Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 33 t trú á að etu til að gstöðvum aðildarríki Bretland, gin hern- nu tilgangi í að undan- ir um al- naðarhlið á blaði til- varnar- anna, um ga 20.000 arið hvert uttum fyr- ðjuverka- verið viðr- haust, má firlýsingu utanríkisráðherrafundar NATO í Reykjavík í maí að búið var að ýta hugmyndinni á flot þá þegar; þar er því lýst yfir að NATO verði að hafa á að skipa hersveitum, sem geti far- ið hratt hvert sem þeirra er þörf, barizt bæði lengi og langt frá heima- landinu og náð markmiðum sínum. Þetta útheimti meiri getu banda- lagsins til ýmiss konar aðgerða, til dæmis til þungaflutninga um langan veg og að geta gert árásir með nú- tíma vopnabúnaði. Athyglisvert er að með þessum áherzlubreytingum eru deilur um umboð NATO til aðgerða „utan svæðis,“ þ.e. utan Vestur-Evrópu og Norður-Atlantshafssvæðisins sem NATO var stofnað til að verja, roknar út í veður og vind. „Hug- myndin um að takmarka svigrúm NATO landfræðilega er í rauninni dauð,“ sagði George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, í ræðu á þingmannasamkundu bandalagsins í Tyrklandi í síðustu viku. „Við get- um ekki lengur horft á ógnirnar landfræðilega eingöngu. Við verð- um að skoða hvernig við getum mætt þeim. Skoðið lokayfirlýsingu utanríkisráðherranna frá Reykja- vík ef þið viljið staðfestingu á því.“ Evrópuríkin taki sig á Á leiðtogafundinum í Prag má gera ráð fyrir að þessar hugmyndir taki á sig skýrari mynd og þannig verði samþykkt formlega að koma hraðliðinu á fót, gera grundvallar- breytingar á sameiginlegum herafla bandalagsins og einfalda herstjórn- arkerfi þess – allt til að geta tekizt á við ný verkefni. Robertson hefur að undanförnu farið á milli aðildarríkjanna í Evr- ópu og reynt að kreista út úr þeim loforð um að fjárfesta í nýjum bún- aði og nútímavæða heraflann. Ro- bertson hefur t.d. reynt að knýja fram verulega fjölgun langdrægra flutningavéla, sem geta borið lið og hergögn milli heimsálfa. Bandaríkin eiga nú 250 slíkar vélar, en evr- ópsku aðildarríkin aðeins ellefu. Evrópsku NATO-ríkin vantar einn- ig eldsneytisflugvélar, ný fjar- skipta- og njósnakerfi og nákvæm- ari eldflaugar og flugskeyti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá þykir skipulag herafla evr- ópsku aðildarríkjanna að mörgu leyti úrelt. Fyrir hálfum mánuði lýsti Robertson því yfir að stórum hluta varnarmálaútgjalda Evrópu- ríkjanna væri eytt í vitleysu, ef mið- að væri við hvernig fjárframlög Bandaríkjamanna til heraflans nýttust þeim. „Það eru tvær millj- ónir manna í einkennisbúningi í Evrópu, hálfri milljón fleiri en í Bandaríkjunum, en það er aðeins hægt að senda brot af þeim fjölda út fyrir landsteinana. Það er peninga- eyðsla.“ „Sérhæft framlag“ frá hverju ríki Rætt er um að nýja hraðliðið verði sett saman úr hreyfanlegum úrvalssveitum frá sem flestum að- ildarríkjum. Nýja tízkuorðið í höf- uðstöðvum NATO er „sérhæfð framlög“ (niche contributions) sem felur í sér að hvert aðildarríki leggi af mörkum lið eða búnað á afmörk- uðu sviði, þar sem það búi yfir ein- hverri sérhæfingu sem gagnist hraðliðinu vel. Þannig er talað um að jafnvel hin hernaðarlega veik- burða Austur-Evrópuríki geti lagt sitt af mörkum; Rúmenar geti sent fjallahermenn, Tékkar sérfræðinga í sýkla- og efnavopnum, Eystra- saltsríkin herlögreglu o.s.frv. Sérhæfðu framlögin ættu að gera evrópsku aðildarríkjunum kleift að leggja sitt af mörkum, án þess að þau þurfi að auka stórlega framlög sín til varnarmála, sem mörg þeirra eru treg að gera þrátt fyrir mikinn þrýsting bæði frá bandalaginu sjálfu og Bandaríkjunum. „Sér- hvert aðildarríki getur ekki gert allt, en öll aðildarríkin, stór og smá, geta lagt eitthvað af mörkum,“ sagði Nicholas Burns, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í ræðu í Berlín fyrir skömmu. