Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þórólfur Halldórsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bened Jónmundsson, stjórnarmaður frá Akranesi, höfðu um ýmislegt að ræða undir fjögur augu fyrir fundin gær, en fundarmenn komust síðan að sameiginlegri niðurstöðu og sögðu að góð samstaða hefði ríkt. S VERÐIN voru slíðruð hjá sjálf- stæðismönnum í Norðvesturkjör- dæmi í gær eftir að kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu samþykkti að telja aftur atkvæði í prófkjörinu, sem fram fór á laugardag. Enn- fremur var ákveðið að fara aftur yfir öll kjör- gögn, en niðurstaða endurtalningarinnar verður endanleg vegna tillögu kjörnefndar um framboðslistann í alþingiskosningunum í vor. Stjórnarfundur kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem einnig var haldinn á Staðarflöt í Hrútafirði í gær, samþykkti að halda kjördæmisráðsfund í lok janúar, en fundurinn tók um klukku- tíma. Í kjölfarið tók við fundur kjörnefndar og stóð hann í um þrjá tíma en í lokin var samþykkt yfirlýsing þar sem harmaðir voru ágallar, sem komu fram við framkvæmd próf- kjörsins um helgina, og samþykkt að fara yfir kjörgögn og endurtelja atkvæði. Ennfremur var samþykkt að leggja nið- urstöðu endurtalningar prófkjörsins til grundvallar við gerð tillögu til kjördæmisráðs um framboðslista flokksins vegna alþingis- kosninganna í vor. Samráð við framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefnd- ar, sagði að farið yrði yfir öll gögn vegna prófkjörsins í samráði við framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins til að allir yrðu sáttir. Hann sagðist ennfremur hafa kynnt yfir- lýsingu frá undirkjörstjórn á Akranesi á fundinum en hún hefði ekki verið rædd frek- ar. Sem fyrr segir tók fundurinn um þrjá tíma og var aðeins gert stutt kaffihlé en fund- armenn voru þá þögulir sem gröfin. Jóhann gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni, þegar yfirlýsingin hafði verið samþykkt. „Við fórum yfir fjölmarga liði, sem fram hafa komið, reyndum að átta okkur á stöðunni og rædd- um þá hluti sem miður fóru,“ sagði hann og bætti við að kjörgögnin væru hjá Sjálfstæð- isflokknum og því yrði leitað eftir því að framkvæmdastjóri flokksins yrði þeim til að- stoðar. Ekki fór á milli mála að sitt sýndist hverj- um fyrir fundinn og tíminn sem fór í viðræð- urnar gefur til kynna að margt hafi þurft að ræða. „Það liggur fyrir að menn ræddu málin af mikilli alvöru og mikilli einlægni og nú eru allir sáttir. Menn ræddu málin af hreinskilni og þetta var mjög góður fundur,“ sagði Jó- un an til ky H þó þa kj st ve le að st hann og vildi ekki frekar en aðrir fara nánar út í brot á prófkjörsreglum, sem leiddu til deilu um prófkjörið. Leggja sig fram við að ná sáttum Ágúst Þór Bragason, kjördæmisráðsmaður frá Blönduósi, fagnaði niðurstöðu kjörnefnd- ar, en sagðist ekki geta svarað því hvort end- urtalning breytti einhverju. „Talningin hefur ekki verið gagnrýnd en engu að síður er mik- ilvægt fyrir alla að farið sé yfir hana og þau gögn sem lögð voru til grundvallar, því mjótt var á mununum.“ Fyrir fundinn sagði Ágúst Þór við Morg- Kúrsinn á SAMSTAÐA HÁSKÓLA- SAMFÉLAGSINS Háskólaumhverfið á Íslandi hefurtekið stórtækum breytingum á ör-fáum árum, með tilkomu fjöl- margra nýrra stofnana þar sem hægt er að stunda nám á háskólastigi. Þrátt fyrir þessa þróun nýtur Háskóli Íslands, eða HÍ, enn mikillar sérstöðu í íslensku samfélagi, ekki síst sögu sinnar vegna sem burðar- stoð í uppbyggingu menntunar og um leið menningar þjóðarinnar á tuttugustu öld. Starfsemi HÍ virðist þó standa á nokkr- um tímamótum um þessar mundir, ekki síst vegna þeirrar samkeppni sem aðrir skólar á háskólastigi