Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 29
ÍSLENSKI dansflokkurinn er far-
inn í sýningaferð til Þýsklands og
Frakklands. Hann sýnir í tveimur
borgum í Þýskalandi, í Neuss á
laugardag og í Leverkusen á mið-
vikudag. Í Neuss kemur hann
fram í hinni þekktu Stadthalle sem
er 1.500 manna hús og var orðið
uppselt á sýningu flokksins fyrir
mörgum vikum. Í Leverkusen sýn-
ir flokkurinn í 1.000 manna sal í
Forum-menningarmiðstöðinni sem
er þekkt fyrir mjög fjölbreytta
listviðburði. Í báðum borgum sýnir
flokkurinn tvö íslensk verk, Elsu
eftir Láru Stefánsdóttur, sem
hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegri
danskeppni í Helsinki árið 2001 og
Maðurinn er alltaf einn, sem er
það verk sem Íslenski dansflokk-
urinn hefur sýnt hvað víðast, í
Evrópu og í Kanada.
Auk íslensku verkanna sýnir
flokkurinn verk Itzik Galili, Í aug-
um Nönu, sem ÍD frumflutti í
febrúar á þessu ári.
Frá Þýskalandi heldur ÍD til
Caen í Frakklandi og kemur fram
á norrænni fjöllistahátið með verk
Láru Stefánsdóttur, Elsu, þann 29.
nóvember.
Fyrir dyrum standa frekari sýn-
ingaferðalög: til Beirút í Líbanon í
mars á næsta ári er flokkurinn
tekur þátt í einni stærstu og virt-
ustu listahátíð Mið-Austurlanda.
Frekari sýningar eru fyrirhugaðar
í Þýskalandi og Frakklandi. Þá
kemur ÍD fram á danshátíð í Hol-
landi nú í nóvember.
Flugleiðir eru samstarfsaðili Ís-
lenska dansflokksins vegna ferð-
arinnar til Þýskalands og Frakk-
lands.
Íslenski
dansflokk-
urinn á
faraldsfæti
Morgunblaðið/Jim Smart
Úr verki Itzik Galili: Í augum Nönu. Guðni Helgason og Peter Anderson.
FAGURFRÆÐI Netsins er heiti
fyrirlestrar sem Félag áhuga-
manna um heimspeki gengst fyrir í
Odda kl. 20.00 í kvöld. Fyrirlesari
er Margrét Elísabet Ólafsdóttir,
en auk þess sýna Páll Thayer og
Ragnar Helgi Ólafsson verk sín.
Þau taka svo þátt í umræðum um
viðfangsefnið og ræða það í víðara
samhengi. „Ef við hugsum um
Netið í samhengi við sögu sam-
skipta- og upplýsingatækni, þá eru
sjónvarp og útvarp hluti af þeirri
sögu. Það sem gerist með tölvu-
tækninni og tilkomu Netsins er að
þá opnast möguleiki á gagnvirkni
boða. Fólk er ekki lengur óvirkir
móttakendur boða og upplýsinga
heldur hefur það möguleikann á að
bregðast við skilaboðunum og
verða virkir þátttakendur í boð-
skiptunum. Þegar Netið kom fram
var það grundvallarhugsun að það
yrði skapandi miðill, þar sem fólk
gæti setið fjarri hvert öðru og
skipst á upplýsingum. Þetta var
hugsað sem lýðræðislegur miðill,
þar sem enginn milligöngumaður
var á milli þeirra sem skiptust á
boðum, öfugt við það sem sjón-
varps- og útvarpsstöðvar eru fyrir
þá miðla.“ Margrét Elísabet segir
að þegar talað sé um fagurfræði
Netsins séu menn að beina sjónum
sínum að því sem gerist í sam-
skiptum fólks. „Fagurfræðin bein-
ist ekki lengur
að hlutnum eða
listaverkinu sem
slíku heldur að
samskiptunum
sjálfum; hvernig
þau fara fram
og hver útkom-
