Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR Þ. Ander-
sen, sem verið hefur
framkvæmdastjóri al-
þjóða- og fjármálasviðs
Landsbankans síðast-
liðin fjögur ár, hefur
látið af störfum hjá
bankanum. Í samtali
við Morgunblaðið sagði
Gunnar að hann hefði
hætt að eigin ósk að
vandlega íhuguðu máli.
Í fréttatilkynningu
frá Landsbankanum
segir að alþjóðleg
tengsl bankans hafi
styrkst verulega á liðn-
um árum og erlend lán-
taka orðið fjölbreyttari. Þar kemur
einnig fram að Brynjólfur Helgason,
sem verið hefur framkvæmdastjóri
fyrirtækjasviðs, muni
nú einnig stýra alþjóða-
og fjármálasviði, en af-
koma þessara sviða
verði áfram sundur-
greind.
Landsbankinn-Fjár-
festing hf., dótturfélag
bankans, verður sam-
einað bankanum í byrj-
un næsta árs og starf-
semi þess í
fjárfestingarbanka-
þjónustu verður sam-
einuð fyrirtækjaráðgjöf
í nýrri starfseiningu
sem ber heitið Fyrir-
tækjaþróun.
Samhliða breytingunum verða þrír
aðstoðarframkvæmdastjórar ráðnir
að sviðum bankans: Tryggvi
Tryggvason, sem verið hefur for-
stöðumaður fjármálamarkaða, verð-
ur aðstoðarframkvæmdastjóri al-
þjóða- og fjármálasviðs. Davíð
Björnsson, sem verið hefur forstöðu-
maður fyrirtækjatengsla, verður að-
stoðarframkvæmdastjóri fyrirtækja-
þjónustu á fyrirtækjasviði. Steinþór
Baldursson, forstöðumaður fyrir-
tækjaráðgjafar, verður aðstoðar-
framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróun-
ar á fyrirtækjasviði.
Ennfremur verður sú breyting
gerð að bakvinnsla á alþjóða- og fjár-
málasviði verður sameinuð reiknings-
haldi verðbréfasviðs í nýrri starfsein-
ingu sem nefnist Varsla og
viðskiptaumsjón. Starfseiningin verð-
ur undir stjórn Erlu Aðalgeirsdóttur,
aðstoðarframkvæmdastjóra verð-
bréfasviðs.
Gunnar Þ. Andersen hætt-
ir hjá Landsbankanum
Gunnar Þ. Andersen
UMHVERFISSTJÓRNUN í fjár-
málafyrirtækjum var til umfjöllun-
ar á fundi sem haldinn var á vegum
Norræna fjárfestingarbankans
(NIB) á Grand hóteli nýverið. Er-
indi fluttu Roland Randefelt, um-
hverfissérfræðingur NIB, og
Steinn Kárason umhverfishagfræð-
ingur. Fram kom að fjármálafyr-
irtæki ættu að varast að taka
óþarfa umhverfisáhættu við val á
fjárfestingum, þau ættu fremur að
nýta sér „græn markaðstækifæri“.
Með því er átt við að fjármálafyr-
irtæki setji fjármagn frekar í verk-
efni sem ekki spilla umhverfinu.
Þannig geti þau bætt ímynd sína,
minnkað áhættu og aukið þar með
arðsemi sína.
Í máli Steins kom fram að ný við-
horf ríktu í umhverfismálum fyr-
irtækja. Hjá fjármálafyrirtækjum
væri nú aukin áhersla lögð á að
minnka umhverfis- og útlánaá-
hættu af fjárfestingum. Krafan um
hagnað stæði vissulega fyrir sínu
en „farvegurinn að hagnaðinum
þarf að liggja í gegnum siðfræði og
vistfræði,“ sagði Steinn. Fjármagn
væri verkfæri til umhverfisstjórn-
unar og að ekki mætti vanmeta
getu fjármálageirans til verndar
umhverfisins. Að mati Steins er
mikill ávinningur fólginn í því fyrir
fjámálafyrirtæki að taka upp um-
hverfisstjórnun. Ímynd fyrirtækj-
anna verði jákvæðari sem laði að
fleiri viðskiptavini og skili sér í
auknum hagnaði. Að sögn Steins er
Landsbanki Íslands eina íslenska
fjármálafyrirtækið sem hefur ritað
undir svokallaða UNEP-yfirlýsingu
(United Nations Environment Pro-
gram Statement). Í henni felst
skuldbinding um að betrumbæta
frammistöðu sína á sviði umhverf-
isverndar. Alls eru 195 fjármálafyr-
irtæki í 49 löndum aðilar að verk-
efninu.
