Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 47 mundi atvik frá löngu liðnum árum, stór og smá, döpur eða kátleg sem hann setti fram í eftirminnilegum búningi sögumannsins. Hann átti at- hyglina og hljóðið í salnum á meðan hann hafði orðið. Gylfi kvæntist Öldu Bjarnadóttur 1967 og eiga þau fimm börn sem öll hafa komist til manns. Ég sakna hans Gylfa, en sárastur er söknuður eiginkonu hans, barna og barnabarna. Elsku Bíbí, megi minningin um elskulegan eiginmann, vin og góðan dreng vera þér huggun í sorg þinni. Agnar R. Hallvarðsson. Kæri vinur og mágur. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Mega minningarnar um yndisleg- an eiginmann, föður, tengdaföður og afa verða ljós í lífi fjölskyldu þinnar elsku Gylfi minn. Hafdís. 12. nóvember sl. andaðist á Land- spítalanum bróðir minn Gylfi Hall- varðsson, en hann hafði átt við al- varleg veikindi að stríða frá því í desember á sl. ári. Við Gylfi vorum yngstir sex bræðra og þótt fimm ára aldursmunur væri okkar í milli voru æskuárin náin og góð. Heimili okkar var við Hrísateig. Laugarneshverfið svo víðfeðmt þá, nánast óbyggt inn að Kleppsholti, og nóg við að vera. Fiskveiðar í fjör- unni við Kirkjusand eða ferðalag á auðninni miklu frá Hrísateigi og inn að Vatnagörðum (Sundahöfn). Faðir okkar var frá langtímum á sjó og sjálfsagt oftar en ekki í nógu að snúast hjá móður okkar með fjör- uga og kröftuga syni, tólf ára ald- ursbil var á milli þess yngsta og elsta. Viðgerðirnar á reiðhjólum, mót- orhjólum og bílunum í bílskúrnum heima mörkuðu þrep æskuáranna og gerðu um leið þetta fágæta hús- næði að tómstundaheimili bræðra minna og strákanna sem bjuggu við nærliggjandi götur. Gylfi var sér- stakur áhugamaður um tæki, vélar og bíla, sem þarna mótaðist, en hann og Hilmar bróðir (látinn) náðu einkar vel saman við þessa iðju. Þá tók alvara lífsins við, til hafs var haldið á ýmsum skipum innanlands sem erlendis, í nám í vélvirkjun. Tækjamaður hjá Vita- og hafnar- málum og að síðustu í rúma tvo ára- tugi á verkstæði Reykjavíkurhafn- ar. Gylfi hafði einstaka og létta lund, sögustundirnar þegar við æsku- félagarnir höfðum raðað okkur kringum hann, hlustuðum og gleyptum í okkur frásagnir hans eru ógleymanlegar. Smásögur og ljóð voru sett á blað og ljóst að þar var margt bráðskemmtilegt efni sem hann hélt fyrir sig. Gylfi var hvers manns hugljúfi, vinsæll meðal sam- starfsmanna og traustur félagi. Góð- ur drengur er genginn sem ég á margt að þakka fyrir, sérstaka sam- fylgd. Ég og fjölskylda mín sendum eig- inkonu hans Öldu og fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Gylfa Hallvarðssonar. Guðmundur Hallvarðsson. Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, BORGÞÓRS H. JÓNSSONAR, Háteigsvegi 38, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Félag áhugafólks um Downs-heilkenni. Reikn.: Sparisj. Hfj. 1101-05-418418. Rannveig Árnadóttir, Erna Borgþórsdóttir, Óskar Alvarsson, Rannveig, Borgþór Alex, Margrét Birta og Huginn þór. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTMUNDSDÓTTIR, Þangbakka 10, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 14. nóvember, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Hólmfríður Hermannsdóttir, Arnþór Árnason, Kristinn Hermannsson, Inga Jóna Stefánsdóttir, Valgerður Hermannsdóttir, Ágústa G. Hermannsdóttir, Atli Ingi Ragnarsson, Hulda Hermannsdóttir, Dean Thomas, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda umhyggju og vinarhug við útför SÆMUNDAR E. ANDERSEN, sem fór fram laugardaginn 16. nóvember í kyrrþey að ósk hins látna. Þórdís Lillian Andersen og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, frú ÞÓRNÝ ÞURÍÐUR TÓMASDÓTTIR, Ofanleiti 9, Reykjavík, verður jarðsett frá Háteigskirkju í dag, fimmtu- daginn 21. nóvember, kl. 15.00. Jónína Helga Jónsdóttir, Sigmundur Franz Kristjánsson, Tómas Óli Jónsson, Matthildur Helgadóttir, Kjartan Jónsson, Þórunn Elín Tómasdóttir, Ólöf Guðrún Jónsdóttir, Sævar Sigurhansson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar og bróðir, ÞORGEIR GUÐJÓN JÓNSSON, Gilsbakka 1, Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju mánu- daginn 25. nóvember kl. 14.00. Björg Valdórsdóttir, Helga Þorgeirsdóttir, Jón Pálsson og systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi, JÓN ÆGIR JÓNSSON, Reykjamel 1, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 22. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi. Fyrir hönd aðstandenda, Dís Níelsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÁKON Í. JÓNSSON málarameistari, Hraunbæ 103, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 19. nóvember. Ólafía Árnadóttir, Bára Hákonardóttir, Sjöfn Hákonardóttir, Jón Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ARNGRÍMUR GUÐJÓNSSON, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þórir Arngrímsson, Aldís Eðvaldsdóttir, Ebba Freyja Arngrímsdóttir, Kristján Kristjánsson, Arngrímur Arngrímsson, Turid Müller, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS JÓNASSONAR forstjóra, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Langagerði 9, Reykjavík. Jón Gunnarsson, Nína Soffía Hannesdóttir, Guðleif Gunnarsdóttir, Jón Andrés Jónsson, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Þórhallur Dan Johansen, Björn Gunnarsson, Dagmar Þóra Bergmann, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar, bróður og mágs, EINARS ÁSMUNDSSONAR, Dynsölum 14, Kópavogi. Hjálmfríður Jóhannsdóttir, Ásmundur Einarsson, Helga Berglind Guðmundsdóttir, Kristín Helga Einarsdóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason, Rósa Björk Ásmundsdóttir, Einar Ásmundsson, Margrét Kjartansdóttir, Vigfús Sólberg Vigfússon, Magnús Ásmundsson, Viví Andersen, Ólafur Ásmundsson, Salgerður Jónsdóttir, Svavar Ásmundsson, Pálína Hinriksdóttir. Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir og amma, ANNA SIGURVEIG ÓLADÓTTIR, Háaleitisbraut 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 19. nóvember. Sveinn B. Sigurgeirsson, Óli A. Guðlaugsson, Sólveig Jónsdóttir, Birgir Óli Sveinsson, Rósa Símonardóttir, Gunnar Örn, Sveinn Óli, Hrannar Marel, Birgir Snær, Óttar Sindri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.