Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LAGT er til í bréfi Páls Skúlasonar,
rektors Háskóla Íslands, til mennta-
málaráðherra, að gerður verði í lög-
um um skóla á háskólastigi mun
skýrari greinarmunur á rannsókna-
háskólum og öðrum háskólum, eins
og greint var frá í Morgunblaðinu í
gær. Haft var eftir Páli að HÍ væri í
raun eini eiginlegi rannsóknahá-
skólinn og væru fjárframlög til hans
miðuð við það, þótt rannsóknir væru
einnig stundaðar t.d. í Háskólanum á
Akureyri og Kennaraháskóla Ís-
lands.
Morgunblaðið leitaði í gær við-
bragða rektora nokkurra annarra
háskóla við þessum tillögum.
Kemur spánskt fyrir sjónir
„Þetta kemur okkur nokkuð
spánskt fyrir sjónir,“ segir Runólfur
Ágústsson, rektor Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst. „Það eru ekki nema
rúm þrjú ár síðan aðferðir hins op-
inbera við að útdeila fjármagni til há-
skóla voru endurskoðaðar hjá
menntamálaráðuneytinu, eftir tillög-
um Háskóla Íslands. Það má því
segja að Háskóli Íslands sé aðalhöf-
undur núgildandi kerfis. Sú breyting
hafði á sínum tíma þær afleiðingar
fyrir okkur hér á Bifröst, að framlög
ríkisins hafa lækkað um helming á
hvern nemanda á þessum tíma. Við
tókum þann kost að lúta þessum
reglum og áttum ekki annarra kosta
völ en að taka til í okkar rekstri og ná
fram aukinni hagkvæmni, meðal
annars með nokkurri fjölgun nem-
enda og hækkun skólagjalda og
bæta okkur þetta upp með þeim
hætti. Að reka lítinn og framsækinn
háskóla uppi í Norðurárdal kostar
einfaldlega miklu meira á hvern
nemanda en að reka Háskóla Ís-
lands, með allan þann fjölda nem-
enda sem þar er,“ segir Runólfur.
Hann segir að heildarframlag rík-
isins til Háskóla Íslands á hvern
nemanda sé um það bil tvöfalt á við
framlag ríkisins til Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst. „Að halda því fram að
Háskóli Íslands standi höllum fæti í
samkeppni gagnvart okkur, vegna
þess að reglur um útdeilingu á fjár-
magni frá ríkinu til háskóla séu
óréttlátar, kemur úr hörðustu átt.“
Hann segir það einnig algjörlega
fráleitan málflutning að leggja til að
gerður verði greinarmunur á rann-
sóknaháskólum og öðrum háskólum.
„Það er ekki með nokkru móti hægt
að skilja rannsóknastarfsemi frá
kennslu í háskólum. Þessir tveir
þættir fara algjörlega saman og allir
háskólar sem vilja standa undir nafni
hljóta að þurfa að sinna rannsókn-
um. Háskóli Íslands hefur hins vegar
á undanförnum árum setið nánast
einn að framlagi ríkisins til rann-
sókna. Við erum að stórefla þann
þátt í starfi okkar og ná þar veruleg-
um árangri og höfum auðvitað farið
fram á að framlög ríkisins til okkar
að þessu leyti verði hækkuð í fram-
tíðinni,“ segir Runólfur.
Rannsóknir samofnar
„Háskólar skera sig frá öðrum
menntastofnunum vegna þess að þar
er lögð áhersla á rannsóknastarf-
semi og þekkingarleit, ásamt þekk-
ingarmiðlun, sem er aðalverkefni
allra skóla,“ segir Guðfinna S.
Bjarnadóttir, rektor Háskólans í
Reykjavík.
„Að mínu viti snýst háskólastarf-
semi um að þróa hugmyndir og
stuðla að þekkingaröflun, gjarnan í
samstarfi vísindamanna víða um
heim, og þannig vinnum við. Þess
vegna vísa ég á bug allri umræðu um
að háskólum sé hægt að raða í rann-
sóknaháskóla og kennsluháskóla.
