Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 40
Þjóðarhags-
munir og Evr-
ópusambandið
UMRÆÐUR um Ísland og Evr-
ópusambandið (ESB) eru á villigöt-
um þegar sagt er, að Íslendingar
þurfi að sækja um aðild að ESB til
að skilgreina samningsmarkmið sín.
Þegar um ákvörðun af þessum toga
er að ræða eiga þjóðarhagsmunir að
sjálfsögðu að ráða. Íslendingar
þurfa ekki að leiða hugann að ESB
til að átta sig á þeim.
Þegar þjóðarhagsmunir eru skil-
greindir líta þjóðir í eigin barm og
meta stöðu sína í ljósi eigin reynslu.
Þetta hafa aðildarþjóðir Evrópu-
sambandsins gert og komist að
þeirri niðurstöðu, að náið samstarf
undir merkjum þess þjóni hagsmun-
um þeirra best. Skýrasta dæmið er
frá Þýskalandi, þar sem aðild að
Evrópusambandinu er skilgreind
sem ein af grunnforsendum lýðræð-
islegra og friðsamlegra stjórnar-
hátta.
Höfuðmarkmið samstarfsins und-
ir fána Evrópusambandsins er að
útiloka um aldur og ævi átök milli
Frakka og Þjóðverja. Allir nágrann-
ar þessara þjóða á meginlandi álf-
unnar höfðu að sjálfsögðu mikla
hagsmuni af því að leggja sitt af
mörkum til að tryggja framgang
ríkjasamstarfs í nafni friðar.
Besta leiðin til að efla samskipti
þjóða er að opna landamæri þeirra
fyrir gagnkvæmum viðskiptum.
Með aðildinni að evrópska efnahags-
svæðinu urðu Íslendingar virkir
þátttakendur í þróun frjálsra við-
skipta í Evrópu. Með aðildinni að
Schengen-samkomulaginu opnuðust
landamæri Íslands gagnvart Evópu
með sama hætti og þau voru opnuð
milli aðildarríkja ESB.
Rétta spurningin
Krefjast þjóðarhagsmunir okkar
þess, að við göngum lengra á braut
samningsbundinna samskipta við
Evrópusambandið? Þessa spurn-
ingu á að ræða, en ekki hitt, að ekki
sé unnt að átta sig á svarinu, nema
sótt sé um aðild að ESB.
Svarið við spurningunni snýst
meðal annars um það, hve mikið
stjórnmálavald við viljum færa héð-
an til Brussel. Það snertir yfirráð
okkar yfir eigin fiskimiðum. End-
urmeta verður náið samstarf okkar
við Bandaríkjamenn í varnarmálum.
Huga ber að málsvörn okkar í ýms-
um mikilvægum alþjóðastofnunum,
hvort hún verði í okkar höndum eða
ESB.
Ekki óskhyggja
Reynslan af deilunum um stefn-
una í varnar- og öryggismálum á
tímum kalda stríðsins ætti að kenna
okkur, að aldrei má missa sjónar á
aðalatriðum í hagsmunagæslu þjóð-
arinnar og gefast óskhyggjunni á
vald.
Með hliðsjón af íslenskum þjóð-
arhagsmunum hafa ekki verið færð
rök fyrir nauðsyn þess, að Ísland
gerist aðili að Evrópusambandinu.
Velgengni þjóðarinnar á öllum svið-
um undanfarin ár staðfestir, að við
fylgjum farsælli stefnu í eigin mál-
um inn á við og gagnvart öðrum
þjóðum. Ekki þarf að skilgreina nein
samningsmarkmið gagnvart ESB til
að átta sig á því.
Eftir Björn
Bjarnason
Höfundur er alþingismaður og borg-
arfulltrúi og býður sig fram í 3. sæti í
prófkjöri sjálfstæðismanna.
„Íslenskir
þjóðarhags-
munir krefj-
ast ekki að-
ildar að
ESB.“
UMRÆÐAN
40 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HVERNIG er eiginlega komið
fyrir lýðræðinu innan stjórnmálaafl-
anna á Íslandi? Ég er afskaplega
hissa á félögum mínum eftir prófkjör
framsóknarmanna í Norðvesturkjör-
dæmi. Kristinn H. Gunnarsson er
ósáttur við niðurstöðu prófkjörsins
þar sem hann telur sig hafa átt rétt á
því sæti sem hann hafði sóst eftir.
