Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 64
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞAÐ var klappað, stappað, hrópað og
blístrað í lok frumsýningar á loftfim-
leikauppfærslu á ástarsögu allra tíma
í Borgarleikhúsinu í gær og í lokin
stóðu allir frumsýningargestir upp og
klöppuðu leikurum, þýðendum, leik-
stjórum og öðrum aðstandendum sýn-
ingarinnar lof í lófa. Enda brostu leik-
ararnir breitt baksviðs að lokinni
sýningu og voru eflaust í sjöunda
himni, einmitt þar sem hluti sýning-
arinnar á sér stað.
Í dómi Sveins Haraldssonar, gagn-
rýnanda Morgunblaðsins, segir að
hér sé á ferðinni fágætt tækifæri til
að sjá frægustu ástarsögu allra tíma í
lausu lofti. Lengst til hægri á mynd-
inni má sjá hjónin Nínu Dögg Filipp-
usdóttur og Gísla Örn Garðarsson,
sem fara með hlutverk elskendanna.
Við hlið þeirra eru m.a. Ólafur Egill
Egilsson, Víkingur Kristjánsson, Árni
Pétur Guðjónsson, Ingvar E. Sigurðs-
son og Margrét Vilhjálmsdóttir. / 28
Ástfangin
í sjöunda
himni
SJÓVÁ-Almennar og Tryggingamiðstöðin hafa
ákveðið að hækka iðgjöld brunatrygginga veru-
lega um næstu áramót auk þess sem VÍS hefur
verið að skoða þau mál alvarlega. Ástæðan er af-
leit afkoma þessarar greinar í starfsemi félag-
anna sem skýrist bæði af auknum tjónum og
versnandi kjörum sem félögin njóta hjá endur-
tryggingarfélögum. Sjálf hafa endurtryggingar-
félögin glímt við mikið tap fjármagnstekna og af-
leiðingar atburðanna 11. september í fyrra sem
var stærsta einstaka vátryggingatjón sögunnar.
Sveinn Segatta hjá Sjóvá-Almennum segir að
afkoma greinarinnar hjá félaginu hafi verið nei-
kvæð frá árinu 1998 og í ár sé tjónshlutfallið kom-
ið upp í 150% og versti mánuður ársins sé eftir.
Hann segir að hækkunarþörf iðgjalda sé 30–
50% eftir tegund húsnæðis, en bendir á að ein-
ungis sé verið að hækka hlut tryggingafélaganna,
en um tveir þriðju hlutar heildargjaldsins renna
til hins opinbera og þeir hækka ekki.
Tjón vegna stórbruna á þriðja milljarð
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nemur
kostnaður tryggingafélaganna vegna stórbruna
sl. tveggja ára á þriðja milljarð króna gróflega
áætlað, en stærstur hluti þess kostnaðar lendir á
endurtryggingarfélögum sem skýrir einnig
hækkun iðgjalda fyrir íslensku félögin.
Þau tjón sem verst hafa komið niður á félögun-
um undanfarin tvö ár eru stórbrunar í Faxafeni
og við Laugaveg á þessu ári og hjá Ísfélaginu í
Vestmannaeyjum árið 2000.
Í Reykjavík hafa meiriháttar brunar verið
meira en tvöfalt fleiri það sem af er þessu ári en
allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Lög-
reglunni í Reykjavík. Margir hafa því talað um að
um faraldur sé að ræða. Hörður Jóhannesson yf-
irlögregluþjónn vildi ekki taka svo djúpt í árinni.
Hann sagði þó að brunatilfelli hefðu verið óvenju-
mörg að undanförnu en flest þeirra minniháttar.
Veruleg iðgjaldahækkun
brunatrygginga um áramót
Brennandi/C6–7
Ásta S. Sigurbjörnsdóttir, Drífa K. Sigurð-
ardóttir, Ásdís R. Þórðardóttir og Guð-
finnur Sigurvinsson skanna inn próf.
PRÓFASAFNI Háskóla Íslands verður
komið fyrir undir vefkerfi HÍ og er áætlað að
opna slóðina á mánudag. Búið er að skanna
inn yfir 3.000 próf frá sl. tveimur árum.
Um langt skeið hefur afriti prófverkefna
við HÍ verið komið fyrir í prófasafni sem
varðveitt er á Háskólabókasafni. Brynjólfur
Stefánsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir
að stúdentaráð hafi haft frumkvæði að því að
prófin yrðu aðgengileg á Netinu og um 30
manns hafi í sjálfboðavinnu skannað inn próf
sem Háskólinn hefur undir höndum frá síð-
ustu tveimur árum, en starfsmenn kennslu-
sviðs og kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands
koma til með að sjá um viðhald safnsins.
„Það hafa farið um 150 vinnustundir í
þetta starf sem hefur einkum átt sér stað á
kvöldin,“ segir Brynjólfur og bætir við að um
1.500 til 2.000 próf séu lögð fyrir í Háskól-
anum árlega.
Í prófasafninu eru einungis verkefni sem
kennarar hafa heimilað að fari þangað, en
Brynjólfur bendir á að próf séu opinber gögn
og fólk eigi skýlausan rétt á að hafa aðgang
að þeim.
