Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
!
"!
$ % &
'
( ! % ! $ ) *** VILJA 2,7 MILLJARÐA
Útreikningar framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins gera
ráð fyrir sem samsvarar 2,7 millj-
arða króna framlagi af Íslands hálfu
í þróunarsjóð vegna stækkunar
ESB. Utanríkisráðherra segir þetta
svipaða kröfu og væri Ísland aðild-
arríki að ESB.
Kanna stuðning gegn Írak
Bandaríkjamenn þreifa nú fyrir
sér um stuðning komi til hernaðar-
aðgerða gegn Írökum. Sendiráðum
þeirra í 50 ríkjum hefur verið gert að
kanna hvers konar aðstoð rík-
isstjórnir þeirra geti veitt.
Hækka brunatryggingar
Sjóvá-Almennar tryggingar og
Tryggingamiðstöðin hyggjast
hækka iðgjöld af brunatryggingum
um áramót og VÍS íhugar hið sama.
Ástæðurnar eru stórbrunar og
versnandi endurtryggingarkjör.
8% í lestrarörðugleikum
Ætla má að 8% manna á aldrinum
15 til 65 ára hér á landi eigi við lestr-
arörðugleika að stríða eða um 15
þúsund manns.
Berjast gegn olíubrákinni
Mikill viðbúnaður er til að koma í
veg fyrir að meiri olía úr olíuskipinu
Prestige berist að Spánarströndum.
70 þúsund tonn af olíu eru um borð í
skipinu, sem nú er sokkið, og er von-
ast til að hún leki ekki út líka.
Snjóbolti í Tallinn
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
beið lægri hlut í æfingarleik við
Eista í Tallin í gær. Á meðan snjón-
um kyngdi niður tókst Eistum tvisv-
ar að lauma knettinum í netið.
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C
K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0
G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a
Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun
getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar
ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á
skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.
Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto›
vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best.
Stendur til a› fjölga
atvinnutækjum?
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
ERFÐAFRÆÐI TRYGGINGAR INNKAUP
Íslensk erfðagreining
hefur rannsóknarsam-
starf við Wyeth í lyfja-
erfðafræði.
Síðan lögboðnar bruna-
tryggingar voru gefnar
frjálsar hefur rekstur grein-
arinnar gengið illa.
Samþykkt hefur ver-
ið ný innkaupa-
stefna ríkisins sem
á að spara mikið fé.
ÍE HEFUR/4 BRENNANDI/6 STEFNT AÐ/5
MEÐ skipulagsbreytingum hjá Flugleið-
um verða nokkrar breytingar í hópi stjórn-
enda. Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, verður frá áramótum jafnframt
forstjóri Icelandair.
Einar Sigurðsson, sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri stefnumótunar- og stjórnun-
arsviðs Flugleiða, tekur um áramót við nýju
starfi framkvæmdastjóra hjá eignarhalds-
félaginu Flugleiðum, meðal annars með
ábyrgð á stefnumótun samstæðunnar.
Icelandair verður skipt í fjögur svið.
Ragnhildur Geirsdóttir kemur ný inn í hóp
stjórnenda fyrirtækisins og verður fram-
kvæmdastjóri á nýju sviði, Rekstrarstýr-
ingarsviði Icelandair. Hún mun bera
ábyrgð á gerð flugáætlana og framboðs-
stýringu leiðakerfis millilandaflugs og
starfsmannastjórnun Icelandair.
Guðmundur Pálsson, sem nú er fram-
kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs og tækni-
þjónustu Flugleiða, verður framkvæmda-
stjóri flugrekstrarsviðs Icelandair. Auk
flugs fyrir leiðakerfi Icelandair þjónar flug-
rekstrarsvið Flugleiðum Frakt og Flugleið-
um Leiguflugi og flýgur sex flugvélum fyrir
þessi fyrirtæki.
Halldór Vilhjálmsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða,
verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Icelandair, sem meðal annars mun sinna
rekstri innri banka, áhættustýringu,
greiðslumiðlun og samskiptum við fjár-
málastofnanir fyrir Flugleiðir.
