Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4. Vit 460
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 461
Kvikmyndir.is
Stundum er það
sem að þú leitar
að.. þar sem þú
skildir það eftir.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 471
Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem
hefur fengið frábærar viðtökur
og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese
Witherspoon frá upphafi vestanhafs.
Clint Eastwood,
Jeff Daniels og
Anjelica Huston
í mögnuðum
spennutrylli sem
skilur áhorfandann
eftir agndofa.
Yfir 49.000
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 448 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Ertu nógu
sterk/sterkur?
Myndin er byggð á
sönnum atburðum.
Kröftug þýsk og
eftirminnileg spennumynd
sem hefur fengið fjölda
verðlauna og frábæra dóma.
Með Moritz Bleibtreu
úr ”Run Lola Run.”
Sýnd kl. 6 og 8.
TILRAUNIN
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Ísl. texti. B.i. 16.
WITH
ENGL
ISH
SUBT
ITLES
AT 5.
45
8 Eddu
verðlaun
Sýnd kl. 5.45 með enskum texta, 8 og 10.10. B.i. 12.HL. MBL
HK DV
Sýnd kl. 6. B.i. 12.
Öðruvísi grínmynd um drykkfellt og
þunglynt íslenskt skrímsli sem hefur
fengið nóg af mannfólkinu.
í i í f llt
l t í l t í li f
f i f f l i .
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16.
Sýnd kl. 8 og 10
— Munið forsöluna á Harry Potter og leyniklefann —
Yfir 49.000 áhorfendur
„ÞAÐ er oft stutt á milli popp-
stjörnunnar og verkamannsins,“
segir Víðir Vernharðsson gítarleik-
ari hljómsveitarinnar Daysleeper.
Kannski er Víðir verkamaðurinn en
„V“ eins og hann kallar sig á plöt-
unni holdgervingur poppstjörn-
unnar.
Buster (Binni), Young (Ingó),
Stefanovich (Stefán) og Bronze
(Jónsi) spila allir með Daysleeper
en meðlimir ganga allir nema einn
undir gælunafni. Söngvarinn
Sverrir Bergmann sker sig úr
hópnum en nafn hans var orðið
þekkt áður en hljómsveitin varð til.
Sverrir og Víðir, já, látum Víði
svara bæði fyrir poppstjörnuna og
verkamanninn, verða fyrir svörum
um nýja plötu hljómsveitarinnar,
EveAlice.
Þeir segja að það hafi tekið fé-
lagana nokkurn tíma að sanna sig
sem hljómsveit því í fyrstu hafi ver-
ið litið á þá sem „Sverri Bergmann
og Daysleeper“ en ekki eina heild.
„Við fengum flugstart. Við
byggðum á því sem Sverrir var bú-
inn að gera. Það hefur líka kostað
átök að komast útúr þeirri ímynd,
sem einhvern veginn skapaðist í
kringum það,“ segir Víðir.
Víðir, Jónsi og Stefán vinna allir
hjá sama fyrirtækinu við bú-
slóðapökkun. „Svo á kvöldin er það
áhugamálið, sem er númer eitt, tvö
og þrjú, hljómsveitin,“ segir Víðir.
Hljómsveitin er að mestu norð-
lensk og á ættir að rekja til Sauð-
árkróks og Siglufjarðar. Flestir
hafa þeir þekkst í nokkur ár og
kynntust Víðir, Sverrir, Jónsi og
Binni á Króknum.
Lágstemmt andrúmsloft
Þrátt fyrir að hafa verið í ýmsum
hljómsveitum saman var Daysleep-
er í núverandi mynd fullstofnuð í
október í fyrra. Hljómsveitin vakti
athygli á Hlustendaverðlaunum FM
957 í febrúar á þessu ári, þar sem
þeir fluttu lagið „Kumbh Mela“.
Á tónleikum hefur verið tekið
eftir því að Daysleeper sækist eftir
rólegri stemmningu og sitja strák-
arnir oft á stólum við spilamennsk-
una.
Þeir segjast hafa gaman af nánd
við áhorfendur. „Þó svo það komi
þyngri eða hressari lög inn á milli
þá viljum við alltaf halda þessari
lágstemmdu stemmningu,“ út-
skýrir Víðir.
Nokkurn tíma tók að fá á hreint
að þeir væru að fara að taka upp
plötu. „Skyndilega varð allt klárt
og við fengum þarna 18 daga til að
taka upp plötuna,“ útskýrir Víðir
en upptökur fóru fram í byrjun
september.
