Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 12

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT hefur komið fram í rann- sókn lögreglu og framburði Ástþórs Magnússonar, sem styður að grunur hans um að ráðist verði gegn ís- lenskri flugvél með flugráni eða sprengjutilræði, sé rökstuddur. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, sak- sóknari hjá Ríkislögreglustjóranum, sem stjórnar rannsókninni. Ástþór var handtekinn aðfaranótt laugar- dags og húsleit gerð heima hjá hon- um í kjölfar þess að hann sendi m.a. stjórnvöldum og fjölmiðlum tölvu- póst þar sem hann sagði samtökin Frið 2000 hafa rökstuddan grun um að slík árás væri í uppsiglingu. Ástþór hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags og er á Litla-Hrauni. Hann hefur kært úr- skurðinn til Hæstaréttar. Í bréfinu segir m.a. að „við vitum“ ekki hvort árásin muni beinast gegn almennu flugi Icelandair eða Atlanta eða báð- um flugfélögunum. Tilræðið muni koma sem svar við þeim ráðagerðum ríkisstjórnarinnar að nota borgara- legar flugvélar íslenska flugflotans til flutninga á hergögnum eða her- mönnum fyrir NATO í ólögmætu stríði gegn Írak. Rétt sé að vara al- menning við að ferðast með þessum flugfélögum á næstu dögum og vik- um. Jón segir að rannsókn málsins gangi ágætlega, alls vinni rúmlega tugur lögreglumanna í málinu. Efni bréfsins og framsetning þess sé á þann hátt að það geti ekki verið mönnum refsilaust að senda slíkan póst, innihaldið valdi ótta og óöryggi fyrir flugsamgöngur. Slík brot teljist mjög alvarleg. Talinn brotlegur við fjórar greinar hegningarlaga Talið er að háttsemi Ástþórs varði við ákvæði almennra hegningarlaga og koma þá til skoðunar fern ákvæði, þ. á m. 100. grein sem var bætt inn í almenn hegningarlög með laga- breytingu á Alþingi í vor. Sam- kvæmt henni varðar það refsingu að skapa ótta um hryðjuverk eða yfir- vofandi hryðjuverk. Þá er einnig byggt á 120. grein sem segir að veiti maður vísvitandi rangar upplýsingar eða láti uppi vís- vitandi rangar tilkynningar, sem séu fallnar til að vekja ótta um líf, heil- brigði eða velferð manna, um atriði er varða loftöryggi eða öryggi í flug- höfn, varði það sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. 168. grein kveður á um að það geti varðað sektum eða allt að eins árs fangelsi raski maður öryggi farar- eða flutningatækja og loks er stuðst við 233. grein sem segir að hver sá sem hafi í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað sem sé til þess fallinn að vekja öðrum ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Þótti lögreglu nauðsynlegt að Ást- þór væri úrskurðaður í gæsluvarð- hald. Héraðsdómari úrskurðaði Ást- þór í viku gæsluvarðhald á laugardagskvöld til síðdegis næst- komandi föstudag. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Rannsóknin beinist, að sögn Jóns, einkum að því á hverju Ástþór byggi bréfið, sem hann sendi frá sér á föstudag, hvernig þessi sending varð til og hverjir stóðu að henni. „Fram hefur komið að það er ekkert sem styður þennan rökstudda grun [sem Ástþór nefnir í bréfinu]. Engar ástæður og ekkert tilefni er til þess- ara hugmynda sem hann telur rök- studdar,“ segir Jón. Verið er að rannsaka hvort aðrir einstaklingar tengjast bréfsending- unni. Þegar húsleit var gerð á heimili Ástþórs og í höfuðstöðvum Friðar 2000 voru tölva og ýmis önnur gögn gerð upptæk og rannsakar lögregla þau einnig. Ástþór Magnússon úskurðaður í gæsluvarðhald vegna póstsendingar um yfirvofandi hættu í flugsamgöngum Ekkert styður að um rök- studdan grun sé að ræða SIGRÍÐUR Erla Sig- urbjörnsdóttir kenn- ari lést á Landspítal- anum við Hringbraut sunnudaginn 24. nóv- ember, 61 árs að aldri. Foreldrar Sigríðar Erlu voru Sigurbjörn Ásbjörnsson mat- sveinn og Margrét Guðjónsdóttir en Sig- ríður Erla var fædd í Reykjavík 22. febrúar 1941. Hún lauk versl- unarprófi frá Verslun- arskóla Íslands 1959, stúdentsprófi úr