Steinn Logi Björnsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs
Flugleiða, verður framkvæmdastjóri mark-
aðs- og sölusviðs Icelandair.
Hjörtur Þorgilsson, upplýsingatækni-
stjóri Flugleiða, verður eftir breytingarnar
upplýsingatæknistjóri Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, sem hefur verið
upplýsingafulltrúi Flugleiða, verður upp-
lýsingafulltrúi Icelandair.
Kristinn Halldórsson, sem verið hefur
forstöðumaður flugflotamála á flugrekstr-
arsviði, verður nýr tæknistjóri Icelandair.
Magnús Kr. Ingason verður fram-
kvæmdastjóri Fjárvakurs.
Valdimar Sæmundsson verður fram-
kvæmdastjóri Tækniþjónustunnar Kefla-
víkurflugvelli.
F Ó L K
Breytt
yfirstjórn
Sigurður Helgason verður bæði
forstjóri Flugleiða og Icelandair
UM næstu áramót tekur gildi
nýtt skipulag hjá Flugleiðum hf.,
sem þá verða eignarhaldsfélag 11
fyrirtækja í ferðaþjónustu og
flugrekstri. Þrjú ný dótturfélög
taka við rekstri tiltekinna þátta
og þeirra stærst verður Icelanda-
ir ehf., sem tekur við millilanda-
flugi Flugleiða.
Hin nýju félögin eru Tækni-
þjónustan Keflavíkurflugvelli ehf.
og Fjárvakur – fjármálaþjónusta
ehf. Fyrrnefnda fyrirtækið mun
hafa með höndum allt viðhald
flugvéla Icelandair hér á landi en
hið síðarnefnda mun sinna bók-
haldsþjónustu og launabókhaldi
fyrir fyrirtæki samstæðunnar.
Nær allir starfsmenn Flugleiða
munu flytjast til Icelandair og
halda þar sömu kjörum og þeir
hafa nú. Búist er við að ársvelta
Icelandair verði um 23 milljarðar
króna eða yfir helmingur af veltu
samstæðunnar, sem var 38 millj-
arðar króna í fyrra og hefur
hækkað um 2,8% það sem af er
ári. Af veltu Icelandair koma 75%
af erlendum mörkuðum.
Hörður Sigurgestsson, stjórn-
arformaður Flugleiða, verður
jafnframt stjórnarformaður Ice-
landair.
Aukin samkeppni
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, sagði á starfsmanna-
fundi sem haldinn var í gær að
mikilvægasta verkefni samstæð-
unnar á næstu misserum væri að
búa áætlunarflug undir nýja tíma
og harðari alþjóðlega samkeppni.
Í máli Steins Loga Björnssonar,
framkvæmdastjóra markaðs- og
sölusviðs Flugleiða, á fundi með
fjárfestum í gær kom fram að
Flugleiðir gerðu í áætlunum sín-
um ráð fyrir að lenda í aukinni
samkeppni á næstu 3–36 mánuð-
um og félagið byggi sig undir það.
„Ef við búum okkur nógu vel und-
ir það þá kannski verður það aldr-
ei,“ bætti hann við.
Sigurður sagði á sama fundi að
Flugleiðir væru með lægsta ein-
ingarkostnað evrópskra flug-
félaga og félagið væri því vel búið
undir aukna samkeppni og að
keppinautar myndu helst vilja
fara inn á þær leiðir sem skiluðu
mestum hagnaði. Spurður að því
hvaða leiðir gæfu best af sér
nefndi Sigurður Kaupmannahöfn,
Osló, London og Boston, en bætti
því við að hann teldi ekki raun-
hæft að gera ráð fyrir samkeppni
til Bandaríkjanna. Hann nefndi
sem dæmi að frá Noregi væri
ekkert beint flug til Bandaríkj-
anna og á fundinum kom einnig
fram að fleiri sæti væru í boði frá
Íslandi til Bandaríkjanna en frá
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi
samanlagt. „Það er ekkert sjálf-
gefið að það sé flogið frá Íslandi
til Bandaríkjanna,“ sagði Sigurð-
ur, en sagði skýringuna á að
Flugleiðir gætu flogið til Banda-
ríkjanna vera þá að félagið væri
búið að byggja upp stórt leiða-
kerfi.
