Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LEIÐTOGAFUNDUR Atl-antshafsbandalagsins(NATO), sem hefst í Pragí Tékklandi í dag, átti
vissulega að verða söguleg stund,
með því að ákveðið yrði að bjóða sjö
nýjum ríkjum aðild að bandalaginu.
Nú stefnir hins vegar í að stækk-
unin falli að sumu leyti í skuggann
af ákvörðunum, sem ekki geta síður
orðið sögulegar, um að gera grund-
vallarbreytingar á herstjórnarkerfi
og viðbúnaði bandalagsins. Þær
breytingar miða að því að fá NATO
nýjan tilgang í breyttum heimi og
gera það í stakk búið til að fást við
nýjar hættur, einkum og sér í lagi
hryðjuverkaógnina. Leitin að nýju
hlutverki er jafnframt nátengd
spennunni í samskiptum Banda-
ríkjamanna og bandamanna þeirra í
Evrópu, sem mun vafalaust setja
mark sitt á fundinn.
Sjö nýjum ríkjum boðin aðild
Öruggt þykir að leiðtogarnir
ákveði að bjóða sjö ríkjum aðild að
bandalaginu; Eistlandi, Lettlandi,
Litháen, Slóvakíu, Slóveníu, Rúm-
eníu og Búlgaríu. Einhvern tímann
hefði auðvitað þótt saga til næsta
bæjar að bandalagið teygði sig
þannig langt inn á fyrrum yfirráða-
svæði Sovétríkjanna, tæki jafnvel
inn ríki sem voru hluti af Sovétríkj-
unum sjálfum.
Fyrir fimm árum fór NATO var-
lega í fyrsta áfanga austurstækkun-
ar með því að hleypa Tékklandi,
Ungverjalandi og Póllandi inn. Það
var umdeild ákvörðun og í aðildar-
ríkjunum urðu ýmsir til að spá því
að austurstækkun yrði til þess að
koma Rússum úr jafnvægi. Lengi
vel lögðust Rússar t.d. mjög ein-
dregið gegn NATO-aðild Eystra-
saltsríkjanna. Hið nýja bandalag
Rússlands og NATO, sem varð til
eftir 11. september 2001 og sú til-
finning á báða bóga að Rússland
standi nú með Vesturveldunum í al-
þjóðlegri baráttu gegn hryðjuverk-
um, hefur gert að verkum að and-
staða Rússa við austurstækkunina
hefur nánast gufað upp. Hitt er svo
annað mál að enn er óljóst hvernig
bandalagið við Rússa þróast og
hvaða áhrif þeir munu fá á ákvarð-
anir NATO. Hugsanlegt er að línur
skýrist eitthvað í þeim efnum á
fundinum.
Bandarískar þotur yfir Prag
Gjarnan er rætt um austurstækk-
un NATO og Evrópusambandsins
sem lið í „endurreisn“ álfunnar eftir
tvær heimsstyrjaldir, hugmynda-
fræðilegan klofning kalda stríðsins
og efnahagslegt feigðarflan komm-
únismans í Austur-Evrópu. NATO
hefur gert miklar kröfur til hinna
væntanlegu aðildarríkja, t.d. um
lýðræðislega stjórnarhætti, þ.á m.
borgaralega stjórn á heraflanum,
virðingu fyrir mannréttindum og
síðast en ekki sízt að þau geti lagt
sitt af mörkum til sameiginlegra
varna bandalagsins.
Herafli flestra ríkjanna hefur
verið skorinn verulega niður en í
staðinn reynt að bæta þjálfun þeirra
manna, sem eftir eru. Skipta þarf út
yfirmönnum að miklu leyti, m.a.
vegna þess að þeir gömlu töluðu
ekki ensku og gætu ekki tekið þátt í
sameiginlegum aðgerðum NATO
fyrir vikið. Tæknileg endurnýjun og
nútímavæðing heraflans gengur
hins vegar hægt. Það er lýsandi
dæmi að Tékkland treystir sér ekki
til að halda sjálft uppi eftirlitsflugi
með herþotum yfir Prag meðan á
leiðtogafundinum stendur. Tékk-
neska þingið þurfti í skyndi að sam-
þykkja lög, sem kveða á um að
bandarískar orrustuþotur sjái um
þetta eftirlit næstu daga.