öld- ungadeild MH 1977 og kennara- prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1980. Sigríður Erla sótti ýmis kenn- aranámskeið hérlendis og erlendis. Árið 2000 stundaði hún framhalds- nám við University of Central Flo- rida í Orlando í Bandaríkjunum og lagði stund á lesþjálfun og kennslu nemenda sem eiga í les- og rit- unarerfiðleikum, en hún átti stutt í að ljúka mastersnámi, þegar hún lést. Sigríður Erla kenndi íslensku og stærðfræði um árabil en hún var kennari við Ölduselsskóla 1980 til 1989, við Fjöl- brautaskóla Suður- nesja 1989 til 1990 og við Hagaskóla frá 1990. Félagsmál voru of- arlega í huga Sigríðar Erlu. Hún var í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík, í stjórn Sambands íslenskra háskólakvenna, í or- lofsnefnd Bandalags kvenna, í stjórn og formaður Svalanna, í stjórn Delta Kappa Gamma og UNICEF á Íslandi. Hún lét einnig íþróttir til sín taka. Sigríður Erla stundaði sund frá unga aldri og átti m.a. Norð- urlandamet í flugsundi. Hún var í Sundfélaginu Ægi og keppti á mörgum mótum fyrir hönd Ís- lands. Hún lagði einnig stund á fimleika og sýndi fimleika opinber- lega. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar Erlu er Vilhjálmur Auðun Þórð- arson, flugstjóri hjá Flugleiðum, og eignuðust þau þrjú börn og eru barnabörn þeirra orðin þrjú. Andlát SIGRÍÐUR ERLA SIGURBJÖRNS- DÓTTIR listaverð frá framleiðendum hefur lækkað um að minnsta kosti 20%. Almennt séð hefur jólasteikin lækkað um 25–30% að mínu mati. Um næstu helgi ætlum við til að mynda að bjóða 40% afslátt af úr- beinuðum hamborgarhrygg frá Ferskum kjötvörum,“ segir Guð- mundur. Sigurður Gunnar Markússon, JÓLASTEIKIN er þriðjungi ódýr- ari í ár en í fyrra, að sögn mat- vörukaupmanna. Telja sumir 30– 40% ódýrara að kaupa í jólamat- inn um þessar mundir. Kalkúnn var auglýstur á 499 krónur kílóið í Fjarðarkaupum um síðustu helgi og segir Gísli Sigurbergsson verð- lagsstjóri að átta tonn af kalkúni hafi selst í versluninni fyrir vikið. „Offramleiðsla á kjöti hefur leitt til lægra verðs. Við höfum heyrt af framleiðendum á svínakjöti, sem ekki koma sinni vöru að í versl- unum og selja í heimasölu. Heyrst hefur að þeir fari með tilboðsblöð í fyrirtæki,“ segir hann. Matarinnkaup fyrir jólin eru 30–40% hagkvæmari í ár en í fyrra, ef rétt er á málum haldið, segir Elías Þór Þorvarðarson, verslunarstjóri í Nettó í Mjódd. Nettó auglýsti hamborgarhrygg frá Norðlenska á 695 krónur kílóið í síðustu viku og segir Elías að samkeppni á matvörumarkaði sé orðin það hörð að „gangi auglýs- ingar ekki fram af fólki“ sé jafn- gott að sleppa þeim. Segir Elías ýmislegt meðlæti einnig ódýrara nú en á sama tíma í fyrra. „Meira er flutt inn af dósa- mat en áður og samkeppni að aukast milli bestu merkjanna,“ segir hann. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, hefur selt hangiframpart með beini á 599 krónur kílóið og kveðst hafa „mokað því út“ úr versluninni á því verði og selt tíu tonn á tveimur vikum. „Framboð á hangikjöti er mjög mikið um þessar mundir og rekstrarstjóri Nóatúnsversl- ananna, segir ljóst að jólamatur verði yfirhöfuð ódýrari í ár en í fyrra, með einni undantekningu, sem er rjúpan. „Veiðimenn hafa farið fram á að fá 2.000 krónur fyrir fuglinn. Þá á ég eftir að hamfletta, leggja á og greiða virðisaukaskatt. Þetta er verð sem ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt áður,“ segir hann. Sigurður kveðst ekki viss um að um sé að ræða heildarverðlækkun á mat. „Tilboð eru hins vegar mun fleiri nú en áður, einkum á kjöti. Offramboð er stór hluti af skýr- ingunni en að mínu mati erum við líka að ganga í gegnum tímabil sem kemur upp í matvöruverslun á fáeinna ára fresti. Hún hefur sýnt ákveðin samdráttareinkenni, almenningur heldur að sér hönd- um, sem veldur titringi milli versl- ana því allir vilja vera á undan að gera betur. Það sem ég óttast hins vegar er að kappið sé meira en forsjáin og að ekki sé alltaf um að ræða vöru í hæsta gæðaflokki. Hér er jólamáltíðin í húfi og ég er hræddur um að margir kaupi nú, geymi fram til jóla í góðri trú og verði svo fyrir vonbrigðum,“ segir Sigurður Gunnar að endingu. Jólasteikin þriðjungi ódýrari í ár en í fyrra en rjúpan verður þó dýr Kalkúnn hefur sótt í sig veðrið sem jólamatur og verið seldur á 499 krónur kílóið á tilboðsverði í versluninni Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. FLUGLEIÐIR settu viðbúnaðar- áætlun af stað eftir að fréttir bár- ust af bréfi Ástþórs Magnússonar, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Hann segir að ákveðin vinna hafi verið sett af stað, bæði hér á landi sem og skrifstofum Flugleiða er- lendis, samkvæmt starfsreglum fyrirtækisins. Þessu viðbúnaðar- ástandi hafi verið aflétt á sunnu- dag, þar sem ljóst þótti að ekki væri hætta á ferðum. Guðjón segir að það fylgi því allt- af einhver kostnaður að ræsa við- búnaðaráætlunina en ekki sé vitað hversu hár hann sé. Hótun sem þessi hafi einnig áhrif á viðskipti félagsins, einhverjir gætu orðið hræddir og veigrað sér við að fljúga. Vitað sé að slík áhrif séu einhver, en vonast sé til þess að þau verði sem minnst. Fréttir af bréfinu hafi ekki borist út fyrir landsteinana svo hann viti. Guðjón segist telja að lögreglu- yfirvöld hafi tekið rétt á þessu máli, svona hótanir beri að taka al- varlega. Engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort skaðabótamál verði hugsanlega höfðað gegn Ástþóri vegna þess skaða sem bréf hans hafi valdið fyrirtækinu. Flugleiðir afléttu viðbúnað- arástandi á sunnudag KARL V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, hefur hafnað tillögu uppstillingar- nefndar í Norð- vesturkjördæmi flokksins um að taka fjórða sæti listans fyrir þing- kosningarnar. Er hann tilbúinn til að taka þriðja sætið en uppstill- ingarnefnd hefur gert þar ráð fyrir Gísla S. Einars- syni, þingmanni á Vesturlandi. Fyrir ofan hann er til- laga um Önnu Kristínu Gunnars- dóttur frá Sauðárkróki í annað sætið og Jóhann Ársælsson, þingmann á Vesturlandi, í fyrsta sætið. Karl sagði að þetta snerist í hans huga um að orð ættu að standa. Vís- aði hann þar til samþykktar á kjör- dæmisþingi Samfylkingarinnar sem haldið var í Hólmavík 26. október sl. Þar hefði verið samþykkt að með uppstillingu í stað prófkjörs fengi hvert hinna þriggja gömlu kjör- dæma sinn fulltrúa í þrjú efstu sæt- in. Í bréfi til uppstillingarnefndar segir Karl m.a. um þetta: „Það er óá- sættanlegt að uppstillingarnefnd sniðgangi samþykkt fundarins og líti framhjá eina fulltrúanum úr Vest- fjarðakjördæmi sem gefið hefur kost á sér. Svar mitt við tilboði uppstill- ingarnefndar um fjórða sætið er því nei. Þessi ákvörðun er tekin í fullu samráði við félaga mína í Samfylk- ingunni á Vestfjörðum, enda snýst málið fyrst og fremst um rétt Vest- firðinga til að eiga fulltrúa í einu af þremur efstu sætum listans. Að þessu sögðu ítreka ég að ég er tilbú- inn til að taka þriðja sæti listans enda hef ég eindregið verið hvattur til þess bæði af félögum í Samfylk- ingunni á Vestfjörðum og öðrum.“ Snorri Styrkársson, formaður uppstillingarnefndarinnar í kjör- dæminu, vildi ekki tjá sig um störf nefndarinnar en sagði að tillögurnar yrðu klárar fyrir fund kjördæmis- ráðs í Hólmavík nk laugardag. Samfylkingin í Norð- vesturkjördæmi Hafnar boði um fjórða sætið Karl V. Matthíasson TANNLÆKNAR hafa sam- þykkt samstarfssamning sem samninganefndir Tannlækna- félags Íslands, TFÍ, og Trygg- ingastofnunar ríkisins, TR, skrifuðu undir í síðasta mánuði. Á heimasíðu TFÍ segir að mesta gagnrýnin á samninginn sé á að tannlæknum sé skylt að afhenda TR gögn um meðferðir sem reikningar byggjast á, óski stofnunin þess. En samkvæmt lögum skuli skoðun sjúkra- skrár fara fram á þeim stað þar sem skráin sé varðveitt og því sé gengið lengra en lögin leyfa. Tannlæknar samþykkja samning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.