Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 13
Jólagjafir
www.icestart.is - sími 588 3060
Hamraborg 1-3 - 200 Kópavogurvinnufatnaður
Merkjum fatnað
og vörur
eftir þínum óskum
Hitabrúsi
Flísteppi
fyrir fyrirtæki
til starfsmanna og viðskiptavina
BAUGUR–ID jók hlut sinn í bresku
matvörukeðjunni Big Food Group í
gær með kaupum á 2,5 milljónum
hluta. Samtals á fyrirtækið nú 16,62%
í breska félaginu. Lokagengi bréfa í
BFG í gær var 57,5 pens, en eins og
komið hefur fram í Morgunblaðinu
hefur meðalkaupverð Baugs–ID fram
að þessu verið um 38 pens á hlut.
Baugur kaupir
enn í BFG
GENGIÐ hefur verið frá samn-
ingum um kaup á meirihluta
hlutafjár í Heklu eftir venju-
bundna áreiðanleikakönnun.
Ákveðið hefur verið að segja upp
33 starfsmönnum til að snúa
rekstri fyrirtæksins til betra
horfs. Þá er stefnt að því að lækka
rekstrarkostnað um 20% á næsta
ári og selja eignir sem ekki tengj-
ast rekstri fyrirtækisins beint.
Eins og fram hefur komið hafa
fjárfestar, undir forystu Tryggva
Jónssonar, keypt meirihlutaeign
bræðranna Sigfúsar R. Sigfús-
sonar og Sverris Sigfússonar.
Þessir fjárfestar eru, auk
Tryggva, Búnaðarbankinn hf. og
Kaupþing hf. Tryggvi hefur tekið
við stöðu forstjóra Heklu af Sig-
fúsi R. Sigfússyni sem verður
starfandi stjórnarformaður.
Sverrir Sigfússon mun starfa
áfram sem ráðgjafi hjá fyrirtæk-
inu. Tryggingamiðstöðin hf. á
sem fyrr þriðjungshlut í fyrirtæk-
inu. Búnaðarbankinn hafði um-
sjón með viðskiptunum og fjár-
mögnun kaupverðsins.
Í fréttatilkynningu frá Heklu
segir að þrátt fyrir samdrátt í
bílasölu hérlendis á undanförnum
misserum hafi Heklu tekist að
auka markaðshlutdeild sína. Af-
koma fyrirtækisins hafi engu að
síður reynst óviðunandi. Ákveðið
hefur verið að grípa til aðgerða til
að snúa rekstri Heklu til betra
horfs. Aðgerðirnar sem ráðist
verður í eru þrískiptar. Starfs-
fólki Heklu verður fækkað úr 183
í 150 manns. Rekstrarkostnaður
verður lækkaður um 20% á næsta
ári. Eignir sem ekki tengjast
rekstri fyrirtækisins beint verða
seldar. Einnig hafa verið gerðar
breytingar á skipuriti Heklu með
það fyrir augum að gera daglegan
rekstur markvissari.
Fasteignir seldar
Tryggvi Jónsson, forstjóri
Heklu, segir að seldar verði fast-
eignir og hugsanlega einhver
starfsemi sem ekki tengist bíla-
rekstri. Eins ýmsar aðrar tilfall-
andi eignir, svo sem bílar í eigu
fyrirtækisins. Tryggvi segir að
lækkun rekstrarkostnaðar komi
úr ýmsum áttum innan fyrirtæk-
isins. „Við fórum í gegnum alla
kostnaðarliði fyrirtækisins og
settum okkur markmið um að ná
20% niðurskurði. Þær tillögur
sem komu út úr þessari skoðun
voru umfram þau markmið sem
við settum og því er ég bjartsýnn
á að þau náist.“
Skipulags-
breytingar
hjá Heklu
33 starfsmönnum sagt
upp og stefnt að sölu eigna
FYRIRTÆKI í verslun og þjónustu
greiða umtalsvert meira í opinber
gjöld en samanlögð gjöld allra ann-
arra fyrirtækja í einkarekstri. Þetta
kemur fram í nýju fréttabréfi Sam-
taka verslunar og þjónustu, SVÞ.
Í nýjum upplýsingum ríkisskatt-
stjóra um álagningu opinberra
gjalda lögaðila fyrir 2002 kemur
fram að fyrirtæki í verslun og þjón-
ustu greiða um 45% opinberra
gjalda lögaðila, alls rúma 14,7 millj-
arða króna. Af einstökum liðum
greiða þessi fyrirtæki yfir helming
tekjuskatts allra lögaðila í landinu
eða um 5,9 milljarða króna og um
58% eignarskatts eða 1,4 milljarða
króna.
Í fréttabréfi SVÞ er vakin athygli
á að fyrirtæki í landbúnaði greiða
aðeins um 0,5% til samneyslunnar,
fiskvinnsla 4%, útgerðarfyrirtæki
5,6% og hefðbundinn iðnaður alls
um 20%. „Oft heyrist talað um út-
gerð og fiskvinnslu, jafnvel landbún-
að, sem mikilvægustu atvinnugrein-
ar landsins. Þegar litið er til þess
hvaða atvinnugreinar skila mestu til
samneyslunnar, kemur berlega í ljós
að verslun og þjónusta eru þar mik-
ilvægastar. Sama á við þegar horft
er til fjölda starfa í þessum atvinnu-
greinum í hlutfalli við aðrar greinar.
Verslun og þjónusta veita flestu
fólki atvinnu næst á eftir ríki og
sveitarfélögum,“ segir í frétt SVÞ.
Verslun og þjón-
usta greiða mest
7)+
'87)+
9
:
;
3
4
'2
*5 ! B
%* *
C3>
VÉLVÆÐINGAR íslenska fiski-
skipaflotans var minnst á Ísafirði á
laugardag en í gær voru liðin 100 ár
frá því sexæringurinn Stanley sigldi
á miðin frá Ísafirði fyrir vélarafli,
fyrstur íslenskra fiskibáta.
Stanley var í eigu Árna Gísla-
sonar fomanns og Sophusar Niel-
sen, kaupmanns á Ísafirði. Hann
sigldi í fyrsta sinn fyrir vélarafli
hinn 25. nóvember árið 1902 og er
dagurinn talinn marka upphaf vél-
væðingar íslenska fiskiskipaflotans.
Byggðasafn Vestfjarða hefur af
þessu tilefni sett upp sýningu, sem
er samsett annars vegar úr vegg-
spjöldum þar sem þessi saga er rak-
in í grófum dráttum og hins vegar
er þar til sýnis tveggja hestafla
Møllerup-vél árgerð 1902, sem er í
eigu Þjóðminjasafns Íslands, sams-
konar vél og sett var niður í Stanley.
Í ávarpi Jóns Sigurpálssonar, for-
stöðumanns safnsins, kom fram að
vélin gæti hugsanlega verið sama
vél og sett var niður í Stanley og er
nú unnið að því að fá það staðfest.
Bylting atvinnuhátta og lífskjara
Þorsteinn Pálsson, sendiherra og
fyrrum sjávarútvegsráðherra, flutti
ávarp við opnun sýningarinnar á
Ísafirði á laugardag en Árni Gísla-
son formaður á Stanley var langafi
Þorsteins. Þorsteinn sagði að vél-
bátaútgerðin hafi öðru fremur á
einni öld fært Ísland úr hópi fátæk-
ustu ríkja Evrópu í hóp þeirra rík-
ustu. „Það auðnuafl sem forfeður
okkur sýndu hefur sannarlega
reynst okkur auðnubót. Það er
skylda okkar að meta það starf að
verðleikum.“
Sagði Þorsteinn að sér væri stór-
lega til efs að langafi sinn hafi með
vélarkaupunum gert sér grein fyrir
þeirri byltingu atvinnuhátta og lífs-
kjara sem varð í kjölfarið. Vænt-
anlega hafi vélarkaupin fyrst og
fremst átt að létta róðurinn og ef til
vill hafi hann séð fyrir sér lítils hátt-
ar meiri afla og ef til vill eitthvað
bættan hag. „En þegar við lítum til
baka, réttri öld síðar, getur engum
blandast hugur um að vélbátaút-
gerðin var ekkert minna en upphaf
byltingar að þessu leyti á Íslandi.“
Þorsteinn sagði að þrátt fyrir efa-
semdir í fyrstu hafi menn skjótt
áskynjað að hér voru nýir mögu-
leikar og vélbátum fjölgað hratt.
„Þó að Árni Gíslason hafi tekið
frumkvæði að þessari fyrstu vél-
bátsútgerð og fengið aðra til liðs við
sig á hér enginn einn óskiptan hlut.
Þetta er saga margra manna og
kvenna. Í andrúmslofti þessa tíma
var súrefni nýjunga. Spurningin var
að grípa tækifærið, hrífa menn með
og ryðja öðrum braut,“ sagði Þor-
steinn.