Þá hafa margir innan NATO-
ríkjanna áhyggjur af því að ekki
verði hægt að treysta sumum nýju
aðildarríkjunum fyrir hernaðar-
leyndarmálum, af því að innan
leyniþjónusta þeirra starfi ennþá
gamlir njósnarar, sem kunni að
selja hverjum sem áhuga hefur að-
gang að slíkum upplýsingum.
Vandamálunum verður þó ýtt til
hliðar í bili á fundinum í Prag og því
fagnað, hvað Austur-Evrópuríkin
eru þó komin langt í umbótum, að
þau eigi kost á aðild að þessum eftir-
sóttasta klúbbi í Evrópu. Svo tekur
við u.þ.b. tveggja ára ferli við frá-
gang aðildarsamninga, þar sem
nýju ríkin munu þurfa að undir-
gangast enn strangari kröfur.
Velgengnin ávísun
á tilgangsleysi
Á tímum kalda stríðsins snerist
allur viðbúnaður NATO um að verj-
ast árás óvinarins í austri. Nú hefur
hættunni á þeirri árás ekki aðeins
verið útrýmt, heldur verður stór
hluti landsvæðis óvinarins innan
skamms hluti af NATO og það sem
eftir varð af óvininum, þ.e. Rúss-
land, er komið með hálfgerða auka-
aðild að bandalaginu. Þetta er auð-
vitað mikill sigur fyrir bandalagið,
en í honum felst um leið sú þver-
sögn, að velgengnin er á góðri leið
með að svipta NATO tilgangi sín-
um.
Bandalagið er illa í stakk búið að
fást við hinar nýju hættur, sem
steðja að Vesturlöndum, t.a.m.
hryðjuverk og útbreiðslu gereyð-
ingarvopna. Viðbúnaðurinn miðast
enn um of við hefðbundnar land-
varnir og aukinheldur hafa flest
Evrópuríkin mjög dregið úr fram-
lagi sínu til varnarmála undanfarin
ár og dregizt verulega aftur úr
Bandaríkjunum á því sviði.
En þótt getuna skorti vantar ekki
viljann; þannig virkjaði NATO í
fyrsta sinn 5. greinina í stofnsátt-
mála sínum, sem kveður á um að
árás á eitt aðildarríki sé árás á þau
öll, eftir að hryðjuverkamenn réð-
ust á Bandaríkin í fyrrahaust. Þá
gerðist hins vegar það, sem margir
hafa litið á sem niðurlægingu fyrir
bandalagið, að Bandaríkin leituðu
aldrei til NATO sem slíks um aðstoð
í stríðinu í Afganistan, heldur til ein-
stakra aðildarríkja. Tvennt hefur
verið nefnt sem útskýring á því.
Annars vegar að Bandaríkin hafi
vonda reynslu af seinvirku ákvarð-
anatökukerfi NATO í stríðunum á
Balkanskaga og hafi ekki viljað
„setja stríðið í nefnd“ eins og það
hefur verið orðað. Hins vegar hafi
Bandaríkjamenn ekki haft
NATO sem slíkt hefði ge
heyja stríð á fjarlægum víg
– m.ö.o. að hin evrópsku a
NATO, nema kannski B
hefðu litlu að bæta við eig
aðarmátt Bandaríkjanna.
Drög að hraðliðin
í Reykjavík
Í ákafri leit NATO að
breyttri heimsmynd hafa a
förnu orðið til hugmyndi
gjöra umbyltingu á her
bandalagsins. Þar er efst á
laga Donalds Rumsfeld,
málaráðherra Bandaríkja
að komið verði á fót rúmle
manna hraðliði, sem geti fa
á land sem er með afar stu
irvara, til að fást til hryð
menn eða útlagaríki.
Þótt tillagan hafi ekki v
uð opinberlega fyrr en í h
lesa á milli línanna í lokayf
Leitin að til
Merki Atlantshafsbandalagsins komið fyrir í ráðstefnuhöllinni í
breiðir úr sér í bakgrunni, en þar verður öryggisgæzla og eftirlit
Búast má við róttækum breytingum
hefst í Prag í dag. Ólafur Þ. Stephe
ríkjum aðild falli í skuggann af ákaf
Atlantshafsbandalagið
ekki haldið mjög marg
togafundi á borð við þ
sem hefst í Prag í dag
er aðeins sá sextándi í
í 53 ára sögu bandalag
Tíu fundir voru haldni
an á kalda stríðinu stó
fimm hafa verið haldn
að því lauk.
