Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ljóst að fáir emb- ættismenn eða stjórn- málaspekúlantar í Bandaríkjunum hafa trú á því að hægt verði að komast hjá stríði við Írak. Saddam Hussein, forseti Íraks, hefur að vísu ekki þegar þessi orð eru skrifuð brugðist við nýrri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en óhætt er að segja að fáir vestra hafi trú á því að þegar til lengri tíma er litið sé hann reiðubúinn til að hlíta öllum skil- málum ályktunarinnar. Spurningin sé fyrst og fremst hvort af þessu stríði verður í vor eða hvort það frestist um ár. Næstkomandi sunnudag mun verða sýnd á bandarísku sjón- varpsstöðinni MSNBC dag- skrá sem und- irbúin er m.a. af Lawrence J. Korb, þekktum varnarmála- sérfræðingi í Bandaríkjunum. Ég átti því láni að fagna að hitta Korb að máli í New York sl. föstu- dag (frásögn mín af fundinum birtist í Morgunblaðinu í gær) og greindi hann þá frá því m.a. að í sjónvarpsþættinum á sunnudag væri meiningin að setja á svið tvo fundi þjóðaröryggisráðs Banda- ríkjanna. Íraksmál yrðu þar á dagskrá, markmiðið væri að skapa aðstæður (eins konar sýnd- arveruleika) sem yrðu svo flókn- ar, að erfitt væri fyrir þjóðarör- yggisráðið að ráða fram úr þeim. Hvað gera menn t.d. ef vopna- eftirlitsnefnd SÞ finnur ólögleg vopn í Írak, ber það upp á Saddam en hann svarar því til að hann hafi ekkert vitað um þessi vopn, að þau séu á ábyrgð uppreisn- arseggja í stjórnkerfinu [e. rogue element], sem hann síðan tekur sig til og lætur lífláta? Leggja Bandaríkin í hernaðar- aðgerðir gegn Írak við slíkar að- stæður? Munu þjóðir heimsins vilja leyfa Saddam að njóta vaf- ans? Hyggjast Korb og félagar flækja leikinn enn frekar með því að skapa erfiðar pólitískar að- stæður í Norður-Kóreu og í Mið- Austurlöndum. Markmiðið er að reyna að læra nokkuð af þessum tilbúnu „stríðsleikjum“. Þær spurningar sem menn munu standa frammi fyrir verði þess eðlis, að þær gætu hugsanlega komið upp í raunveruleikanum. Korb var ekki á þeirri skoðun að Bandaríkin myndu eiga í vand- ræðum með að vinna öruggan sig- ur á íraska hernum. Hann giskaði á að í mesta falli myndu um eitt þúsund bandarískir hermenn falla í slíkum átökum og eftir þá at- burði sem áttu sér stað 11. sept- ember sl. sé bandaríska þjóðin reiðubúin til að greiða slíkt gjald fyrir það sem hún telur að muni tryggja öryggi sitt betur. Hernaðarlega standi Bandarík- in vel að vígi, ekki sé hætta á að þau færist of mikið í fang. Ein- ungis 5.000 bandarískir hermenn séu nú í Afganistan, ofurlítið fleiri eru á Balkanskaganum. Banda- ríkin hafi hins vegar 1,4 milljón manna undir vopnum, 800 þúsund til viðbótar séu í varaliðinu. Annar virtur fræðimaður sem ég hitti í New York, Gary Sick, velti því fyrir sér hvað myndi telj- ast góður árangur í stríði við Írak. Sick, sem er prófessor við Col- umbia-háskóla og sérfróður um sögu Mið-Austurlanda, sagði að þó að Bandaríkin ynnu skjótan sigur á íraska hernum yrði honum vart fagnað ef Saddam tæki sig til í hefndarskyni, léti fylla ferða- tösku af bólusóttarsmiti sem síðan yrði dreift í vestrænni stórborg. Það teldist heldur ekki sigur ef Bandaríkjamenn þyrftu að heyja stríð á götum Bagdad-borgar, með tilheyrandi mannfalli (bæði hermanna og óbreyttra íraskra borgara). Jafnframt mætti deila um hversu mikill sigur fælist í því fyrir Bandaríkin að þurfa e.t.v. að halda Írak hernumdu um áratuga skeið að afloknum stríðsátökum. Korb segir um hugsanleg hern- aðarátök