Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 8

Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fjölþjóðleg handverkssýning Stærsta sýning- in af þessu tagi hér á landi DAGANA 20.–24.nóvember stenduryfir allsérstæð handverkssýning í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík, en þar sýna vel á annað hundrað handverksmenn, atvinnumenn, frá tólf lönd- um verk sín og að sögn sýningarhaldara hefur tek- ist að fá „færasta og virt- asta“ handverksfólk þess- ara landa til leiks. Lilja Kolbrún Bjarnadóttir hef- ur leitt skipulag og upp- setningu sýningarinnar og hún svaraði fúslega nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins þegar eftir því var leitað. – Hver heldur þessa sýningu? „Sýningin heitir Vest- norden Arts and Crafts 2002. Vestnorden er samstarfsvettvang- ur Íslands, Færeyja og Grænlands á menningar- og ferðamálasviðinu og er sýningin liður í því samstarfi, en Vestnorden tengist þessu sem samstarfsverkefni á vegum Akur- eyrarbæjar. Vestnorden rekur skrifstofu á Íslandi, hún er stað- sett á Akureyri og Reynis Adolfs- son er eini starfsmaðurinn. Hann er eigandi þessarar sýningar.“ – Það er talað um listamenn frá tólf löndum, það nær yfir talsvert meira en Vestnorden-löndin … „Já, það má segja að nágrönn- um okkar hafi einnig verið boðið. Auk þátttakenda frá Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi, eru lista- menn frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Álandseyjum og North West Territories í Kan- ada.“ – Og hvað er verið að sýna? „Það er margt og mikið, enda er þetta stærsta sýning af þessu tagi sem haldin hefur verið á Íslandi. Um er að ræða 140 aðila frá um- ræddum 12 löndum, þar af eru 65 Íslendingar. Þetta eru allt meist- arar í handverki og hönnun. Meðal sýnenda eru gull- og silfursmiðir, bátasmiðir frá Færeyjum sem smíða bát á staðnum, kertagerð- arfólk, leirlistarfólk, prjónameist- arar, textílfólk, feldskerar, tré- smiðir, eldsmiðir og margt fleira. Gestir fá að fylgjast með hand- verksfólkinu við vinnu sína, spá í hlutina og spjalla um tilurð þeirra.“ – Manni gæti dottið í hug að þetta væri mjög þjóðleg sýning, er það tilfellið? „Ekki í þeim skilningi að menn séu einvörðungu að sýna gamla hluti eða hluti með gömlu sniði eða hönnun. En ef við höfum það á hreinu að þjóðlegt geti verið ný- tískulegt þá er þetta líklega þjóð- leg sýning.“ – Sýningin er haldin í Laugar- dalshöll. Ég geri ráð fyrir að hún verði gersamlega undirlögð? „Já, það er vægt til orða tekið. Það verður hver fermetri nýttur og gott betur, því fyrir ut- an húsið hefur verið reist 10x30 metra tjald þar sem víkingaskipið Íslendingur er til sýnis og geta menn farið um borð og skoðað skipið í krók og kring. Verkfærin sem Gunnar Marel skipasmiður þurfti að smíða til þess að geta gert Íslending samkvæmt vinnuaðferðum vík- inga verða einnig til sýnis.“ – Kostar inn? „Já, 900 krónur fyrir fullorðna, 700 fyrir eldri borgara en frítt fyr- ir börn undir 12 ára.“ – Er þetta sölusýning? „Já, gestum gefst kostur á að kaupa þá muni og gripi sem til sýnis eru.