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða kröf- ur NATO hefur gert til Íslands í þessum efnum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur sagt að Ís- land geti lítið lagt af mörkum til hraðliðsins, en muni áfram einbeita sér að því að byggja upp getu sína til friðargæzlu á vegum NATO. Einföldun á herstjórnarkerfinu Til þess að geta sinnt hinu nýja hlutverki sínu þarf NATO að ein- falda mjög herstjórnarkerfi sitt og gera það skilvirkara. Á leiðtoga- fundinum verða til umræðu tillögur um að fækka herstjórnum og „straumlínulaga“ þær, sem eftir verða. Þetta ferli er þegar hafið og hefur m.a. haft í för með sér að varnarstöðin í Keflavík flyzt undan yfirstjórn Atlantshafsherstjórnar NATO og yfir til Evrópuherstjórn- arinnar. Atlantshafsherstjórnin verður í raun lögð niður sem slík og allar hernaðaraðgerðir NATO verða undir einni stjórn bandarísks hershöfðingja. Hvaða áhrif þessi breyting mun nákvæmlega hafa á stöðu Íslands innan bandalagsins á eftir að koma í ljós og skýrist hugs- anlega eitthvað á leiðtogafundinum. Atlantshafstengslin skipta enn máli Ýmissa stórra spurninga verður vafalaust spurt á leiðtogafundinum, sem óvíst er hvort svör fást við. Þar á meðal er hvort, og þá í hvaða mæli, hið „nýja NATO“ myndi taka þátt í hugsanlegum hernaði á hendur Írak. Í því máli eins og fleirum er augljós spenna í samskiptum Bandaríkjanna og evrópsku NATO- ríkjanna. Engu að síður virðast að- ildarríkin, beggja vegna Atlants- hafsins, staðráðin í að blása enn nýju lífi í bandalagið. Menn deila ekki um að Evrópuríkin þurfa áfram á hernaðarmætti Bandaríkj- anna að halda, hvort heldur er til að tryggja öryggi á hinu hefðbundna NATO-svæði eða til að takast á við hættur utan þess. Til þess að fá Bandaríkin til að standa við sitt inn- an NATO eru Evrópuríkin nauð- beygð að leggja sjálf meira af mörk- um á hernaðarsviðinu. Margir spyrja hins vegar hvort það muni nokkurn tímann duga til að Banda- ríkin telji sér akk í því að leita stuðnings NATO í alþjóðlegu stríði sínu við hryðjuverkamenn og óstýriláta einræðisherra. Svarið við þeirri spurningu er – a.m.k. ennþá – að þrátt fyrir allar tilhneigingar til einhliða aðgerða, telja Bandaríkin sig þurfa á Evrópuríkjunum að halda til að skapa pólitískan stuðn- ing við stefnu sína á alþjóðavett- vangi. Jafnframt hefur verið bent á að þótt Bandaríkin kunni að standa sig bezt í því að beita hervaldi, séu Evrópuríkin sterkari í friðargæzlu og uppbyggingarstarfi, sem á eftir þarf að koma, eins og nú er að byrja að sýna sig í Afganistan. Tengslin yfir Atlantshafið eru því ennþá sam- band, sem báðir telja sig þurfa á að halda. lgangi NATO Reuters Prag, höfuðborg Tékklands, þar sem leiðtogafundurinn hefst í dag. Gamla borgin t með allra strangasta móti meðan á leiðtogafundinum stendur. m á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem ensen segir að ákvörðun um að bjóða sjö nýjum fri leit bandalagsins að tilgangi í breyttum heimi. olafur@mbl.is ð hefur ga leið- þann, g. Hann í röðinni gsins. ir með- óð og nir eftir allaðir ilvæg- ákvarð- lagsins eiðtoga- mamót manna- rklandi í bertson astjóri alda stríðsins hefði bandalagið ver- ið að mestu „á sjálfstýringu“, en fundirnir fimm eftir það hefðu snúizt um að breyta stefnunni, frá því að vera kyrrstætt kaldastríðs- bandalag, yfir í breytingaafl. „Fundurinn í Prag mun enn staðfesta þetta. En að einu mikilvægu leyti mun hann verða ólíkur fyrri leiðtoga- fundur: Fyrri leiðtogafundir NATO hafa snúizt um breyt- ingar í smáum skrefum. Í Prag snýst fundurinn um alls- herjarumbreytingu NATO.