að spurningin sé ekki hvort hægt verði að vinna örugg- an sigur á Írökum, heldur hvernig eigi að standa straum af þeim gíf- urlega kostnaði sem muni hljótast af verkefninu. Athyglisvert er í þessu sam- bandi að Korb heldur því fram að Bandaríkin hafi beinlínis haft gróða af síðasta Persaflóastríði. Rétt er að taka fram að Korb er ekki ofsóknaróður andstæðingur George W. Bush heldur mikils- virtur sérfræðingur á sínu sviði, ekki meiri demókrati en svo að hann gegndi aðstoðarráðherra- embætti í bandaríska varn- armálaráðuneytinu í forsetatíð Ronalds Reagans. „Gengið var út frá því að Persa- flóastríðið myndi vara 3 mánuði,“ segir Korb. „Bandaríkin lögðu til 80% herliðsins, sem fór í það verk- efni, svo samið var um að þau skyldu greiða 20% kostnaðarins. Við söfnuðum peningum aðallega frá ríkjunum við Persaflóa, en einnig frá Þýskalandi og Japan. Stríðið varaði hins vegar ekki í neina þrjá mánuði. Við vorum aft- ur á móti búin að safna 56 millj- örðum Bandaríkjadala. Ég staldr- aði við þessa tölu og hugsaði með mér: heyrðu mig nú, við notuðum aldrei allt þetta fé! Ég skrifaði grein um þetta sem var birt á leiðarasíðu The New York Times og þar hélt ég því fram að við hefðum grætt um 10 milljarða dala á öllu saman.“ Hafði Korb að sögn tekið eftir því að Bandaríkjaher hefði ein- ungis notað um 43 Patriot- flugskeyti í stríðinu þegar allar kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir því að 100 yrðu notuð. Hann kveðst seinna hafa fengið þessar tölur staðfestar af John Sununu, sem var á sínum tíma starfs- mannastjóri George Bush eldri, forseta Bandaríkjanna 1989–1993. „Núna yrðu Bandaríkin að mestu leyti að greiða kostnaðinn ein, þ.e. 50–60 milljarða dollara. Verði sett á laggirnar hernáms- stjórn að loknu stríðinu má gera ráð fyrir að það kosti 15–20 millj- arða dollara á ári,“ segir Korb. Ekki verði auðvelt að finna þessa fjármuni, m.a. vegna þess að Bush hafi engan hug á að afturkalla þær skattalækkanir sem hann hefur fyrirskipað, nema síður sé. Hvað kost- ar stríð? [...] þó að Bandaríkin ynnu skjótan sigur á íraska hernum yrði honum vart fagnað ef Saddam tæki sig til í hefndarskyni, léti fylla ferðatösku af bólusóttarsmiti sem síð- an yrði dreift í vestrænni stórborg. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is EITT verka Spánverjans Fern- ando Arrabal sem rataði á leiksvið hér á landi var Skemmtiferð á víg- völlinn sem m.a. var leikið hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1966. Þar kemur leikskáldið persónum sínum í þær fá- ránlegu aðstæður að foreldrar her- manns nokkurs ákveða að gleðja hann með því að skipuleggja lautar- túr á vígstöðvarnar – með skelfileg- um afleiðingum. Í þessu útvarpsleikriti Braga Ólafssonar, sem hlaut verðlaun í leik- ritasamkeppni Útvarpsleikhússins og Félags íslenskra leikskálda 1995, sviðsetja þrír vinnufélagar skógar- ferð á skrifstofunni. Í stað leikrits Arrabals þar sem absúrdleikritið er skrifað kringum andstæður þess hvernig vel uppalið millistéttarfólk hagar sér allajafna og miskunnar- leysis stríðsins er fáránleikinn í leik- riti Braga af allt öðrum toga. Hér er það ógn hversdagsleikans sem er allsráðandi – sáravenjulegir atburðir hreyfa við áhorfendum vegna þess að persónurnar bregðast ekki við þeim á réttan hátt. Heimi þeim, sem höfundurinn skapar, svip- ar að mörgu leyti til draumveraldar en með mjög sterkum keim af rang- hugmyndum og skvettu af ofsóknar- brjálæði. Leikrit Arrabals er ádeila á hörmungar stríðsins en boðskapur Braga er óræðnari; það er engin ástæða að baki skógarferðar vinnu- félaganna nema ef vera skyldi að að- alpersónan Jóel legði í hana ein- hverja dulda merkingu. Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýn- andi sagði í umsögn um síðustu skáldsögu Braga, Gæludýrin, í Mbl. 5. desember 2001 að „hæfileikar Braga ligg[i] þó í því að setja við- burðaleysið fram á þann hátt að for- vitni vakn[i] hjá lesandanum“. Þetta má til sanns vegar færa: Bragi er skáld aðstæðnanna, stemmningar- innar, sem hægt væri að álíta eðlilega þróun hjá höfundi sem á að baki svo langan feril sem ljóðskáld. Orð Braga í viðtali í Mbl. 26. nóv- ember 1996, nokkru eftir að Sumardagur- inn fyrsti var frum- fluttur renna stoðum undir þessa skoðun: „Ég forða mér undan því að leiða fram ein- hverjar sögur…allur texti hjá mér sprettur af einhverri einni setn- ingu.“ Það er gaman að bera saman þetta verk frá 1995 og annað nýrra sem útvarpað var fyrir nær réttu ári. Nýrra leikritið, Augn- rannsóknin, er styttra og hnitmið- aðra – þar er brugðið upp mynd af vinnufélögum sem eiga í höggi við óskiljanlegar aðstæður sem slá þá út af laginu. Á þeim á að giska fimm ár- um sem liðu milli ritunartíma þess- ara tveggja verka hefur Bragi tekið miklum framförum sem leikskáld; frá því að gera mjög nýstárlega til- raun með frásagnarmáta í leikriti til þess að gera sér skýrari grein fyrir því sem hann vill ná fram með leik- ritaskrifunum og ná betra valdi á miðlinum. Óvissan sem setti svip á Sumardaginn fyrsta er orðin allsráð- andi í Augnrannsókninni, viðbrögð persónanna eru örvæntingarfyllri, þó að þær reyni að halda andlitinu sem er þveröfugt við eldra leikritið þar sem tilhneiging Jóels til að breiða yf- ir það sem miður fer í andstöðu við mótbárur kvenpersónanna er ríkjandi. Í Sumardeginum fyrsta er mögulegt að túlka aðstæðurnar sem svo að skynjun Jóels sé á skjön við hinar persónurnar og veruleika þeirra. Hann kemur aldrei neinu í verk þó að hann þykist sístarfandi, hann skýtur sér undan ábyrgð með því að skella fram röngum staðhæf- ingum og er altekinn af viðfangsefn- um sem eiga ekki að skipta hann máli eins og skógarferðin er gott dæmi um. Munurinn á nálgun höfundarins í útvarpsleikritunum tveimur liggur m.a. í því að í Augnrannsókninni upp- lifa hlustendur sjálfir heim óvissunn- ar en í Sumardeginum fyrsta eru þeir utan hans. Áberandi í báðum verkum er nálgun við raunveruleikann sem leggur áherslu á smáatriði en ekki heildstæðan skilning með þeirri af- leiðingu að áheyrandinn skynjar brotabrot af hugsanalífi einstakra persóna sem raðast í óræða heild sem vekur upp spurn- ingar sem aldrei fæst svar við. Tilviljana- kennd uppröðun ólík- legra – en aldrei ómögu- legra – atburða skapar óvissu fáránleikans án þess að tengslin við raunveruna séu rofin. Í Sumardeginum fyrsta tekst Braga mætavel að skapa trú- verðugar aðstæður á vinnustað – þó að við nánari skoðun reynist ekkert eins einfalt og sjálfsagt og við fyrstu sýn. Hinum yfirborðs- kenndu gervisamskiptum vinnu- félaganna – nánum samskiptum án tilfinningalegrar tengingar eða ábyrgðar – er vel lýst. Leikstíllinn er á köflum of afslappaður – æsingin í Augnrannsókninni túlkar betur óvissuna sem ríkir í huga persón- anna. Þó að Randver Þorláksson og Saga Jónsdóttir standi sig ágætlega og eigi oft góða spretti þá stendur leikur Völu Þórsdóttur upp úr. Hún gefur persónu sinni eitthvert það yf- irbragð óþolinmæði – jafnvel óþols – sem á svo vel við hér. Það má nefna það hér að lokum að Bragi skrifaði einþáttunginn Spurn- ingu um orðalag sem sýndur var í Höfundasmiðju Leikfélags Reykja- víkur í marslok 1996 og áætlað er að frumsýna nýtt verk eftir hann, Belg- íska Kongó, í Borgarleikhúsinu undir vor. Skógarferð í vinnunni LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Bragi Ólafsson. