Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um innköllun þriggja myntstærða H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA SEÐLABANKI ÍSLANDS Samkvæmt reglugerð nr. 673 frá 19. september 2002, sem sett er með heimild í lögum um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, sbr. lög nr. 36/1998, hefur forsætisráðherra, að tillögu Seðlabanka Íslands, ákveðið innköllun eftirtalinna þriggja myntstærða: 5 aurar Útgefnir: 1981 Þvermál: 15 mm Þyngd: 1,5 grömm Málmur: brons 10 aurar Útgefnir: 1981 Þvermál: 17 mm Þyngd: 2 grömm Málmur: brons 50 aurar Útgefnir: 1981 Þvermál: 19,5 mm Þyngd: 3 grömm Málmur: brons Frestur til að afhenda ofangreinda mynt til innlausnar er fram að 1. október 2003. Allir bankar og sparisjóðir eru skyldugir að taka við peningunum til þess tíma og láta í staðinn peninga, sem ekki á að innkalla. Peningarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna til loka innköllunarfrestsins. Seðlabanki Íslands mun þó innleysa ofangreinda mynt eigi skemur en í 12 mánuði þar á eftir, fram að 1. október 2004. Útgefnir: 1986 Þvermál: 19,5 mm Þyngd: 2,65 grömm Málmur: koparhúðað stál Reykjavík, 30. september 2002. Efni er varðar innköllunina má finna á vef Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is). Á HAUSTDÖGUM bauð Borgar- leikhúsið dansunnendum að berja augum einn af merkari danshöfund- um tuttugustu aldarinnar. Það var dansflokkur Merce Cunningham sem flutti tvö dansverk eftir hann og var hann sjálfur með í för. Það er mikill fengur í því að fá þennan höfund í heimsókn og kunni landinn auðsjáan- lega vel að meta það því húsið var sneisafullt og margir þurftu frá að hverfa. Cunningham, sem gjarnan er nefndur Einstein dansins, hóf dans- feril sinn sem sólódansari hjá Martha Graham-dansflokknum. Hann stofn- aði sinn eigin dansflokk sumarið 1953 og hefur allar götur síðan samið dans- verk sem eru nú orðin um tvö hundr- uð. Cunningham vinnur um margt á annan hátt en samtíma danshöfund- ar. Hann býr til hugmynd af hreyf- ingu og segir dönsurum sínum til um hvernig formið er en lætur þá svo um að gefa hreyfingunni líf eða með öðr- um orðum að fylla í formið. Cunning- ham býr einungis til hreyfingar og spor. Hann hefur engan áhuga á að koma hugmyndum á framfæri eða að leitast við að tengjast og túlka fyrirfram ákveðna tónlist, eins og hefð er fyrir í klassískum ballett. Dansarar hans reyna aldrei að dansa með tónlistinni í verkum hans. Þeir læra fleiri en eitt „hlutverk“ og er gjarnan sá háttur hafður á að rétt fyrir sýningu er ákveðið hver fer með hvaða „hlut- verk“. Þannig nær Cunningham að hafa ferskt yfirbragð á hverri sýningu þó sumir segi að þannig hafi hann dansarana á tánum þar sem það er aukaálag fyrir dansarana að vita ekki hvaða hlutverk þeir eigi að dansa á komandi sýningu. Cunningham er þekktur fyrir að vinna hreyfingar með hjálp tölvuforrits sem kallast Lif- eForm og var sérstaklega hannað eft- ir hans höfði. Sköpunarferlið hefst í tölvunni og heldur síðan áfram með yfirfærslu af hreyfihugmyndum úr tölvunni yfir til dansaranna. Fyrra verk kvöldsins var verk frá árinu 1968 og nefnist Rainforest. Dansararnir hreyfðu sig um sviðið í hreyfistíl Cunninghams og minntu snöggar höfuðhreyfingarnar á fugla í suðrænum regnskógum. Heliumuppblásnir silfurkoddar, upphaflega hönnun Andy Warhols, bifuðust um sviðið kringum dansar- ana. Þeir voru klæddir í húðlitaðar tættar sokkabuxur og aðsniðna boli. Ýmis umhverfishljóð, rafmögnuð hljóð og hljóð frá dýrum juku á ab- straktleika verksins. Seinna verk kvöldsins, Biped, frumsýnt 1999, samanstóð af mun flóknari hreyfing- um. Dansararnir voru klæddir olíu- litum, hálfsíðum, aðsniðnum samfest- ingum sem ljósið endurkastaðist