Hagræðing
Afkoma Flugleiða hefur batnað
mikið milli ára eins og fram hefur
komið og hagnaður jókst úr tæp-
um 400 milljónum króna á fyrstu
níu mánuðum ársins í fyrra í rúm-
ar 3.300 milljónir króna í ár. Í
máli Sigurðar kom fram að helm-
ingur batans væri vegna ytri að-
stæðna, meðal annars vegna þess
að evrópumyntir hefðu þróast í
rétta átt gagnvart Bandaríkjadal
og eldsneytisverð hefði farið
lækkandi. Hinn helmingur batans
væri vegna aðgerða fyrirtækisins
sjálfs og nefndi hann sem dæmi
að fyrirtækið væri nú aðeins með
Boeing 757 flugvélar í rekstri og
að betri nýting hefði náðst á
starfsfólki. Sigurður sagði að
þessar breytingar hefðu í för með
sér að nú þyrfti 16% færri far-
þega í hverju flugi til að það borg-
aði sig.
Flugleiðir hf. verða
eignarhaldsfélag
Miklar skipulagsbreytingar taka gildi hjá Flugleiðum um næstu áramót. Helmingur
afkomubatans er vegna aðgerða fyrirtækisins, sem býr sig undir aukna samkeppni.
!
" #$
%
Miðopna: Brennandi hækkunarþörf
2002 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÖFLUGIR VARAMENN HOLLENDINGA / B4
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu stendur í
stað á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í
gær. Íslendingar eru í 56. sæti eins og fyrir
mánuði og hafa fallið um fjögur sæti frá ára-
mótum.
Litlar breytingar eru á topptíulistanum.
Brasilía er í efsta sæti og á eftir fylgja: Frakk-
land, Spánn, Þýskaland, Argentína, England,
Mexíkó, Tyrkland, Bandaríkin og Holland, sem
er í 10. sæti.
Af öðrum mótherjum Íslendinga í und-
ankeppni EM eru Skotar í 57. sæti og falla um
tvö sæti frá síðasta mánuði, Litháar eru í 99.
sæti og hækka um eitt sæti og Færeyingar
skipa 114. sæti listans en þeir falla um eitt sæti.
Þá eru Eistlendingar, sem Íslendingar töpuðu
fyrir í gær, í 62. sæti.
Ísland stendur
í stað hjá FIFA
Félagslið þurfa að skila inn KSÍ-samningi í síðasta lagi 30 dögum
eftir að leikmaður skrifar undir slík-
an samning en í tilfelli Þórðar er ekki
um að ræða neinn KSÍ-samning.
Þórður sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að um handvömm
væri að ræða að hálfu félagsins, hann
hefði aldrei skrifað undir slíkan
samning, aðeins gert samning við fé-
lagið sjálft. „Ástæðan fyrir því að ég
vil fara frá félaginu er fyrst og
fremst sú að ég fékk ekki vinnu við
hæfi á Akureyri, auk þess sem konan
mín fékk ekki starf. Ég hef fengið
góða vinnu í Reykjavík og er ekki
tilbúinn að gefa hana upp á bátinn.
Það er því ekkert annað fyrir mig að
gera en að tilkynna félagaskipti úr
KA. Ég hef ekki fundið mér félag til
þess að leika með á næstu leiktíð,“
sagði Þórður.
Stóðum við okkar hlut
Vignir Þormóðsson formaður
knattspyrnudeildar KA sagði að mat
félagsins væri annað en Þórðar. „Við
ætlum ekki að standa í vegi Þórðar,
en teljum að hann eigi a.m.k eitt ár
eftir af samningi þeim sem gerður
var. Þau félög sem hafa áhuga á hon-
um ræða þá við okkur um þessa
hluti. Það mun ekki ganga upp að
hafa leikmann sem vill ekki vera hjá
okkur og því þarf að finna lausn. Það
var staðið við alla þá hluti sem samið
var um og Þórður á ekkert inni hjá
okkur,“ sagði Vignir. Aðspurður
sagði formaðurinn að vissa yfirsýn
hefði skort hjá félaginu er KSÍ-
samningur sem gerður var við Þórð
hafi ekki verið sendur inn til KSÍ
fyrr en frestur til þess var liðinn.