an verður af
þeim. Tíminn á
meðan sam-
skiptin vara er
mikilvægasta
augnablikið. Þegar listamenn nota
Netið fyrir netlist erum við ekki að
tala um skannaðar myndir af lista-
verkum heldur einmitt verk sem
eru unnin beint fyrir Netið og
bjóða upp á þessa samskiptamögu-
leika.“
Margrét Elísabet segir að við
komu Netsins hafi skapast mikill
ákafi í listaheiminum; listamenn
hafi verið mjög spenntir fyrir þeim
möguleikum sem Netið opnaði
þeim. „Þeir voru spenntir fyrir
þessum vettvangi, þar sem fólk gat
talað saman óhindrað af stétt,
þjóðerni, landamærum og slíkum
þáttum. Þetta var útópísk hugsun
en vonin sem var bundin við þessa
möguleika er eiginlega nú þegar að
nokkru leyti hrunin. Netið hefur
borist hratt út og er enn það lýð-
ræðislega tæki sem allir geta nýtt
sér. En það er orðið svo stórt og
svo miklu flóknara og erfiðara að
rata um það, að listin er bara orðin
eitt af ótalmörgu sem þar er að
finna. Þeir sem áttu þessa drauma
sjá nú, að Netið er orðið að stað
eða svæði sem stórfyrirtæki og
peningamenn eru sólgin í að eign-
ast og þau vilja koma yfir það lög-
um og reglu. Það er andstætt hug-
myndunum fögru um
lýðræðislegan netheim sem allir
áttu að geta tekið þátt í að skapa.
Það sem eftir er af þeim hópum
sem áttu þessar hugsjónir um list
á Netinu er orðið talsvert pólitískt
og í uppreisn gegn yfirráðum við-
skiptaheimsins á Netinu. Þá stend-
ur eftir spurningin um það hvort
draumurinn sé búinn eða hvort
eitthvað sé eftir af netlist eins og
menn sáu hana fyrir sér í upphafi.“
Með fyrirlestri Margrétar Elísa-
betar er Félag áhugamanna um
heimspeki að hefja umræðu um
tengsl myndlistar og heimspeki en
áður hefur félagið fengist við
tengsl bókmennta og heimspeki.
Margrét Elísabet
Ólafsdóttir
Netlist, lifandi list eða útópía
RAGNA Sigurðardóttir er nýr mynd-
listargagnrýnandi við Morgunblaðið.
Ragna Sigurðardóttir er fædd árið
1962. Hún er
menntuð í mynd-
list, útskrifaðist
úr fjöltæknideild
Myndlista- og
handíðaskóla Ís-
lands árið 1989 og
fór síðan í tveggja
ára framhalds-
nám við Jan van
Eyck-akademíuna
í Maastricht í Hol-
landi. Ragna var búsett í Hollandi og
síðar Danmörku um nokkurra ára
skeið en býr nú á Álftanesi.
Hún hefur haldið einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum bæði hér
heima og í Hollandi. Ragna hefur
einnig skrifað þrjár skáldsögur sem
gefnar hafa verið út hjá Máli og
menningu, Borg 1993, sem var til-
nefnd til íslensku bókmenntaverð-
launanna, Skot árið 1997 og Strengi
árið 2000. Hún hefur auk þess skrifað
greinar um myndlist.
Ragna Sigurðardóttir er gift Hilm-
ari Erni Hilmarsyni tónskáldi og eiga
þau saman eina dóttur, Sólveigu
Hrönn.
Nýr myndlist-
argagnrýnandi
Ragna
Sigurðardóttir
NÝR arkitektúr í Berlín nefnist
raðmyndasýning „Dia-show“ sem
sendiráð Þýskalands opnar í Ými í
dag, kl. 18.30. Hún er í tilefni af 50
ára stjórnmálasambandi Íslands og
Þýskalands. Þýski sendiherrann dr.
