Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um innköllun þriggja myntstærða H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA SEÐLABANKI ÍSLANDS Samkvæmt reglugerð nr. 673 frá 19. september 2002, sem sett er með heimild í lögum um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, sbr. lög nr. 36/1998, hefur forsætisráðherra, að tillögu Seðlabanka Íslands, ákveðið innköllun eftirtalinna þriggja myntstærða: 5 aurar Útgefnir: 1981 Þvermál: 15 mm Þyngd: 1,5 grömm Málmur: brons 10 aurar Útgefnir: 1981 Þvermál: 17 mm Þyngd: 2 grömm Málmur: brons 50 aurar Útgefnir: 1981 Þvermál: 19,5 mm Þyngd: 3 grömm Málmur: brons Frestur til að afhenda ofangreinda mynt til innlausnar er fram að 1. október 2003. Allir bankar og sparisjóðir eru skyldugir að taka við peningunum til þess tíma og láta í staðinn peninga, sem ekki á að innkalla. Peningarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna til loka innköllunarfrestsins. Seðlabanki Íslands mun þó innleysa ofangreinda mynt eigi skemur en í 12 mánuði þar á eftir, fram að 1. október 2004. Útgefnir: 1986 Þvermál: 19,5 mm Þyngd: 2,65 grömm Málmur: koparhúðað stál Reykjavík, 30. september 2002. Efni er varðar innköllunina má finna á vef Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is). Á HAUSTDÖGUM bauð Borgar- leikhúsið dansunnendum að berja augum einn af merkari danshöfund- um tuttugustu aldarinnar. Það var dansflokkur Merce Cunningham sem flutti tvö dansverk eftir hann og var hann sjálfur með í för. Það er mikill fengur í því að fá þennan höfund í heimsókn og kunni landinn auðsjáan- lega vel að meta það því húsið var sneisafullt og margir þurftu frá að hverfa. Cunningham, sem gjarnan er nefndur Einstein dansins, hóf dans- feril sinn sem sólódansari hjá Martha Graham-dansflokknum. Hann stofn- aði sinn eigin dansflokk sumarið 1953 og hefur allar götur síðan samið dans- verk sem eru nú orðin um tvö hundr- uð. Cunningham vinnur um margt á annan hátt en samtíma danshöfund- ar. Hann býr til hugmynd af hreyf- ingu og segir dönsurum sínum til um hvernig formið er en lætur þá svo um að gefa hreyfingunni líf eða með öðr- um orðum að fylla í formið. Cunning- ham býr einungis til hreyfingar og spor. Hann hefur engan áhuga á að koma hugmyndum á framfæri eða að leitast við að tengjast og túlka fyrirfram ákveðna tónlist, eins og hefð er fyrir í klassískum ballett. Dansarar hans reyna aldrei að dansa með tónlistinni í verkum hans. Þeir læra fleiri en eitt „hlutverk“ og er gjarnan sá háttur hafður á að rétt fyrir sýningu er ákveðið hver fer með hvaða „hlut- verk“. Þannig nær Cunningham að hafa ferskt yfirbragð á hverri sýningu þó sumir segi að þannig hafi hann dansarana á tánum þar sem það er aukaálag fyrir dansarana að vita ekki hvaða hlutverk þeir eigi að dansa á komandi sýningu. Cunningham er þekktur fyrir að vinna hreyfingar með hjálp tölvuforrits sem kallast Lif- eForm og var sérstaklega hannað eft- ir hans höfði. Sköpunarferlið hefst í tölvunni og heldur síðan áfram með yfirfærslu af hreyfihugmyndum úr tölvunni yfir til dansaranna. Fyrra verk kvöldsins var verk frá árinu 1968 og nefnist Rainforest. Dansararnir hreyfðu sig um sviðið í hreyfistíl Cunninghams og minntu snöggar höfuðhreyfingarnar á fugla í suðrænum regnskógum. Heliumuppblásnir silfurkoddar, upphaflega hönnun Andy Warhols, bifuðust um sviðið kringum dansar- ana. Þeir voru klæddir í húðlitaðar tættar sokkabuxur og aðsniðna boli. Ýmis umhverfishljóð, rafmögnuð hljóð og hljóð frá dýrum juku á ab- straktleika verksins. Seinna verk kvöldsins, Biped, frumsýnt 1999, samanstóð af mun flóknari hreyfing- um. Dansararnir voru klæddir olíu- litum, hálfsíðum, aðsniðnum samfest- ingum sem ljósið endurkastaðist