„Ég vil ekki taka undir það að þetta
hafi verið handvömm af okkar hálfu,
við teljum okkur vera með samning
við Þórð sem hann ætlar ekki að upp-
fylla. Langi hann að fara þá verða
liðin sem vilja hann að tala við okkur
fyrst,“ sagði Vignir.
Þórður vill rifta
samningi við KA
ÞÓRÐUR Þórðarson markvörður úrvalsdeildarliðs KA í knattspyrnu
hefur farið fram á að fá að fara frá félaginu. Ætlar hann sér ekki að
leika með liðinu á næstu leiktíð. Þórður samdi við KA til þriggja ára
sl. vor þar sem m.a. var kveðið á um uppsagnarákvæði að hálfu
beggja aðila eftir tvö ár. Ekki var gerður við hann svokallaður KSÍ-
samningur og samkvæmt félagaskiptareglum KSÍ hefur KA þar
með afsalað sér rétti sínum á leikmanninum.
„ÞAÐ átti nú enginn að vita af
þessu, en jú, það er rétt að ég ætla
að taka þátt í úrtökumóti fyrir evr-
ópsku mótaröð eldri kylfinga,“ sagði
Björgvin Þorsteinsson, úr Golf-
klúbbi Vestmannaeyja, í samtali við
Morgunblaðið í gær, en hann hefur
leik á Penina golfvellinum í Portúgal
í dag.
Björgvin sagði að sér hefði dottið
þetta í hug í haust og ákveðið að slá
til. „Þetta er nú fyrst og fremst til
gamans gert, mig langaði að kynnast
þessu aðeins og þetta er eina leiðin
til þess. Ég er með fínan kylfusvein
sem er frændi minn, Björn Axelsson
frá Akureyri, og við gerum okkur í
rauninni ekki miklar vonir um skjót-
an frama hérna,“ sagði Björgvin.
Kappinn verður fimmtugur í apríl
og hefur því aldur til að leika á móta-
röð eldri kylfinga þó svo hann hafi
tekið þátt í Landsmótinu hér heima
lengst allra. „Þetta er í raun sams
konar úrtökumót og íslensku strák-
arnir hafa verið í undanfarin ár,
nema hvað þetta eru auðvitað eldri
og miklu virðulegri menn hér,“ sagði
Björgvin léttur í anda.
Spurður um hvað hann myndi
gera ef hann kæmist alla leið sagði
Björgvin: „Ég hef nú ekki hugsað þá
hugsun til enda og í raun ekkert leitt
hugann að því. Ég kom hingað fyrst
og fremst til að kíkja aðeins á þetta.“
Mótið hefst í dag og á Björgvin
teig klukkan 9.45 á Penina-vellinum
og byrjar á tíunda teig. Keppt er á
tveimur völlum, Penina og Palmeras
Lagos, og eru um 60 keppendur á
hvorum velli. „Ég held að það komist
um 25 keppendur áfram af hvorum
velli um sig og þeir leika síðan 72
holur á Pinta-vellinum og sú keppni
stendur frá mánudegi fram á
fimmtudag,“ sagði Björgvin.