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Hljóðvinnsla: Sverrir Gíslason. Leikarar: Dofri Her- mannsson, Helga E. Jónsdóttir, Randver Þorláksson, Saga Jónsdóttir og Vala Þórsdóttir. Var áður á dagskrá í apríl 1996. Endurflutt sunnudag 10. nóv- ember; endurtekið fimmtudagskvöld 14. nóvember. SUMARDAGURINN FYRSTI Bragi Ólafsson Sveinn Haraldsson Lögreglukór Reykjavíkur heldur tónleika kl. 20 og á laugardag kl. 15. 30 í Höllinni í Vestmannaeyjum. Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson. Einsöngvari með kórnum er Eiríkur Hreinn Helgason, undirleikari Að- alheiður Þorsteinsdóttir. Súfistinn, Laugavegi 18 Lesið verður úr nýjum bókum kl. 20. Stef- án Máni les úr bók sinni Ísrael – saga af manni. Elísabet Ólafsdóttir les úr bók sinni Ég vaknaði í Brussel og Kristján Þórður Hrafnsson les úr bók sinni Hugsanir annarra. Þá verður lesið úr bók Helga Ingólfs- sonar, Lúin bein. Grand-Rokk Lesið verður úr nýút- komnum glæpasögum kl. 22. Vigfús Geirdal les úr þýðingu sinni á Bros- mildi maðurinn eftir Henning Man- kell, Arnaldur Indriðason les úr bók sinni Röddin, Ævar Örn Jósepsson les úr bók sinni Skítadjobb, Viktor Arnar Ingólfsson les úr bók sinni Flateyjargátan og Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson lesa úr bók sinni Í upphafi var morðið. Stella Blómkvist kemst ekki til að lesa úr bók sinni Morðið í alþing- ishúsinu en lesið verður upp úr bók- inni í fjarveru hennar. Þá leika Tóm- as R. Einarsson og félagar af geislaplötunni Kúbanska. KK og Magnús Eiríksson leika uppáhalds lögin sín á Garðatorgi í Garðabæ kl. 21. Kl. 20 verður tísku- sýning á fatnaði Maríu Lovísu fata- hönnuðar. Tónleikarnir eru aðrir tónleikarnir sem menningar- og safnanefnd Garðabæjar býður höf- uðborgarbúum upp á í nóvember í tónleikaröðinni Tónlistarveisla í skammdeginu. Kaffihúsastemning og kertaljós verður í húsi Domus Vox kl. 21.30 en þar verða útgáfutónleikar á nótna- bók Hreiðars Ingi Þorsteinssonar, Strax eða aldrei. Vinir Hreiðars Inga flytja verk úr þessari 25 laga söngbók. Fram koma Valgerður Guðnadóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Bjarni Snæbjörnsson, Iwona Ösp Jagla, Bentína Sigrún Tryggvadótt- ir og Kór Verzlunarskólans. Hólm- fríður Jóhannesdóttir flytur efni af væntanlegri plötu, Rautt silkiband og Páll Óskar og Monika flytja efni af plötunni Ef ég sofna ekki í nótt. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í KAFFIHÚSINU Lóuhreiðri í Kjörgarði stendur nú yfir sýning, á myndverkum sem unnin eru í ull, þ.e. flókafilt. Listakonan er Sigrún Björgvinsdóttir frá Egilsstöðum. „Myndirnar eru bæði fíguratífar og fantasíur og bera þess merki að ég kem úr skógræktarumhverfi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkar myndir eru sýndar í Reykjavík,“ segir Sigrún. „Rammana utan um verkin smíðaði ég sjálf og sótti efni- viðinn í lerkið í Hallormsstaða- skógi. “ Sýningin er opin fram að mán- aðamótum. Morgunblaðið/Sverrir Sigrún Björgvinsdóttir frá Egilsstöðum. Ullarflókar í Lóuhreiðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.