Morgunblaðið - 14.11.2002, Side 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 23
!
"
#
FRÉTTATILKYNNING OG TIL LÖGBIRTINGAR
INSURANCE COMPANIES ACT 1982 (BRESK
LÖG UM TRYGGINGAFYRIRTÆKI, 1982)
AEGON INSURANCE
COMPANY (U.K.) LIMITED
TILFÆRSLA ALMENNRA VIÐSKIPTA
1. TILKYNNT ER HÉR MEÐ að Financial Services Author-
ity hefur þann 25. júní 2002 samþykkt, samkvæmt
grein 9(2) í viðauka 2C við Insurance Companies Act
1982, færslu frá AEGON Insurance Company (U.K.)
Limited (áður þekkt undir nöfnunum Coronet Insurance
Company Limited, Triumph Insurance Company
Limited, og Ennia Insurance Company (U.K.) Limited)
(fyrirtækiskennitala: 866262) til Guardian Assurance plc
(fyrirtækiskennitala: 00038921) á öllum réttindum og
skuldbindingum þess sem lúta að tryggingarskírteinum
sem gefin voru út fyrir 9. febrúar 1997, að undanteknum
þeim samningum sem mynda viðskipti sem eftirlitsaðilar
í Kanada og Bandaríkjunum hafa heimilað.
2. Skjal sem gengur formlega frá færslunni var samþykkt
af báðum aðilum þann 30. september 2002.
3. Financial Services Authority segir svo til um að sérhver
skírteinishafi AEGON Insurance Company (U.K.) Limited
með skírteini sem innifalið er í þessari færslu skuli bund-
inn þessari samþykkt (og að auki að þessi tilkynning full-
nægi lögmætri tilkynningaskyldu samkvæmt grein 10(3)
í viðauka 2C við Insurance Companies Act 1982).
„ÉG hef sungið svolítið heima í
Garðinum, til dæmis á árshátíðum í
skólanum og 17. júní,“ segir Kristín
Magnúsdóttir sem sigraði í Hljóð-
nemanum, söngvakeppni Nemenda-
félags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Með sigrinum hefur hún unnið sér
rétt til að taka þátt í Söngvakeppni
framhaldsskólanna.
Kristín segist ekki hafa langt
söngnám að baki, hún hafi stundað
söngnám í hálft ár. Hins vegar sé
hún á sjöunda árinu í tónlistarnámi
þar sem hún leiki á klarinett. Telur
hún að tónlistarkunnáttan hafi
hjálpað sér í keppninni.
Söngvakeppnin fór fram í félags-
heimilinu Stapa og keppti tugur
flytjenda um Hljóðnemann. Kristín
söng lagið Sound of Silence en það
gerðu Simon og Garfunkel frægt á
sínum tíma. Kristín segist aftur á
móti hafa notað sömu útsetningu og
Emilíana Torrini í söngleik. Dóm-
nefnd undir forystu Árna Sigfússon-
ar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, út-
nefndi Kristínu sigurvegara
keppninnar.
Kristín er á fyrsta ári í fjölbrauta-
skólanum og er aðeins fimmtán ára.
Hún er því ári á undan í skóla. „Ég
ákvað að taka samræmdu prófin
einu ári fyrr og það gekk ágætlega.
Ég skipti úr níunda í tíundan bekk
um áramótin. Það var erfitt fyrst, á
meðan ég var að ná upp námsefninu,
en gekk svo vel,“ segir Kristín.
Hún er á málabraut og námið
gengur bara vel, eins og hún sjálf
orðar það, enda segist hún ákveðin í
að læra það sem hún hafi mestan
áhuga á, bókmenntir og tungumál.
Hún segist stefna að því að fara í há-
skóla í Englandi og læra bókmenntir
og auka við sig í tungumálum, en
tekur fram að slík áform geti auð-
veldlega breyst á þeim árum sem
eftir eru til stúdentsprófs. Óska-
starfið er eins og er að þýða bækur.
Kristín er ekki við eina fjölina
felld í keppni innan Fjölbrautaskóla
Suðurnesja því hún er einnig þátt-
takandi í æfingahópi fyrir spurn-
ingakeppnina Gettu betur. Hún seg-
ir að gaman sé að taka þátt í þessum
undirbúningi, kanna þekkingu sína
og auka við hana, ef tími vinnist til,
þótt engan veginn sé víst að hún
komist í keppnisliðið.
Fimmtán
ára sigur-
vegari í
Hljóðnem-
anum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kristín Magnúsdóttir við sjóinn heima í Garði. Hún sigraði í Hljóðnemanum og er í æfingahópi fyrir Gettu betur.
