Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 4
FORELDRAR Hjálmars Björnsson-
ar, 16 ára pilts sem fannst látinn við
árbakka í Rotterdam í Hollandi í lok
júní síðastliðins, sætta sig ekki við þá
rannsókn sem fram hefur farið hjá
hollenskum yfirvöldum. Vilja þau að
íslensk stjórnvöld beiti þau hollensku
frekari þrýstingi og hafa í því skyni
ritað öllum alþingismönnum bréf og
leitað eftir stuðningi þeirra. Áður hef-
ur fjölskylda Hjálmars m.a. leitað til
forsætisráðherra, utanríkisráðherra
og dómsmálaráðherra.
Björn Hjálmarsson, faðir Hjálm-
ars, segir í samtali við Morgunblaðið
að fjölskyldan hafi uppi grunsemdir
um að Hjálmari hafi verið ráðinn
bani. Leggja þau ekki trúnað á þær
skýringar sem hollenska lögreglan
hefur gefið um að reiðhjólaslys hafi
líklega átt sér stað. Í skýrslum lög-
reglunnar sé jafnvel gefið óbeint í
skyn að um sjálfsmorð hafi verið að
ræða. Fjölskylda Hjálmars vill hins
vegar að mál hans verði rannsakað
sem sakamál þar sem áverkar á líki
hans bendi til vofveiflegs atburðar.
Hjálmar fór á reiðhjóli í skóla sinn í
Rotterdam fimmtudaginn 27. júní en
þegar hann kom ekki til baka á til-
settum tíma var farið að grennslast
eftir honum. Tveimur dögum síðar
fannst hann látinn á árbakka í grennd
við heimili sitt og skóla. Farsími
Hjálmars fannst skammt frá en reið-
hjólið í runna 60 metra frá árbakk-
anum. Á því voru skemmdir en Björn
telur að margháttaðir áverkar á höfði
sonar síns útiloki reiðhjólaslys.
Gagnrýna hollensku lögregluna
Björn gagnrýnir viðbrögð og máls-
meðferð hollensku lögreglunnar og
segir að þar hafi átt sér stað fjölmörg
mistök. Hann segist einnig draga í efa
frásögn vina Hjálmars sem voru þeir
síðustu sem sáu hann á lífi hinn 27.
júní. Við nánari skoðun hafi fram-
burður vinanna reynst rangur en lög-
reglan ekki viljað leggja trúnað á það.
Meðal annars hafi öryggismyndbönd
hrakið framburð þeirra en lögreglan
ekki aflað myndbandanna og þeim
hafi svo verið eytt.
Björn segir að vinirnir hafi í fyrstu
neitað að hafa séð Hjálmar daginn
sem hann hvarf en síðar ákveðið að
„leysa frá skjóðunni“. Sögðu þeir
Hjálmar hafa verið í miklu uppnámi,
hafa neytt áfengis þennan dag eftir
slæmt gengi í skólanum og verið í ást-
arsorg. Björn segir að eftir samtöl við
kennara í skólanum og fleiri hafi verið
augljóst að þessi framburður átti ekki
við nein rök að styðjast, Hjálmar hafi
m.a. tekið tvö próf þennan dag og
gengið mjög vel í þeim. Hann hafi
heldur ekki verið í óreglu. Þá hafi ít-
arleg rannsókn Gísla Pálssonar hjá
embætti ríkislögreglustjóra, á SMS-
skilaboðum í farsíma Hjálmars og
fleiru hrakið framburð vinanna.
Baráttuþrekið á þrotum
Björn var nýbyrjaður í doktors-
námi í barnalækningum, eftir sjö ára
nám og störf í Hollandi er áfallið reið
yfir í sumar. Hvarf hann frá því námi
og fljótlega eftir lát Hjálmars fluttist
fjölskyldan til Íslands. Björn starfar
nú sem læknir á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Selfossi og býr þar
ásamt eiginkonu sinni, Herdísi Har-
aldsdóttur og tveimur sonum þeirra.
„Við Herdís höfum í fimm mánuði
verið að berjast í þessu máli og átt
yndislega ættingja að sem hafa að-
stoðað okkur. En við erum einfald-
lega að gefast upp og búin að steypa
okkur í stórkostlegar skuldir. Okkar
baráttuþrek er á þrotum og nú, þegar
hátíð ljóss og friðar er að bresta á,
höfum við ekki enn fengið frið til að
syrgja strákinn okkar,“ segir Björn.
Leitað til þingmanna um stuðning við að lát íslensks pilts í Hollandi verði rannsakað betur
Morgunblaðið/Jim Smart
Björn Hjálmarsson og Herdís Haraldsdóttir hafa síðustu fimm mánuði bar-
ist fyrir því að ítarlegri rannsókn fari fram á láti sonar þeirra.
Grunar að syni
sínum hafi ver-
ið ráðinn bani
en 6,3 milljarða verði innri leiðin
fyrir valinu. Þingmennirnir
benda á að innri leiðin sé ekki
aðeins ódýrari heldur einnig
fljótunnari og arðsamari, en
arðsemi ytri leiðar er 10% og
innri leiðar 14% samkvæmt arð-
semismati.
Í þessu sambandi nefnir Ólaf-
ur að arðsemi Hvalfjarðar-
ganga hafi verið 15 til 16% og
tvöföldun Reykjanesbrautar
kosti fjóra til fimm milljarða.
Guðmundur segir að ekki sé
viðunandi að haldið sé áfram að
togast á um þessa framkvæmd
og mikilvægt sé að hefja und-
irbúningsvinnu þegar á næsta ári.
