Ávörp flytja Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra, Jónmundur
Guðmarsson bæjarstjóri, Guðrún
Helga Brynleifsdóttir, oddviti
Neslistans, Sigurður Geirdal,
form. Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, form. Samtaka ís-
lenskra sveitarfélaga, Magnús Er-
lendsson, fyrrverandi forseti bæj-
arstjórnar, og að lokum Sigurgeir
Sigurðsson, fyrrverandi bæjar-
stjóri.
Kveðjuhátíð
til heiðurs
bæjarstjóra-
hjónunum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Jörmundi
Inga:
„Á síðu C 16 í Morgunblaðinu s.l.
sunnudag er forkastanleg og mót-
sagnakennd yfirlýsing sem sögð er
vera frá Lögréttu og undirrituð af
meintum Lögsögumanni Jónasi Þ.
Sigurðssyni.
Í þessari yfirlýsingu er látið að því
liggja að Jörmundur Ingi allsherjar-
goði hafi framið ýmsar ávirðingar
(hvað sem það nú þýðir) og hafi farið
fram á það, að þær yrðu ekki ræddar
eða um þær fjallað.
Þrátt fyrir klúðurslegt orðalag
þykist undirritaður skilja hvað Jónas
Þ. Sigurðsson er að burðast við að
koma á framfæri, það er, að á Jör-
mund Ingi hafi verið bornar ávirð-
ingar, sem hann hafi óskað eftir að
ekki væru ræddar eða um þær
fjallað. Undirritaður hefur aldrei
farið fram á slíkt hvorki við þennan
Jónas eða Lögréttu, né hafa honum
verið kynntar nokkrar ávirðingar.
Í yfirlýsingunni segir ennfremur
að Ásatrúarfélagið hafi verið í mikl-
um uppgangi undanfarin ár og
margfaldast að félagatölu, ég geri
ráð fyrir að þetta þýði að félögum
hafi fjölgað, undir stjórn Jörmundar
Inga, sem hafi gert „suma hluti vel“
Nú er það svo að þessi Jónas hefur
undanfarið ýjað að því að innan Ása-
trúarfélagsins hafi tíðkast ýmis svik
og prettir, svo sem fjárdráttur,
þjófnaður, gjaldeyrissvik og margt
fleira. Þessu er öllu vísað til föður-
húsanna og við Jónas og Jónínu segi
ég: „Margur heldur mig sig, en upp
komast svik um síðir,“.“
Yfirlýsing frá
Jörmundi Inga
HINIR árlegu merkjasöludagar
Hjálpræðishersins á Íslandi verða að
þessu sinni frá fimmtudeginum 29.
til laugardagsins 31. ágúst.
Merkjasala Hjálpræðishersins er
þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir
starf hans hér á landi. Tekjur af
merkjasölunni eru notaðar til að
fjármagna barna- og unglingastarfið
sem nú er að hefjast að afloknu sum-
arfríi.
Merkið verður selt á götum
Reykjavíkur og Akureyrar, og einn-
ig verður víða selt í húsum. Verðið er
hið sama og undanfarið ár, krónur
200.
Það er von Hjálpræðishersins að
sem flestir kaupi sér merki og styrki
þannig félags- og hjálparstarfið, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Merkjasölu-
dagar Hjálp-
ræðishersins