Morgunblaðið - 28.08.2002, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMHLIÐA Kraftakeppninni Aust-
fjarðatröll sem haldin var á Breið-
dalsvík á dögunum var slegið upp
grillveislu og hlaðborði á Hótel Blá-
felli á Breiðdalsvík. Þangað fjöl-
menntu Breiðdælir og nær-
sveitamenn til að gæða sér á
grilluðu lambaketi, pylsum fyrir
ungdóminn, kjúklingum og taí-
lenskum svínapottrétti. Kristín Ár-
sælsdóttir hótelhaldari á Bláfelli
hafði veg og vanda af þessari veislu
en hún rekur Hótel Bláfell ásamt
manni sínum, Njáli Torfasyni.
Að loknu borðhaldi var varðeldur
með söng við Ellabryggju, síðan var
stiginn dans við undirleik hljóm-
sveitarinnar Rándýru rónanna í
tjaldi sem reist var í tilefni dagsins.
Hótel Bláfell, Breiðdalsvík
Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson
Steinar Þór Þorleifsson, kokkur
á Hótel Bláfelli, tók sig vel út við
grillið þar sem hann grillaði að
sjálfsögðu lambakjöt.
Grillveisla
með krafta-
jötnum
Norður-Héraði. Morgunblaðið.
SINGAPORE Sling hófst sem ein-
herjaverkefni Henriks nokkurs
Björnssonar fyrir tveimur árum.
Piltur tók þá upp nokkur lög á fjög-
urra rása upptökutæki, studdur
trommuheila og rafgítar. Tónlistin
einfalt og grípandi rokk og ról, og
það nýbylgjukyns. Lögin voru gefin
út í takmörkuðu upplagi sem platan
Overdriver, heimabrenndir diskar
sem eru líkast til virði þyngdar sinn-
ar í gulli í dag.
Henrik lét ekki þar við sitja heldur
hóf að klambra saman bandi í kring-
um þessar tónsmíðar sínar. Meðlimir
komu og fóru og mannabreytingar
voru tíðar framan af. Loks fór þó
skipan sveitarinnar að treystast og
hefur hún nú starfað óbreytt í u.þ.b.
ár. Það er sú sveit sem á heiðurinn af
breiðskífunni The Curse of Singa-
pore Sling sem út kom fyrir stuttu
þar sem nútíma hljóðverstækni var
nýtt til hins ýtrasta.
Blaðamaður var boðinn velkominn
á heimili Togga bassaleikara og þar
var Henrik fyrir. Við settumst inn í
stofu, nutum veitinga og hófum
spjall.
Undir álögum
„Jú, þetta var fyrir svona tveimur
árum,“ samsinnir Henrik og fer að
rifja upp fyrstu æfingarnar með
bandinu. Toggi segir síðan frá því að
útsendarar Eddu hafi mætt á tón-
leika sveitarinnar, og þeir (Sling-
menn) hafi þá notað tækifærið og
stungið að þeim prufueintökum með
tónlistinni. Upptökur á plötunni hóf-
ust svo stuttu eftir það og gengu
hlutirnir langt í frá vandræðalaust
fyrir sig, eins og reyndar kemur
fram í titli plötunnar. Upptökugræj-
ur hafi t.a.m. skemmst strax á fyrsta
degi.
„En spilamennskan var samt óað-
finnanleg frá upphafi,“ skýtur Toggi
að. „Þetta voru allt saman tæknilegir
örðugleikar.“
Undir áhrifum
Blaðamaður ber nú undir piltana
ákveðna gagnrýni sem hann hefur
heyrt utan að sér. Að áhrifavaldar
sveitarinnar (Jesus & Mary Chain þá
helst) séu óþarflega sterkir. Ekki
stendur á svörum frá piltunum.
„Mér finnst áhrifavaldarnir ekki
óþarflega sterkir,“ ansar Henrik.
„Það eru auðvitað áhrifavaldar sem
valda því að maður byrjar að semja
tónlist.“
„Hvað „fílar“ maður í rokki?“ segir
Toggi. „Hvað er vægðarlaust, „cool“
rokk? Það er bara Stooges, MC5 og
Ramones.“
Toggi heldur áfram. „Hér er lagt
upp með að gera „kick ass rock’n-
’roll“. Og ef það minnir á annað „kick
ass rock’n’roll“ er það bara af hinu
góða. Ekki satt? Nei ég meina, ef við
minnum á önnur „cool“ bönd en ekki
leiðinleg bönd er það auðvitað frá-
bært. Það var t.d. talað um Jesus and
Mary Chain í dómnum sem birtist í
Morgunblaðinu og það er ekki leið-
um að líkjast.“
Þeir félagar segjast líka leiðir á
hljómsveitum sem láta í veðri vaka
að þær séu ekki undir áhrifum frá
neinum.
„Ætli við gætum þá ekki sagt að
okkar megináhrifavaldur sé þjóðveg-
ur 1. Og við viljum að það komi skýrt
fram að við höfum aldrei heyrt í Stoo-
ges eða Jesus and Mary Chain.“
Um framtíðaráformin hafa þeir
þetta að segja:
„Kannski spila á einum, tvennum
tónleikum fyrir jól. Og passa okkur á
að týna ekki fleiri snúrum.“
Singapore Sling í svarthvítu.