Sögufélag Ísfirðinga mun hafa
forgöngu um, í samráði við afkom-
endur og með tilstyrk frá Alþingi,
að reistur verði á Ísafirði minn-
isvarði um fyrsta vélbátinn. Til þess
hefur verið valið verkið Harpa hafs-
ins eftir Svanhildi Sigurðardóttur
myndhöggvara.
Vélvæðingar íslenska fiskiskipaflotans minnst á Ísafirði
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Tveggja hestafla Møllerup-vél vakti mikla athygli á sýningunni. F.v. Finn-
bogi Bernódusson vélsmiður í Bolungarvík, Pétur Sigurðsson, forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða, Jón Ólafur Sigurðsson, vélvirki, og Guðmundur
Einarsson, vélfræðikennari við Menntaskólann á Ísafirði.
Auðnuafl reyndist auðnubót
Þorsteinn Pálsson, sendiherra, flyt-
ur ávarp við opnun sýningar í
Byggðasafni Vestfjarða um fyrsta
íslenska vélbátinn.
ÁRNI M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra
hefur skipað Friðrik
Má Baldursson hag-
fræðing stjórnarfor-
mann Hafrannsókna-
stofnunarinnar frá 1.
desember 2002 til 30.
júní 2004 en þá lýkur
skipunartíma núver-
andi stjórnar. Friðrik
Már hefur á undan-
förnum árum átt sæti í
ýmsum opinberum
nefndum sem fjallað
hafa um málefni sjáv-
arútvegsins. Hann var
m.a. formaður nefndar
um endurskoðun á lög-
um um stjórn fiskveiða. Friðrik tek-
ur við stjórnarformennskunni af
Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra, sem
lætur af störfum í
stjórninni að eigin ósk.
Friðrik Már segir
það heiður að fá að tak-
ast við þetta verkefni.
„Hafrannsóknastofn-
unin er öfluga stofnun
sem veltir á annan
milljarða króna á ári.
Þar starfa færustu vís-
indamenn þjóðarinnar
á þessu sviði, enda er
það lífsspursmál fyrir
Íslendinga að búa við
bestu þekkingu sem völ
er á á lífríki sjávar.
Þetta er áhugavert og
spennandi verkefni en
um leið erfitt, enda hef-
ur fráfarandi stjórnarformaður sinnt
sínu hlutverki vel og staðið vel að
verki,“ segir Friðrik Már.
Friðrik Már stjórn-
arformaður Hafró
Friðrik Már
Baldursson
SJÓKLÆÐAGERÐIN 66º Norður
fékk í gær Njarðarskjöldinn, hvatn-
ingarverðlaun Reykjavíkurborgar og
Íslenskrar verslunar. Þetta er í sjö-
unda sinn sem Njarðarskjöldurinn er
veittur. Að Íslenskri verslun standa
Samtök verslunarinnar-FÍS, Kaup-
mannasamtök Íslands og Bílgreina-
sambandið. Markmiðið með veitingu
verðlaunanna er að hvetja til bættrar
og aukinnar verslunarþjónustu við
ferðamenn í Reykjavíkurborg.
Verðlaunahafinn, 66º Norður, sér-
hæfir sig í sölu á íslenskri hönnun og
hugviti á sviði útivistarfatnaðar. Fyr-
irtækið opnaði verslun í Lækjargötu í
júní á síðasta ári og var bæði stað-
setning og vöruúrval miðað við mikla
umferð erlendra ferðamanna um
miðbæinn. Sérstök áhersla hefur ver-
ið lögð á að eiga alltaf gott úrval af
vörum úr nýrri línu útivistarfatnaðar
sem er íslensk hönnun og niðurstaða
þriggja ára þróunarstarfs. Sjóklæða-
gerðin hf. rekur fjórar verslanir undir
merkinu 66º Norður, þar af tvær í
Reykjavík. Þá veitti Þróunarfélag
miðborgarinnar Ófeigi, gullsmiðju og
listmunahúsi við Skólavörðustíg, við-
urkenningu fyrir framlag sitt til þró-
unar og uppbyggingar í miðborg
Reykjavíkur.
66º Norður
fékk Njarð-
arskjöldinn
Morgunblaðið/Þorkell
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, afhendir Jóni B. Stefánssyni,
forstjóra Sjóklæðagerðarinnar, og Elvari Frey Vernharðssyni, versl-
unarstjóra í verslun fyrirtækisins í Lækjargötu, Njarðarskjöldinn.
♦ ♦ ♦