Leiðtogarnir eru ka
saman til að taka miki
ustu stefnumarkandi á
anirnar í starfi bandal
og segja má að hver le
fundur hafi markað tím
af einhverju tagi.
Í ræðu sinni á þingm
samkundu NATO í Ty
síðustu viku sagði Rob
lávarður, framkvæmda
NATO, að á tímum ka
Sextándi leið
Snýst u
arumbre
SAGA VELFERÐARRÍKIS
Steingrímur J. Sigfússon, for-maður Vinstri hreyfingarinnar– græns framboðs er ekki nógu
vel að sér í pólitískri sögu á síðari
helmingi 20. aldarinnar, ef marka má
grein hans hér í blaðinu í gær, þar sem
hann mótmælir þeim söguskoðunum,
sem settar voru fram í forystugrein
Morgunblaðsins sl. sunnudag.
Þar var fjallað um fjóra grundvall-
arþætti í uppbyggingu velferðarríkis
á Íslandi:
Í fyrsta lagi forystu Alþýðuflokks-
ins um uppbyggingu almannatrygg-
ingakerfisins, sem enginn getur dreg-
ið í efa. Það er hins vegar heldur ekki
hægt að mótmæla þeirri staðreynd að
Ólafur Thors beindi Sjálfstæðis-
flokknum til fylgis við þær hugmyndir
og tryggði flokki sínum þar með þann
einstaka sess í stjórnmálakerfi Norð-
urlanda að verða stærsti stjórnmála-
flokkur þjóðarinnar, sem spannar
skoðanalitrófið frá hægri yfir á miðju.
Þetta er meginástæðan fyrir því að
Alþýðuflokkurinn náði aldrei sömu
stöðu og jafnaðarmannaflokkar á öðr-
um Norðurlöndum.
Í öðru lagi var fjallað um þá grund-
vallarákvörðun, sem tekin var á
miðjum Viðreisnaráratugnum, að
gera láglaunafólki kleift að eignast
eigið húsnæði. Aðdragandinn að því
voru hörð átök á milli þeirrar ríkis-
stjórnar og verkalýðshreyfingar síð-
ari hluta árs 1963, sem leidd voru til
lykta í krafti þeirra tengsla, sem skap-
azt höfðu á milli Sjálfstæðisflokks og
Sósíalistaflokks á Nýsköpunarárun-
um. Í kjölfar þeirra var júnísamkomu-
lagið gert 1964 og samkomulagið um
byggingu 1.250 íbúða fyrir láglauna-
fólk í Breiðholti 1965. Verkalýðs-
hreyfingin sem slík átti að sjálfsögðu
mikinn þátt í fyrrnefndu samningun-
um en Guðmundur J. Guðmundsson,
þáverandi varaformaður Dagsbrúnar,
í því síðara í forföllum Eðvarðs Sig-
urðssonar. Enda sagði í forystugrein
Morgunblaðsins sl. sunnudag:
„Steingrímur J. Sigfússon er hand-
hafi pólitískrar arfleifðar, þ.e. hinnar
sósíalísku arfleifðar, sem hefur frá
upphafi til þessa dags komið lítið við
sögu í uppbyggingu velferðarkerfis-
ins á Íslandi. Að svo miklu leyti, sem
um það hefur verið að ræða, fyrst og
fremst vegna áhrifa þessara þjóð-
félagsafla innan verkalýðshreyfingar-
innar.“
En það var Bjarni Benediktsson,
þáverandi forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, sem tók
þá lykilákvörðun, sem gerði sam-
komulagið 1965 mögulegt.
Á þessum árum varð bylting í fé-
lagslegri þjónustu sveitarfélaga við
íbúa sína. Hún hófst ekki á Norðfirði,
þar sem alþýðubandalagsmenn fóru
með meirihlutastjórn og Sósíalista-
flokkurinn fyrir tíð Alþýðubandalags-
ins, heldur í Reykjavík, þar sem
meirihluti Sjálfstæðisflokksins ríkti í
borgarstjórn undir forystu Geirs
Hallgrímssonar. Þessi bylting í fé-
lagslegri þjónustu var mótuð af tveim-
ur mönnum fyrst og fremst, sem voru
mjög samstiga í þeim aðgerðum, þeim
Geir Hallgrímssyni og Þóri Kr. Þórð-
arsyni, sem þá átti sæti í borgarstjórn
fyrir hönd sjálfstæðismanna.