“ – Hvað verður svo … verður þetta að farandsýningu, eða fer hún beint til Grænlands eða Fær- eyja? „Hvað verður með þessa sýn- ingu er ekki ráðið enn og spurning hvort að ég sé sú sem á að svara því. Þó má segja að menn ætla að sjá til hvernig þessi tilraun tekst til og ráða síðan í framhaldið í kjöl- farið, en fyrirhugað er þó að hún verði haldin hér á landi annað hvert ár. Varðandi Grænland og Færeyjar þá er þetta líklega of stór sýning til að setja upp í þeim löndum, m.t.t. þess fjölda gesta sem þarf á svona sýningu. Um önnur lönd gildir ekki það sama og ef til þess kæmi væri ekkert mál að fylla í skörðin þótt listamenn- irnir séu að selja á sýningunni. Þeir myndu bara framleiða meira.“ – Síðan er ráðstefna samhliða sýningunni, segðu okkur frá henni … „Já, það er ráðstefna í sal á ann- arri hæð Hallarinnar. Ráðstefnan er fyrst og fremst fyrir þátttak- endur á sýningunni, en er opin öllum gestum hennar. Fyrirlesararn- ir eru flestir, þó ekki allir, úr röðum sýnenda og gefst gestum tæki- færi til að kynna sér stöðu hand- verks í þátttökulöndunum. Einnig verða fyrirlestrar um markaðs- setningu á handverki, um gerð víkingaskipsins Íslendings og um fornar vinnuaðferðir í handverki. Fyrirlesarar verða með skilgrein- ingar á hugtökum, reynslusögur og margt fleira forvitnilegt. Ráð- stefnan hjófst á þriðjudaginn en lýkur á morgun föstudag.“ Lilja Bjarnadóttir  Lilja Kolbrún Bjarnadóttir er fædd 24. júlí 1969. Hún er rekstr- arhagfræðingur frá Bifröst 1993 og útskrifaðist úr stjórnfræði frá Háskólanum á Akureyri 1995. Var fimm ár hjá Samskipum, þar af þrjú sem markaðsstjóri, en síðustu tvö árin hjá Miðheimum sem síðar varð að ANZA. Hún hætti síðan þar og gerðist sjálf- stætt starfandi markaðsráðgjafi og er nú verkefnisstjóri um- ræddrar handverkssýningar. Maki Lilju er Hrafnkell Reyn- isson og eiga þau saman Katrínu Ynju, 2 ára, en auk þess er stjúp- sonurinn Hrafn Orri Hrafnkels- son. Haldin hér á landi annað hvert ár NÁKVÆM staðsetning slysa á veg- um landsins hófst að marki árið 2000 þegar lögreglan hóf að nýta sér GPS-tæknina við skráningu þeirra en gera má ráð fyrir að slíkt auð- veldi Vegagerðinni að grípa til úr- bóta þar sem þess er þörf. Vegagerðin hefur um fimm ára skeið merkt slysstaði inn á sérstakt slysakort en þau byggjast á gögnum frá árunum 1996 til 1999 en ætla má að gagnsemi þessara korta verði enn meiri þegar nýrri og nákvæmari upplýsingar liggja fyrir. Upplýsingar oft ónákvæmar Eymundur Runólfsson hjá Vega- gerðinni segir að miklu skipti fyrir Vegagerðina að hafa mjög nákvæm- ar upplýsingar um staðsetningu slysa, svo að segja upp á punkt. „Það kom eiginlega ekki til fyrr en með GPS-staðsetningartækjunum. Nú er þetta breytt og síðustu tvö árin höf- um við fengið nákvæmar staðsetn- ingar. Slíkar upplýsingar eru nauð- synlegar til þess að við getum fundið og tekið ákvörðun um hvað beri að laga. Upplýsingar um að slys hafi orðið „í námunda“ við einhvern til- tekinn stað gagnast okkur takmark- að eins og gefur að skilja.“ Eymundur segir að eðli málsins samkvæmt fari menn að kanna mál- in þegar merkt slys séu farin að „þéttast“ um einhvern tiltekinn stað. „Við viljum vita nákvæmlega hvar slysin verða og síðan spyrjum við okkur að því hvort það sé eitthvað sem við getum gert til þess að laga ástandið. Sem betur fer eru slysin ekki mörg en einmitt þess vegna getur það tekið nokkur ár að fá sæmilegar upplýsingar. Það er einmitt þess vegna sem við tökum nokkur ár saman á slysaskýrslunum því eitt ár segir mjög takmarkaða sögu.