Björgvin á
úrtökumót
TRYGGVI Guðmundsson sagði að
það hefði ekkert annað verið en víta-
spyrna þegar hann var felldur inni í
vítateig Eistlands á 43. mín. leiksins,
en hollenski dómarinn Ben Haver-
kort taldi að brotið hefði verið á
Tryggva á vítateigslínu og hann fékk
engan stuðning frá eistlenskum línu-
verði, þannig að hann var í erfiðri að-
stöðu. Það sást þó greinilega á fari í
snjónum inni í vítateig að Tryggvi
var felldur innan teigsins. „Ég skildi
dómarann aðeins að hann hefði ekki
dæmt vítaspyrnu. Það var mjög erf-
itt að sjá línuna og góðir dómarar
dæma ekki vítaspyrnu nema þeir séu
hundrað prósent vissir um að þeir
séu að gera rétt. Ég vissi sjálfur að
þarna var um vítaspyrnu að ræða, sá
það á farinu sem var eftir mig í
snjónum – það var fyrir innan víta-
teig,“ sagði Tryggvi, sem sagði að
leikurinn hefði verið afar erfiður, ef
leik mætti kalla. „Það má segja að
leikurinn hafi verið barátta við erf-
iðar aðstæður. Mér fannst við standa
okkur vel. Ég sagði við þig fyrir leik-
inn að ég myndi leggja mig allan
fram og ég gerði það. Síðan fáum við
á okkur tvö ódýr mörk sem ég sá
ekki. Sanngjörn úrslit voru jafntefli í
leik sem ekki var hægt að kalla
knattspyrnuleik,“ sagði Tryggvi.
Þetta
var víti
■ Snjóbolti í Tallinn/B3
Ljósmynd/Arno Saar
Eistland sigraði Ísland, 2:0, í vináttulandsleik í Tallinn í gær. Á myndinni er Sergei Hohlov-Simson, varnarmaður Eistlands, í þann
veginn að fella Tryggva Guðmundsson, sem hafði leikið á hann. Um vítaspyrnu virtist að ræða en dæmd var aukaspyrna á vítateigs-
línunni. Tryggvi tók spyrnuna sjálfur en knötturinn fór rétt framhjá stönginni. Helgi Sigurðsson fylgist grannt með gangi mála.
Yf ir l i t
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið „Sjónvarps-
dagskráin” frá Sonet ehf. Blaðinu
verður dreift um allt land. Blaðinu í
dag fylgir einnig Stúdentablaðið.
Blaðinu er dreift um allt land.
Í dag
Sigmund 8 Menntun 36/37
Erlent 18/21 Umræðan 38/43
Höfuðborgin 22/23 Minningar 44/47
Akureyri 24 Kirkjustarf 48
Suðurnes 25 Bréf 52/53
Landið 26 Dagbók 54/55
Neytendur 27 Fólk 56/61
Listir 28/31 Bíó 58/61
Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62
Viðhorf 36 Veður 63
* * *
MAÐUR sem framdi ítrekuð kyn-
ferðisbrot gegn þremur ungum
stúlkum, m.a. hálfsystur sinni, var í
gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Reykjaness. Þar af
voru 15 mánuðir skilorðsbundnir til
þriggja ára. Manninum var ekki
refsað fyrir brot gegn einni stúlk-
unni þar sem brotin voru fyrnd.
Maðurinn, sem er fæddur 1976,
neitaði algjörlega sök en kvaðst ekki
vita af hvaða hvötum stúlkurnar
bæru þessar sakir á hann. Fjölskip-
aður dómur taldi á hinn bóginn að
framburður stúlknanna væri trú-
verðugur og maðurinn hefði gerst
sekur um alvarleg brot sem væru til
þess fallin að valda fórnarlömbunum
margvíslegum sálrænum erfiðleik-
um. Á hinn bóginn yrði að lækka
refsinguna með tilliti til þess að mað-
urinn var 15–18 ára þegar brotin
voru framin. Þá hefði hann ekki áður
verið dæmdur fyrir refsiverða hátt-
semi auk þess sem hann hefði verið í
sambúð um nokkurt skeið og ætti
ungt barn með sambýliskonu sinni.
Þótti því dómnum rétt að skilorðs-
binda refsinguna að stærstum hluta.