Steingrímur J. Sigfússon segir í
grein sinni í Morgunblaðinu í gær að
því er virðist til þess að afsanna þessa
fullyrðingu: „Leiddi ekki Geir Hall-
grímsson þá ríkisstjórn á árunum
1974–78, sem lenti í einhverjum harð-
vítugustu deilum við verkalýðshreyf-
ingu og stjórnarandstöðu, sem um
getur í velferðar- og kjaramálum.“
Því verður varla trúað að formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs viti ekki hver var undirrótin að
herferð verkalýðshreyfingarinnar á
hendur þeirri ríkisstjórn veturinn
1978. Hana er að finna í samstarfi
vinstriflokkanna í vinstristjórn Ólafs
Jóhannessonar og lokum þess vorið
1974. Þá spörkuðu samstarfsflokkarn-
ir Birni Jónssyni, sem þá var veikur á
sjúkrahúsi úr ríkisstjórninni með
þeim hætti að því var ekki gleymt. Það
er söguleg staðreynd að þarna er að
finna rætur herferðar verkalýðs-
hreyfingarinnar gegn ríkisstjórninni
veturinn og vorið 1978. Þar var um að
ræða uppgjör á milli Björns Jónsson-
ar og Ólafs Jóhannessonar. Af þessu
er mikil saga og merkileg, sem ekki
hefur verið sögð, nema að mjög tak-
mörkuðu leyti.
Í fjórða lagi var í fyrrnefndri for-
ystugrein Morgunblaðsins fjallað um
þau hugmyndafræðilegu átök, sem
stóðu á milli Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks við upphaf tíunda áratug-
arins. Það hafði frá því á fjórða ára-
tugnum verið grundvallaratriði fyrir
Alþýðuflokkinn að greiðslur úr al-
mannatryggingakerfinu væru jafnar
til allra og rökin fyrir því voru þau að
ella mundu bótaþegar líta svo á að um
ölmusu væri að ræða. Þegar hér var
komið sögu átti þessi röksemd ekki
lengur við og fáránlegt að halda niðri
greiðslum til þeirra sem þurftu á þeim
að halda vegna þess að greiðslur
gengju til annarra sem þurftu ekki á
þeim að halda. Alþýðuflokkurinn
féllst að lokum á þetta sjónarmið
Sjálfstæðisflokksins.
Þótt vakin sé athygli á því að þessir
tveir flokkar hafi fyrst og fremst kom-
ið við sögu við mótun velferðarkerf-
isins á Íslandi, þ.e. Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur, er engan veginn
gert lítið úr hlut þeirra ágætu manna
sem Steingrímur J. Sigfússon nefnir
til sögunnar í grein sinni og komu úr
röðum sósíalista í stjórnmálasögu 20.
aldarinnar.
Þeir áttu hins vegar lítinn sem eng-
an þátt í að móta þær grundvallarhug-
myndir velferðarkerfisins sem Morg-
unblaðið fjallaði um sl. sunnudag.
Áhugi þeirra flestra beindist fyrst og
fremst að utanríkismálum og að draga
úr stuðningi Íslands við vestrænar
þjóðir í þeim hörðu átökum sem stóðu
í kalda stríðinu og lyktaði með falli
Berlínarmúrsins, falli Sovétríkjanna
og falli kommúnismans sem var lífs-
hugsjón þessara manna.
Með þessum ábendingum er Morg-
unblaðið ekki að gera tilraun til að
ræna einu eða neinu af vinstrimönn-
um. Rannsóknir sagnfræðinga á þess-
um þáttum mundu og munu leiða í ljós
að sú söguskýring sem Morgunblaðið
hefur sett fram á við full rök að styðj-
ast.
Tilefni þessara umræðna voru
áform Steingríms J. Sigfússonar um
myndun svonefndrar velferðarstjórn-
ar. Það getur varla skaðað þær hug-
myndir þótt sögulegum staðreyndum
um uppbyggingu velferðarríkis á Ís-
landi sé haldið til haga!