“ Slysin staðsett með GPS-tækni Nákvæmari upplýsingar um hvar slys verða en það auðveldar úrbætur RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært 17 ára gamlan pilt fyrir alvarlega lík- amsárás en hann er sakaður um að hafa slegið mann sem stóð á stiga- palli í fjölbýlishúsi með þeim afleið- ingum að maðurinn féll á milli hæða í stigaganginum. Árásin átti sér stað í júní, þegar pilturinn var 16 ára. Við hnefahöggið og fallið sem af því leiddi kjálkabrotnaði maðurinn og hlaut höfuðkúpubrot og heila- blæðingu. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur tók piltur- inn sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar, þ.e. hvort hann játi eða neiti að hafa framið brotið. 17 ára ákærð- ur fyrir líkamsárás Forsætisráðhera fer ekki dult með um hvað ESB prumpið snýst. KONAN hlaut nokkur sár á höfði og í andliti sem sauma þurfti með allt að 30–40 sporum, marðist mikið í andliti, einkum í kringum augu og yfir nefi, nefbrotnaði, marðist og tognaði á hálsi, marðist mikið á báðum hand- leggjum og rasskinnum, hlaut opið sár á gómi og löngutöng vinstri hand- ar skaddaðist varanlega. Svona hljóðar lýsing á áverkum fimmtugrar konu sem varð fyrir lík- amsárás á heimili sínu í Reykjavík að- faranótt 13. maí 2001. Lögreglan í Reykjavík ákærði í vor fyrrverandi sambýlismann hennar, 47 ára Reyk- víking, fyrir árásina. Hann er að auki sakaður um að hafa, sunnudagskvöldið 28. júlí, á þessu ári reynt að myrða konuna og átti árásin sér einnig stað á heimili hennar. Samkvæmt ákæru ríkissak- sóknara veittist maðurinn að henni, braut hægri handlegg hennar ofan við olnboga og skar hana með hnífi á vinstri augabrún og vinstra megin á háls svo þar opnaðist 4,7 sentimetra langur skurður og slagæð og bláæð skárust í sundur. Málið verður þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag, fimmtudag. Ákærður fyrir tilraun til manndráps Skar í sund- ur slagæð og bláæð ♦ ♦ ♦ ALMENNT leikskólagjald fyrir 4 klukkustunda vistun á leikskólum Reykjavíkur án hádegisverðar hækk- ar úr 10.900 kr. í 12.000 kr. um næstu áramót og almennt gjald fyrir 5 stunda vistun hækkar úr 13.600 kr. í 15.000 kr. án hádegisverðar skv. þeim hækkunum sem verða á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur um næstu áramót. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hækka almenn leikskólagjöld um 8%. Hádegisverður sem hefur verið innifalinn í gjaldi vegna vistunar sem er 6 klst. eða lengri verður frá og með næstu áramótum einnig í boði fyrir börn sem eru í skemmri vist en 6 klst. Verð fyrir hádegisverð verður áfram 3.300 kr. og bætist við almenna gjaldið ef foreldrar og forráðamenn barna kjósa að kaupa hádegisverð fyrir börnin. Almennt gjald með há- degisverði fyrir 4 stunda vistun verð- ur þá 15.300 og fyrir 5 stunda vistun 18.300 en skv. upplýsingum sem feng- ust hjá Dagvist barna er ekki algengt að foreldrar og forráðamenn barna sem eru aðeins hálfan dag á leikskóla kaupi hádegisverð fyrir börn sín. Gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur Almennt gjald fyrir 4 stunda vistun hækkar um 1.100 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.