Það hefur alltaf verið minn skilning-
ur að rannsóknastarfsemi sé samofin
starfsemi allra háskóla, annars eru
þeir ekki þess verðir að starfa sem
háskólar. Þetta vita allir sem láta sér
annt um háskólamenntun. Þetta eru
hreinar línur. Þess vegna skil ég ekki
hvað Háskóli Íslands er að fara.“
„Mér fannst mjög sorglegt að lesa
fréttina um þessar tillögur og tel að
þar sé kröftum Háskóla Íslands
beint á rangar brautir. Svona skot-
grafahernaður er háskólamenntun á
Íslandi alls ekki til framdráttar. Mér
er í raun alveg sérlega misboðið fyrir
hönd þeirra stúdenta og starfs-
manna sem hér starfa,“ bætir Guð-
finna við.
Ákvarða þarf skilyrði
„Það þarf auðvitað að komast að
samkomulagi um hvaða skilyrði há-
skólar þurfi að uppfylla til að fá fjár-
magn til rannsókna. Ég er alveg
sammála því,“ segir Þorsteinn Gunn-
arsson, rektor Háskólans á Akur-
eyri. „Hitt er svo annað mál að við
þurfum líka að líta á þetta í alþjóð-
legu samhengi og með fullri virðingu
fyrir Háskóla Íslands er ég ekki viss
um að hann myndi teljast til rann-
sóknaháskóla á alþjóðamælikvarða.
Ég vil heldur líta svo á að háskólar á
Íslandi séu á þeirri leið að verða
rannsóknaháskólar og má alveg við-
urkenna að Háskóli Íslands er kom-
inn lengst á þeirri leið. Hitt er svo
annað mál að aðrir háskólar eru líka
á þeirri leið. Þetta ferli er í mikilli
þróun og ég er ekki fylgjandi því að
ákveðið sé með lögum á Alþingi að
það sé rannsóknaháskóli á Íslandi.
Það yrði ankannalegt, bæði frá al-
þjóðlegum sjónarhóli og líka hér inn-
anlands,“ segir Þorsteinn.
Stríðsyfirlýsing
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskóla Íslands, segist ekki
hafa séð tillögur nefndarinnar held-
ur eingöngu lesið um þær í frétt
Morgunblaðsins í gær. „Eins og
þetta kemur þar fram er þetta ekk-
ert annað en stríðsyfirlýsing,“ segir
hann. „Ég veit ekki til þess að það
standi til að endurskoða lögin. Það
kemur mér því á óvart að þau skuli
vera til endurskoðunar,“ segir hann
ennfremur. „Samkvæmt þessu er
Háskóli Íslands að leggja fram til-
lögur um að aðrir skólar en hann
sjálfur geti ekki stundað rannsóknir.
Listaháskólanum er skylt að vinna
að listsköpun, sem er sambærileg við
rannsóknir. Háskólar sem stunda
ekki rannsóknir geta varla staðið
undir nafni,“ segir Hjálmar.
Þarf betri skilgreiningu
Ólafur Proppé, rektor Kennarahá-
skóla Íslands, segist vera alveg sam-
mála því að skilgreina þurfi betur há-
skólastigið og háskólahugtakið.
Einnig þurfi að vinna betur að því að
koma á fót einhverri ytri viðmiðun
um hvaða kröfur séu gerðar til há-
skóla áður en þeim er veitt heimild
til að bjóða upp á t.d. meistaranám
og doktorsnám.
Að mati Ólafs er það nokkur ein-
földun að ræða um rannsóknahá-
skóla annars vegar og kennsluhá-
skóla hins vegar. „Ég er ekki
sammála því að Háskóli Íslands sé
eini rannsóknaháskólinn,“ segir
hann, og bendir á að t.d. séu bæði
Kennaraháskóli Íslands, sem verið
hefur háskóli allt frá 1971, og Há-
skólinn á Akureyri rannsóknahá-
skólar. „Vinnuskylda háskólakenn-
ara við Kennaraháskólann er til
dæmis skilgreind á nákvæmlega
sama hátt og við Háskóla Íslands,
þ.e.a.s. 43% af ársvinnu þeirra eiga
að fara í rannsóknir,“ segir Ólafur.