Stúlkurnar voru 5–11 ára gamlar
þegar brotin hófust. Ein þeirra er
hálfsystir hans, annarrar gætti hann
oft fyrir móður hennar og sú þriðja
er systir vinar mannsins. Var hann
dæmdur fyrir að hafa margoft á fjög-
urra ára tímabili káfað á kynfærum
hálfsystur sinnar og farið með fingur
inn í þau. Hann var auk þess fundinn
sekur um að hafa lagst ofan á stúlk-
una sem hann gætti og viðhaft sam-
farahreyfingar.
Alvarlegustu brotin beindust gegn
systur vinar hans meðan sá var að
heiman. Þótti sannað að hann hefði í
allnokkur skipti afklætt stúlkuna að
neðan og káfað á kynfærum hennar
og í fleiri en eitt skipti sett getnaðar-
lim sinn í fæðingarveg hennar.
Stúlkurnar kærðu allar manninn
haustið 2001. Þá voru brotin gegn
stúlkunni sem hann gætti fyrnd og
var hann því ekki dæmdur til refs-
ingar vegna brotanna gegn henni.
Hann var engu að síður dæmdur til
að greiða henni 200.000 í bætur, hálf-
systur sinni 700.000 krónur og þeirri
þriðju 500.000.
Fram kemur í dómnum að hálf-
systir mannsins hafi orðið fyrir al-
varlegu sálrænu áfalli vegna atferlis
hálfbróður síns. Fleiri atriði hefðu þó
stuðlað að hlédrægni, lágu sjálfsmati
og ákveðinni vanlíðan sem hún byggi
enn við. Hinar stúlkurnar tvær hafi
með sérfræðiaðstoð og góðum stuðn-
ingi foreldra náð að vinna sig að
verulegu leyti upp úr þeirri sálar-
kreppu sem maðurinn hafi valdið
þeim og þetta valdi þeim ekki lengur
teljandi erfiðleikum í daglegu lífi.
Sakarkostnaði í málinu var skipt
þannig að maðurinn greiðir 1/3 en
ríkissjóður 2/3. Héraðsdómararnir
Jónas Jóhannsson, Ólöf Pétursdóttir
og Þorgeir Ingi Njálsson kváðu upp
dóminn.
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi
en 15 mánuðir skilorðsbundnir
Sekur um kyn-
ferðisbrot gegn
þremur stúlkum
Morgunblaðið/Sverrir
FÉLAGSMENN í Starfsmannafélagi Reykjavík-
urborgar fá ekki launahækkun um næstu mánaða-
mót eins og samið var um í kjarasamningi sem
gerður var í upphafi árs 2000. Ástæðan er sú að
vinnu við gerð starfsmatskerfis er ekki lokið.
Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður starfsmannafélags-
ins, segir ekki ljóst hvenær nýja launakerfið kemur
til framkvæmda, en unnið sé í málinu í samvinnu við
Reykjavíkurborg.
Kjarasamningarnir sem gerðir voru í ársbyrjun
2000 voru gerðir til fimm ára. Ástæðan fyrir þess-
um langa samningstíma var sú að gera átti tilraun
með nýtt launakerfi, svokallað starfsmat og hæfn-
islaun.
Þetta nýja launakerfi átti að taka gildi 1. desem-
ber 2002. Sjöfn segir að vinna við gerð þessa nýja
kerfis hafi reynst tímafrekari en reiknað var með og
sé ekki enn lokið. Hún segir ekki liggja fyrir hve-
nær þessari vinnu ljúki. Þó muni þær launabreyt-
ingar sem fylgja breyttu kerfi gilda frá 1. desember.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur
legið fyrir í alllangan tíma að ekki yrði hægt að
greiða eftir nýju starfsmatskerfi 1. desember. Sam-
komulag hefur orðið milli starfsmannafélagsins og
Reykjavíkurborgar að taka lengri tíma í að ljúka
gerð nýs kerfis. Hins vegar hefur starfsmanna-
félagið gert kröfu um að greidd yrðu svokölluð
hæfnislaun núna um mánaðamótin. Þessar
greiðslur áttu annars vegar að taka mið af símennt-
un starfsmanna og hins vegar hæfnismati forstöðu-
manna. Reykjavíkurborg taldi sér ekki fært að
greiða þennan hluta um mánaðamótin vegna ónógs
undirbúnings. Þessum greiðslum hefur því verið
frestað líkt og greiðslum vegna starfsmatskerfisins.