Þeir eru stoltir af frumburðinum
og ætla að standa og falla með
EveAlice. „Við lögðum allt okkar í
þessa blessuðu plötu,“ segir Sverrir
og Víðir tekur undir það: „Það var
ýmsu fórnað.“
Mikil spilamennska bíður félag-
anna á næstunni en hingað til hafa
þeir ekki viljað spila of oft. „Við er-
um vanir að spila svona einu sinni
eða tvisvar í mánuði,“ segir Sverr-
ir, sem að undanförnu hefur tekið
því rólega vegna hálskirtlaaðgerð-
ar, sem hann fór í.
„Við höfum ekki borið okkur eft-
ir neinu spiliríi og frekar spilað
þegar okkur langar til. Við erum að
reyna að forðast að spila á hverjum
einasta fimmtudegi allt árið. Við
viljum halda ólíka tónleika í hvert
sinn,“ útskýrir Víðir.
Þeir segja að hljómsveit-
armeðlimir komi úr ýmsum áttum
hvað tónlistina varðar en sameinist
um ákveðna áhrifavalda. „Ég held
að það sé ekkert launungarmál að
Jeff Buckley er í uppáhaldi hjá okk-
ur,“ segir Sverrir.
Lögin í tímaröð á plötunni
Óvenjulegt er við plötuna að
lagalistinn er byggður á tímaröð,
fyrsta lagið er elst og svo endar
platan á nýjasta laginu. „Síðustu
lögin eru eftir okkur alla,“ segir
Víðir.
Fyrsta lagið á plötunni er fjög-
urra ára gamalt. Víðir samdi lagið
og segir það upprunalega samið
sem þungarokkslag. „Hvort sem
einhver trúir því eða ekki! Það
hljómar mjög mjúkt þarna,“ segir
hann.
„Nú erum við búnir að koma
þessum lögum frá okkur og getum
hafist handa við eitthvað nýtt,“ seg-
ir Sverrir.
Þeir eru sammála um að síðustu
lögin á plötunni séu þeirra bestu.
Þau eru orðin heilsteyptari. „Allir
tóku virkan þátt í þeim og kláruðu
sinn part vel,“ segir Sverrir.
Þeir viðurkenna að vera fremur
alvarlegir ungir menn. „En við tök-
um okkur alls ekkert of hátíðlega,“
bætir Sverrir við. „Við getum verið
að gantast milli laga á tónleikum og
hagað okkur eins og fífl á æfingum
þótt við séum að spila háalvarlegt
lag,“ segir Víðir.
Daysleeper gefur út EveAlice
Alvarlegir ungir menn
Félagarnir í Daysleeper
sögðu Ingu Rún Sigurð-
ardóttur að þeir hefðu
fengið flugstart í tónlist-
inni en það hefði kostað
átök að sanna sig.
ingarun@mbl.is
Platan EveAlice er komin út og
Daysleeper heldur útgáfutónleika
í Tjarnarbíói miðvikudaginn
4. desember.
Meðlimir Daysleeper eru ánægðir með frumburðinn og ætla að standa og
falla með honum. Félagarnir segjast hafa lagt allt sitt í þessa plötu, sem
inniheldur bæði gömul og ný lög.
12 TÓNAR: 5ta herdeildin spil-
ar kl. 21 og kynnir efni af nýjum
disk.
ARI Í ÖGRI:
Hljómsveitin Valíum, þeir Hjört-
ur og Haraldur, leika og syngja
föstudags- og
laugardagskvöld.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harm-
onikkuball með Harmonikku-
félagi Reykjavíkur á laugardags-
kvöld.
BARINN, Sauðárkróki: Vítam-
ín spila á laugardagskvöld.
BREIÐIN, Akranesi: Á móti
sól með stanslaust stuð á laug-
ardagskvöldið.
BROADWAY:
Papar, Logar og Bjartmar Guð-
laugs á Eyjakvöldi föstudags-
kvöldið.
Dansleikur á eftir. Með Pöpum
koma fram Andrea Gylfa, Einar
Ágúst og Bergsveinn Arilíusson.
Viva latino-sýningin á laugardag-
inn. Hljómsveitin Spútnik m/
Kristján Gísla í fararbroddi leik-
ur fyrir dansi.
Le’Sing á Litla sviðinu.
BÚÐARKLETTUR, Borgar-
nesi: Árni Ísleifs og félagar með
Vínartónlist á laugardagskvöldið.
CAFE 22: Rokksveitin Sein
spilar í kvöld.
CAFÉ AMSTERDAM: Gos
trylla lýðinn um helgina.
CAFE CATALINA: Sváfnir
Sigurðarson trúbador leikur
fimmtudag og laugardag.
