Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í DAG eru breskir og íslenskir ráð-
herrar staddir í Prag á fundi Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) þar
sem mikið af því starfi sem hófst á
fundi utanríkisráðherra NATO í
Reykjavík í maí mun væntanlega
verða til lykta leitt. Varnarmálaráð-
herra Bretlands, Geoff Hoon, hefur
rætt um það hversu mikilvægan
Bretar telja NATO-fundinn í Prag.
Lesendur hafa ef til vil áhuga á að
kynnast viðhorfum hans:
„Síðan kalda stríðinu lauk hefur
NATO breyst gífurlega í þeim til-
gangi að takast á við nýjar kröfur í
öryggismálum. Prag-fundurinn mun
gegna lykilhlutverki í að þoka þróun
bandalagsins enn fram á við.
NATO hefur lengi staðið vörð um
þau gildi sem Washington-sáttmál-
inn um lýðræði kveður á um, ein-
staklingsfrelsi, lög og reglu. Þegar
þessum gildum stóð ógn af öfga-
kenndri þjóðernishyggju og óstöð-
ugleika á Balkanskaga var það
NATO sem bjó yfir þeim pólitíska
vilja og hernaðarmætti sem þurfti til
að leysa deilur er upp komu í Bosn-
íu, Kosovo og Makedóníu og leggja
grunninn að framtíðarsátt. Breskir
og íslenskir starfsmenn vinna enn
saman að því að halda frið, lög og
reglu á þessum svæðum.
Hinir hræðilegu atburðir 11. sept-
ember – og þeir sem síðan hafa orðið
á Balí, í Rússlandi og víðar – sýna
svo ekki verður um villst þær nýju
ógnir sem stafa af hryðjuverkastarf-
semi og geryeðingarvopnum. NATO
þarf á að halda stjórnskipulagi sem
hæfir þeim breyttu hættum og ógn-
um er steðja að aðildarríkjum
bandalagsins. Í Prag munu banda-
lagsþjóðirnar lýsa stuðningi við nýtt
stjórnskipulag sem að verður um-
fangsminna, sveigjanlegra og nota-
drýgra.
Öllu skiptir, að samkomulag um
hlutverk NATO og uppbyggingu
styðjist við fyrirheit einstakra ríkja
um að veita nýja möguleika og
aukna samhæfingu innan bandalags-
ins. Fyrirheit Íslendinga um að veita
möguleika á loftflutningum er ein-
mitt dæmi um það frumkvæði sem
er bandalaginu svo mikilvægt.
Hernaðarleg uppstokkun er ekki
eina breytingin sem bíður NATO í
Prag. Bandalagið mun bjóða umtals-
verðum fjölda nýrra ríkja aðild.
Þetta er söguleg stund. Ríki Austur-
og Mið-Evrópu taka nú réttmæt
sæti sín í Evrópu-Atlantshafs-sam-
félaginu.
Tengsl NATO við umheiminn eru
einnig að breytast hratt. Hin nýju
tengsl NATO og Rússlands eru til
marks um stórt skref bandalagsins
og Rússlands fram á við, og einnig í
öryggismálum í Evrópu. Líf er að
færast í samvinnu NATO og Rúss-
lands fyrir tilstuðlan NATO-Rúss-
landsráðsins sem stofnað var á Róm-
arfundinum er fylgdi í kjölfar
fundarins í Reykjavík í maí, og á
þátt í að koma á grundvallarbreyt-
ingu til hins betra í öryggismálum í
Evrópu.
Stofnendur NATO bjuggu yfir
einstakri framtíðarsýn um það
hvernig frjálsar þjóðir myndu vinna
saman að frelsi og lýðræði. Þannig
stórhugar er nú þörf til að gera
NATO að miðstöð varnarmála okkar
í upphafi nýrrar aldar. Takist það
mun tryggt verða að NATO gegni
lykilhlutverki við varnir og örygg-
isgæslu við Atlantshafið fyrir kom-
andi kynslóð.“
Virðingarfyllst,
JOHN CULVER,
sendiherra
hennar hátignar,
breska sendiráðinu,
Reykjavík.
NATO – miðstöð
varnarmála
Frá John Culver:
NÝLEGA kom út bókin Sögur úr
sveitinni eftir Önnu Þorsteinsdóttur
frá Heydölum. Hefur bókin að
geyma tíu sögur af dýrum sem höf-
undur komst í kynni við og ellefta
sagan greinir frá uppvaxtarárum
Önnu á Óseyri í Stöðvarfirði, en þar
fæddist hún árið 1915. Anna var
prestsfrú í Eydölum, þar sem eig-
inmaður hennar Kristinn Hóseas-
son þjónaði í fjörutíu ár. Í tvo ára-
tugi fékkst Anna við kennslu og
bera sögur hennar vott um þjálfun
og lifandi frásagnargáfu. Þau hjón
eru nú búsett í Reykjavík og njóta
elliáranna eftir farsæla starfsævi
eystra.
Eins og gildir um góðar bók-
menntir getur fólk á öllum aldri not-
ið frásagna í þessari bók. Sögurnar
eru stuttar og hnitmiðaðar, ritaðar á
tærri og góðri íslensku og hver um
sig spennandi. Í lokafrásögninni,
Jólin heima, er brugðið upp mynd-
um frá æskuheimilinu á Óseyri og
má þar lesa eftirfarandi um jólatré
þeirrar tíðar:
„Veglegasta jólatréð sem ég man
eftir smíðaði Skúli bróðir minn úr
gömlum rokk. Hann tengdi saman
prikin úr rokknum, tók svo pílárana
úr hjólinu og notaði þá sem greinar
og tálgaði stall fyrir kertin. Síðan
voru búnir til smá vendir úr eini og
sortulyngi, þeir síðan vafðir fastir á
tréð, þangað til það var sígrænt.“
Hverri sögu fylgir myndskreyting
eftir Markús Þór Andrésson sem
einnig hefur teiknað mynd á bók-
arkápu. Sögur úr sveitinni er eigu-
legt verk, kjörið nesti í aðdraganda
jóla. Hafi höfundurinn heila þökk
fyrir að sýna okkur inn í heim dýra
og manna þar sem örlög tvinnast oft
saman á ógleymanlegan hátt.
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON,
fv. alþingismaður.
Sögur úr sveitinni –
skemmtileg bók
Frá Hjörleifi Guttormssyni: