Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 1

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 1
Maður á bara eitt líf Sómalska baráttukonan Waris Dirie í heimsókn á ný Fólk 46 STOFNAÐ 1913 277. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 mbl.is Æfði júdó í Japan Eyrbekkingurinn Bjarni Skúlason stefnir hátt Íþróttir B2 Af málþingi um framtíð íslenskrar myndlistar Listir 24 Þú vinnur nítján (19) Bond bíó- myndir? Focus 007 njósnaleikur Taktu þátt. JÓLASTEIKIN er þriðjungi ódýrari í ár en í fyrra, að sögn matvörukaupmanna. Telja sumir 30-40% ódýrara að kaupa í jóla- matinn í ár. Kalkúnn var til að mynda aug- lýstur á 499 krónur í Fjarðarkaup- um fyrir síðustu helgi, Nettó aug- lýsti hamborgarhrygg á 695 krónur kílóið og Bónus hangi- frampart á 599 krónur. Úrbeinað Sambandshangilæri er nú selt á 1.399 krónur kílóið í Bónusi. Of- framboð á svínakjöti hefur ekki einasta leitt til verðlækkana því hermt er að framleiðendur sem ekki koma vöru sinni að í versl- unum „selji hana í heimasölu“ og gangi með tilboðsblöð í fyrirtæki. Elías Þór Þorvarðarson versl- unarstjóri í Nettó í Mjódd telur ýmislegt meðlæti með jólamatn- um ódýrara nú en í fyrra. Sigurður Gunnar Markússon, rekstrarstjóri Nóatúnsverslana, kveðst hins vegar óttast að kapp kaupmanna sé meira en forsjá og að „ekki sé alltaf um að ræða vöru í hæsta gæðaflokki“. Ljóst er að rjúpa verður ekki á tilboðsverði fyrir þessi jól og segir Sigurður dæmi um að veiðimenn hafi farið fram á 2.000 krónur fyrir fuglinn. „Þetta er verð sem ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt áð- ur,“ segir hann. Stórmarkaðir sem selja bækur auglýstu 30-100% afslátt af jóla- bókum nú um helgina og segjast forsvarsmenn Bónuss, Hagkaupa og Nettó allir ætla að vera með lægsta verðið. Haft er eftir kaupmanni að meiri harka sé í samkeppninni en áður. „Auglýsingar undanfarinna daga eru stríðsyfirlýsingar og við erum einungis að tala um verð í dag. Þetta er ekki botninn,“ segir Elías Þór í Nettó. Neytendajól í bókum og hátíðarmatnum                                   Jólasteikin/12  Sálarstríð/23 FRELSISFLOKKURINN í Austurríki, hinn umdeildi hægriflokkur Jörgs Haiders, beið mikinn ósigur í þingkosningunum í landinu á sunnudag og boðaði Haider af því tilefni í gær afsögn sína sem fylkisstjóri í Kärnten. „Ég hef fengið mig fullsaddan á stjórn- málum,“ sagði Haider í útvarpsviðtali. Af- sögnin verður þó ekki gild fyrr en flokks- menn hans hafa fallizt á hana. Að sögn austurríska blaðsins Die Presse er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem Haider boðar með einum eða öðrum hætti að hann hygg- ist draga sig í hlé frá stjórnmálum. AP Haider var enn hinn hressasti er hann mætti á kjörstað á Porsche-bíl sínum. Boðar enn afsögn sína  „Svart-blátt“ áfram/16 FORSETI Túrkmenistan, Saparmurat Niyazov, slapp lifandi í gær er honum var sýnt banatilræði í höfuðborg landsins, Ashkhabad. Tilræðismennirnir skutu úr vél- byssum á bílalest forsetans þar sem hann var á leið til vinnu, að því er embættismenn greindu frá. Niyazov er einnig þekktur sem Turkmen- bashi, eða faðir allra Túrkmena, og hefur stjórnað landinu síðan það varð sjálfstætt 1991 og lýst sig forseta til lífstíðar. Að sögn Interfax-fréttastofunnar særðust nokkrir, þ. á m. vegfarendur, í tilræðinu í gær. Banatilræði við Turkmenbashi Ashkhabad. AFP. ÞRJÁTÍU prósent bólusetninga