Ólafur Örn segir að það verði að
gæta hagsmuna ríkissjóðs og verja
fjármunum með eins skynsamlegum
hætti og kostur sé enda sé mikil þörf
fyrir fé til margvíslegra þátta. „Þeir
milljarðar sem geta sparast við það að
fara innri leiðina geta komið í góðar
þarfir en fyrir þá má meðal annars
byggja mislæg gatnamót við Miklu-
braut og Kringlumýrarbraut og önn-
ur mislæg gatnamót að auki eða þrjú
90 rýma hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða, svo dæmi séu tekin,“ segir Guð-
mundur.
Þingmennirnir segja að ytri leiðin
sé ekki aðeins dýrari heldur geti hún
# &
!
'(
TVEIR þingmenn Reykjavík-
ur, Guðmundur Hallvarðsson,
formaður samgöngunefndar,
og Ólafur Örn Haraldsson, for-
maður fjárlaganefndar, vilja
knýja á um að teknar verði
ákvarðanir varðandi Sunda-
braut innan fárra mánaða og
leggja áherslu á að svonefnd
innri leið verði farin frekar en
að reist verði hábrú á ytri leið,
en með því megi spara að
minnsta kosti þrjá milljarða
króna.
Sundabraut er vegtenging
milli Vogahverfis og Gufuness
og hefur nefnd á vegum
Reykjavíkurborgar og Vegagerðar-
innar verið með málið til skoðunar
undanfarin ár. Um þjóðveg er að
ræða og greiðist kostnaður af vegafé.
Fimm valkostir hafa verið ræddir
en þingmennirnir Guðmundur Hall-
varðsson, Sjálfstæðisflokki, og Ólafur
Örn Haraldsson, Framsóknarflokki,
segja að af tveimur kostum, sem eink-
um hafi verið til umræðu, þ.e. ytri leið
og innri leið, leggi þeir áherslu á að
innri leiðin verði farin. „Sem þing-
menn Reykjavíkur viljum við láta til
okkar taka í þessu máli og knýja á um
að ákvarðanir verði teknar sem fyrst,
innan mjög fárra mánaða,“ segir Ólaf-
ur Örn og bætir við að ljúka megi
framkvæmdum á næstu fjórum til
fimm árum.
Þeir segja mikilvægt að borg og
ríki vinni að þessu máli í góðu sam-
komulagi og leggja áherslu á að fram-
kvæmdir trufli ekki íbúðabyggð í
Vogahverfinu. Hönnun mannvirkj-
anna verði líka með þeim hætti að
umferð verði ekki beint upp Skeið-
arvog.
Tvenn mislæg gatnamót
fyrir mismuninn
Samkvæmt kostnaðaráætlun Línu-
hönnunar frá nóvember 2000 kostar
vegtengingin frá Sæbraut að Halls-
vegi 9,1 milljarð miðað við ytri leiðina
Tveir þingmenn Reykjavíkur vilja að ákvörðun verði tekin um Sundabraut sem fyrst
Ólafur Örn Haraldsson og Guðmundur Hall-
varðsson skoða kosti varðandi Sundabraut.
Innri leiðin þremur
milljörðum ódýrari
Morgunblaðið/Jim Smart
hindrað skipaferðir og slíti í sundur
hafnarsvæðið í Sundahöfn. Með innri
leiðinni komi mikil landfylling og þar
fáist mjög verðmætt byggingaland,
sem í raun greiði fyrir landfyllinguna.
„Við viljum taka af skarið og knýja
á um framkvæmdir þarna,“ segir
Ólafur Örn og Guðmundur tekur í
sama streng. „Það er líka mikilvægt
að hafa í huga að ódýrari leiðin er ekki
á kostnað öryggisins og það er ekki
hægt að bíða lengur í ljósi sífellt vax-
andi umferðarþunga Elliðaárbrekk-
unnar,“ segir hann.
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÓLVEIG Pétursdóttir
dómsmálaráðherra hefur í
nýlegu bréfi til aðstandenda
Hjálmars heitins Björns-
sonar heitið því að taka mál
hans upp við hollenska
dómsmálaráðherrann á fundi
í London í næstu viku, hafi
umbeðin svör ekki borist frá
hollensku lögreglunni í þess-
ari viku.
Stefán Eiríksson, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðu-
neytinu, segir að eftir að
hollenska lögreglan lauk
rannsókn sinni í september
sl. hafi embætti ríkislög-
reglustjóra sent hollenskum
yfirvöldum bréf. Þar var
upplýsingum komið á fram-
færi, sem safnað hafði verið
hér á landi, óskað eftir að-
gangi að gögnum málsins og
boðin fram öll aðstoð ís-
lenskra yfirvalda við rann-
sóknina. Stefán segir að svar
hafi ekki borist enn frá Hol-
landi við þessu erindi.
Verði það svar ekki komið
í lok vikunnar muni dóms-
málaráðherra taka mál
Hjálmars upp við hollenska
starfsbróður sinn í London.
Málið hugs-
anlega rætt
á fundi
ráðherra
Kosningavefur
á mbl.is
SÉRSTAKUR kosningavefur hefur
verið opnaður á mbl.is. Á vefnum er
að finna allar fréttir sem tengjast
væntanlegum alþingiskosningum og
ýmsa tengla þeim tengda, hægt er að
nálgast upplýsingar um nýja kjör-
dæmaskipan og sjá hvað er fram-
undan í kosningabaráttunni.
Athugasemdum og ábendingum
um vefinn má koma til skila á net-
fangið kosning@mbl.is.