Eiga menn rétt á sæti áður en þeir
eru kjörnir? Ég tel svo ekki vera.
Menn geta hinsvegar átt traust
fólks, séu þeir traustsins verðir.
Ekki svo að skilja að ég telji að þeir
aðilar sem buðu sig fram í sæti á
listann hafi ekki verið traustsins
verðir.
Ég get ekki séð, óháð frambjóð-
endunum fimm í fyrstu sætin, að sá
sem mest fylgi fékk í fyrstu umferð
hafi átt sigur vissan í annarri um-
ferð. Hafi það verið svo að stuðnings-
menn Árna velji að kjósa Magnús
frekar en Kristin er ekkert athuga-
vert við það. Þeir hljóta að hafa gert
það eftir sinni bestu sannfæringu.
Varla telja menn að mönnum hafi
veið mútað, nei, slíkt er fráleitt.
Menn telja ljóst að einhver banda-
lög hafi verið milli manna. Hvers-
vegna bindast menn bandalögum?
Gera þeir það til þess að fara gegn
sinni sannfæringu? Ég held ekki. Má
ekki líta á stjórnmálaflokka sem
bandalög (dæmi Alþýðubandalag)?
Ég tel svo vera. Ég álít svo að menn
velji sér þann flokk sem best er í takt
við þeirra sannfæringu.
Mér finnst ómaklega vegið að
Árna Gunnarssyni, þar sem látið er
að því liggja að hann hafi farið gegn
Páli Péturssyni. Réttur Árna Gunn-
arssonar er skýr að mínu mati. Hann
hefur fullan rétt til þátttöku á póli-
tískum vettvangi þrátt fyrir sitt
gamla starf sem aðstoðarmaður ráð-
herra. Mér finnst með þessari fram-
setningu verið að misbjóða grund-
vallarpersónurétti manna til þátt-
töku í stjórnmálum. Ég lít svo á að
með prófkjöri eigi að velja hæfustu
einstaklingana til trúnaðarstarfa
fyrir flokkinn. Það er ekki laust við
að mér finnist verið að gefa annað í
skyn. Ég tel að framsóknarmönnum
í Norðvesturkjördæmi hafi tekist vel
til með vali sínu á framboðslista og
er ég sáttur við niðurstöðuna eins og
hún liggur fyrir.
Ég skora á fulltrúa framsóknar-
manna að hætta nú þessu tali um
niðurstöðu prófkjörsins og snúa sér
að þeim störfum sem þeim er treyst
fyrir. Menn sem eru traustsins verð-
ir ná langt. Ég trúi því og vona að
það fólk sem valið er til forystu fyrir
Framsóknarflokkinn í Norðvestur-
kjördæmi sé traustsins vert. Nú er
kominn tími til að menn sýni sam-
stöðu og hætti þessum barnalegu
hugarórum um niðurstöðuna.
Að lokum ætla ég að minna menn
á eftirfarandi sem tekið er upp úr
stefnu Framsóknarflokksins:
„Framsóknarflokkurinn stendur
vörð um stjórnarfarslegt, efnahags-
legt og menningarlegt sjálfstæði Ís-
lendinga, byggt á lýðræði, þingræði
og réttaröryggi. Framsóknarstefnan
setur manninn og velferð hans í önd-
vegi.“
Ekki gleyma fyrir hvað við stönd-
um góðir félagar!
Eftir Birki Þór
Guðmundsson
„Ég lít svo á
að með próf-
kjöri eigi að
velja hæf-
ustu ein-
staklingana til trún-
aðarstarfa fyrir
flokkinn.“
Höfundur tók þátt í nýliðnu
prófkjöri Framsóknarflokksins
í Norðvesturkjördæmi.
Eiga menn rétt á sæti
áður en þeir eru kjörnir?
ERU tryggingafélögin orðin
stærstu bótaþegar landsins? Fá þau
örorkulífeyri vegna þess að þau eru
fjár-sjúk? Tekjutryggingu vegna
þess að þau eru alltaf að tapa?