Fyrirtæki meti
umhverfisáhættu
Roland Randefelt er finnskur
umhverfissérfræðingur hjá NIB.
Hann sagði fjármálafyrirtæki, eins
og NIB, ekki aðeins þurfa að meta
fjárhagslega áhættu við val á verk-
efnum til fjármögnunar heldur
einnig umhverfisáhættu. Randefelt
sagði að t.a.m. þyrfti að líta til þess
hvort líklegt væri að kostnaður við
hreinsun lands eða vatns, eða
kostnaður vegna notkunar spilli-
efna næmi nokkru. Þá yrði að
skoða hvort verkefnið sem fjár-
magna ætti hefði tilskilin leyfi og
einnig hvort viðkomandi fyrirtæki
hefði umhverfisstefnu og væri
tryggt fyrir áföllum af umhverfisá-
stæðum, s.s. mengunarslysum.
Hann sagði það vera stefnu NIB
að meta hverja einustu umsókn um
lánsfjármagn útfrá umhverfisá-
hættu og bankinn tæki ekki þátt í
að fjármagna verkefni sem stang-
ast á við alþjóðlega umhverfissátt-
mála eða löggjöf um umhverfisáhrif
í viðkomandi landi.
Umhverfisvæn verkefni krefj-
ast langtímafjármögnunar
Að mati Randefelt er vel hægt að
hagnast á fjármögnun verkefna
sem miða að því að bæta umhverfið.
Hann nefndi sem dæmi að NIB
tæki þátt í fjármögnun fjölda um-
hverfisverkefna í Eystrasaltslönd-
unum. Hann minntist á borgina
Kunda í Eistlandi sem var á tíma-
bili kölluð „gráa borgin“ því þar var
allt fullt af ryki frá mengandi sem-
entsverksmiðju. Verð á fasteignum
var lágt í borginni og lítil framþró-
un í viðskipta- og atvinnulífi. Þá
voru settir peningar í að minnka
rykið frá verksmiðjunni og stjórn-
endur sáu þá að hægt var að breyta
því ryki sem áður hafði fokið út í
loftið, í söluvöru. Rykið var ekkert
annað en sement sem fór til spillis
og eftir þessar aðgerðir gat verk-
smiðjan framleitt meira sement án
þess að auka framleiðslukostnað.
Randefelt benti á að aðrar afleið-
ingar þessarar umhverfisvænu fjár-
festingar væru hækkun fasteigna-
verðs og aukin viðskipti í borginni.
Hann sagði að oft gleymist að
reikna með þeim jákvæðu ytri
áhrifum sem umhverfisvæn verk-
efni leiði af sér. Verkefnin höfði þó
ekki alltaf til fjárfesta því til að
byrja með skili þau ef til vill ekki
miklu. Þau séu ekki ábatasöm til
skemmri tíma heldur þarfnist lang-
tímafjármögnunar.
Landsbanki Íslands hefur skrifað undir svokallaða UNEP-yfirlýsingu
Græn markaðs-
tækifæri skila sér
Norræni fjárfestingabankinn stóð nýverið
fyrir fundi um umhverfisstjórnun fjármála-
fyrirtækja. Umhverfissérfræðingur bank-
ans sagði umhverfisvæn fjárfestingatæki-
færi oft vera ábatasamari en í fyrstu virðist.
HIÐ umdeilda útgáfu- og afþrey-
ingarfyrirtæki Playboy Enterprises
Inc. tilkynnti nýverið að 8% starfs-
fólks þess yrði sagt upp á næstunni
í hagræðingarskyni. Fyrirtækið
hyggst í kjölfarið sameina skrif-
stofuhúsnæði og skera niður kostn-
að á ýmsan hátt. „Við erum að taka
það erfiða en nauðsynlega skref að
skera niður kostnað nú til að
tryggja að við náum fjárhagslegum
markmiðum á næsta ári,“ sagði
stjórnarformaður og forstjóri
Playboy, Christie Hefner, í tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu. Hún sagði að
fækkað yrði um 70 stöðugildi hjá
fyrirtækinu og að gert væri ráð fyr-
ir að það kostnaður við það komi
fram á fjórða ársfjórðungi þessa
árs.