í Kína eru háskalegar og hlutfallið er enn hærra sums staðar í dreifbýlinu og þær valda útbreiðslu sjúkdóma á borð við lifrarbólgu B og al- næmi, að því er Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin og Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna greindu frá í gær. Til að draga úr kostnaði endurnýta fjár- sveltir spítalar og heilsugæslustöðvar sprautunálar og látið er duga að þvo þær með heitu vatni. „Á hverjum degi er fólk, sem kemur á heilbrigðisstofnanir [í Kína] til umönnunar, óafvitandi sýkt af banvænum sjúkdómum með háskalegum bólusetningum,“ sagði Al- an Schnur, fulltrúi WHO. Háskalegar bólusetningar Peking. AFP. Endurnýting sprautu- nála í Kína áhyggjuefni Í BREYTINGARTILLÖGUM meirihluta fjár- laganefndar er gert ráð fyrir um 3,3 milljarða hækkun á gjaldalið frumvarps til fjáraukalaga. Þar af renna 1,9 milljarðar til heilbrigðismála og er langstærsti útgjaldaliðurinn 1.060 milljóna króna aukafjárveiting til greiðslu uppsafnaðs rekstrarhalla Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH). Kemur hún til viðbótar tillögu um 1,2 milljarða aukafjárveitingu sem fyrir var í fjár- aukalagafrumvarpinu. Áætlað var að halli á rekstri LSH yrði 2.660 milljónir í árslok 2002. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að til- lögur fjárlaganefndar breyti ekki að marki áætl- unum um afkomu ríkissjóðs á þessu ári. „ Þarna er um stór viðfangsefni að ræða í heil- brigðismálum. Verið er að reyna að leysa vanda daggjaldastofnana, Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og hjúkrunarheimila,“ segir Geir. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segist telja að vel hafi verið hlustað á sjónarmið og rök- stuðning spítalans og það komi fram í tillögun- um. „Sumt af þessu hefur ekkert með rekstur þessa árs að gera, a.m.k. um 800 milljónir af þessu eru vegna fyrri ára sem hlaðist hafa upp og valdið erfiðri greiðslustöðu.“ Aðspurður um rekstrargrundvöll spítalans á næsta ári segir Magnús að með þessum fjárveitingum komist rekstur spítalans á betra ról en verið hefur. Gjöld hækka um 3,3 milljarða í breytingartillögum fjárlaganefndar Milljarður til að mæta rekstrarhalla LSH  Um 1,9 milljarðar /6 GLÓANDI hraun var komið hættulega nærri lyftu- húsi í suðurhlíðum Etnu á Sikiley í gærmorgun. Hraunstraumurinn stöðvaðist í gær, en yfirvöld sögðu þó að enn væri hætta á ferðum. Eldvirkni hefur verið í fjallinu síðan í síðasta mánuði og hafa um þúsund manns orðið að yfirgefa heimili sín. Reuters Hraunstraumurinn stöðvast Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir að hann standi við það sem hann hafi margsinnis sagt að í heildina vanti ekki fé til heilbrigðismála á Íslandi, út- gjöldin séu mikil, ekki síst miðað við hve ung þjóðin sé. „Ég bakka ekki með það. En þessi tiltekt núna í fjáraukalögunum er óhjá- kvæmileg og útgjöldin munu halda áfram að vaxa svona nema við reynum nýjar aðferðir til þess að stjórna heilbrigðismálunum. Meðan við náum ekki tökum á þessu getum við gleymt öllum draumum um lækkun skatta. Það verður ekki undan því vikist að finna heilbrigðismálunum annað rekstrarform. Við eigum engra kost völ en að reyna að reka heil- brigðisþjónustuna öðruvísi en við gerum nú.“ Þurfum að reyna nýjar aðferðir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Innibyrgð orka og ósýnd verk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.