Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 17
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 17
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna á Akranesi harmar þá ágalla
sem urðu á utankjörfundaratkvæða-
greiðslu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi en áréttar
að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar
hafi verið samkvæmt bestu vitund
þeirra sem að henni stóðu en að ágall-
ar hafi m.a. orðið vegna misskilnings
milli framkvæmdaaðila og fram-
kvæmdastjóra prófkjörsins.
Fulltrúaráðið hefur jafnframt sent
frá sér yfirlýsingu þar sem eindregn-
um stuðningi er lýst við Guðjón Guð-
mundsson alþingismann ásamt með
vonum um að sjálfstæðisfólk í Norð-
vesturkjördæmi sameinist um að
tryggja honum kosningu í alþingis-
kosningunum næsta vor.
Harma ágalla á utan-
kjörfundaatkvæðagreiðslu
Ályktun fulltrúaráðsins fer hér á
eftir í heild:
„Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
á Akranesi harmar þá ágalla sem
urðu á utankjörfundaratkvæða-
greiðslu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúa-
ráðið áréttar jafnframt að
framkvæmd atkvæðagreiðslunnar
var samkvæmt bestu vitund þeirra
sem að henni stóðu, en ágallar urðu
m.a. vegna misskilnings milli fram-
kvæmdaaðila og framkvæmdastjóra
prófkjörsins.
Ýmislegt hefur komið fram sem
styður grunsemdir um að fram-
kvæmd prófkjörsins hafi verið ábóta-
vant víða um kjördæmið. Nefna má:
Komið hefur fram í fjölmiðlum að
kosið hafi verið úti í bæ á Sauðár-
króki, Grundarfirði, Skagaströnd, í
Stykkishólmi og víðar án þess að ósk-
að hafi verið eftir ógildingu þeirra at-
kvæða með sama hætti og gert var á
Akranesi. Við talningu atkvæða kom í
ljós að á Vestfjörðum höfðu einstak-
lingar, sem ekki fundust á kjörskrá,
greitt atkvæði. Fleiri dæmi hafa verið
nefnd sem ekki verða tíunduð hér.
Það er með öllu óþolandi að Ak-
urnesingar, sem einir hafa viðurkennt
ágalla við utankjörfundaratkvæða-
greiðsluna og leiðrétt þá, séu ákærðir
og dæmdir á sama tíma og sambæri-
legar aðferðir víðs vegar í kjördæm-
inu eru látnar óátaldar. Í ljósi þess
sem að framan greinir, svo og þeirrar
staðreyndar að trúnaðarbrestur hef-
ur orðið á milli sjálfstæðisfélaganna í
kjördæminu, leggur Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna á Akranesi til að
framkvæmd prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi, sem
fram fór þann 9. nóvember sl., verði
vísað til umfjöllunar miðstjórnar
Sjálfstæðisflokksins.“
Fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna á Akranesi
Framkvæmd próf-
kjörs verði tekin
fyrir í miðstjórn
FUNDUR flokksráðs Vinstrihreyf
ingarinnar – græns framboðs hvet-
ur forystu flokksins, stjórn, þing-
flokk og væntanlega frambjóðend-
ur til einarðrar baráttu fyrir
myndun velferðarstjórnar og ger-
breyttri stefnu í umhverfismálum.
Markmið Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs sé gerbreytt
stjórnarstefna og flokkurinn sé
reiðubúinn til samstarfs við önnur
stjórnmálaöfl til að knýja þær
breytingar fram. Einnig sé brýnt
að snúa vörn í sókn og hefja end-
urreisnar- og umbótastarf í vel-
ferðarmálum eftir langvarandi
setu ríkisstjórna sem siglt hafa
eftir leiðarljósum nýfrjálshyggj-
unnar.
Forðast ber tvöfalt
kerfi í heilbrigðiskerfinu
Í ályktuninni er einnig bent á að
hverfa verði af braut einkavæð-
ingar í almannaþjónustu og sí-
felldra kostnaðarhækkana á al-
menning með komugjöldum, háu
lyfjaverði og sjúklingasköttum,
skólagjöldum og öðru slíku. „Forð-
ast ber að íslenska heilbrigðisþjón-
ustan þróist í átt að tvöföldu kerfi
með tilheyrandi mismunun og
óheyrilegum kostnaði fyrir þjóð-
arbúið í heild.“
Í menntamálum leggur flokks-
ráðið áherslu á að hverfa þurfi frá
braut skólagjalda en leggja þurfi
höfuðáherslu á jafnan aðgang og
jafnrétti til fjölbreytilegs náms.
Einnig sé nauðsynlegt að bæta
lífskjör þeirra í hópi aldraðra sem
engar tekjur hafi aðrar en sam-
félagslaun; þúsundir einstaklinga
og fjölskyldna séu föst í fátækt-
argildru sem aðallega orsakist af
lágum dagvinnulaunum, veikleik-
um og götum í velferðarkerfinu og
ranglátri skattheimtu.
Á fundinum var loks ítrekuð sú
afstaða flokksins að gerð Kára-
hnjúkavirkjunar sé óverjandi sakir
óafturkræfra nátúruspjalla sem
hún hefði í för með sér og eins
beri að hverfa frá öllum áformum
um orkumannvirki sem skerða
myndu Þjórsárver meira en orðið
er.
Um atvinnumál er tekið fram að
VG leggi áherslu á að stuðla að
fjölbreytni í atvinnulífi, alþjóðleg-
ar kannanir sýni að í smáum og
meðalstórum fyrirtækjum sé að
finna mikilvæga vaxtarsprota.
Eins sé mikilvægt að öll nýsköpun
í atvinnumálum taki mið af mark-
miðum sjálfbærrar þróunar at-
vinnulífsins og samfélagsins alls.
Vinstri-grænir
vilja gerbreytta
stjórnarstefnu