“ Af hálfu Íslands sækja fund- inn Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, auk embættismanna úr ráðu- neytum beggja. ðtogafundurinn á 53 árum m „allsherj- eytingu“ BJÖRN Bjarnason, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn, segir mjög óskynsamlegt að leggja niður skipu- lagt félagsstarf í fimm af fjórtán fé- lagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík, eins og til stendur að gera. Það sé með ólíkindum að heimilisstarfið sé rifið upp með þessum hætti, niðurstaðan sé efnis- lega röng auk þess sem illa sé staðið að henni formlega og ekki haft samráð við þá aðila sem hlut eigi að máli. Telur Björn ólíklegt að mik- ið sparist með þessari að- gerð þar sem flutnings- kostnaður aukist á móti. Björk Vilhelmsdóttir, for- maður félagsmálaráðs, segir að starfið í níu félagsmið- stöðvum verði eflt á móti og fólki boðinn akstur þangað. Félagsstarfið hafi ekki verið nægjanlega vel sótt til þessa. Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið að málinu ásamt R- listanum og hafi ekki mót- mælt þessu fyrr en nú. Sjálf- stæðisflokkurinn sé því að mótmæla vinnubrögðum sem hann hafi tekið þátt í. Hún segir tæpar 17 milljónir sparast vegna þessa á næsta ári og sparnaðurinn verði meiri þegar fram líði stundir. Félagsmiðstöðvarnar sem um ræð- ir eru Dalbraut 18–20 og 21–27, Furu- gerði 1, Lönguhlíð 3 og Sléttuvegur 11. Segir Þórdís Lilja Þórhallsdóttir, frkvstj. þjónustusviðs Félagsþjónust- unnar, að breytingin hafi áhrif á um 15 starfsmenn í mun færri stöðugildum, en ekki sé ljóst hversu mörgum þurfi að segja upp. Gert sé ráð fyrir að breytingin hafi tekið gildi 1. maí á næsta ári. Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að eldri kona sem býr í Löngu- hlíð hafi komið þessum fréttum á framfæri við hana. „Ég fór þá að skoða málið og ræða við forstöðu- menn á þessum stöðum og sá þá hvað var að gerast. Ég talaði við full- trúa í félagsmálaráði, bæði meiri- hluta og minnihluta og í rauninni skil ég það þannig að það hafi verið hálf- gert óviljaverk að ræða þessar breytingar ekki sérstaklega, fólk hafi ekki áttað sig á því hvað var að gerast,“ segir Katrín. Það skjóti skökku við að breytingarnar séu gerðar með þeim formerkjum að verið sé að efla þjónustu við aldraða íbúa borgarinnar. „Mér finnst það ekki vera ða efla þjónustu að leggja niður þjónustu á fimm stöðum af fjórtán,“ segir hún. Mun efla félagsstarfið „Okkur finnst óskynsamlegt að rífa upp heimilisstarfið með þessum hætti,“ segir Björn. „Ég hef heim- sótt alla þá staði sem um ræðir og aldrei heyrt neinn tala öðru vísi um félagsstarfið en það sé mjög kær- komið og fólk vilji hafa þetta. Það er liður í því að skapa félagslegt um- hverfi fyrir íbúana, fyrir utan að þarna koma gestir og njóta þess með íbúunum.“ Björk segir að félagsstarf aldr- aðra hafi ekki verið nógu vel sótt síð- ustu ár, reynt hafi verið að fjölga heimsóknum en án árangurs. Því hafi verið ákveðið að fækka þeim stöðum þar sem fólk getur sótt skipulagt félagsstarf, en fólki verði í staðinn boðið upp á akstur á milli þessara staða. „Starfið verður öfl- ugra þar sem fleiri sækja það og þá verður hægt að bjóða upp á fjöl- breyttara starf.