skemmtilega af. Í Biped reynir af al- vöru á líkamsstyrk dansaranna. Dansgerðin er mun flóknari en í fyrra verkinu þar sem hreyfingarnar eru fleiri og erfiðari og framkvæmdar á styttri tíma. Þróun í hreyfingum höfundar er greinileg, séu borin saman þessi tvö dansverk. Gegnsætt tjald var fyrir sviðinu og á það var varpað tölvugraf- ík, ýmist af dönsurum á hreyfingu eða mynstri kúlna og strika á ferð um tjaldið. Þetta gaf verkinu nýja vídd og vísindalegt yfirbragð. Innihald verksins og viðfangsefni eru hreyfingarnar sjálfar. Þær voru bæði athyglisverðar og fallegar í nekt sinni. Það sem er merkilegt við danslist Merce Cunningham er það kerfi hreyfinga sem hann bjó til og heldur áfram að þróa, kominn á níræðisald- ur. Hægt er að tala um Cunningham- dansara og vita þá þeir sem til listar hans þekkja hvað felst í því og því er hægt að segja að listform hans standi sjálfstætt. Jafnvel þó að hreyfingarn- ar í Biped hafi verið allt annað en ein- faldar þá var hreinleiki Cunningham- dansformsins hvíld fyrir augað. Það þarf að vera áhugavert til að halda at- hygli og einbeitingu dansara og áhorfenda út verkið og það var það. Dönsurunum með Cunningham í broddi fylkingar var óspart klappað lof í lófa í sýningarlok. Dansararnir ýttu silfruðum helíumkoddum fyrra verksins til áhorfenda sem héldu þeim svífandi á lofti í salnum undir húrrahrópum sínum. Hreinleiki formsins Morgunblaðið/Sverrir Merce Cunningham ásamt dansflokki sínum við lok sýningar í Borgarleikhúsinu. LISTDANS Borgarleikhúsið Höfundur Rainforest: Merce Cunn- ingham. Tónlist: David Tudor. Sviðsmynd: Andy Warhol. Lýsing: Aaron Copp. Svið- setning: Merce Cunningham, Robert Swinston. Dansarar: Cédric Andrieux, Jonah Boaker, Holley Farmer, Jeannie Steele, Derry Swan, Robert Swinston. Tónlistarmenn: Takehisa Kosugi, James Woodrow. Höfundur Biped: Merce Cunn- ingham. Tónlist: Gavin Bryars. Sviðs- mynd; Shelley Eshkar, Paul Kaiser. Bún- ingar: Suzanne Gallo. Lýsing: Aaron Copp. Dansarar: Cédric Andrieux, Jonah Bokaer, Lisa Boudreau, Ashley Chen, Paige Cunningham, Holley Farmer, Jenni- fer Goggans, Mandy Kirschner, Koji Min- ato, Daniel Roberts, Daniel Squire, Jean- nie Steele, Derry Swan, Cheryl Therrien. Tónlistarmenn: Takehisa Kosugi, Audrey Riley, James Woodrow. Þriðjudagur 24. september. MERCE CUNNINGHAM Lilja Ívarsdóttir TÍU ár eru liðin frá andláti Steinars Sig- urjónssonar rithöf- undar á morgun, 2. október. Af því tilefni munu vinir hans og kunningjar koma sam- an þann dag kl. 20.30 á Gauki á Stöng (efri hæð) og „Blanda aftur í svartan dauðann“. Þeir sem rifja upp kynni sín af Steinari og verkum hans eru meðal annars: Ásdís Kvaran, Bernard Scudder, Bjarni Þór- arinsson, Gylfi Gísla- son, Guðbergur Bergs- son, Einar Kárason, Eyvindur Erlendsson, Hafsteinn Austmann, Jón Proppé, Karl Guð- mundsson, Kristbjörg Kjeld, Magnús Páls- son, María Kristjáns- dóttir, Marta Nordal, Megas, Ólafur Gunn- arsson, Ólafur Páll Sigurðarson, Sig- urður A. Magnússon, Stefán Jónsson, Una Margrét Jónsdóttir, Þorri Jóhannsson, Þorsteinn Antonsson, Þorsteinn frá Hamri og Þröstur Helgason. Eftir auglýsta dag- skrá verður orðið gef- ið laust og velkomið að minnast skáldsins. Atburðurinn verður hljóðritaður og tekinn upp á myndband. Steinars Sigur- jónssonar minnst á Gauknum Steinar Sigurjónsson Selfosskirkja Síðustu tónleikar í röðinni Septembertónleikar í Sel- fosskirkju verða í kvöld kl. 20.30. Þá leika Gunnar Björnsson á selló og Haukur Guðlaugsson á orgel m.a. verk eftir Fauré, Debussy, Rachm- aninoff, Maríu Theresu von Paradis og Björgvin Þ. Valdimarsson. Á milli laganna verður rætt við áheyrendur um tónlistina og höfundana. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.