CAFE RÓMANCE: Ray Ram-
on og Mette Gudmundsen leika
fyrir matargesti frá miðvikudegi
til sunnudags
CAFÉ RÓM, Hveragerði:
Bubbi og Hera á laugardags-
kvöldið
CAFFÉ KÚLTURE: Helgina
21.–24. nóvember verður þakk-
argjörðarhátíðinni fagnað.
CATALINA: Upplyfting
skemmtir um helgina.
CELTIC CROSS: Blúsþrjót-
arnir blúsa í kvöld. Spilafíklarnir
leika á föstudags- og laugardags-
kvöld.
DALABÚÐ, Búðardal: Hörður
Torfa með tónleika laugardags-
kvöld kl. 21.
DUGGAN, Þorlákshöfn: Bubbi
og Hera spila á föstudagskvöldið.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað:
Dansleikur að lokinni Sól-
strandaveislu á laugardaginn.
Sólstrandagengið spilar til 3.
Sólstrandaveislan sýnd í 5. sinn
laugardag og 6. sinn sunnudag.
GAUKUR Á STÖNG: Buff í
kvöld. Á móti sól leikur föstu-
dagskvöld.
Buttercup spila á laugardags-
kvöld.
GRAND ROKK: Rokk á Grand
Rokk. Rúnni Júl fagnar nýrri
plötu á föstudagskvöldið ásamt
rokksveit sinni. Fjörið hefst kl.
23.59. Laugardagskvöldið fagna
Íslenskar járnbrautir útgáfu
tveggja platna með hljómsveit-
unum Moonstyx og Ég. Einnig
kl. 23.59. Sunnudagskvöldið.
„Slowcore“. Hljómalind kynnir:
Jessica Baliv, Rivulets, Drekka
og Hudson Wayne. 700 kall inn.
Kakó á könnunni. 21.
GULLÖLDIN: Sælusveitin
leikur föstudags- og laugardags-
kvöld.
GUNNUKAFFI, Hvamms-
tanga: Hörður Torfa með tón-
leika föstudagskvöld kl. 21.
HITT HÚSIÐ: Fimmtudagsfor-
leikur. Heróglymur, BoB og Nat-
ar.
HLÉGARÐUR, Mosfellssveit:
Papar ásamt Karlakór Kjalnes-
inga á laugardagskvöld.
HM KAFFI, Selfossi: Vítamín
með orkuríkt stuð fimmtudags-
og föstudagskvöld.
KAFFI AKUREYRI: Djúpu-
laugarbandið Mát í kvöld og á
morgun.
KAFFI REYKJAVÍK:
Á fimmtudag verða útgáfutón-
leikar vegna hljómdisksins Ástin
og lífið sem gefinn er út til
styrktar Sjálfsbjörgu. Fálkar frá
Keflavík gera allt vitlaust.
Sixties skemmta föstudags- og
laugardagskvöld.
KAFFI STRÆTÓ: Föstudag
leika Árni Ísleifs og Rúnar
Georgs franska tónlist á milli kl.
13 og 15. Einar Jóns og Njalli í
Holti leika svo föstudags- og
laugardagskvöld.
KAFFILEIKHÚSIÐ: South
River Band skemmtir. Textar á
myndvarpa og fólk hvatt til að
taka þátt í söngnum.
KANSLARINN, Hellu: Geir-
mundur spilar á föstudagskvöld.
KÁNTRÝBÆR, Skagafirði:
Hörður Torfa með tónleika
fimmtudagskvöld kl. 21.
KRINGLUKRÁIN: Föstudag
og laugardag leikur hljómsveitin
Cadillac klassarokk.
ODD-VITINN, Akureyri:
Hljómsveitin 66 leikur Credence
Clearwater og aðra hressa rokk-
tónlist föstudagskvöld. Einnig
laugardagskvöld.
PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Stóri
Björn leikur á laugardagskvöld-
ið.
PLAYERS, Kópavogi: Sóldögg
spilar á föstudagskvöld, Geir-
mundur á laugardagskvöld.
RÁIN, Keflavík: Hafrót leikur
um helgina.
SALKA, Húsavík: MÁT í góð-
um gír á laugardagskvöldið.
SJALLINN, Akureyri: Sóldögg
spilar á laugardagskvöld.
STAÐUR, Eyrarbakka: Bubbi
og Hera sunnudagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri:
Þotuliðið skemmtir föstudags- og
laugardagskvöld
VITINN, Sandgerði: South
River Band með skemmtun á
föstudagskvöld. Textar á mynd-
varpa og fólk hvatt til að taka
þátt í söngnum.
VÍDALÍN: Spútnik halda uppi
stuðinu á föstudagskvöldið.
FráAtilÖ