Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 11

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 11 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Stærðir frá 36-60 Gallafatnaður Snorrabraut 38, sími 562 4362 ULLARJAKKAR - ULLARKÁPUR Mikið úrval Mokkajakkar sértilboð kr. 9.900 Niðurstöður prófkjörs Sjálf-stæðisflokksins í Reykja-vík um helgina eru aðmörgu leyti athyglisverð- ar. Segja má að þrennt einkenni þær í megindráttum. Í fyrsta lagi fá for- ystumenn flokksins einstaklega góða kosningu, í öðru lagi á sér stað mikil endurnýjun á frambjóðendum flokks- ins og í þriðja lagi vekur athygli að hlutur kvenna í prófkjörinu er fremur slakur. Þátttaka í prófkjörinu var sæmileg á mælikvarða Sjálfstæðisflokksins. Alls greiddu 7.499 atkvæði eða 46% þeirra sem voru á kjörskrá. Líkt og ávallt í kringum prófkjör bólgnaði kjörskráin nokkuð út og voru ný- skráningar tæplega eitt þúsund. Gild atkvæði í prófkjörinu voru 7.159. Ef þetta er borið saman við fyrri prófkjör hefur þátt- takan oft verið meiri. Árið 1990 greiddu 8.480 at- kvæði í prófkjöri fyrir alþingiskosn- ingarnar, 9.877 árið 1977, 11.637 árið 1979 og í fyrsta prófkjörinu, sem haldið var árið 1970, greiddi 9.271 at- kvæði. Hins vegar má einnig nefna að árið 1986 tóku 6.546 þátt í prófkjöri vegna alþingiskosninga og 6.348 greiddu atkvæði árið 1997 í prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninga og 5.917 árið 1981. Það er því ljóst að verulegar sveiflur hafa verið á þátt- töku allt frá upphafi. Eitt af því sem einkenndi prófkjör- ið nú er að lítið virðist hafa verið um „smalanir“, þ.e.a.s. að stuðningsmenn einstakra frambjóðenda skrái sig í flokkinn í stórum hópum til að styðja „sinn mann“. Hugsanleg skýring er nýlegt prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en uppákomur í kringum það hafa eflaust orðið til að frambjóðendur í Reykjavík hafa kosið að sýna ýtrustu varfærni í baráttuað- ferðum sínum. Frambjóðendur virð- ast almennt vera á því að prófkjörið hafi verið mjög „drengilegt“ og þá ekki einungis vegna niðurstöðunnar. Sterk staða Davíðs, Geirs og Björns Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Geir H. Haarde varaformaður fá einhverja bestu kosningu sem forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa nokkru sinni fengið í prófkjöri. Davíð er með 84,24% atkvæða í fyrsta sætið og Geir með 82,94% í annað sætið. Þótt ekki sé hægt að bera öll prófkjör Sjálf- stæðisflokksins saman, þar sem stundum hefur verið merkt við fram- bjóðendur með krossi en ekki tölu- stöfum, er ljóst að forystumenn flokksins geta vart verið annað en sáttir við þessa niðurstöðu. Þannig hlaut Davíð 78% stuðning í fyrsta sætið síðast þegar haldið var próf- kjör, árið 1994, og Friðrik Sophusson, þáverandi varaformaður, 67%. Björn Bjarnason, sem lendir í þriðja sætinu, fær einnig mjög sterka kosningu. Þrír frambjóðendur sóttust eftir þriðja sætinu, Björn, Pétur Blöndal og Sólveig Pétursdóttir. Björn er með 3.785 atkvæði í þriðja sætið, Pétur 1.753 og Sólveig 1.421. Fyrir prófkjörið höfðu menn velt því fyrir sér hvaða áhrif niðurstöður síð- ustu borgarstjórnarkosninga myndu hafa á fylgi Björns. Björn tók fyrst þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 1991 og hlaut þá þriðja sætið. Hann háði harða baráttu um þriðja sætið við Geir H. Haarde í prófkjörinu árið 1994 og hafði betur. Eftir að hafa gegnt embætti menntamálaráðherra frá árinu 1995 sagði hann af sér emb- ætti í vor til að leiða lista Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórnarkosning- unum í Reykjavík. Þar beið Sjálfstæðisflokkurinn ósigur. Niður- staða prófkjörsins nú um helgina er því mikil traustsyfirlýsing við Björn, ekki síst í ljósi þess að einn af ráð- herrum flokksins sóttist einnig eftir sætinu. Eftir á að hyggja má segja að það hafi verið taktísk mistök hjá Sól- veigu að leggja til atlögu við Björn enda er aug- ljóst, ef tekið er mið af stuðningi við hann í fyrri prófkjörum, að hann hef- ur mjög sterka stöðu meðal flokksmanna. Pétur Blöndal náði síðan fjórða sætinu en hann var í sjöunda sætinu fyrir síðustu kosningar. Kosninga- barátta Péturs í prófkjörinu var nokkuð óhefðbundin en hann opnaði ekki kosningaskrifstofu og auglýsti lítið. Byggðist barátta hans fyrst og fremst á fundum um tiltekin málefni er hann hélt í háskólanum. Fundirnir voru vel sóttir og vöktu mikla athygli en einnig má benda á að Pétur hefur verið áberandi vegna starfa sinna á Alþingi allt kjörtímabilið. Hann hefur ekki ávallt átt leið með forystu flokks- ins og stundum hefur verið sagt að hann sé „óþekkur“ innan Sjálfstæð- isflokksins. Það þarf þó ekki að vera ókostur þegar kemur að prófkjörum heldur þvert á móti. Ef litið er á próf- kjör Sjálfstæðisflokksins frá upphafi má segja að hefð sé fyrir því að kjós- endur í Reykjavík umbuni einstak- lingum er hafa sjálfstæðar skoðanir og eru aðeins á skjön við aðra þing- menn. Má nefna Albert Guðmunds- son og Ellert B. Schram í því sam- bandi. Rík krafa um endurnýjun Það sem vekur hvað mesta athygli er sú mikla endurnýjun sem á sér stað í prófkjörinu. Þrír ungir menn, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, Sig- urður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson, tryggðu sér örugg þingsæti um helgina. Þetta er einhver róttækasta endurnýjun sem átt hefur sér stað í Reykjavík, ekki síst vegna þess hversu ungir þeir eru. Ekki síst hlýtur árangur Guðlaugs að vekja at- hygli. Munar um ellefu hundrað at- kvæðum á honum og næsta manni í sjötta sætið. Þeir Guðlaugur og Sig- urður Kári eru báðir fyrrverandi for- menn SUS og er haft á orði að kosn- ingabarátta þeirra hafi verið einstaklega vel skipulögð og útfærð. Báðir höfðu mikið lið stuðningsmanna með sér og ráku öflugar skrifstofur. Er sá kraftur er var í baráttu þeirra talinn hafa skipt miklu. Það er hins vegar einnig greinilegt að krafan um endurnýjun hefur verið rík. Ekki hef- ur verið haldið prófkjör frá árinu 1994 og greinilegt að meðal flokksmanna hefur verið vilji til að fá inn ný andlit á framboðslistann. Fjölgun þingmanna Reykjavíkur gerði jafnframt að verk- um að margir ungir frambjóðendur mátu stöðuna sem svo að nú væri lag að bjóða sig fram. Auk þeirra Guð- laugs og Sigurðar Kára tókst Birgi Ármannssyni að tryggja sér sæti en hann er fyrrverandi for- maður Heimdallar og lengi verið horft til hans sem álitlegs