Umönnunarbætur vegna þess að þau
eru svo umhyggjusöm? En hvers
vegna fá þau barnalífeyri og allar
aðrar bætur almannatrygginga og
skerðingu lífeyrissjóðsgreiðslna?
Í Morgunblaðinu 23. febrúar 1999
segir orðrétt í yfirlýsingu frá Al-
þýðusambandi Íslands vegna skerð-
ingar örorkulífeyris frá lífeyrissjóð-
um í frumvarpi að nýjum
skaðabótalögum:
„Gagnrýni ASÍ hefur ekki verið
svarað með neinum málefnalegum
rökum heldur hefur aðeins verið
bent á að þar sem þessi skerðing
bitni einungis á þeim sem verða fyrir
mestri örorku, 50% eða meira, þá sé
það svo lítill hópur að ekki megi
hindra framgang frumvarpsins hans
vegna – í sjálfu sér sé ekki um háar
fjárhæðir að tefla.
ASÍ ítrekar að þeir sem verða fyr-
ir fyrirhuguðum skerðingum til
hagsbóta fyrir tryggingafélögin eru
þeir sem síst mega við slíku og fyrir
hvern einstakling í þeim hópi eru
miklir hagsmunir í húfi. Launafólk
sem á ekki annan sparnað eða eignir
en réttindi í lífeyrissjóði sínum verð-
ur fyrir langmestri skerðingu vegna
þessa. Skerðingarákvæði frum-
varpsins munu ekki snerta hina
eignameiri með sama hætti.
ASÍ bendir því frumvarpsflytjend-
um á þá einföldu leið að fella um-
rædd skerðingarákvæði burt úr
frumvarpinu til að koma í gegn því
brýna réttlætismáli að leiðrétta
skaðabótalögin svo fólk njóti fullra
bóta fyrir líkamstjón. Sé eitthvað að
marka þau orð frumvarpsflytjenda
og þeirra sem helst hafa talað fyrir
því að hér sé um afar lágar fjárhæðir
og fáa einstaklinga að ræða í heildar-
samhenginu ætti það að vera þeim
mun auðsóttara mál.“
Ég var í gömlu skaðabótalögunum
er ég lenti í umferðarslysi 1993 og
það eina er hefur virkað 100% er Líf-
eyrissjóður verslunarmanna. ASÍ
gagnrýnir nýju skaðabótalögin frá
1999, vegna töku á hluta örorkulíf-
eyris stéttarfélaga við uppgjör illa
slasaðra hjá tryggingafélögunum.
En tekur ekki inn í að allar bætur al-
mannatrygginga er einnig stór biti
til þeirra. Skilaboðin hjá þeim sem
skerðinguna samþykktu eru þau að
fjárhagslegt einelti er í lagi gagnvart
þeim illa slösuðu og þá einnig ef um
fáa einstaklinga er að ræða. Tökum
dæmi. Það var tekinn örorkulífeyrir
og tekjutrygging af mér sem dag-
peningar við uppgjör hjá VÍS að
upphæð um 600.000 kr., vegna launa-
tjóns. Síðan tók Tryggingastofnun
ríkisins líka örorkulífeyrinn og
tekjutyggingu mína í eitt ár vegna
sömu launatjónsbóta um 600.000 kr.
Enginn lífeyrir/tekjutrygging til mín
í eitt ár frá TR. Sömu bætur TR
teknar tvisvar af sömu launabótum
til hagsbóta fyrir þá minna slösuðu?
Nei, fyrir tryggingafélögin og millj-
arðagróða þeirra.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og
fleiri lögmenn með honum voru með
yfirlýsingu á sömu blaðsíðu í Mbl. og
ASÍ. Í henni segir orðrétt: „Örorku-
bætur úr lífeyrissjóðum koma því að-
eins til að varanleg örorka sé mikil,
oftast 50% eða meiri. Við teljum ekki
óeðlilegt að taka að hluta tillit til
slíkra greiðslna.“ Reiknuðuð þið til-
litssemina og gróða tryggingafélag-
anna og tapaðar bætur hinna illa
slösuðu, Jón Steinar? Er hann 50
milljónir eða 2–300 milljónir eða
meira? Vonuðuð þið að þeir sem töp-
uðu bótum sínum væru svo illa slas-
aðir að þeir myndu ekki taka eftir því
að 600 þúsund til milljónir vantaði
upp á bætur þeirra? Ólögleg taka á
öllum bótum almannatrygginga og
hluta lífeyrissjóðsbóta – er það ekki
brot á grundvallarreglu skaðabóta-
lagana um fullar bætur fyrir fjártjón
og bann við mismunun sem varin er í
stjórnarskránni?
