Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 1
Bush vill enn
frekari stækk-
un NATO
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti
eindregnum stuðningi sínum við sögulega
stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO)
í gær en gert er ráð fyrir að sjö ríkjum verði
boðin aðild að bandalaginu á leiðtogafundi
þess sem hefst í Prag í Tékklandi í dag.
Sagði Bush eftir komuna til Prag að hann
væri jafnvel hlynntur enn frekari stækkun
NATO.
„Öll lýðræðisríki í Evrópu, sem hafa
áhuga á aðild að NATO og eru reiðubúin til
að leggja sitt af mörkum til verkefna þess,
ættu að vera velkomin í bandalag okkar,“
sagði Bush í ræðu sinni en öruggt er talið að
Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen,
Slóvakíu, Slóveníu og Rúmeníu verði boðin
aðild að NATO að þessu sinni.
Leitar eftir stuðningi vegna Íraks
Bush notaði tækifærið og fór fram á
stuðning NATO-ríkjanna við stefnu Banda-
ríkjastjórnar gagnvart Írak en sumar
NATO-þjóðir, s.s. Frakkland og Þýskaland,
hafa verið Bandaríkjunum tregar í taumi
hvað það varðar. Þá réð hann Saddam
Hussein, forseta Íraks, frá því að ljúga til
um gereyðingarvopnaeign Íraka.
Eru Bandaríkjamenn farnir að þreifa fyr-
ir sér um stuðning um 50 ríkja um það hvað
þau geti lagt af mörkum í hugsanlegum
hernaðaraðgerðum gegn Írak, fari svo að
stjórnvöld í Bagdad hlíti ekki skilmálum
nýrrar ályktunar öryggisráðs SÞ þar sem
þess er krafist að Írakar sanni að þeir búi
ekki yfir neinum gereyðingarvopnum eða
séu að reyna að eignast slík.
Prag, Washington. AFP.
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti
skömmu eftir komuna til Prag í gær.
STOFNAÐ 1913 273. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 mbl.is
Í leit að nýju
hlutverki
Róttækra breytinga vænst
á leiðtogafundi NATO 32
Flækingar á
faraldsfæti
Yfir hundrað tegundir fugla
hafa hrakist til landsins 20
Öðruvísi
sálumessa
Sálin og Sinfónían rugla saman
reytum í Háskólabíói 58
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra segir að íslenzk stjórn-
völd hafi fengið staðfest að út-
reikningar framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins feli í sér að
krafizt verði 27-földunar á fram-
lagi Íslands í þróunarsjóði ESB
vegna stækkunar þess. Það sam-
svarar um 2,7 milljörðum króna.
„Raunverulega er krafan um að
við borgum svipað inn í sjóðina og
ef við værum aðilar að Evrópusam-
bandinu,“ segir Halldór.
Í drögum að samningsumboði
framkvæmdastjórnar ESB vegna
fyrirhugaðra viðræðna við EFTA-
ríkin er aukinheldur gert ráð fyrir
að ESB krefjist frjálsra fjárfest-
inga í sjávarútvegi á Íslandi og í
Noregi. Sú krafa er sett fram á
móti kröfu EFTA-ríkjanna um
fulla fríverzlun með fisk til að bæta
þeim upp missi tollfrelsis í nýjum
aðildarríkjum ESB.
„Við sömdum á sínum tíma í
samningnum um EES um að fjár-
festingar í sjávarútvegi væru und-
anskildar og okkur finnst þær ekki
koma málinu við í þessu sam-
hengi,“ segir Halldór. Hann segir
að hugsanlegt sé að gera breyting-
ar varðandi fjárfestingar í sjávar-
útvegi í tengslum við hugsanlega
umsókn um aðild að ESB. „En ég
tel að EES-samningurinn eigi að
standa. Það kemur skýrt fram í
honum hvernig þessum málum er
háttað og ég sé enga ástæðu til að
slaka til í því sambandi nema við
fáum eitthvað í staðinn. Þegar við
höfum beðið um ákveðin réttindi,
er sagt að við verðum að gera okk-
ur grein fyrir að við séum ekki að-
ildarríki. Nú koma þeir og segja að
við verðum að greiða inn í sameig-
inlega sjóði eins og við séum aðild-
arríki og fallast á algjört fjárfest-
ingafrelsi eins og við séum aðilar,
en á móti á ekkert að koma,“ segir
ráðherra.
Halldór er staddur á leiðtoga-
fundi NATO í Prag og hyggst ræða
málið við evrópska starfsbræður.
Kröfurnar eins og
Ísland væri í ESB
Prag. Morgunblaðið.
