Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 49
DWEEZIL Zappa, sonur rokkgoð-
sagnarinnar Frank Zappa, heldur hér
á forláta Fender Stratocaster gítar
sem var áður í eigu Jimi Hendrix. Gít-
arinn var brenndur á sviði af fyrrum
eigandanum á Miami-tónlistarhátíð-
inni í Bandaríkjunum árið 1968.
Hendrix gaf Frank Zappa gítarinn
að tónleikum loknum sem svo arf-
leiddi soninn að þessum góða grip.
Gítarinn verður boðinn upp í Lond-
on 24. september næstkomandi og er
áætlað að um 5 milljarðar íslenskra
króna fáist fyrir strengjahljóðfærið.
Verði það raunin mun þessi títtnefndi
gítar verða dýrasti gítar mannkyns-
sögunnar.
Gítar áður í eigu Jimi Hendrix og Frank Zappa
Reuters
Dýrasti
gítar
sögunnar?
FLEIRI EN 70.000 Ástralar lýsa
sjálfum sér sem sönnum Jedi-
riddara að hætti Stjörnustríða-
myndanna, spurðir um trúarbrögð
í nýjasta manntali Ástralíu.
Talsmaður áströlsku hagstof-
unnar sagði að 0,37% svarenda, eða
70.509 manns, hefðu sagst fylgja
Jedi-trúnni eins og hún kemur
fram í myndum George Lucas.
Talsmaðurinn sagði að líklegt
væri að fólk svaraði á þennan hátt
vegna tölvupósts, sem gekk manna
á milli áður en manntalið var tekið.
Í því stóð að ef meira en 10.000
manns segðust vera Jedi-trúar, yrði
hún trúarsamfélag viðurkennt sam-
kvæmt lögum, en það er ekki rétt.
Formaður aðdáendaklúbbs
Stjörnustríða, Chris Brennan, hafði
ekki gaman af þessu uppátæki.
Hann sagði að þessir meintu ridd-
arar væru líklegast ekki „trúaðir í
raun.“ „Þarna eru líklega um 5.000
manns af þessum 70.000 sem eru í
raun trúaðir Jedi-riddarar. Svo eru
um 50.000 manns sem skrifuðu
þetta bara til gamans. Að lokum
eru þarna á meðal um 15.000
manns sem hafa örugglega skrifað
þetta bara til þess að stríða rík-
isstjórninni aðeins,“ sagði Brennan.
Hagstofan sagði að fjöldi svara
tengdra riddurunum mögnuðu
væri ekki nóg til að skekkja nið-
urstöður manntalsins, sem er tekið
á fimm ára fresti.
Kraftur
Jedi-ridd-
aranna mik-
ill í Ástralíu
Reuters
Jedi-riddararnir Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker.
Café Romance: Ray Ramon og
Mete Gudmundsen spila fyrir gesti
miðvikud.-sunnud. til kl. 1.00 og til
kl. 3.00 föstud. og laugard. ásamt
því að spila fyrir matargesti.
Gaukur á Stöng: Dúndurfréttir
flytja úrval bestu laga Pink Floyd
og Led Zeppelin. Húsið opnað kl.
21.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
ÞAÐ VERÐUR ekki létt verk fyrir
dómara í forkeppninni um fegurðar-
drottningu Ítalíu að velja úr hópnum
sem þar tekur þátt, þótt vafalaust
finnist mörgum dómararnir öfunds-
verðir. Um 270 stúlkur taka þátt í
keppninni sem haldin verður í Salso-
maggiore í byrjun september.
Þessi mynd var tekin í bænum S.
Benedetto del Tronto þar sem stúlk-
urnar komu saman til æfinga á dög-
unum.
Fegurðardísir
í hundraðatali
Keppnin um hver er fegurst kvenna á Ítalíu
AP
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 422
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
SG. DV SV Mbl
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás2
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 422
Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 415 Sýnd kl. 6. Vit 415
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 420
Sýnd í lúxussal kl. 4, 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 423
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Aðalskvísan í skólanum er komin með
samkeppni sem hún ræður ekki við!
„Enginn ætti að missa af þessari,“
Kvikmyndir.is
SK Radíó X
DV MBL
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 418
Kvikmyndir.com
1/2MBL
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12. Vit 420
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 410.
Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 426Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 422
Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 14. Vit 417
1/2 Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4 og 6.Vit 398