Garður
SKEMMTUN verður haldin í Frum-
leikhúsinu í Keflavík í dag í tilefni
af degi íslenskrar tungu. Elstu börn-
in í leikskólum Reykjanesbæjar
koma saman og skemmta hvert öðru
og gestum. Skemmtunin verður
klukkan 10 og aftur klukkan 14.
Í DAG
MÁLÞING um tómstundir verður
haldið í Selinu að Vallarbraut 4 í
Njarðvík næstkomandi sunnudag,
klukkan 13.30 til 16.
Tómstundabandalag Reykjanes-
bæjar (TRB) og íþrótta- og tóm-
stundadeild bæjarins boða til mál-
þingsins. Árni Sigfússon bæjarstjóri
setur þingið.
Fulltrúar Reykjanesbæjar, Tóm-
stundabandalagsins, menntamála-
ráðuneytis og ÍBR í Reykjavík hafa
framsögu um stöðu og framtíð tóm-
stundafélaga, ekki síst hins nýstofn-
aða Tómstundabandalags í Reykja-
nesbæ. Einnig verður greint frá
stefnu Reykjanesbæjar í þessum
málum. Á eftir verða almennar um-
ræður.
Málþing um
tómstundir
Reykjanesbær
SIGNÝ Sæmundsdóttir sópransöng-
kona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir
píanóleikari flytja verk eftir ýmis
tónskáld á tónleikum sem haldnir
verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju á
morgun, föstudag, klukkan 20.30.
Meðal verka sem listamennirnir
flytja er hið þekkta lag O lieb so lang
du leben kannst eftir Liszt og ljóð
Goethes við tónlist eftir Hugo Wolf.
Tónleikar þessir eru í röð lands-
byggðartónleika á vegum Félags ís-
lenskra tónlistarmanna sem styrktir
eru af menntamálaráðuneytinu en
menningar- og safnaráð Reykjanes-
bæjar og Tónlistarskóli Reykjanes-
bæjar hafa gengið til samstarfs við
þessa aðila með það fyrir augum að
fá til bæjarins fleiri tónleika.
Signý og
Þóra Fríða á
tónleikum
Njarðvík
ÖLDUNGARÁÐ Fjölbrautaskóla
Suðurnesja hefur afhent skólanum
formlega að gjöf þrjú sjónvarps-
tæki með tölvutengingu. Öld-
ungaráðið hafði gefið vilyrði fyrir
tækjunum við útskrift sl. vor en
ekki voru fest kaup á tækjunum
fyrr en nú.
Það var Oddný J.B. Mattadóttir,
formaður öldungaráðs FS, sem af-
henti gjöfina og gjafabréf, sem hún
sagðist vona að fengi að hanga á
góðum stað í skólanum. Oddný
Harðardóttir, aðstoðarskólameist-
ari sem jafnframt er umsjón-
armaður öldungadeildar skólans,
og Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla-
meistari tóku við gjöfinni og sagði
Ólafur Jón við það tækifæri að sjón-
varpstækin væru mjög mikilvæg
fyrir skólann að ekki væri minnst á
hversu höfðingleg gjöf þetta væri
frá nemendum sem enn væru að
nema við skólann.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Oddný J.B. Mattadóttir, formaður öldungaráðs fjölbrautaskólans, afhendir
Oddnýju Harðardóttur og Ólafi Jóni Arnbjörnssyni gjöfina.
Mikilvæg tæki að gjöf
Keflavík
HREPPSNEFNDARMENN í
Vogum hafa áhyggjur af tíðum
brunum í sveitarfélaginu síðustu
mánuði, eldsvoðum sem taldir eru
hafa verið af völdum barna.
Hreppsnefnd hefur samþykkt
samhljóða að vekja athygli for-
eldra á mikilvægi þess að þau upp-
lýsi börn sín um að þau eigi ekki
að hafa eldfæri í fórum sínum og
um þær hættur sem eru samfara
því að fikta með eld.
Jafnframt beinir hreppsnefnd
þeim tilmælum til eldvarnaeftirlits
Brunavarna Suðurnesja og lög-
reglu að þessir aðilar standi fyrir
fræðslufundi fyrir nemendur
Stóru-Vogaskóla um alvarleika
málsins.
Áhyggjur af
tíðum brunum
Vogar
♦ ♦ ♦
VERÐMÆTUM myndavélum var
stolið úr bláum RAV4 smájeppa á
mánudagsmorgunn, milli klukkan 6
og 9 um morguninn. Bíllinn stóð þá
utan við verslunarhús Samkaupa í
Njarðvík.
Afturrúða bílsins var brotin með
grjóti. Lögreglan í Keflavík biður þá
sem kunna að geta gefið upplýsingar
um málið að hafa samband.
Myndavélum
stolið úr bíl
Njarðvík
♦ ♦ ♦