veita honum. Það er því ekki nema eðlilegt að stjórnendur skól- ans leiti nýrra leiða til að halda sínum sessi í samfélaginu ekki síður en til þess að laða bestu nemendurna og starfsmennina inn í skólann. Þær þríþættu tillögur sem Páll Skúlason háskólarektor hefur sent menntamálaráðherra um breytt lög skóla á háskólastigi, og sagt var frá í frétt hér í blaðinu í gær, eru án efa þáttur í þeirri við- leitni – en tvær þeirra virðast þó afar var- hugaverðar þar sem þær virðast setja öðr- um háskólum óviðunandi þröngar skorður. Tillagan um að kröfur til háskóla verði auknar og háskólanám hér á landi verði metið með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru erlendis er bæði þörf og tíma- bær. Íslenskt háskólasamfélag á í auknum mæli í samkeppni við erlenda skóla, ekki einungis um nemendur heldur einnig um kennara og áhugaverðar námsbrautir og því er ekki nema sjálfsagt að reglulegt gæðamat eigi sér stað. Öðru máli gegnir um tillögur um að greinarmunur verði gerður í lögunum á rannsóknaháskólum og öðrum háskólum og að rekstrarskilyrði háskóla verði sam- bærileg án tillits til eignarhalds. Í fyrsta lagi virðist ekki vera horft til þess að í raun þurfa allir háskólar sem vilja standa undir nafni að vera rannsóknaháskólar. Eins og áður hefur verið bent á í leiðurum Morg- unblaðsins liggja rannsóknir til grundvall- ar því orðspori sem háskólar njóta, auk þess sem grunnnám í hverjum skóla mót- ast óhjákvæmilega að töluverðu leyti af þeirri nýsköpun sem felst í framsækinni fræðimennsku. Þeir skólar sem nú starfa samhliða HÍ í íslensku háskólasamfélagi eru enn mjög ungir og eiga sumir hverjir nokkuð í land til að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra á sviði rannsókna. Þó má gera ráð fyrir að allir hafi þeir sama metnað og HÍ til að standa sig á því sviði og um leið og þeim vex fiskur um hrygg geta þeir boðið ís- lenskum námsmönnum upp á fjölbreyttara námsval og áherslur en lengst af hefur ver- ið völ á hér. Með þeim hætti veita þeir einnig HÍ nauðsynlega samkeppni og hollt aðhald, þrátt fyrir það mikla forskot sem sá skóli nýtur eftir rúmlega 90 ára starf. Krafan um að ríkisháskólar og háskólar sem eru sjálfseignarstofnanir „fái því að- eins sambærileg fjárframlög frá ríkinu og ríkisháskólar að þeir innheimti sambæri- leg og ekki hærri gjöld af nemendum sín- um en ríkisháskólarnir“ er hvorki þess fallin að ýta undir framfarir í rannsóknum né háskólastarfi. Mun nær væri að HÍ færi fram á aukið svigrúm til að afla skólanum sjálfsaflafjár, svo sem með skólagjöldum og auknum stuðningi úr atvinnulífinu, þannig að sá skortur á fjármagni sem löngum hefur háð skólanum komi ekki í veg fyrir að hann sé samkeppnisfær bæði innan lands og utan. Ef þær tillögur, sem háskólarektor hef- ur kynnt, ná fram að ganga er hætt við að Háskóli Íslands einangrist og glati for- ystuhlutverki sínu í íslensku háskóla- samfélagi – í það minnsta að því marki sem slíkt forskot byggist á virðingu og sam- starfsvilja þeirra sem í háskólasamfé- laginu vinna. VERÐLÆKKUN OG VERÐMYNDUN Eftir allar þær umræður sem fariðhafa fram síðastliðna mánuði um hátt verðlag á Íslandi hljóta það að telj- ast veruleg tíðindi að vísitala neyslu- verðs skuli hafa lækkað um 0,18% í október og að þar muni mest um verð- lækkun á matvælum. Ávextir lækkuðu í síðasta mánuði í verði um 9,8%, fiskur um 6,3%, græn- meti um 4,3% og olíur og feitmeti um 1,4%. Fulltrúar Kaupáss og Baugs, sem reka flestar matvöruverslanir landsins, nefna báðir harðnandi samkeppni versl- ana um viðskiptavini sem eina helstu ástæðu þessarar miklu verðlækkunar þegar þeir eru spurðir í Morgunblaðinu í gær um ástæður þessarar verðlækk- unar. Þá vekur það athygli að Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, nefnir það sérstaklega að fyrir skömmu hafi Kaupás, í samstarfi við smærri fyrir- tæki, hafið eigin innflutning á grænmeti og ávöxtum. Ingimar segir orðrétt: „Þetta hefur valdið mikilli lækkun á verði þessara vara.