Brynjólfur segir að þótt prófunum hafi til
þessa verið haldið til haga hafi nemendur
þurft að ljósrita þau og jafnvel hafa mikið
fyrir því að nálgast þau. Með því að hafa próf-
in á Netinu verði þau öllum aðgengileg hve-
nær sem er. „Það er okkar von að með þessu
fyrirkomulagi komist gömul próf í gott og
varanlegt geymsluform,“ segir hann og vísar
til umfjöllunar í nýjasta Stúdentablaðinu.
Yfir þrjú þús-
und gömul
próf á Netinu
♦ ♦ ♦
SALA á fíkniefnum meðal grunn-
skólanemenda verður stöðugt
ágengari og að baki þeirri sölu er
þéttriðið net dreifingar- og sölu-
aðila. Skólastjóri sem blaðið ræddi
við segist merkja að sala á fíkniefn-
um verði sífellt ágengari, ekki síst
þegar framboð af efnum sé mikið.
„Þeir sem eru byrjaðir að fikta fá
þetta frá einhverjum félögum sín-
um, til dæmis eldri félögum, sem
hafa þá náð sambandi við einhvern
sem er að selja fíkniefni. Þegar þeir
eru farnir að neyta efnanna reglu-
bundið eru þeir fljótlega orðnir
milliliðir sjálfir, fyrst sendlar og svo
sölumenn, enda stuttur vegur þarna
á milli.“ Hann segir það áhyggjuefni
að 2–3 nemendur í hverjum 10. bekk
í Reykjavík hafi fiktað nokkrum
sinnum með hass.
Annar skólastjóri tekur undir að
skipulegt markaðsstarf sé unnið í
tengslum við sölu á fíkniefnum og að
salan fari sjaldnast fram á skólalóð-
inni. Hann undirstrikar að lang-
flestir nemendur standi sig vel og
séu lausir við þennan vágest, en að
þeir sem misstígi sig, misstígi sig
illa. „Ég heyri það útundan mér að
krakkar eigi auðveldara með að út-
vega sér hass en að fá einhvern til að
kaupa fyrir sig bjór í Ríkinu og það
gerist mikið í gegnum símann.“
Hann segir ómögulegt að geta sér
til um umfang sölunnar, einkum með
tilkomu farsíma og SMS-skilaboða.
Þéttriðið dreifingar- og sölunet
Forvarnarstarf/10
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Lífi› er allt
Líftrygging og
sjúkdómatrygging
Sími 588 1200
NÝSIR hf., ráðgjafar- og rekstr-
arþjónusta, hefur komið inn í
samning sem Björn Leifsson í
World Class gerði við Reykjavík-
urborg í vor um byggingu heilsu-
miðstöðvar. Eftir breytinguna
mun Nýsir eiga líkamsræktar-
stöðina til hálfs á móti Birni.
Hjörleifur Kvaran borgarlögmað-
ur segir að breytingin hafi engan
kostnaðarauka fyrir borgina eða
töf á framkvæmdum í för með
sér.
Í borgarráði á þriðjudag var
samþykkt breyting á umræddum
samningi sem Reykjavíkurborg
gerði við Laugar hf., sem Björn
Leifsson á, í apríl síðastliðnum
um að standa í sameiningu að
byggingu heilsumiðstöðvar í
Laugardal. Samþykkt var að
breyta samningnum þannig að í
stað Lauga kæmi inn félagið
Laugahús, sem Björn á til hálfs á
móti Nýsi. Borgin mun eftir sem
áður standa straum af byggingu
50 metra innilaugar í heilsumið-
stöðinni.
Hjörleifur segir að ætlunin hafi
verið að bjóða alla verksamninga
út í sameiningu, þótt það hafi átt
að gera aðskilda verksamninga
fyrir hvorn aðila. Landsbankinn
tryggi fjármögnun fyrir Lauga-
hús, en það hafi verið skilyrði af
hálfu bankans að Ístak byggði
húsið fyrir fast verð. Því verði
einungis hluti Reykjavíkurborgar
í framkvæmdinni boðinn út. Mun
hið nýja félag einnig hafa áhuga á
að stækka húsið, en sú beiðni fari
fyrir skipulags- og byggingar-
nefnd.
Hjörleifur segir að þessi breyt-
ing hafi enga sjáanlega þýðingu
fyrir Reykjavíkurborg. Nú sé bú-
ið að renna styrkari stoðum undir
framkvæmdina. „Þessi fjármögn-
un er lendingin hjá [Birni] og
okkur líst betur á hana núna,
þegar inn í þetta eru komnir
sterkir aðilar og stórt og mikið
verktakafyrirtæki hefur tekið að
sér að gera þetta. Allir endar eru
samanhnýttir við bankann þannig
að það er alveg klárt að þetta
verður að veruleika,“ segir Hjör-
leifur. Framkvæmd Laugahúss
hljóði upp á 13–1400 milljónir
króna.
Nýsir inn í heilsumiðstöð
ÍSLENSK orðabók undir ritstjórn Marðar
Árnasonar var mest selda bókin á Íslandi
dagana 1. til 18. nóvember, samkvæmt sam-
antekt Félagsvísindastofnunar. Röddin,
skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, er í öðru
sæti og ævisaga Jóns Sigurðssonar eftir
Guðjón Friðriksson í því þriðja.
Röddin er efst á lista yfir íslensk og þýdd
skáldverk en Arnaldur Indriðason á fjórar
af söluhæstu bókunum í þeim flokki; Mýrin
er í þriðja sæti, Napóleonsskjölin í fjórða og
Dauðarósir í tíunda sæti.
Orðabókin
söluhæst
Bóksala/30