Playboy er skráð á hlutabréfa-
markað í New York. Gengi bréfa í
fyrirtækinu hefur farið ört lækk-
andi frá áramótum.
Reuters
Playboy fækkar fólki
Samdráttur í
sölu áfengis
Veltuaukning varð í dagvöru í októ-
ber um 1,6 prósentustig frá mánuðin-
um á undan samkvæmt smásöluvísi-
tölu SVÞ. Hins vegar varð
samdráttur í veltu áfengis og tóbaks á
sama tímabili um 3,3 prósentustig.
Smásöluvísitala SVÞ er nú birt leið-
rétt miðað við dagvöruhluta neyslu-
verðsvísitölu Hagstofunnar í stað
heildarvísitölu neysluverðs eins og
verið hefur. Smásöluvísitala SVÞ
byggist á upplýsingum frá flestum
dagvöruverslunum landsins og
ÁTVR. Þær breytingar hafa orðið á
smásöluvísitölu SVÞ, að í stað þess að
leiðrétta hana með heildarvísitölu
neysluverðs, er hún leiðrétt með dag-
vöruhluta neysluverðsvísitölunnar
(matur, hreinlætis- og hreingerning-
arvörur). Þá er vísitala ÁTVR leiðrétt
miðað við verðbreytingar á áfengi og
tóbaki. Vísitala fyrri mánaða hefur
því breyst lítillega, en þetta á að gefa
nákvæmari mynd af veltu fyrirtækja í
smásölu. IMG annast vinnslu smá-
söluvísitölunnar fyrir SVÞ.
Hagnaður
Járnblendis
minnkar
HAGNAÐUR Íslenska járnblendi-
félagsins á fyrstu níu mánuðum árs-
ins nam 3,5 milljónum króna, en 141
milljón á sama tímabili í fyrra. Hagn-
aður fyrir afskriftir og fjármagns-
gjöld, EBITDA-framlegð, var 353
milljónir króna, samanborið við 652
milljónir á sama tímabili 2001.
Rekstrartekjur á tímabilinu námu
3,6 milljörðum króna, en voru tæp-
lega 4,3 milljarðar í fyrra. Gjöld
lækkuðu hlutfallslega minna, úr 3,9
milljónum í 3,6. Nettó fjármagns-
gjöld (fjármagnsgjöld að frádregn-
um fjármunatekjum) minnkuðu úr
234 milljónum í 28 m.kr.
Veltufjárhlutfall 31. ágúst var
0,89, en um áramótin var það 4,48.
Lækkunin skýrist af mikilli hækkun
skammtímaskulda. Eiginfjárhlutfall
hækkaði úr 0,44 í 0,49 frá áramótum.
Veltufé frá rekstri var neikvætt um
157 milljónir, en var jákvætt 357
milljónir á sama tíma í fyrra. Hand-
bært fé frá rekstri var neikvætt um
234 milljónir, en var neikvætt um
181 milljón á sama tímabili 2001.
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hf.
tapaði 40,8 milljónum króna á fyrstu
níu mánuðum ársins en hagnaður fé-
lagsins á öllu síðasta ári nam 130,8
milljónum króna. Einkum var tap á
rækjuvinnslu félagsins en stjórnend-
ur gera ráð fyrir að reksturinn verði
í jafnvægi á fjórða ársfjórðungi. Fé-
lagið sameinaðist í ársbyrjun dótt-
urfélagi sínu Melavík ehf. Saman-
burðarfjárhæðum í
efnahagsreikningi hefur verið breytt
til samræmis við samrunaefnahags-
reikning félaganna.
Rekstrartekjur félagsins á tíma-
bilinu námu 1.469 milljónum króna
en námu 2.051 milljón á síðasta ári.