“ Hingað til hefur umræðan af hálfu talsmanna verzlunaraðila ekki síst beinst að opinberum gjöldum af ýmsu tagi þegar rætt hefur verið um mat- vælaverð og þá m.a. þeim tollum, sem ætlað er að vernda íslenska framleiðslu. Veruleg breyting var gerð á því kerfi á fyrri hluta ársins, tollar voru felldir niður og hætt var við að leggja árs- tíðabundna verndartolla á ýmsa fram- leiðslu. Vissulega eru enn til staðar margvíslegir tollar er draga upp verð á mörgum grænmetistegundum og inn- fluttum landbúnaðarafurðum, s.s. osti og kjöti. Hins vegar er greinilegt að þetta er langt í frá eina ástæða þess að matvælaverð hér á landi er hærra en eðlilegt getur talist. Davíð Oddsson forsætisráðherra benti til dæmis á það í þingumræðum fyrr á árinu að mikil hækkun hefði orðið á grænmetisverði á árunum 1995-2000 þrátt fyrir að engin breyting hefði orðið á reglum. „Þetta er athugunarefni fyrir alla þá sem á þessum markaði starfa sem og fyrir stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að umgjörð markaðarins sé með þeim hætti að samkeppni sé tryggð eins og mögulegt er,“ sagði for- sætisráðherra á Alþingi í apríl. Þegar verð lækkar með þeim hætti sem það gerði í október vegna þess að stórir smásöluaðilar hefja eigin inn- flutning á ávöxtum og grænmeti hljóta neytendur að spyrja hvernig verðmynd- unin hefur verið fram að þessu. Ávextir bera ekki tolla og ekki er hægt að kenna innlendum framleiðendum um að hafa haldið verði uppi. Það hafa ekki heldur orðið teljandi breytingar á gengi íslensku krónunnar á síðustu mánuðum. Ummæli forstjóra Kaupáss hljóta því að vekja upp spurningar um hvort verið geti að innflutnings- og dreifingaraðilar á grænmeti og ávöxtum hafi haldið verði óeðlilega háu fyrst hægt er að lækka verð um nær tíu prósent með beinum innflutningi. Getur verið að það sama sé upp á teningnum á fleiri sviðum og að hægt væri að lækka verð enn frekar á ýmsum varningi með beinum innflutningi stóru keðjanna? HELDUR fleiri greiddu atkvæði íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins íNorðvesturkjördæmi um síðustuhelgi en greiddu flokknum at- kvæði í Vesturlandskjördæmi, Vestfjarða- kjördæmi og Norðurlandi vestra í alþing- iskosningunum sem fram fóru vorið 1999. Í kosningunum árið 1999 fékk Sjálfstæð- isflokkurinn 2.826 atkvæði á Vesturlandi, 1.436 atkvæði á Vestfjörðum og 1.904 atkvæði á Norðurlandi vestra. Þetta eru samtals 6.166 atkvæði. Hið nýja Norðvesturkjördæmi er myndað úr þessum þremur kjördæmum að öðru leyti en því að Siglufjörður, sem tilheyrði Norðurlandi vestra, er hluti af Norðaust- urkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 349 atkvæði á Siglufirði í sveitarstjórnarkosning- unum sl. vor. Það má því draga þá ályktun að fylgi Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþing- iskosningum hafi verið nálægt 5.817 atkvæð- um. Í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvest- urkjördæmi um síðustu helgi greiddu 5.994 a s u v f N fj p k h þ h a ir s f k Fleiri gre en kusu í Valgarð Halldórsson, Þórólfur Halldórsson, Jóhann „Nú blasir ekkert annað við en að taka kúrsinn á kosningarnar í vor,“ sagði Þórólfur Hall- dórsson, formaður kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir fundi ráðsins og kjörnefndar. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með þremur fundum í Hrútafirði í gærdag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.