skemmtilega af. Í Biped reynir af al- vöru á líkamsstyrk dansaranna. Dansgerðin er mun flóknari en í fyrra verkinu þar sem hreyfingarnar eru fleiri og erfiðari og framkvæmdar á styttri tíma. Þróun í hreyfingum höfundar er greinileg, séu borin saman þessi tvö dansverk. Gegnsætt tjald var fyrir sviðinu og á það var varpað tölvugraf- ík, ýmist af dönsurum á hreyfingu eða mynstri kúlna og strika á ferð um tjaldið. Þetta gaf verkinu nýja vídd og vísindalegt yfirbragð. Innihald verksins og viðfangsefni eru hreyfingarnar sjálfar. Þær voru bæði athyglisverðar og fallegar í nekt sinni. Það sem er merkilegt við danslist Merce Cunningham er það kerfi hreyfinga sem hann bjó til og heldur áfram að þróa, kominn á níræðisald- ur. Hægt er að tala um Cunningham- dansara og vita þá þeir sem til listar hans þekkja hvað felst í því og því er hægt að segja að listform hans standi sjálfstætt. Jafnvel þó að hreyfingarn- ar í Biped hafi verið allt annað en ein- faldar þá var hreinleiki Cunningham- dansformsins hvíld fyrir augað. Það þarf að vera áhugavert til að halda at- hygli og einbeitingu dansara og áhorfenda út verkið og það var það. Dönsurunum með Cunningham í broddi fylkingar var óspart klappað lof í lófa í sýningarlok. Dansararnir ýttu silfruðum helíumkoddum fyrra verksins til áhorfenda sem héldu þeim svífandi á lofti í salnum undir húrrahrópum sínum. Hreinleiki formsins Morgunblaðið/Sverrir Merce Cunningham ásamt dansflokki sínum við lok sýningar í Borgarleikhúsinu. LISTDANS Borgarleikhúsið Höfundur Rainforest: Merce Cunn- ingham. Tónlist: David Tudor. Sviðsmynd: Andy Warhol. Lýsing: Aaron Copp. Svið- setning: Merce Cunningham, Robert Swinston. Dansarar: Cédric Andrieux, Jonah Boaker, Holley Farmer, Jeannie Steele, Derry Swan, Robert Swinston. Tónlistarmenn: Takehisa Kosugi, James Woodrow. Höfundur Biped: Merce Cunn- ingham. Tónlist: Gavin Bryars. Sviðs- mynd; Shelley Eshkar, Paul Kaiser. Bún- ingar: Suzanne Gallo. Lýsing: Aaron Copp. Dansarar: Cédric Andrieux, Jonah Bokaer, Lisa Boudreau, Ashley Chen, Paige Cunningham, Holley Farmer, Jenni- fer Goggans, Mandy Kirschner, Koji Min- ato, Daniel Roberts, Daniel Squire, Jean- nie Steele, Derry Swan, Cheryl Therrien. Tónlistarmenn: Takehisa Kosugi, Audrey Riley, James Woodrow. Þriðjudagur 24. september. MERCE CUNNINGHAM Lilja Ívarsdóttir TÍU ár eru liðin frá andláti Steinars Sig- urjónssonar rithöf- undar á morgun, 2. október. Af því tilefni munu vinir hans og kunningjar koma sam- an þann dag kl. 20.30 á Gauki á Stöng (efri hæð) og „Blanda aftur í svartan dauðann“. Þeir sem rifja upp kynni sín af Steinari og verkum hans eru meðal annars: Ásdís Kvaran, Bernard Scudder, Bjarni Þór- arinsson, Gylfi Gísla- son, Guðbergur Bergs- son, Einar Kárason, Eyvindur Erlendsson, Hafsteinn Austmann, Jón Proppé, Karl Guð- mundsson, Kristbjörg Kjeld, Magnús Páls- son, María Kristjáns- dóttir, Marta Nordal, Megas, Ólafur Gunn- arsson, Ólafur Páll Sigurðarson, Sig- urður A. Magnússon, Stefán Jónsson, Una Margrét Jónsdóttir, Þorri Jóhannsson, Þorsteinn Antonsson, Þorsteinn frá Hamri og Þröstur Helgason. Eftir auglýsta dag- skrá verður orðið gef- ið laust og velkomið að minnast skáldsins. Atburðurinn verður hljóðritaður og tekinn upp á myndband. Steinars Sigur- jónssonar minnst á Gauknum Steinar Sigurjónsson Selfosskirkja Síðustu tónleikar í röðinni Septembertónleikar í Sel- fosskirkju verða í kvöld kl. 20.30. Þá leika Gunnar Björnsson á selló og Haukur Guðlaugsson á orgel m.a. verk eftir Fauré, Debussy, Rachm- aninoff, Maríu Theresu von Paradis og Björgvin Þ. Valdimarsson. Á milli laganna verður rætt við áheyrendur um tónlistina og höfundana. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.