Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 20
HÖFUÐBORGIN
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Enskunám í Englandi
Virtur málaskóli á suðurströndinni
18 ára og eldri
2-10 vikna námskeið.
13-17 ára
2-4 vikna námskeið
50 ára og eldri
2 vikna námskeið
Skólinn sér fyrir fæði og húsnæði.
Uppl. eftir kl. 17.00 í síma 862 6825.
SKIPULAGS- og bygginganefnd
Reykjavíkur hefur samþykkt stærst-
an hluta skipulags Landssímareits-
ins svokallaða í Rimahverfi í Graf-
arvogi. Afgreiðslu nyrsta hluta
reitsins, þar sem gert er ráð fyrir
fjölbýlishúsum, var hins vegar frest-
að en fyrir liggur að sá hluti skipu-
lagsins verður auglýstur á ný síðar.
Að sögn Steinunnar Valdísar Ósk-
arsdóttur, formanns skipulags- og
byggingarnefndar Reykjavíkur, var
sá hluti reitsins samþykktur þar sem
gert er ráð fyrir einbýlishúsum, rað-
húsum og skólabyggingu. Ekki hafi
verið gerðar miklar breytingar á
þessum hluta skipulagsins og því
hafi ekki verið talið forsvaranlegt að
bíða lengur með að samþykkja hann.
„Þetta er búið að taka mjög langan
tíma og það tekur fjóra til fimm mán-
uði að auglýsa svona upp á nýtt. Það
hefur verið lítill ágreiningur um
þetta svæði og það hefur breyst mjög
lítið og því finnst mér eðlilegt að
menn geti hafið uppbyggingu þar.“
Hún segir að þessi samþykkt verði
að öllum líkindum tekin fyrir í borg-
arráði í dag og í framhaldinu á næsta
fundi borgarstjórnar.
Á fundi sínum í síðustu viku ákvað
skipulags- og bygginganefnd að aug-
lýsa að nýju nyrsta hluta skipulags-
ins þar sem gert er ráð fyrir fjöl-
býlishúsum enda hefur mestur styr
staðið í kring um hann að sögn Stein-
unnar. „Það segir í skipulags- og
byggingarlögum að ef skipulagstil-
lögu er breytt verulega þá skuli aug-
lýsa hana að nýju og við teljum að við
höfum breytt þessum hluta það mik-
ið. Það má segja að þessar breyting-
ar séu til bóta og ívilnandi fyrir íbúa
en engu að síður var það niðurstaða
okkar að auglýsa þetta á ný.“
Hún segir að eftir eigi að fara yfir
hvort breytingar verði gerðar á þess-
um hluta eða hvort hann verður aug-
lýstur óbreyttur.
Ekki staðið við
fyrirheit um samráð
Í bókunum sjálfstæðismanna á
fundi skipulagsnefndar segir að að
ekkert hafi staðið á bak við þau fyr-
irheit sem meirihlutinn gaf íbúum
hverfisins fyrir kosningarnar í vor
þar sem afgreiðsla skipulagsins sé í
andstöðu við þá. „Að halda því fram
að einungis hafi staðið deilur um
hluta svæðisins er útúrsnúningur,“
segir í bókuninni. „Deilurnar hafa
líka staðið um byggingarmagn á
svæðinu, auk þess sem fram hefur
komið að í Rimahverfi er minna um
græn svæði en í öðrum hverfum
Grafarvogs og fyrirhuguð byggð er
ekki í samræmi við aðra byggð í
hverfinu.“ Þá segir að augljóst sé að
„samráð í huga Reykjavíkurlistans
felur einungis í sér að hitta íbúa en
taka ekki tillit til viðhorfa þeirra og
óska“.
