Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN Jónsson, verkefnisstjóri hjá VSÓ, segir það ekki hafa verið upphaflegan ásetning fyrirtækisins að fjalla í fjölmiðlum um atriði er varða samningssamband fyrirtækis- ins við Ragnhildi Sigurðardóttur. „En vegna ummæla Ragnhildar í fjölmiðl- um viljum við taka fram að VSÓ ráð- gjöf ehf. tók að sér fyrir Landsvirkjun að vinna matsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu en slíka skýrslu er lögboðið að leggja fram hjá Skipulagsstofnun vegna slíks mats. Ragnhildur Sigurð- ardóttir var í nóvembermánuði 2000 ráðin af VSÓ Ráðgjöf ehf. til að gera samantekt á rannsóknarniðurstöðum úr rannsóknum sem unnar höfðu ver- ið á svæði Norðlingaölduveitu. Ragn- hildur var ekki ráðin til að fram- kvæma rannsóknir fyrir VSÓ ráðgjöf ehf. en hún var hins vegar aðstoðar- maður verkefnisstjóra við afmarkaða rannsókn á rústasvæðum Þjórsár- vera er framkvæmd var af Náttúru- fræðistofnun.“ Guðjón segir að þess misskilnings virðist hafa gætt í fjölmiðlum að Ragnhildur Sigurðardóttir hafi verið einhvers konar sjálfstæður umsagn- araðili um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. „Samkvæmt lög- unum um umhverfisáhrif skal leita umsagnar tiltekinna aðila um mats- skýrslu en Ragnhildur er ekki þeirra á meðal. Hlutverk Ragnhildar var því að vera þátttakandi í því teymi sér- fræðinga sem vann á vegum VSÓ ráð- gjöf ehf. að gerð matsskýrslunnar.“ Staðið við samkomulag Þá segir Guðjón að með samningi við VSÓ ráðgjöf ehf. hafi Ragnhildur framselt höfundarrétt að texta þeim sem hún lét fyrirtækinu í hendur og sem það hafi síðan með hliðsjón af honum unnið áðurnefnda mats- skýrslu fyrir Landsvirkjun. Fyrir- tækið hafi staðfest í samningnum að það myndi í hvívetna virða höfund- arheiður Ragnhildar. „Í þessu skyni var tiltekið að Ragnhildur skyldi fara yfir matsskýrsluna með tilliti til þess að henni séu ekki ranglega tileinkað- ar skoðanir eða mat á einstökum efn- isatriðum hennar. Við þetta sam- komulag hefur fyllilega verið staðið. Af því sem að framan er rakið er það fjarri lagi að VSÓ ráðgjöf ehf. hafi á nokkurn hátt skuldbundið sig til þess að gera skoðanir Ragnhildar að sín- um eða skuldbundið sig til þess að leggja texta hennar fram sem hluta af matsskýrslunni,“ segir Guðjón. Ragnhildur ekki ráðin til að fram- kvæma rannsóknir VSÓ Ráðgjöf ehf. hefur sent frá sér tvær greinargerðir þar sem fjallað er um samskipti fyrirtækisins við Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Gísla Má Gíslason í tengslum við mat á um- hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. Þá mun VSÓ Ráðgjöf einnig hafa tek- ið saman greinargerðir sem snúa að Ragnhildi Sigurðardóttur vistfræð- ingi og og Arnþóri Garðarssyni pró- fessor og skilað til þingnefndanna sem að málinu koma. VSÓ Ráðgjöf hafnar alfarið ásök- unum Þóru Ellenar Þórhallsdóttur og Gísla Más Gíslasonar um að hafa dregið úr hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda við Norðlingaölduveitu í umræddri mats- skýrslu; við vinnslu skýrslunnar hafi í einu og öllu verið farið að lögum og reglum sem gilda um mat á umhverf- isáhrifum. Ákváðum að leggja öll gögn á borðið Guðjón Jónsson, verkefnisstjóri VSÓ Ráðgjafar, segir að öll gögn séu á borðinu þannig að málið snúist fyrst og fremst um túlkanir þeirra sem ákveða lokaniðurstöðurnar. „Með birtingu greinargerðanna erum við hreinlega að leggja allt á borðið þann- ig að menn geti kynnt sér öll sam- skipti sem áttu sér stað, menn hafi alla meðhöndlunina og þá einnig með- höndlun ágreiningsmála og svo þau svör sem við gáfum innan kerfisins. Við erum ófeimnir við að leggja þetta allt fram.