Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um heilbrigðisnetið Tengir saman alla aðila RÁÐSTEFNA sember yfirskriftinaÍslenska heilbrigð- isnetið verður haldin í Salnum í Kópavogi í dag, fimmtudaginn 14. nóvem- ber, klukkan 13 til 17. Ráð- stefnan er haldin á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og er Ingimar Einarsson, skrif- stofustjóri og formaður verkefnisstjórnar heil- brigðisnetsins, í forsvari fyrir henni og svaraði hann nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hver er aðdragand- inn? „Undanfarin misseri hafa kjaramál heilbrigðis- stétta, rekstrarörðugleikar heilbrigðisstofnana og vandamál heilsugæslunnar og öldrunarþjónustunnar verið mest áberandi í umræðum um heil- brigðismál. Það vill hins vegar oft gleymast að á sama tíma hafa heil- brigðisyfirvöld verið að vinna að langtíma stefnumótun og áætlana- gerð.“ – Hvaða mál eru það? „Ég get nefnt Heilbrigðisáætl- un til 2010, einnig skýrslu um for- gangsröðun í heilbrigðisþjónustu, stefnumótun í upplýsingamálum heilbrigðiskerfisins, gæðaáætlun heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, áætlun um upp- byggingu heilbrigðistölfræði, áætlun um uppbyggingu öldrun- arþjónustu o.fl. Fjölmörg verkefni sem grund- völluð eru á ofangreindri stefnu- mörkun eru nú í gangi á vegum ráðuneytisins eða annarra aðila. Upplýsingar um þá vinnu ná sjaldnast eyrum fjölmiðla og al- mennings og einnig er upplýsinga- miðlun til starfsmanna heilbrigð- isþjónustunnar oft takmörkuð. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur nú ákveðið að gera átak í að kynna verkefni sem unnið er að í ráðuneytinu eða á vegum þess.“ – Þá komum við væntanlega að yfirskrift ráðstefnunnar? „Já, uppbygging Íslenska heil- brigðisnetsins er stærsta verkefn- ið á sviði upplýsingamála heil- brigðiskerfisins. Það er því vel við hæfi að það sé fyrsta viðfangsefnið í röð ráðstefna og kynningarfunda um heilbrigðismál á vegum ráðu- neytisins.“ – Hvað er Íslenska heilbrigðis- netið? „Heilbrigðisnetið mun tengja saman alla þá aðila sem koma að heilbrigðisþjónustu í landinu. Heilbrigðisnetinu er ætlað að vera farvegur fyrir rafræn samskipti innan heilbrigðisþjónustunnar. Tæknilega samanstendur heil- brigðisnetið af tölvum, fjarskipta- og hugbúnaði ásamt samskipta- og öryggisreglum.“ – Duga fjórar klukkustundir fyrir svo viðamikið efni? „Þessi ráðstefna er meira kynn- ing á þeirri vinnu sem fram hefur farið og framundan er heldur en tæmandi útlistun á fyrirbærinu sem slíku. En efnið er vissulega viðamikið eins og þú bendir á. Við höfum fengið einvalalið fyrirlesara sem flytja erindi eftir ákveðinni uppröðun sem tengist efnistökum þeim sem beitt hefur verið. Þetta eru þrír meginmálaflokkar. Fyrst má segja að ég sjálfur og Þorgeir Pálsson flytjum inngangserindi. Í erindi mínu fjalla ég um þær breytingar sem orðið hafa á heil- brigðisþjónustunni á síðustu 50 til 100 árum. Mun ég sérstaklega beina augunum að þeim möguleik- um sem upplýsingatæknin býður upp á í upplýsingavæðingu heil- brigðiskerfisins í byrjun nýrrar aldar. Þorgeir, sem er verkefnis- stjóri heilbrigðisnetsins og sviðs- stjóri á Landspítalanum, mun fjalla um öryggisreglur Netsins. Annar málaflokkur gæti kallast Hvaða möguleikar opnast. Þar taka til máls þrír einstaklingar, Baldur Johnsen, sviðsstjóri upp- lýsingatæknisviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, Benedikt Benediktsson tölvunarfræðingur og Hermann Ólafsson, forstöðu- maður hjá Tryggingastofnun rík- isins. Baldur mun gera grein fyrir framtíðarsýn heilbrigðisnetsins næstu 5 til 15 árin, Benedikt mun gera grein fyrir verkefnum heil- brigðisnetsins og Hermann mun fjalla um rafræna lyfseðla. Þriðji málaflokkurinn gæti kall- ast Áhrif á störf heilbrigðisstarfs- fólks, en þar taka til máls Frið- finnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga, Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA, Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, Lilja Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Helgason, heilsugæslulæknir og verkefnisstjóri klínískra leiðbein- inga. Friðfinnur mun fjalla um málið frá sjónarhóli stjórnandans, Þorvaldur fjallar um nýtingu upplýsinga- tækni til þess að bæta heilbrigðisþjónustuna, Jóhann Heiðar veltir fyrir sér hvaða áhrif heilbrigðisnetið kemur til með að hafa á störf lækna í framtíðinni, Lilja heldur því fram að störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra geti orðið árangursríkari og Sig- urður mun loks fjalla um ávinning- inn af auknu aðgengi að upplýs- ingum og sýna með dæmum hvernig hægt er að leita eftir upp- lýsingum um heilbrigðismál á Netinu.“ Ingimar Einarsson  Ingimar Einarsson er fæddur í Reykjavík árið 1949. Lauk BA- prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1974, MSS-prófi í félagsvísindum frá Uppsalaháskóla 1980 og doktorsprófi frá sama skóla 1987. Starfaði við Landlækn- isembættið, síðar ráðgjafi Nor- rænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í heilbrigðis- og félagsmálum 1985–95. Síð- ustu árin hefur hann verið skrif- stofustjóri áætlana- og þróun- arskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Er giftur Stefaníu Snævarr kennara og eiga þau tvö uppkomin börn. … ná sjaldn- ast eyrum fjölmiðla Nei, nei, þetta er ekki málverkasýning, Nonni minn. Ráðherrann er að reyna að pranga út 1. stk. banka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.