“ Björk segir að ekki sé gert ráð fyrir því að starfsmönn- um verði fjölgað á þessum stöðum, þar sem þeir geti borið mun meira starf en þeir hafi sinnt til þessa. „Síðan er möguleiki á óskipulögðu starfi, annaðhvort sjálfboðaliða, fé- lagasamtaka eða starfi sem fólkið skipuleggur sjálft. Það hefur líka verið gagnrýnt af fólki sem þarna sækir félagsstarf að það sé allt svo þaulskipulagt að það sé aldrei pláss fyrir neitt sem þau gera sjálf,“ segir Björk. Sjálfsagt verði það erfiðara fyrir fólk að komast á milli staða, en að vera alltaf í sama húsinu, en fólk fái þannig líka tæki- færi til að fara út sem geti verið mjög upplífgandi. „Ég á nú eftir að sjá hver sparnaðurinn verður af þessu í raun, því það er ver- ið að tala um að það eigi að flytja launakostnað þess fólks sem hefur verið að leiðbeina á heimilunum yfir í rútuakstur og annan slík- an flutningskostnað,“ segir Björn. Katrín bendir á að með- alaldur íbúa t.d. í Lönguhlíð sé 86 ár og 12 íbúanna séu yfir níræðu. „Fólkið er mis- jafnlega ferðafært og mun ekki geta nýtt sér aksturs- þjónustu yfir á aðra staði,“ segir Katrín. Hún telur félagsstarf sé mik- ilvægt fólki á efri árum. „Það getur vegið á móti því að fólk einangrist inni í á herbergjum sínum, verði kar- lægt eða þunglynt og þurfi þá meira af lyfjum og meiri heilbrigðisþjón- ustu.“ Í bókun meirihluta félagsmála- ráðs segir að þeim íbúum sem ekki vilji eða geti sótt félagsstarf utan þjónustuíbúðanna, þrátt fyrir akst- ursþjónustuna, verði boðið upp á einstaklingsbundna þjónustu, m.a. í formi aukinnar liðveislu eða heima- þjónustu. Björn segir mikið óðagot ein- kenna þetta mál. Í bókun sem borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram í borgarráði á þriðjudag er gagnrýnt að ekki hafi verið lögð fram sérstök tillaga um þetta mál í félagsmálaráði, heldur sé einungis gert ráð fyrir breytingunni inni í starfs- og fjárhagsáætlun Fé- lagsþjónustunnar. Ekkert samráð hafi verið haft við forstöðumenn og starfsfólk í fé- lagsstarfi viðkomandi þjónustumið- stöðva. Borin von sé að ætlast til þess að aðrir starfsmenn geti bætt á sig vinnu við þau störf sem hingað til hafa verið í höndum leiðbeinenda, enda hafi þeir ekki menntun eða reynslu við slíkt. Þetta sé ótrúleg vanvirðing við þessi störf. Skora borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks á R-lista að endurskoða aðgerð- irnar og kanna leiðir þar sem boðið yrði upp á skipulagt félagsstarf á Dal- braut 21–27, Furugerði 1 og Löngu- hlíð 3, þó gætt væri hagræðingar og sparnaðar. Björk segir að fulltrúar Sjálfstæð- isflokks hafi unnið með R-listanum að umræddri starfs- og fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar. „Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks mótmæltu ekki þessum breytingum þegar þetta var til um- ræðu í félagsmálaráði og ekki heldur þegar starfs- og fjárhagsáætlun var kynnt í borgarráði. Þeir velja gera það núna og mótmæla harðlega vinnu- brögðum sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í,“ segir Björk. Segir í bókun Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra að það sé rangt að ekki hafi verið haft sam- ráð við þá sem málið varðar, fyrir- hugðar breytingar hafi verið kynnt- ar fyrir viðkomandi forstöðu- mönnum og starfsmönnum auk fulltrúa frá Samtökum aldraðra. Ólafur F. Magnússon, F-lista, lét bóka að þessi áform væru í beinni andstöðu við stefnuskrá F-listans sem vilji auka stuðning við fé- lagsstarf aldraðra og öryrkja. R-listi að vega að félags- starfi aldraðra Björk Vilhelmsdóttir Björn Bjarnason Sjálfstæðismenn gagnrýna að fé- lagsstarf sé lagt niður á 5 stöðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.