Steinunn Valdís vísar þessari
gagnrýni alfarið á bug. „Það er búið
að halda þrjá opna kynningarfundi
og koma á laggirnar samráðshópi
sem fór yfir málið frá a til ö. Það er
búið að breyta tillögunni mjög mikið
til að koma til móts við íbúana og ef
það er ekki samráð þá skil ég ekki
það hugtak. Það má eflaust gagn-
rýna okkur fyrir skort á samráði í
einhverjum öðrum málum en það á
alls ekki rétt á sér í þessu tiltekna
máli.“
Hún bendir á að í nýju aðalskipu-
lagi borgarinnar sé mörkuð sú stefna
að byggja þéttar en gert hefur verið
og það sé sú pólítíska stefna sem R-
listinn var meðal annars kosinn út á.“
Landssímalóðin afgreidd í skipulags- og bygginganefnd
Samþykkt að hluta
Hönnun/Zeppelin arkitektar
Tillagan eins og hún liggur fyrir. Nyrsti hlutinn með fjölbýlishúsunum
verður auglýstur á ný en eftir er að taka afstöðu til hvort þeim hluta skipu-
lagsins verður breytt áður en að því kemur.
Grafarvogur
BÖRN á öllum aldri fengu kannski
ofurlitla glýju í augun yfir allri
dýrðinni sem blasti við þeim á
Laugaveginum síðastliðinn laug-
ardag en þá voru jólaljósin þar
tendruð. Fjöldi manns var mættur í
miðborgina til að taka þátt í hátíð-
arhöldum af þessu tilefni.
Nokkrir villuráfandi jólasveinar
og foreldrar þeirra forljótir, Grýla
og Leppalúði, litu við í bænum
þennan dag þrátt fyrir að enn væri
talsvert í að komu þeirra væri að
vænta og þótt jólaljósin skapi ekki
sömu brunahættu nú og fyrr mætti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
með gamlan brunabíl og ók honum
niður Laugaveginn. Hið sama gerði
hestvagn með Árna Þór Sigurðs-
son, forseta borgarstjórnar, í far-
arbroddi jólaskrúðgöngu, en Árni
tendraði ljósin.
Í frétt frá Laugavegssamtök-
unum segir að verslanir verði opn-
ar um helgar fram að jólum og
verða margskonar uppákomur við
götuna þann tíma. Frá og með
föstudeginum 13. desember verða
verslanir opnar til kl. 22 öll kvöld
nema Þorláksmessukvöld en þá
verður opið til klukkan 23 að venju.
Gengið undir
glitrandi
jólaljósum
Miðborg
Morgunblaðið/Kristinn
Vantar þig
fjármagn til
atvinnusköpunar?
Frumkvöðlasetur Norðurlands boðar til kynningarfunda
miðvikudaginn 27. nóvember. Á fundunum munu Arne Vagn
Olsen hjá Tækifæri og Stefán Gunnlaugsson hjá Framtaks-
sjóðnum kynna hlutverk og starfsemi sjóðanna og Pétur
Bjarnason mun kynna Frumkvöðlasetur Norðurlands.
Haldnir verða þrír fundir á starfssvæði
Frumkvöðlasetursins:
Morgunverðarfundur
í Safnaðarheimilinu á Dalvík frá kl. 8:00 til 9:15.
Hádegisverðarfundur
á Fosshóteli Húsavík kl. frá 12:00 til 13:15.
Síðdegisfundur
á Fiðlaranum á Akureyri frá kl. 16:30 til 17:45.
Allir sem áhuga hafa á atvinnumálum og nýjungum í
þeim málaflokki eru hvattir til að mæta.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á
Akureyri, FSA, mun annast rekstur
sjúkraflutningaskóla samkvæmt
samningi sem Jón Kristjánsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
og Halldór Jónsson, forstjóri FSA,
undirrituðu í gær.
FSA mun koma slíkum skóla á
fót, ráða skólastjóra og sjá um
skipulag og umsjón náms fyrir
sjúkraflutningamenn. Mun FSA
samkvæmt samningnum gera samn-
inga við þá sem sjá um menntun
sjúkraflutningamanna og m.a. leita
til Háskólans á Akureyri, þannig að
hægt verði að samnýta tæki, búnað
og sérfræðinga til kennslu.