Hvað verður næst sett í lög um
okkur, þessa fáu illa slösuðu? Tví-
sköttun og tvöfalt útsvar? Borgum
dráttarvexti sem verða kallaðir vext-
ir svo við áttum okkur ekki á tapinu?
Sérmerktir í þjóðskrá með gulri
stjörnu og á uppgjöri trygginga-
félaganna stendur bara: Mínus
greiðslur frá TR og lífeyrissjóði VR
upphæð 1.000.000 kr.
Hvar eru þið, stjórnendur stétt-
arfélaga, eru þið búnir að gefast upp
og þá hvers vegna? Þeir sem komu
lífeyrissjóðunum og almannatrygg-
ingakerfinu á með fórnum og ótrú-
legri baráttu eiga annað skilið af
ykkur en uppgjöf fyrir svona ótrú-
legum órétti gagnvart illa slösuðum
einstaklingum er aldrei voru spurðir
eða samþykktu skerðinguna á bótum
sínum.
Smáaurar, sagði lögmaður VÍS
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um
eins árs örorkulífeyri og tekjutrygg-
ingu mína frá TR er VÍS tók og kall-
aði dagpeninga í uppgjöri þeirra og
vann málið. Næst fær Hæstiréttur
málið til meðferðar. Þingmenn okkar
63 samhljóma sem samþykktuð
þennan ósóma í lög eru auðvitað
ánægðir með bótagróða trygginga-
félaganna. Því þetta er allt í lagi, því
þetta varðar bara fáa illa slasaða.
Þetta er allt í lagi því
þetta varðar svo fáa
Eftir Guðmund Inga
Kristinsson
„Hvar eruð
þið, stjórn-
endur stétt-
arfélaga, er-
uð þið búnir
að gefast upp og þá
hvers vegna?“
Höfundur er öryrki.
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is.
UNDANFARIÐ hafa fréttir af
hækkun skattbyrði einstaklinga ver-
ið áberandi, sérstaklega hækkun á
tekjuskattsgreiðslum þeirra. Al-
þýðusamband Íslands gerði athugun
og birti niðurstöðu sem sýndi fram á
þetta. Kristján Már Unnarsson,
fréttamaður á Stöð tvö, gerði ítar-
lega úttekt á málinu og nú síðast
birti DV mjög góða grein eftir Ólaf
Teit Guðnason blaðamann þar sem
sýnt er fram á hversu mikið skatt-
byrðin hefur aukist síðustu ár.
Það er gleðilegt að ungir sjálf-
stæðismenn hafa skorið upp herör
gegn þessu ástandi og berjast fyrir
lækkun skatta. Boðskapur þeirra
fyrir væntanlegt prófkjör er skýr:
„Skattalækkun er lífskjarabót“.
„Ingvi Hrafn er á móti skattinum.“
(Ingvi Hrafn Óskarsson.) „Lækkum
skatta.“ (Sigurður Kári Kristjáns-
son.) „Skattalækkanir þurfa bæði að
ná til fólks og fyrirtækja.“ (Birgir
Ármannsson.) „Afnám óréttlátra
skatta.“ (Soffía Kristín Þórðardótt-
ir.)
Þetta unga fólk ætlar svo sannar-
lega að breyta stefnu síns flokks,
sem stýrt hefur fjár- og skattamál-
um landsins undanfarin ár.
Ég hvet allt sjálfstæðisfólk til að
nota tækifærið og kjósa þessa ungu
sjálfstæðismenn núna. Þá komast
þeir á þing, efna kosningaloforðin sín
og lækka skatta. Bíðið ekki eftir því
að þeir verði miðaldra sjálfstæðis-
menn og hækki skatta.
Kjósið unga
sjálfstæðismenn
Eftir Vilhjálm H.
Vilhjálmsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
„Ég hvet allt
sjálfstæðis-
fólk til að
nota tæki-
færið og
kjósa þessa ungu sjálf-
stæðismenn núna.“
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni