Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.50. B. i. 16. Síðasta sýning
Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.15.
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Mögnuð mynd
sem hefur fengið
einróma lof
gagnrýnenda.
Robin Williams
aldrei betri"
- USA Today
Missið ekki
af þessar 5, 7.30 og 10.
Gott popp styrkir
gott málefni
1/2Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.com
DV
HJ. MBL
USA Today SV MblDV
RadíóX
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.B. i. 16.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
Sýnd kl. 4 og 6.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
i
i l
i illi
l i i
-
i i i
Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í
sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í
geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af
Adam Sandler.
Sýnd kl. 4. með ísl. tali
Búðu þig undir nýja tilraun í hrylling. Það
geta allir séð þig og það heyra allir í þér. En
það getur enginn hjálpað þér! Mögnuð
hryllingsmynd.
Sýnd kl. 10. 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Auglýsendur!
Jó l i n 2002
30. nóvember
Pantið fyrir kl. 12
föstudaginn 15. nóvember!
Pantið tímanlega þar sem uppselt
hefur verið í jólablaðauka fyrri ára.
Allir nánari upplýsingar veita sölu- og
þjónustufulltrúar á auglýsingadeild
í síma 569 1111 eða augl@mbl.is
Jólablaðaukinn
fylgir Morgunblaðinu
laugardaginn 30. nóvember.
RÚNAR Júlíusson heldur sínu striki,
undanfarin ár hefur hann sent frá sér
breiðskífu á hverju ári og stundum
fleiri en eina. Fyrir þessi jól kemur
hann við sögu á þremur breiðskífum,
gefur út eina barnaplötu og er liðs-
maður á safnskífum með verkum
Trúbrots og GCD. Að auki gefur
Rúnar út sólóskífu, Það þarf fólk eins
og þig sem hann vinnur á býsna ný-
stárlegan hátt.
Nauðsyn hins nýja
Lögin á plötunni samdi Rúnar í
sumar og tók þau upp í haust með
Gálunni og félögum í Fálkum. Hann
segist hafa haft þann háttinn á að
semja lög og texta en láta strákana
síðan sjá um útsetningar og hljóð-
færaleik. Aðspurður hvort það hafi
ekki verið skrýtið að vinna svo tekur
Rúnar undir það, en segist hafa
kunnað því mjög vel. „Það komu út
úr því nýjar og ferskar hugmyndir,
því þó að þeir komi kannski úr svip-
uðu umhverfi eru þeir frá öðrum
tíma, með annað viðhorf og nýjan
rytma.“ Aldrei segist Rúnar hafa
verið ósáttur við uppástungur sam-
starfsmanna sinna þó að þeir hafi oft
farið aðra leið en hann sjálfur, hefði
hann ráðið. „Það vöknuðu stundum
spurningar hjá mér hvort þeir væru
að fara réttar leiðir, en yfirleitt gaf ég
þeim lausan tauminn,“ segir Rúnar
og bætir við að sér hafi verið þetta
mjög lærdómsríkt og hann sé af-
skaplega ánægðum með útkomuna.
Í gegnum árin hefur Rúnar verið
iðinn við alls kyns tilraunir, fengið
ýmsa til að semja fyrir og syngja með
á plötum, enda segir hann það nauð-
synlegt að breyta út af til að halda
sér ferskum. „Annars endar maður
bara sem einrænn vitavörður, þetta
er þannig bransi að maður verður að
vera duglegur við að gera eitthvað
nýtt.“
Rúnar segir að hugmyndin að
þessari óvenjulegu skipan mála sé
eiginlega komin jafnt frá honum og
samstarfsmönnum hans, hann þekki
þá mætavel, Gálan er nú einu sinni
sonur hans og strákarnir í Fálkunum
eru fastagestir í hljóðveri hans. „Það
er mjög gaman að vinna með ungu
fólki,“ segir Rúnar en bætir svo við
eftir smáþögn og skellir upp úr: „Þó
að ég sé líka mjög hrifinn af öld-
ungum.“
Vinnan segir Rúnar að hafi farið
þannig fram að hann hafi samið lög
og texta, sest niður með strákunum
og rennt einu sinni yfir lagið sem var
svo tekið upp í beinu framhaldi. „Við
fundum hrynjandann í lagið og tók-
um grunninn upp jafnóðum,“ segir
hann en það er óvenjulegt að hann
leikur ekki á neitt hljóðfæri á plöt-
unni, lætur sér nægja að syngja.
„Það verður gott að syngja án bass-
ans, ég á eftir að syngja betur þegar
ég get einbeitt mér að því alveg eins
og ég get leikið betur á bassann þeg-
ar ég þarf ekki að syngja.“
Ein sú besta
Enn á eftir að frumflytja lögin á
tónleikum enda segir Rúnar að þeir
félagar séu rétt byrjaðir að undirbúa
það. „Það verður gaman að þurfa
ekki að hugsa um neitt nema söng-
inn, maður hefur þá tíma til að pósa
og taka dansspor,“ segir hann og
kímir, en framundan er talsverð
spilamennska víða um land. Hann
segist ekki bara ætla að spila lögin af
plötunni nýju, það sé ansi mikið í
gangi þar sem hann kemur við sögu;
„sólóplata, það besta með Trúbroti,
það besta með GCD og svo barna-
plata – þó að aðaláherslan verði lögð
á að spila lög af plötunni nýju spila ég
auðvitað einhver lög með Trúbroti,
einhver með GCD og svo framvegis.
Mér finnst það eðlilegt, þetta er allt
partur af mínu sköpunarverki.“
Segja má um Fálkana og Gáluna
að hvor sveitin um sig er einstök í ís-
lenskri tónlistarflóru, en Rúnar segir
að allt passi vel saman þó að menn
komi hver úr sinni áttinni „og ég úr
mjög gamalli átt“. „Þetta eru allt vel
spilandi strákar og það kemur mjög
góð músík úr þessu. Þannig finnst
mér þessi plata ein sú besta sem ég
hef gert frá því ég byrjaði í brans-
anum, ég er í góðu formi til að syngja
og það er tilfinning í henni sem hefur
ekki verið áður.“
Ný tilfinning
Morgunblaðið/RAX
„Þetta er þannig bransi að maður verður að vera duglegur við að gera eitthvað nýtt“: Það þarf fólk eins og Rúna Júl.
Rúnar Júlíusson gefur út Það þarf fólk eins og þig