Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 59
Hverfisgötu 551 9000
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt
nokkurn tíman sjá
Gott popp styrkir
gott málefni
Sýnd kl. 10.10. B. i. 16.
1/2Kvikmyndir.com
USA Today
SV Mbl
DV
RadíóX
Stórskemmtileg
grínmynd frá
framleiðendum
The Truman
Show með
Óskarsverð-
launahafanum
Al Pacino í sínu
besta formi.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.
ÓHT Rás 2
Einn óvæntasti
spennutryllir ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.30 og 8. B. i. 16.
Munið M-12 t i lboð - 2 fyrir 1
ENOUGH
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
Kvikmyndir.com
HK DV
SV Mbl
Sýnd kl. 10. B. i. 16. .
Þegar tveir ólíkir menn
deila getur allt gerst.
Stórbrotin og óvenjuleg spennumynd með
Samuel L. Jackson og Óskarsverðlaunahafanum, Ben Affleck.
Margir vilja meina að hér sé á ferðinni ein besta og eftirminnilegasta kvikmynd ársins.
Sjáið
Jackie Chan
í banastuði
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
www.laugarasbio.is
SV Mbl
RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
SK RadíóX
ÓHT Rás 2
Flauels-
vetrarjakki
fóðraður
Sími 5 88 44 22
w
w
w
.h
m
.is
Kr.
6.3
48
TÍSKA GÆÐI BETRA VERÐ
Litir:
Svart
Beige
Brúnt
Grænt
Stærðir:
34-46
MÖRGUM er tamt að tala niðr-
andi um þær hljómsveitir sem gera
út á íslenskan ballmarkað og þá
helst fyrir það að þær hirði fæstar
um að leika eigin frumsamda tón-
list, séu frekar lifandi glymskrattar
en listamenn. Það
er þó ósanngjarnt
að setja alla undir
sama hatt, fjöl-
margar ballsveitir
eru knúnar áfram
af miklum metnaði
og það er mikil list að semja tónlist
sem fellur fjöldanum í geð. Ágætt
dæmi um metnaðarfulla ballsveit
er Land og synir (í það minnsta sé
litið til skífunnar Herbergi 313 sem
kom út fyrir þremur árum; látum
amríska háskólapoppið liggja milli
hluta) og nú sendir Í svörtum föt-
um, sem helst er þekkt fyrir það að
spila lög annarra af meira fjöri en
fyrirmyndin, frá sér plötu sem á
eru eftirtektarverðir sprettir.
Margt er vel gert á skífu Í svörtum
fötum, til að mynda er upphafslag
hennar mikið og gott stuðlag og
sjötta og sjöunda lag skífunnar,
Tímabil og SÍS, vel heppnuð. Út-
setningin á því sjötta er sérdeilis
góð, sérstaklega eru gítarar
smekklegir í millikafla þess og
raddir vel notaðar. Þegar við bæt-
ist að það er bráðvel sungið er þar
komið besta lag disksins. Textinn
er líka góður, kannski ekki svo ýkja
innihaldsríkur en skemmtilegur
engu að síður. Sjöunda lagið er líka
gott, skemmtilega útfært popplag
með klingjandi gítarlínu undir,
verulega vel heppnað popp. Það
áttunda er líka gott, rólegt og
heillandi, en heldur finnst mér við-
lagið álappalegt, „ég verð að fá
þig“ endurtekið í sífellu, kannski
smekksatriði.
Textarnir eru reyndar snöggur
blettur á skíf-
unni eins og vill
vera með ís-
lenskar popp-
skífur. Það þarf
þó ekki endilega
að vera merki
um að menn séu
að kasta til
höndunum, en
lög eins og
Tímabil og jafn-
vel Nakinn, sem
er prýðilegt vel
rokkkryddað
popp, sýna að
texti þarf ekki
að vera dýrt
ortur eða djúp-
hugsaður til að
ganga vel upp.
Línur eins og
„baráttan er
hörð / regnið fellur niður í svörð /
horfin sjónum eru landið, fjöll og
rofabörð“ úr Rignir spilla hvaða
lagi sem er og textinn við Losta er
ekki góður, hljómar til að mynda
útlenskulega að syngja „þetta er
losti“ í viðlaginu.
Þessi nýja skífa þeira félaga Í
svörtum fötum er fullkaflaskipt, á
henni eru hin bestu popplög eins og
þau sem nefnd hafa verið en líka
afleit lög eins og Segðu mér, Ég og
daman, Einu sinni enn, sem er þó
ekki alvont, Adrenalín og Dag sem
dimmu sem ber eiginlega varla
strengina sem skreyta það þótt sú
útsetning sé vel útfærð. Heildar-
svipur plötunnar er þó býsna góður
og sýnir að það er talsvert í sveit-
ina spunnið, hún er ekki bara stuð-
sveit.
Umslag plötunnar er mjög gott,
metnaðarfult og vel heppnað.
Tónlist
Ekki bara
stuðsveit
Í svörtum fötum
Í svörtum fötum
Skífan
Í svörtum fötum með samnefndri hljóm-
sveit. Liðsmenn eru Einar Örn Jónsson
sem leikur á hljómborð, Hrafnkell Pálm-
arsson á gítar, Jón Jósep Snæbjörnsson
syngur, Páll Sveinsson leikur á trommur
og Sveinn Áki Sveinsson á bassa. Hafþór
Guðmundsson stýrði upptökum og ann-
aðist hljóðblöndun, en útsetningar eiga
hann og hljómsveitin. Ýmsir lögðu þeim
félögum lið við hljóðfæraleik og söng.
Árni Matthíasson
Í svörtum fötum geta ýmislegt annað en að skemmta á
sviði, að mati Árna Matthíassonar.
TÖLVUNÖRDUM hefur mistekist
að nota tæknikunnáttu sína til að
afrita ólöglega útgáfu af nýjustu
Harry Potter-myndinni til dreif-
ingar á Netinu. Þessu heldur fram-
leiðandi myndarinnar Warner amk.
staðfastlega fram.
„Ólögleg afritun kvikmynda er
þjófnaður. Warner tekur ógnina af
ólöglegri dreifingu á Netinu alvar-
lega og hefur tekist að koma í veg
fyrir hana,“ sagði í yfirlýsingunni
frá fjölmiðlarisanum. AP fréttastof-
an komst hins vegar að því að
myndinni hafði verið hlaðið niður í
þúsundum skipta áður hún var
heimsfrumsýnd.
Ólöglegur
Potter
TEPPI Á
STIGAHÚS
- got t verð -
komum og gerum verðtilboð