Hendrik Dane og Tómas Ingi Ol-
rich menntamálaráðherra opna
sýninguna og verður hinn kunni
þýski arkitekt próf. Hans Kollhoff
viðstaddur opnunina. Hann mun
svo halda fyrirlestur á morgun, kl.
20, í Ými og fjalla um uppbyggingu
gamla miðbæjar Berlínar.
Sýningin er safn af dæmum um
fjölbreytileika byggingalistar og
skipulags við endurgerð Berlínar á
tíunda áratugnum. Byggingarlist í
Berlín síðasta áratuginn er mjög
viðamikil og byggt er á mörgum
mismunandi heimildum. Mynd-
unum er varpað óslitið samtímis á
skerma, og mynda þær nálægð milli
byggingafræðilegra borgarhluta,
sem er þó raunverulega oft mjög
langt á milli.
Úrvalið sýnir annars vegar hina
miklu breidd mismunandi bygg-
ingaverkefna og byggingarstíls,
sem hefur breytt ásýnd Berlínar
síðustu tíu árin. Hins vegar var þess
gætt að umhverfis hin frægu verk,
t.d. Potsdamer torg, Forsætisráðu-
neytið og Gyðingasafnið, hafa verið
byggðar látlausari byggingar.
Þannig eru byggingar þekktra
arkitekta ekki aðeins í samhengi
við borgina, heldur einnig í sam-
hengi annarra samtíma tillagna.
Sýningin stendur fram á sunnu-
dag og er opin kl. 10-17. Hún er
haldin í samvinnu við Goethe-
Zentrum og Arkitektafélag Íslands
með aðstoð íslenska utanrík-
isráðuneutisins.
DaimlerChrysler-byggingin á Potsdamer-torgi 1 í Berlín.
Byggingarlist
Berlínar í Ými
Listasafn Íslands. Auður Ólafs-
dóttir listfræðingur heldur fyrirlest-
urinn Síðasti ég í heimi – Um ævi-
daga nýja málverksins, kl. 20-21.
Súfistinn, Laugavegi 18 Lesið úr
nýjum bókum kl. 20. Einar Már Guð-
mundsson, Sigtryggur Magnason og
Andri Snær Magnason. Þá verður
lesið úr bók Matthíasar Johannessen
Vatnaskil - Dagbókarsaga.
Anna Guðrún Torfadóttir myndlist-
armaður kynnir verk sín í hár-
greiðslustofunni Scala í Lágmúla 5.
Skólavörðustígur. Handverks- og
listakvöld verður í tilefni opnunar
götunnar og verða ýmsar uppá-
komur fram eftir kvöldi. Upplestur
úr nýjum bókum frá Bjarti í Man kl.
16-19. Handprjónasambandið kynnir
þæfða ull. Djass verður leikinn hjá
Eggerti feldskera kl. 19-20.30. Hjá
Ófeigi kynnir Snorri Birgir Snorra-
son bókina About Fish kl. 20-22.
Bjarni Kristjánsson eldsmiður verð-
ur í Gallerí Hnoss kl. 20-22. Fimmta
herdeildin leikur kl. 21 í Tólf tónum
og Helgi Hauksson verður með mál-
verkasýningu. Borgarkórinn syngur
í Heilsuhúsinu kl. 20.30. Salka kynnir
bókina Kúnstin að kyssa. Listaselið,
sem er nýflutt á Skólavörðustíg 17b
verður með handverksdag til kl. 22.
Garðatorg Ragnheiður Gröndal
kemur fram á tónleikum kl. 21. Með
henni leika þeir Jón Páll Bjarnason
og Árni Scheving. Ragnheiður
stundar nám í söng og píanóleik við
djassdeild Tónlistarskóla FÍH.
Söngleikurinn Sól & Máni eftir
hljómsveitina Sálina hans Jóns míns
og Karl Ágúst Úlfsson verður frum-
sýndur í Borgarleikhúsinu 11. jan-
úar. Forsala aðgöngumiða er hafin.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
BARNAGÆLUR og
fleiri lög eftir Atla
Heimi Sveinsson eru
komin út. Um er að
ræða nótnahefti sem
gefið er út af Máli og
menningu.
„Þetta eru lítil lög
sem ég hef samið á
ýmsum tímum. Auð-
veldar útsetningar fyrir
litlar hendur. Byrjend-
ur sem eru á þriðja eða
fjórða stigi í sínu píanó-
námi. Annars held ég að
allir sem njóta þess að
leika á píanó og syngja
með hafi gaman af lög-
unum í þessu hefti,“ segir Atli Heimir
þegar hringt er í hann til Bandaríkj-
anna þar sem hann starfar nú sem
gestaprófessor við Brown háskóla á
Road Island, skammt frá Boston. Þar
kennir hann við tónlistardeild háskól-
ans eina önn. „Ég gaf kollega mínum
hérna við „Brown“ eitt hefti, hann er
tónvísindamaður. Sá hringdi sam-
dægurs til baka og sagðist hafa
skemmt sér afar vel þegar hann fór í
gegnum heftið, sitjandi við píanóið.
Ég hef líka heyrt að vinum mínum
heima þyki gaman að
þessu en þeir eru af
minni kynslóð. Þetta er
svona brotasilfur sem
hefur orðið til á ferlin-
um,“ bætir hann við.
„Sumt er úr litlu hefti
sem ég gerði á sínum
tíma og var notað tölu-
vert í Tónlistarskólan-
um í Reykjavík af
söngvurum og heitir
Ljóðakorn. Þetta eru
lög við ýmsan skáld-
skap, þjóðvísur og
fleira. Síðan eru í þessu
hefti lög úr leikritum
sem ég hef samið í
gegnum tíðina. Til dæmis lag úr
barnaleikritinu Dimmalimm, úr leik-
ritunum Ofvitanum og Sjálfstæðu
fólki og ekki má gleyma laginu „Snert
hörpu mína“ við kvæði Davíðs Stef-
ánssonar sem ég samdi fyrir leikrit
um Sölva Helgason og var sýnt hjá
Leikfélagi Akureyrar.“
Textarnir hin íslenska arfleifð
Atli Heimir segir að lögin sem
hann hafi gert fyrir leikhús hafi
hvergi verið til í hefti. „En þegar ég
hef verið að vinna fyrir leikhús þá hef
ég skrifað upp eins og eitt lag úr
verkinu og það hefur verið prentað í
leikskrána. Mér er sagt að þessar
leikskrár séu löngu uppseldar, svo
einhver þörf hefur verið fyrir nóturn-
ar.
Í heftinu eru líka barnagælur sem
ég hef samið fyrir barnabörnin mín
þau Auði og Illuga. Lögin voru samin
þegar ég var að passa þau og við vor-
um að syngja og spila saman og fara
yfir gamlar vísur.
Það sem mér finnst skemmtilegt
við þetta hefti mitt er að allir textarn-
ir eru hin íslenska arfleifð. Sumt af
þessu eru úr hinni stórskemmtilegu
Vísnabók, sem Símon Jóhannes
Ágústsson prófessor tók saman.
Heftið er svo ekki síst fyrir þá sem
finnst gaman að leika á píanó og
syngja með, eins og ég sagði áðan.
Kannski það séu ennþá til píanó á
heimilum og ef til vill er ennþá sungið
þar en þá er þetta hefti tilvalið til
þess.
Ég vona svo að heftið komi að ein-
hverju gagni við píanókennslu.“
En hvernig ætli honum líki í
Bandaríkjunum?
„Það er ósköp haustfagurt hérna.“
Lítil lög frá ýmsum tímum
fyrir litlar og stórar hendur
Atli Heimir Sveinsson