þings- mannsefnis. Öðrum yngri frambjóðendum gekk ekki eins vel. Þær Soffía Kristín Þórð- ardóttir og Guðrún Inga Ingólfsdótt- ir, er lentu í 16. og 15. sæti, hafa verið virkar í ungliðastarfi Sjálfstæðis- flokksins en ekki verið mjög þekktar utan þess hóps. Þótt þær hafi ekki barist um öruggu sætin benda við- mælendur á að þær hafi fyrst og fremst verði að vekja athygli á sér og „stimpla sig inn“ upp á framtíðina. Þótt endurnýjunin nú veki mikla athygli eru vissulega til fleiri dæmi um miklar breytingar. Í prófkjörinu árið 1970 komu til dæmis þeir Gunnar Thoroddsen og Ellert B. Schram nýir inn á lista og mjög miklar breytingar urðu á þingliði Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1991. Þá komu inn nýir einstaklingar á borð við Davíð Odds- son, Björn Bjarnason, Sólveigu Pét- ursdóttur, Inga Björn Albertsson og Láru Margréti Ragnarsdóttur í Reykjavík. Í öðrum kjördæmum kom inn nýtt fólk á borð við Árna M. Mat- hiesen, Einar Kr. Guðfinnsson, Sig- ríði Önnu Þórðardóttur, Tómas Inga Olrich og Vilhjálm Egilsson. Svissað milli kjördæma? Gengi kvenna í prófkjörinu hefur valdið nokkurri umræðu. Sólveig Pét- ursdóttir er í fimmta sæti, Ásta Möll- er í níunda sæti, Katrín Fjeldsted í ellefta sætinu og Lára Margrét Ragnarsdóttir í tólfta sætinu. Það má því gera ráð fyrir að þær Katrín og Lára verði í sjötta sætinu hvor í sínu kjördæminu, sem eru bar- áttusæti Sjálfstæðisflokksins. Miðað við útkomu síðustu kosninga er lík- legt að flokkurinn fái ellefu þingmenn en hins vegar fer það eftir því í hvoru kjördæminu jöfnunarsætið lendir hvor þeirra Katrínar og Láru Mar- grétar kæmist þá inn. Ef flokkurinn bætir við sig fylgi eiga þær hins vegar báðar möguleika á þingsæti. Miðað við núverandi stöðu yrði engin kona fyrr en í sjötta sæti í öðru kjördæminu og því eru þegar komnar upp raddir um hvort rétt sé að kjör- nefnd geri einhverjar breytingar á listunum. Hefur t.d. verið nefndur sá möguleiki að þau Birgir Ármannsson og Ásta Möller skipti um kjördæmi. Þau myndu þá halda sama sæti, því fimmta, en þar með væri tryggt að tvær konur yrðu meðal sex efstu manna í báðum kjör- dæmunum. Þeir sem rætt var við lögðu mikla áherslu á að niðurstöðuna væri ekki hægt að túlka sem svo að konur ættu erfiðara uppdráttar en karlar í Sjálfstæðisflokknum. Áhrifakona í Sjálfstæðisflokknum sagði að konur gætu ekki hrósað sjálf- um sér þegar þeim gengi vel en síðan kennt kynferðinu um þegar þeim gengi illa. Annar viðmælandi sagði niðurstöðuna ekki segja neitt um við- horf Sjálfstæðisflokksins til kvenna, ekki frekar en hægt væri að halda því fram að „Samfylkingin í Reykjavík væri fjandsamleg miðaldra körlum“. Róttæk endur- nýjun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson fagna hér sigri á laugardaginn en þeir náðu sjötta og sjöunda sætinu í prófkjörinu. Sjálfstæðisflokkurinn hélt prófkjör í Reykjavík um helgina. Steingrímur Sig- urgeirsson veltir fyrir sér niðurstöðunum. % & '((  ") ")   *+  ,-  ( *  ./. 0    . &1)( ( 2  ( ,- " (  2  3+3 2 4 (    " 04   5/   -6      Þátttaka í prófkjörinu í sögulegu meðallagi Guðlaugur og Sigurður Kári háðu öfluga baráttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.