Óhræddir
við áhrifin
Í Singapore Sling eru rokktöffarar af guðs náð.
Arnar Eggert Thoroddsen hitti tvo þeirra, þáði
veitingar og rakti úr þeim garnirnar um leið.
Singapore Sling gefa út The Curse of Singapore Sling
arnart@mbl.is
Þessi útgáfa má teljast hálfgerð
stuttskífa því þótt á diskinum séu
15 lög, eða kannski réttara sagt
tónstúfar, er lengdin ekki nema
um hálftími.
Lögin eru
með öllu nafn-
laus og fátt sem
gefur til kynna
hverjir standa
að baki smíðinni
en þeir Atli
Bollason og Leó
Stefánsson eru ungir raftónlistar-
drengir á tilraunasviðinu, sem
ætla að fylgja þessu sumarfram-
taki sínu eftir með fleiri dæmum
af því sem þeir eru að sjóða sam-
an.
Hér ægir öllu saman, danstón-
list, teknó, hávaðasúpu og braki,
sófatónlist, ambientþreifingum á
hljómborðinu og klassískum
sprettum, allt sett niður án mik-
illar yfirlegu eða vinnu við hljóm.
Þetta eru meira dæmi um lög frek-
ar en fullmótaðar hugmyndir og
virkar eins og einhver sé að renna
sleðanum á útvarpinu og rétt
stoppi við á öllum stöðvum.
Í upphafi er hávaðarispum
blandað saman við hina ljúfu rödd
útvarpskonunnar Unu Margrétar
Jónsdóttur, lag fimm er skemmti-
lega hallærislegt (og á örugglega
að vera það) dans/diskóstemma
með grípandi laglínu og væmnum
fiðlusveipum, og maður leggur við
hlustir þegar grófar hljóðlínurnar í
lagi númer tíu heyrast. Tilrauna-
mennskan er e.t.v. ekki mjög rót-
tæk, tánum rétt dýft í, en margt
hljómar áheyrilegt og taktvisst.
Það sem stendur eftir er sam-
setningin. Ekki einhver einn ein-
stakur lagbútur eða lag, heldur
hvernig ólíkir tónlistarbútar fá að
standa hlið við hlið og taka lit hver
af öðrum. Þetta forðar diskinum
frá leiðindum og gefur honum
skemmtilegan og óheflaðan „klippt
og límt“-svip.
Nokkuð áhugavert efni og verð-
ur gaman að sjá hvernig Undra-
landsdrengirnir eiga eftir að vinna
úr pælingum sínum.
Tónlist
Klippt
og límt
Atli og Leó
Atli og Leó í Undralandi
Eigin útgáfa
Stuttskífa sem inniheldur 15 lög. Lögin
er samin og flutt af Atla Bollasyni og Leó
Stefánssyni. Hljómdiskurinn er um 30
mínútur að lengd.
Steinunn Haraldsdóttir
Frelsið í haldi
(Liberty Stands Still)
Spennudrama
Kanada/Þýskaland, 2002. Myndform
VHS. (92 mín). Bönnuð innan 16 ára.
Leikstjórn og handrit: Kari Skogland. Að-
alhlutverk: Linda Fiorentino,
Wesley Snipes, Oliver Platt.
Í ÞESSARI metnaðarfullu kvik-
mynd Kari Skogland er deilt á
byssulöggjöfina í Bandaríkjunum, í
einfaldri og átakaþrunginni
spennufrásögn. Liberty Wallace
(Linda Fiorentino) er stöðvuð í
miðjum almenningsgarði af hryðju-
verkamanni (Wesley Snipes) sem
komið hefur fyrir sprengju í nær-
liggjandi pylsuvagni. Liberty fær
símtal þess efnis að hreyfa sig ekki
frá pylsuvagninum ellegar springi
hverfið í loft
upp. Þegar á líð-
ur kemur í ljós
að hryðjuverka-
maðurinn á
harma að hefna
við eiginmann
Liberty (Oliver
Platt), sem er
einn stærsti
vopnaframleiðandi Bandaríkjanna.
Ógnar hann Wallace-hjónunum
þannig með þeirra eigin framleiðslu í
þeim tilgangi að vekja athygli á
þeirri ógn sem almenn vopnaeign
veldur. Saga um heilaga reiði, hefnd
og vanmátt sem sett er fram á sterk-
an hátt í þessari myrku og óvenju-
legu spennumynd. Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Reiði og vanmáttur
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 418
SK Radíó X
DV
MBL Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
MBL
ÓHT Rás 2
SV Mbl SG. DV Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 426 Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10. Vit 422
Sýnd kl. 5 og 7. Bi. 14. Vit 417
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 16.
DV
SG. DV
HL. MBL
Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 6. Með ísl. tali.
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
27 þúsund áhorfendur
Sýnd kl. 8 og 10.05.
Hvað myndir þú gera
ef þú gætir stöðvað
tímann?
Sýnd kl. 6 og 8.
DV Mbl
RadíóX
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV Mbl
Rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum sem fjallar um íslenskan
mann, Jón Gnarr, sem verður ástfangin af Kíverskri stúlku. Frá sömu
aðilum og gerðu Íslenska drauminn.
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
MBL
SK Radíó X
ÓHT Rás2
Sjáið myndina í frábæru
nýju hljóðkerfi Háskólabíós
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B. i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10.30.