Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 25
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 25
„ÉG ER óperusöngvari. Hvað dettur ykkur í
hug þegar þið heyrið um óperu eða óp-
erusöngvara?“ spurði Ólafur Kjartan Sigurðs-
son baritónsöngvari í upphafi dagskrár sinnar
og Tómasar Guðna Eggertssonar píanóleikara
með yngri bekkjum Njarðvíkurskóla í gær-
morgun. „Feitur karl“ var það fyrsta sem ein-
um úr hópnum datt í hug en svörin sem komu í
framhaldinu voru hin fjölbreytilegustu.
Ólafur Kjartan og Tómas Guðni hafa að und-
anförnu verið á ferð milli grunnskólanna á
Suðurlandi, í Vestmanneyjum og á Suð-
urnesjum með dagskrá sem heitir Íslending-
urinn fljúgandi en hún er afrakstur samstarfs
Íslensku óperunnar og Tónlistar fyrir alla. Í
þessari viku hafa þeir félagar heimsótt skóla á
Suðurnesjum og luku yfirferðinni í Njarðvík-
urskóla þar sem nemendahópnum var skipt í
tvennt, eftir aldri.
Þeir náðu vel til barnanna strax í upphafi
eins og sést á svörum þeirra við spurningunni
sem sett var fram. „Syngja hátt“, „hræðilegur
söngur“, „falskur“, „allar rúður brotnar“, „ösk-
ur“, „leiðinlegt“, „O solo mio“, „góð rödd“ og
„brotin glös“ var það sem börnunum datt helst
í hug í sambandi við óperu og óperusöngvara.
Líkast til hefðu svörin orðið nokkuð á aðra
lund ef aftur hefði verið spurt í lok dagskrár,
þegar Tómas og Ólafur voru búnir að veita
börnunum innsýn í heim óperusöngvarans.
Ólafur sagði þeim að óperusöngur snerist
ekki aðeins um að fara í asnalega búninga og
láta eins og fífl, þetta væri ákaflega skemmti-
legt starf og gaman að syngja skemmtilegar
óperur. Félagarnir kynntu óperusönginn með
söng og leik, meðal annars heiti radda söngv-
ara og spiluðu undir á ýmis hljóðfæri.
„Það er einstaklega skemmtilegt að fá að
gera þetta,“ sagði Ólafur Kjartan við blaða-
mann að lokinni dagskrá. Hann sagði að það
væru forréttindi að fá að miðla því til barnanna
sem honum þætti skemmtilegast að gera. Hann
sagði þó að dagskráin væri stíf. Þeir þyrftu að
vakna eldsnemma á morgnana til að koma sér
á staðina og geta byrjað að syngja klukkan
átta, það væri ekki alltaf auðvelt.
Íslendingurinn fljúgandi lýkur heimsóknum sínum í grunnskólana
Feitur karl eða brotnar rúður
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ólafur Kjartan Sigurðsson söngvari hélt óskiptri athygli barnanna úr yngri bekkjum Njarðvíkurskóla og notaði til þess ýmis brögð af óperusviðinu.
Njarðvík
FJÖRSTÖÐIN, útvarpsstöð ung-
linganna í félagsmiðstöðinni Fjör-
heimum í Reykjanesbæ, hefur út-
sendingar í dag. Unglingarnir senda
út eigin þætti frá klukkan 16 til 22
alla virka daga fram á fimmtudag í
næstu viku.
Þetta er sjötta árið sem Fjörstöðin
sendir út en tíðnin er 99,4. Ungling-
arnir hafa farið á námskeið í þátta-
gerð og eru með fjölbreytt útvarps-
efni ef marka má heiti þáttanna. Sá
fyrsti, sem hefst klukkan 16 í dag,
heitir ÐÍ-ENDE og Hirta-funkt tek-
ur við af honum. Af öðrum þáttum
má nefna Svitaholuna og Sinneps-
sósu.
Fjörstöðin
hefur út-
sendingar
Njarðvík
OPIÐ hús verður í leikskólanum
Tjarnarseli í Keflavík föstudaginn
22. október, frá klukkan 10.30 til 16, í
tilefni þess að liðin eru 35 ár frá því
bæjarfélagið hóf rekstur skólans.
Við sama tækifæri mun leikskól-
inn fagna útgáfu handbókar um vett-
vangsferðir um nánasta umhverfi
leikskólans. Á árunum 1997 til 2000
vann skólinn það sem þróunarverk-
efni og hefur verið unnið eftir þeirri
stefnu síðan.
Boðið verður upp á léttar veiting-
ar í leikskólanum, sem er á Tjarn-
argötu 19, frá klukkan 10.30 til 14.45
og eru velunnarar skólans hjartan-
lega velkomnir.
Opið hús í
Tjarnarseli
Keflavík
BREYTINGAR á stjórnskipulagi
Reykjanesbæjar voru samþykktar
samhljóða á fundi bæjarstjórnar í
fyrrakvöld. Fulltrúar Samfylkingar-
innar lögðu áherslu á að nýjar stöður
forstöðumanna yrðu auglýstar en
fram kom hjá bæjarstjóra að ekki
væri gert ráð fyrir því heldur gegndu
núverandi stjórnendur áfram störf-
um sínum og tækju við auknum verk-
efnum vegna breytinganna.
Breytingarnar sem samþykktar
voru að lokinni síðari umræðu í bæj-
arstjórn fela meðal annars í sér
fækkun fastanefnda og sviða. Þannig
verður Markaðs- og atvinnumála-
skrifstofa (MOA) lögð niður og þegar
hefur þremur starfsmönnum hennar
verið sagt upp störfum. Þá verður
markaðs- og atvinnumálanefnd,
menningar- og safnaráð og fram-
kvæmda- og tækniráð lögð niður og
verkefnin falin öðrum nefndum bæj-
arins.
Jóhann Geirdal, oddviti Samfylk-
ingarinnar, sagði að bæjarfulltrúar
flokksins teldu margar breytinganna
eðlilegar og nefndi sérstaklega
breytingar á nefndaskipan. Hann og
tveir aðrir viðstaddir fulltrúar Sam-
fylkingarinnar töldu hins vegar
nauðsynlegt að gera breytingar á
stjórnun viðkomandi málaflokka hjá
bæjarfélaginu. Í bókun sem þeir
lögðu fram er þeirri skoðun lýst að
núverandi forstöðumenn tómstunda-
og íþróttasviðs væru ráðnir með til-
liti til þess sviðs en ekki með tilliti til
þess að undir þá heyri jafnframt
menningar- og safnamál. Þá telja
þeir að ef verkefni MOA verði flutt til
hafnarinnar, án breytingar á stjórn-
un hennar, megi búast við að at-
vinnuþróun sitji á hakanum. Einnig
kemur fram hjá þeim að skuldasöfn-
un hafnarinnar ætti að kalla á
breytta stjórnun en ekki aukið verk-
svið núverandi stjórnenda.
Í bókuninni leggja þeir áherslu á
að stöður forstöðumanna menning-
ar-, íþrótta- og tómstundasviðs og
forstöðumanns atvinnu- og hafna-
sviðs verði auglýstar og ráðið í stöð-
urnar með tilliti til nýrra verkefna.
Telja ummælin ósanngjörn
Agnar Breiðfjörð Þorkelsson,
varafulltrúi Samfylkingarinnar sem
jafnframt á sæti í stjórn Hafnasam-
lags Suðurnesja, skrifaði ekki undir
þessa bókun og eftir nokkur skoð-
anaskipti Jóhanns og fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins fann hann sig knúinn
til að standa upp og lýsa yfir trausti á
núverandi hafnarstjóra, sagðist telja
að ekki yrði hægt að finna betri
mann í þá stöðu.
Árni Sigfússon bæjarstjóri taldi
ummæli Jóhanns um stjórnendur
þessara tveggja sviða bæjarins
ósanngjörn. Hann sagði að fram-
kvæmdastjórar sviða hjá Reykja-
nesbæ væru mjög öflugir stjórnend-
ur og þeir væru nú að fá aukin
verkefni sem hann treysti þeim mjög
vel fyrir. Sagðist bæjarstjóri ekki
ætla að leggja til að þeim yrði sagt
upp og stöðurnar auglýstar.
Samfylkingin vill auglýsa
stöður forstöðumanna
Reykjanesbær
♦ ♦ ♦
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
St
ef
an
íu
í
6.
s
æ
ti
ð
Ég heiti því, að vinna á grundvelli
einstaklingsfrelsis með almannahagsmuni
að leiðarljósi.” Stefanía Óskarsdóttir
“
www.stefania.is
Skart og perlur
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 561 4500