Rekstrargjöld voru 1.405 milljónir
en 1.646 milljónir á árinu 2001.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnskostnað (EBITDA) á fyrstu
níu mánuðum ársins nam 63,6 millj-
ónum króna samanborið við 405,4
milljónir í fyrra. Afskriftir tímabils-
ins námu 154,2 millj. kr. og hreinar
fjármunatekjur 49,8 millj. kr.
Eigið fé Fiskiðjusamlagsins nam
rúmum 470 milljónum í lok septem-
ber en var 515 milljónir króna í árs-
byrjun. Eiginfjárhlutfall var 21,9% í
lok september en 22,1% í ársbyrjun.
Tap hjá Fisk-
iðjusamlagi
Húsavíkur
♦ ♦ ♦
TAP líftæknisjóðsins MP Bio hf., til
lækkunar á eigin fé félagsins, á fyrstu
níu mánuðum ársins 2002, var 405
milljónir króna. Þar af var innleyst
tap tímabilsins 72 milljónir. Segir í til-
kynningu frá MP Bio að tapið stafi
fyrst og fremst af lækkun á gengi
skráðra markaðsbréfa og vegna
styrkingar krónunnar gagnvart
Bandaríkjadal. Á fyrstu níu mánuð-
um síðasta árs var tap MP Bio 183
milljónir. Eigið fé félagsins nam 597
milljónum í lok september á þessu ári
Fram kemur í tilkynningu frá MP
Bio að eignarhlutir félagsins í óskráð-
um félögum, sem öll séu erlend, séu
sem fyrr metnir miðað við kaupverð í
erlendri mynt að teknu tilliti til geng-
isbreytinga. Veruleg óvissa ríki um
raunverulegt verðmæti óskráðra
bréfa. Stjórnendur félagsins benda á
að fjárfesting í lyfja-, líftækni- og
erfðatæknifyrirtækjum sé almennt
afar áhættusöm og þrátt fyrir að þeir
hafi trú á að eignir félagsins komi til
með að skila ávinningi, þá beri að
skoða þær og almenna starfsemi fé-
lagsins með tilliti til þess.
Tap MP Bio
405 milljónir
HAGNAÐUR Kögunarsamstæð-
unnar á nýliðnu rekstrarári nam 125
milljónum króna eftir skatta og jókst
um 32,3% á milli ára, nam 94 millj-
ónum króna á síðasta ári. Samstæð-
an er gerð upp í heild sinni og rekstr-
arárið nær frá 1.október 2001 til 30.
september 2002. Í samstæðunni eru,
auk Kögunar hf., Navision Ísland
ehf., Kögurnes ehf., Verk- og kerf-
isfræðistofan hf. og Vefmiðlunun hf.,
sem á árinu sameinaðist Verk- og
kerfisfræðistofunni. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA) var 162 milljónir króna
eða 16,5% af rekstrartekjur en var
219 milljónir króna og 20,6% af
tekjum á síðasta rekstrarári.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 980 milljónum króna en 1.066
krónum árið áður og lækkuðu því um
rúm 8%. Í tilkynningu frá samstæð-
unni segir að lækkunina megi fyrst
og fremst rekja til þess að svokallað
Link-16 verkefni á vegum NATO fór
ekki af stað á árinu eins og áætlanir
höfðu gert ráð fyrir. Allur kostnaður
vegna verkefnisins, sem felst í upp-
setningu stafræns samskiptakerfis,
var gjaldfærður á árinu en þrátt fyr-
ir það tókst að lækka kostnað. Þann-
ig námu rekstrargjöld 855 milljónum
króna en 897 milljónum króna á síð-
asta uppgjörsári. Fjármunatekjur
umfram gjöld voru 33 milljónir en
sama tala var neikvæð um 42 millj-
ónir á síðasta ári. Nemur breytingin
um 75 milljónum króna og er m.a.
rakin til breyttra áherslna í ávöxtun
lausafjármuna.
Veltufé frá rekstri samstæðunnar
nam 154 milljónum og handbært fé
frá rekstri 180 milljónum króna.
Eigið fé Kögunar hf. er 575 milljónir
króna en var 464 milljónir fyrir ári
og hefur aukist um tæp 24% milli
ára. Eiginfjárhlutfall var 68% og
veltufjárhlutfall 3,2.
Þriðjungi
meiri hagn-
aður hjá
Kögun
♦ ♦ ♦
DDúddi
Listhúsinu Engjateig i