“ Guðjón segir að vegna þess um hve alvarlegan áburð sem að ræða og í því skyni að draga fram hið sanna í mál- inu, hafi verið ákveðið að birta upplýs- ingar um samskipti fyrirtækisins við ofannefnda tvo vísindamenn í tengslum við skýrsluna. Í annarri greinargerðinni er fjallað um sam- skipti fyrirtækisins við Þóru Ellen en í hinni um samskipti þess við Gísla Má. Guðjón segir að samskipti fyr- irtækisins við Gísla Má Gíslason hafi að miklu leyti falist í því að reyna að fá hann til að skýra forsendur rann- sókna, rökstyðja ályktanir og leið- rétta misræmi og þegar drög að matsskýrslu hafi legið fyrir hafi Gísli Már fengið tækifæri til að gera at- hugasemdir við þau. „Í greinargerð okkar kemur skýrt fram að fjallað var skipulega um óskir hans um viðbætur í skýrslunni og ákveðið að hafna þeim á grundvelli rökstuðnings. Þóra Ellen gerði einnig athuga- semdir við endanlega gerð umræddr- ar skýrslu í matsferlinu. Taldi hún að tilteknar upplýsingar vantaði í skýrsl- una og að ýmsar rangfærslur væru í henni. Í greinargerð okkar um sam- skipti hennar og VSÓ Ráðgjafar kem- ur fram að athugasemdir hennar voru afgreiddar skipulega og þeim hafnað með rökum, segir Guðjón.“ Greinargerðir VSÓ Ráðgjafar má lesa í heild sinni með því að fara inn á mbl.is. VSÓ hafnar alfarið ásökunum Gísla Más og Þóru Ellenar Leggja öll gögn málsins á borðið með birtingu ýtarlegra greinargerða um samskipti VSÓ og vísindamannanna KONUR sem hafa sótt námskeiðið Fjármálaauður á vegum Auðar í krafti kvenna segjast skilja fjár- málafréttir og umræðu um við- skiptaheiminn betur en áður, að sögn Þorbjargar Vigfúsdóttur, verkefnastjóra Auðar í krafti kvenna. Sautján slík námskeið hafa verið frá því Auðarverkefnið hófst fyrir tæpum þremur árum og alls hafa 850 konur sótt námskeiðið. 85 konur sitja nú síðasta námskeiðið. Á námskeiðinu, sem er kennt í Háskólanum í Reykjavík, er m.a. fjallað um hlutabréfamarkaðinn, skatta- og lífeyriskerfið. „Við verð- um sérstaklega vör við að konur sem hafa setið námskeiðin segist ekki vera hræddar við hugtökin lengur, þær taki þátt í umræðum um fjármál og skilji umræðuna bet- ur,“ segir Þorbjörg. Einnig hafa verið haldin nám- skeið fyrir konur sem hafa hug- mynd að rekstri og vilja láta til sín taka í atvinnulífinu. Nefnast þau Frumkvöðlaauður og sitja 26 konur með 14 hugmyndir að rekstri nú síðasta námskeiðið. Alls hafa 160 konur sótt þau námskeið á síðustu þremur árum. Þorbjörg segir að verkefnið Auð- ur í krafti kvenna hafi verið hugsað til þriggja ára, því ljúki í janúar næstkomandi. „Það stendur ekki til að framlengja það. Auður fer ekk- ert endilega í gröfina, en leggst í dvala,“ segir Þorbjörg. 850 konur hafa sótt námskeiðið Fjármálaauður Auður fer ekki í gröfina en leggst í dvala Morgunblaðið/Jim Smart LÖGREGLAN í Vestmanna- eyjum lagði hald á 110 grömm af hassi á þriðjudag með aðstoð fíkniefnaleitarhundsins Tönju. Hassið fannst í farangri karl- manns sem kom til Eyja með Herjólfi á þriðjudag. Var hann handtekinn og færður til yfirheyrslu. Maður- inn játaði að eiga hassið og við- urkenndi að hafa ætlað að selja það í Eyjum. Telst málið því að mestu upplýst, en er til rannsóknar hjá lögreglunni og verður tekið til áframhaldandi meðferðar hjá sýslumanni að lokinni rann- sókn. Hasssölumaður stöðvaður í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.