Hann bætir því við að Háskóli Ís-
lands sé auðvitað flaggskipið, með
lengsta sögu að baki og þar sem
stærstur hluti rannsókna sé stund-
aður. Þar sé líka að finna digrustu
rannsóknasjóðina auk þess sem HÍ
sé eini háskólinn sem kominn er með
rammasamning um rannsóknastarf-
semina við ríkið. En það liggi einnig
fyrir yfirlýsingar af hálfu stjórn-
valda og Kennaraháskólans um að
slíkum samningi verði komið á.
Ólafur segir um þá tillögu nefnd-
arinnar, að háskólarnir sitji við sama
borð hvað rekstrarskilyrði varðar,
að hann telji það eðlilegt ef skólarnir
eigi að starfa á samkeppnisgrund-
velli. „En það er hægt að hugsa sér
það á marga vegu. Ein leiðin er sú að
ríkisháskólarnir verði sjálfseignar-
stofnanir og yrðu þá meira sjálfráðar
um sín mál,“ segir Ólafur og bendir á
að umræða hafi farið fram bæði hér á
landi sem á öðrum Norðurlöndum
um hvort taka eigi upp skólagjöld í
ríkisháskólum.
„Ég hef haldið því fram að það sé
ekkert víst að þetta kerfi sem hér
hefur verið, að hafa nánast engin
skólagjöld, sé það lýðræðislegasta.
En það þýðir ekki að tala um þetta
öðruvísi en að ræða um þetta í heild
og þá verður um leið að skoða náms-
lánakerfið og endurgreiðslur náms-
lána ef lánað er fyrir skólagjöldum,
sem er reyndar gert nú þegar. Við
vitum að aðeins um helmingur af
framlagi ríkisins til námslána skilar
sér aftur, m.a. vegna þess að vextir
eru niðurgreiddir, en þá þyrfti líka
að breyta þessu þannig að endur-
greiðslurnar væru í takt við raun-
verulega afkomu fólks.“
Háskólarektorar gagnrýna harðlega tillögur HÍ um breytingu á lögum um skóla á háskólastigi
Fráleitt að aðgreina háskóla
Tillögur nefndar sem fram koma í bréfi Páls Skúlasonar, rektors Háskóla
Íslands, til menntamálaráðherra um breytingar á lögum um skóla á há-
skólastigi mælast mjög misjafnlega fyrir hjá rektorum annarra háskóla sem
rætt var við í gær. Nokkrir viðmælenda blaðsins gagnrýna harðlega hug-
myndir um að gera greinarmun á rannsóknaháskólum og öðrum háskólum.
„Sammála því
að skilgreina
þurfi betur
háskólastigið
og háskóla-
hugtakið.“
„Ekki hægt
að skilja
rannsókna-
starfsemi frá
kennslu í
háskólum.“
„Sérlega
misboðið
fyrir hönd
stúdenta og
starfsmanna
við HR.“
„Háskólar
sem stunda
ekki rann-
sóknir geta
varla staðið
undir nafni.“
ÞORSTEINN GUNNARSSON
„Háskólar á
Íslandi eru
á þeirri leið
að verða rann-
sóknahá-
skólar.“
ÓLAFUR PROPPÉ RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON GUÐFINNA BJARNADÓTTIR HJÁLMAR H. RAGNARSSON
PRÓFKJÖR Framsóknarflokks í
Norðvesturkjördæmi verður haldið á
kjördæmisþingi á Laugum í Sælings-
dal í Dalasýslu næstkomandi laugar-
dag. Frambjóðendur eru 13.
