Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 17
Klapparstíg 27, sími 552 2522
Simo dúkkuvagn
Kr. 14.500
stór og
sterkur
afsláttur
25%
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
7
9
2
4
/ s
ia
.is
Til að fá hið eina sanna jólabragð í baksturinn
dugar ekkert annað en ekta íslenskt smjör.
Smjörið laðar fram það besta í bakstrinum og
gerir kökurnar að ómótstæðilegri freistingu.
Bakaðu þér
vinsældir!
Nú er jólasmjör á tilboði í næstu verslun
RÁÐHERRAR orkumála í Evrópu-
sambandslöndunum fimmtán sam-
þykktu formlega á fundi í Brussel í
gær að innleiða algert frjálsræði á
raforku- og gasveitumarkaði í öllu
Evrópusambandinu fyrir mitt ár
2007.
Þessi niðurstaða náðist eftir að
frönsk stjórnvöld féllust á að láta
opnun markaðarins á þessu sviði ná
einnig til einkaneytenda frá og með
júlímánuði 2007, eftir því sem Nicole
Fontaine, aðstoðarorkumálaráðherra
Frakklands, sagði eftir fundinn.
Frakkar höfðu fram til þessa staðið í
vegi fyrir samkomulagi um málið.
Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt
til að gas- og raforkuveituþjónusta
við venjulega heimilisnotendur yrði
gefin alveg frjáls frá ársbyrjun 2005,
en það fannst stjórnvöldum í París
allt of stuttur frestur. Stefnt er að því
að gas- og rafveituþjónusta við fyr-
irtæki verði gefin frjáls á öllum Evr-
ópumarkaðnum á árinu 2004.
Orkumarkaður ESB
Síðustu
höftin falla
2007
Brussel. AFP.
Á ÞRÓUNARFERLINU frá úlfi til
kjölturakka hafa hundar öðlast ein-
staka gáfu til að skynja fyrirætlanir
manna. Samskipti herrans og
hundsins hafa haft mótandi, líf-
fræðileg áhrif á atferli hunda og
eru vísindamenn fyrst núna að gera
sér grein fyrir þessum áhrifum, að
því er fram kemur í niðurstöðum
nýrra rannsókna.
Hundar eru orðnir sérsniðnir til
að passa við mannshugann, líkt og
hanski á hönd. Frá fæðingu eru
hundar fluglæsir á handahreyf-
ingar og svipbrigði manna. Hundar
skilja menn betur en simpansar
gera, sem eru þó nánustu ættingjar
mannskepnunnar, og betur en
gráúlfar, sem eru forfeðrar hunda,
að því er fram kemur í fyrsta beina
samanburðinum á tegundum.
Mannfræðingurinn Brian Hare,
sem gerði samanburðinn, birti nið-
urstöður sínar í tímaritinu Science.
Þessi óvenjulega félagsfærni
hundanna á ekki rætur að rekja til
þjálfunar eða reynslu, segir Hare.
Hún er tilkomin vegna þess að arf-
berar hafa mótast af samskiptum
við menn og hver einasti núlifandi
hundur hefur fengið þetta í arf, að
því er sérfræðingar telja. „Við höf-
um skapað hundinn í okkar eigin
mynd,“ sagði þróunarerfðafræð-
ingurinn Jasper Rine, við Háskól-
ann í Kaliforníu í Berkeley.
Þrír hópar vísindamanna, þ. á m.
Hare, hafa rannsakað þróun hunda
frá rándýrum til besta vinar manns-
ins til þess að öðlast betri skilning á
einni elstu uppfinningu mannanna
– tamningu dýra.
Með því að rannsaka DNA-efni úr
hundum hvaðanæva úr heiminum
hafa vísindamennirnir komist að
því, að tamning á hundum hafi farið
eins og eldur í sinu um heiminn,
hraðar og mun seinna en hingað til
hefur verið talið. Hver einasta teg-
und hunda sem nú er til, alls um
400, á ættir að rekja til einungis
fimm kvendýra í Austur-Asíu, að
því er vísindamenn segja.
Hundar sniðnir að
mannshuganum
New York. The Los Angeles Times.
Reuters
Eins og hanski á hönd.
’ Við höfum skapaðhundinn í okkar
eigin mynd ‘
ROBERTO Sebastián Antonio
Matta Echaurren, einn af virt-
ustu listmálurum aldarinnar
sem leið, lést í
Tarquinia á
Ítalíu á laug-
ardag, 91 árs
að aldri.
Matta var
af basknesk-
um ættum,
fæddist í
Chile árið
1911 og nam
fyrst arkitektúr. Hann komst í
kynni við Salvador Dali í París
árið 1934 og þau urðu til þess að
hann öðlaðist innsýn í stefnu
súrrealistanna og kynntist
fleirum úr þeim hópi, m.a.
André Breton, sem varð til þess
að hann ákvað að verða listmál-
ari og ganga í hóp súrrealista
árið 1938.
Matta dvaldi lengst af í
Frakklandi en bjó í tæpan ára-
tug í Bandaríkjunum frá árinu
1939. Í Frakklandi var litið á
hann sem síðasta meistarann
úr röðum súrrealistanna í vina-
hópi Bretons.