Sjöfn sagði aðspurð að báðir samningsaðilar
hefðu talið að tvö ár væru nægilegur tími til að búa
til nýtt starfsmatskerfi. Annað hefði komið í ljós.
Hún sagðist á þessu stigi ekki vilja kenna neinum
um. Verið væri að vinna í málinu þessa dagana.
Sjöfn sagði að ekkert lægi fyrir um hve miklar
launabreytingar ættu að verða 1. desember þar sem
eftir væri að smíða starfsmatskerfið.Samkvæmt
kjarasamningi starfsmannafélagsins hækkuðu laun
félagsmanna um 3% 1. janúar 2001 og launin eiga að
hækka um önnur 3% 1. janúar nk.
Laun hækka ekki 1. desember
Vinna við starfsmatskerfi hjá Reykjavíkurborg hefur dregist
STARFSFÓLK Flugleiða lét sig ekki vanta á
fund félagsins, þar sem kynntar voru viðamiklar
breytingar á skipulagi þess. Á fundinum kom
fram, að Flugleiðir hf. verða eignarhaldsfélag
ellefu fyrirtækja í ferðaþjónustu og flugrekstri.
Þrjú ný dótturfélög taka við rekstri tiltek-
innar starfsemi. Þau verða Icelandair ehf., sem
tekur við millilandaflugi Flugleiða, Tækniþjón-
ustan Keflavíkurflugvelli ehf. og Fjárvakur –
fjármálaþjónusta ehf. Tækniþjónustan mun sjá
um allt viðhald flugvéla Icelandair hér á landi,
en Fjárvakur mun sinna bókhaldsþjónustu og
launabókhaldi fyrir fyrirtæki samstæðunnar.
Nær allir starfsmenn Flugleiða munu flytjast
til Icelandir og halda núverandi kjörum.
Morgunblaðið/Kristinn
Starfsmenn
Flugleiða
fjölmenntu
Flugleiðir/C1
FORELDRAR sem Morgunblaðið
ræddi við eru óánægðir með 8%
hækkun leikskólagjalda sem tekur
gildi um næstu áramót. „Þetta er
orðinn heilmikill peningur sem þarf
að borga fyrir leikskóla. Við eigum
þrjú börn en erum bara með eitt
barn á leikskóla núna. Tvö börn
voru samtímis á leikskóla og þá var
gjaldið ekki jafnhátt. Ég þakka
mínum sæla fyrir að vera bara með
eitt barn núna. Maður þarf að vera
ansi vel launaður til að borga fyrir
tvö börn á leikskóla í dag,“ segir
Þóra Helga Jónsdóttir, sem á barn
á Drafnarborg.
María Hjaltadóttir, sem er í
stjórn foreldrafélagsins á Selja-
borg, segist vita að fjármunir séu
naumt skammtaðir til leikskólanna
og að ótrúlega lágri fjárhæð sé út-
hlutað til matarinnkaupa fyrir
hvert barn. „Þegar ég sá þetta
sagði ég við starfsfólkið að ef
hækkunin skilaði sér í framlagi til
leikskólans myndi ég borga þetta
með bros á vör.“ Sumum leik-
skólum sé illa stjórnað og hún vilji
ekki að hækkunin verði t.d. notuð
til að borga upp óráðsíðu á öðrum
skólum. Hún hafi þó ekki rætt þessa
hækkun við aðra foreldra.
Auknar tekjur um 90 milljónir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að hækkun leik-
skólagjaldanna um áramótin gefi
um 90 milljónir króna í auknar árs-
tekjur fyrir Leikskóla Reykjavíkur.
Ranghermt var í Morgunblaðinu í
gær að upplýsingar um 50 milljóna
króna tekjuaukningu hefðu komið
frá borgarstjóra og er beðist vel-
virðingar á þeim mistökum.
Bitnar á barnmörg-
um fjölskyldum