Þeir sem gefa kost á sér eru:
Kristinn H. Gunnarsson alþingis-
maður, Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra, Ragna Ívarsdóttir bóndi, Árni
Gunnarsson framkvæmdastjóri, Her-
dís Á. Sæmundardóttir framhalds-
skólakennari, Elín R. Líndal bóndi,
Magnús Stefánsson alþingismaður,
Þorvaldur T. Jónsson bóndi, Ingi
Björn Árnason nemi, Birkir Þór Guð-
mundsson framkvæmdastjóri, Eydís
Líndal Finnbogadóttir jarðfræðing-
ur, Albertína Elíasdóttir háskólanemi
og Egill Heiðar Gíslason aðstoðar-
maður ráðherra.
Að sögn Sigurðar Eyþórssonar,
skrifstofustjóra flokksskrifstofu
Framsóknarflokksins, hafa 480
manns hafa atkvæðisrétt á þinginu
sem hefst klukkan tíu á laugardags-
morgun.
Frambjóðend-
ur 13 talsins
Prófkjör Framsóknar-
flokks í NV-kjördæmi
BORGÞÓR H. Jóns-
son veðurfræðingur
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut 12. nóvem-
ber síðastliðinn, 78 ára
að aldri.
Borgþór fæddist í
Vestmannaeyjum 10.
apríl árið 1924. For-
eldrar hans voru Sig-
ríður Bjarnadóttir
húsmóðir og Jón Haf-
liðason sjómaður.
Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið
1945 og stundaði nám við verk-
fræðideild Háskóla Íslands 1945–46.
Árið 1948 lauk hann prófi í veð-
urfræði frá Sveriges Meteorolog-
iska och Hydrologiska Institut
(SMHI) í Stokkhólmi og framhalds-
námi við sama skóla árið 1963. Þá
sótti hann fyrirlestra hjá Alþjóða-
flugmálastofnuninni (ICAO) og Al-
þjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO).
Borgþór starfaði sem veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands í
Reykjavík 1948 til
1952 og hjá Veðurstofu
Íslands á Keflavíkur-
flugvelli 1952 til 1979
og deildarstjóri frá
1963 þar til hann lét af
störfum árið 1994. Um
árabil kenndi hann
einnig verðandi flug-
umferðarstjórum veð-
urfræði hjá Flugmála-
stjórn.
Eftir hann liggja
fjölmargar greinar í
blöðum, tímaritum og
bókum um veðurfræði
og önnur skyld efni. Á
árunum 1970–75 hélt hann vikuleg
erindi um veðurfræði o.fl. í ríkisút-
varpinu. Og um 20 ára skeið, frá
1978 til 1998, flutti hann veðurspár í
sjónvarpi.
Borgþór hlaut afmælismerki Al-
þjóðaveðurfræðistofnunarinnar
1950 til 1990 sem viðurkenningu
fyrir störf hjá Veðurstofu Íslands.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Rannveig Árnadóttir húsmóðir og
eignuðust þau eina dóttur, Ernu.
Andlát
BORGÞÓR H. JÓNSSON
FÓLKSBÍL var ekið undir stóran tengivagn til móts við bæinn Vagli í Eyja-
fjarðarsveit laust upp úr klukkan 18 í gærkvöldi. Slysið varð með þeim
hætti að ökumaður dráttarbíls með tengivagn var að bakka út af veginum
og stóð tengivagninn þvert á akstursstefnu fólksbílsins sem var á norð-
urleið, með þeim afleiðingum að hann ók á tengivagninn. Kona sem var
farþegi í bílnum slasaðist, en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Maður
hennar og þrjú börn sluppu ómeidd og að sögn lögreglu skipti þar mestu
að allir voru í bílbeltum og börnin í bílstól og á bílpúða. Tveir sjúkrabílar
frá slökkviliði Akureyrar og lögregla fóru á staðinn.
Morgunblaðið/Kristján
Fólksbíll ók á tengivagn