Stjórn Chile lýsti á sunnudag
yfir þriggja daga þjóðarsorg
vegna andláts Matta.
Blóðbað í
musteri
FJÓRTÁN manns létu lífið og
meira en 50 særðust er ísl-
amskir hryðjuverkamenn réð-
ust á eitt mustera hindúa í
borginni Jammu í Kasmír í
fyrradag. Í gærmorgun hafði
indverskum hermönnum tekist
af fella þrjá þeirra en talið var
að aðrir tveir væru á flótta.
Útgöngubann var sett í borg-
inni eftir árásina en að sögn
lögreglunnar í Jammu komu
árásarmennirnir frá Pakistan.
Er því haldið fram að mennirn-
ir tilheyri íslömsku hryðju-
verkasamtökunum Lashkar-e-
Taiba en í síðustu viku leystu
pakistönsk yfirvöld forsprakka
þeirra, Hafiz Mohammad Sa-
eed, úr haldi þrátt fyrir hörð
mótmæli Indverja og þótt sam-
tökin hafi verið bönnuð í Pak-
istan.
Eldur í
gasskipi
SLÆMT veður kom í gær í veg
fyrir tilraunir til að slökkva
elda, sem loguðu í tankskipi úti
fyrir Hong Kong. Er það með
20.000 tonn af fljótandi gasi en
ekki var talin yfirvofandi hætta
á sprengingu í skipinu.
Eldurinn kom í fyrradag upp
í vélarrúmi skipsins, sem heitir
Gaz Poem og er skráð í Pa-
nama, og hafði ekki breiðst út
þaðan. Voru allir skipverjar, 34
að tölu, fluttir frá borði en skip-
ið liggur nú við festar í um 48
km fjarlægð frá ströndinni.
Hafa önnur skip verið vöruð við
að sigla nálægt því en talið er
hugsanlegt, að eldurinn í vél-
arrúminu deyi út af sjálfu sér.
STUTT
Meistari
Matta
látinn
Matta
SVISSNESKIR kjósendur höfn-
uðu því naumlega í þjóðarat-
kvæðagreiðslu um helgina að
reglur varðandi landvistarleyfi
útlendinga yrðu hertar verulega.
Um 2,2 milljónir manna tóku
þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni
og greiddu aðeins 50,1% atkvæði
gegn hertum reglum. Munaði
ekki nema 3.400 atkvæðum að
þær hlytu samþykki.
Það voru hægrimenn í Þjóð-
arflokknum (SVP) sem höfðu
lagt til að útlendingum sem
kæmu til Sviss frá landi, þar sem
aðstæður væru taldar í lagi, yrði
sjálfkrafa bannað að biðja um
hæli sem pólitískir flóttamenn í
Sviss og sendir til baka.
Tillögunni var beint gegn
flóttafólki sem liðsmenn Þjóðar-
flokksins telja einfaldlega þvæl-
ast um alla Evrópu, í leit að því
landi sem býður bestu aðstöðuna
fyrir flóttafólk, áður en það biður
um pólitískt hæli. Með breyting-
unni væri fólki gert ókleift að
sækja um hæli í Sviss ef það
væri að koma þangað um einhver
nágrannaríkjanna, þ.e. Frakk-
land, Þýskaland, Austurríki og
Ítalíu.
Sögðu forystumenn Þjóðar-
flokksins að einungis um 10%
þeirra, sem sæktu um hæli í
Sviss, væru raunverulegt flótta-
fólk; að í reynd væri oftast um að
ræða fólk sem einungis vildi mis-
nota velferðarkerfið svissneska.
Stjórnvöld í Bern svöruðu því
til að 95% allra þeirra, sem
sæktu um hæli í Sviss, kæmu
þangað um nágrannaríkin og að
tillaga Þjóðarflokksins þýddi því
í raun að næstum öllu flóttafólki
yrði vísað á dyr, án þess að mat
væri lagt á mál þess. Slíkt fyr-
irkomulag myndi stefna í voða
því orðspori, sem af Sviss færi
sem landi mannréttinda og
mannúðar.
Ætla að breyta lögum
um flóttafólk
Ruth Metzler, dómsmálaráð-
herra í Sviss, viðurkenndi hins
vegar eftir atkvæðagreiðsluna að
tvísýn niðurstaðan sýndi að al-
menningur hefði áhyggjur af
málefninu, og sagði að þær
áhyggjur yrði að taka alvarlega.
Hafa stjórnvöld í bígerð breyt-
ingar á lögum um flóttafólk.
Þjóðarflokkurinn lagði tillögu
sína fram árið 1999 þegar fjöldi
Albana flýði átök í Kosovo og
lagði meðal annars leið sína til
Sviss. Um 46 þúsund flóttamenn
báðu þá um hæli í Sviss, sem er
met, en á síðasta ári voru hæl-
isleitendur 20.600, samkvæmt
opinberum tölum. Um 11,7%
þeirra, sem báðu um hæli í fyrra,
fengu ósk sína uppfyllta.
Hafna hertum
reglum um
landvistarleyfi
Genf. AFP.