Halldór Ás-
grímsson segir
krafist 27-föld-
unar á framlagi
Krafa gerð/20
SPÆNSKIR sjómenn vinna að hreinsun strand-
lengjunnar nærri Arteixo í Galisíu-héraði á Spáni í
gær. Sandurinn í fjörunni er mengaður af olíu sem
hefur borist til lands úr gríska olíuskipinu Prestige
undanfarna daga. Óttast er að olíulekinn valdi
meiriháttar umhverfisslysi. / 18
Reuters
Strandlengjan
hreinsuð
GUNNAR Snorri
Gunnarsson,
ráðuneytisstjóri
utanríkisráðu-
neytisins, segir
að tilraunir utan-
ríkisþjónust-
unnar til að
koma sjón-
armiðum Íslands
á framfæri við
aðildarríki ESB
hafi borið nokkurn árangur. Aðild-
arríkin hafi gert athugasemdir við
upplegg framkvæmdastjórnarinnar
á fundi í gær og umræðu um það í
EFTA-hópi aðildarríkjanna hafi
verið frestað fram í næstu viku.
„Eftir því sem við komumst næst er
alveg ljóst að þó að aðildarríkin séu
sammála um að þau telji eðlilegt að
það komi fjárframlög frá okkur og
að þau fari vaxandi þá hefur ekki
náðst samstaða um reikniaðferðir
framkvæmdastjórnarinnar,“ segir
Gunnar Snorri.
Ekki sam-
staða í ESB
Gunnar Snorri
Gunnarsson
TVÖ HUNDRUÐ tuttugu og fimm metra há
bygging úr stáli og gleri verður byggð andspæn-
is þeim stað þar sem World Trade Center stóð
áður, í stað byggingar sem eyðilagðist í kjölfar
þess að tvíburaturnarnir hrundu til jarðar eftir
árásirnar á Bandaríkin 11. september í fyrra.
Um er að ræða fyrstu endurbygginguna sem
ráðist verður í á World Trade Center-lóðinni.
Byggingaráform þessi voru kynnt í New York
í gær en turninn sem um ræðir verður 52 hæða
hár. „Sú staðreynd að þessi bygging mun rísa
hér, einmitt þar sem [World Trade Center] nr. 7
stóð áður, er til marks um að við látum hryðju-
verkamenn ekki buga okkur,“ sagði Michael
Bloomberg, borgarstjóri í New York, í gær.
Taka á bygginguna í notkun árið 2005 en að
henni standa verktakinn Larry Silverstein og
arkitekt hennar er David Childs. Enn er ekki bú-
ið að ákveða hvað skuli rísa á þeim stað, þar sem
tvíburaturnarnir sjálfir stóðu, en Silverstein og
Childs segja að hönnun þeirra á turninum nýja
verði þar höfð til hliðsjónar.
Endurreisnin hafin
Reuters
David Childs sýnir hönnun sína.
New York. AP.
BRETAR kaupa meira af fiski og
fiskafurðum frá Íslandi en nokkurri
annarri þjóð. Sem dæmi um það má
nefna að hlut-
deild Íslend-
inga í fiski og
frönskum í
Bretlandi er
jafnvel meiri en
þeirra eigin. Á
fyrstu sex mán-
uðum þessa árs
keyptu Bretar
fisk og fiskaf-
urðir af Íslend-
ingum fyrir um
15 milljarða
króna. Athygli-
vert er að Ís-
lendingar fá nær undantekningar-
laust hærra meðalverð fyrir afurðir
sínar en aðrar þjóðir.
Minna af ferskum fiski héðan
Þrátt fyrir að innflutningur Breta
af ferskum fiski frá Íslandi hafi dreg-
izt saman um 3.100 tonn á fyrri
helmingi þessa árs, borga þeir engri
annarri þjóð jafnmikið fyrir ísfiskinn
og okkur. Af ferskum fiski keyptu
Bretar mest frá Íslandi, mælt í verð-
mætum, eða fyrir 3,1 milljarð króna.
Magnið var nú 8.500 tonn. Næstir
komu Færeyingar með 2,5 milljarða
króna, en að baki þeim verðmætum
stendur mun meira af fiski eða
12.600 tonn.
Freðfiskur fyrir 28,5 milljarða
Bretar borga einnig mest fyrir
frystan fisk héðan, eða um 5,7 millj-
arða króna, en Norðmenn koma rétt
á eftir okkur með 5,5 milljarða. Þá
keyptu Bretar freðfisk af Rússum
fyrir 4,3 milljarða og af Dönum fyrir
3,2 milljarða
Fáum mest
allra fyrir
fiskinn
Bretar/C12
!"
! "
#
!
"!"#"