Rauði kross Íslands hefur fram til
þessa annast menntun sjúkraflutn-
ingamanna, en með tilkomu samn-
ingsins færist hún yfir til FSA. Við
ákvörðun um staðsetningu skólans
var tekið tillit til vilja ríkisstjórn-
arinnar og Alþingis að setja nýjar
stofnanir á laggirnar utan höfuð-
borgarsvæðisins að svo miklu leyti
sem hentugt þykir.
Halldór Jónsson, forstjóri FSA,
sagði starfsfólk stofnuninnar fagna
því að henni skyldi treyst til að taka
við þessu verkefni. „Við munum
kappkosta að eiga gott samstarf við
þá sem málið varðar og leggja
metnað okkar í að bjóða upp á eins
gott nám og kostur er,“ sagði Hall-
dór.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði samninginn marka
þátttaskil og í kjölfar hans yrði
sjúkraflutningaskólinn efldur. Þor-
valdur Ingvarsson, lækningafor-
stjóri FSA, tók í sama streng og
sagði stofnunina tilbúna að auka við
menntun sjúkraflutningamanna og
nefndi hann menntun bráðaliða í því
sambandi, en mikilvægt væri að
sjúkraflutningamenn fengju aukið
vægi innan heilbrigðiskerfisins.
„Með því skrefi sem nú hefur ver-
ið stigið hefur skólanum verið komið
farsællega fyrir og við erum ham-
ingjusöm með þessa niðurstöðu,“
sagði Úlfar Hauksson, formaður
Rauða krossins.
Sjúkraflutningaskóli verður rekinn á FSA
Metnaður verð-
ur lagður í að
bjóða gott nám
Morgunblaðið/Kristján
Halldór Jónsson forstjóri FSA og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
skrifa undir samning um að FSA taki að sér rekstur skjúkraflutningaskól-
ans. Fyrirhugað er að efla og bæta nám sjúkraflutningamanna.
Stofnfundur félags sem kallast „Vin-
ir Wathnehúss – áhugamannafélag
um varðveislu Wathnehúss á Ak-
ureyri,“ verður í kvöld, þriðjudags-
kvöldið 26. nóvember kl. 20.30 í húsa-
kynnum Minjasafnsins á Akureyri.
Wathnehúsið var flutt af Oddeyr-
artanga inn á Krókeyri í byrjun þessa
mánaðar. Hlutverk félagsins verður
að stuðla að varðveislu hússins og
finna því framtíðarhlutverk og stað-
setningu.
Húsið var reist árið 1895 af Otto
Wathne og er svonefnt síldartöku-
hús, eitt þeirra sem reist voru á Odd-
eyrartanga í lok 19. aldar á upp-
gangstíma síldveiða á Norðurlandi.
Húsið er samofið sögu sjávarútvegs
og skipasmíða á Akureyri og að lík-
indum eina húsið sem enn stendur af
þeim útgerðarhúsum sem áður stóðu
meðfram austurströnd Oddeyr-
artanga. Það hefur því mikið minja-
gildi, bæði vegna sögu þess og bygg-
ingagerðar, segir í frétt um
stofnfundinn og eru áhugamenn um
varðveislu gamalla húsa því hvattir til
að mæta.
Í DAG
Félag áhugafólks og aðstandenda
Alzheimersjúklinga og heilabilaðra á
Norðurlandi heldur fund í salnum á
Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri í
kvöld, þriðjudagskvöldið 26. nóv-
ember, kl. 20.
Þetta er fyrsti fundur vetrarins og
er hann jafnframt jólafundur félags-
ins. Margt verður til gamans gert
segir í frétt um fundinn og eru fé-
lagsmenn því hvattir til að mæta og
eiga saman góða kvöldstund.
Ljóðakvöld verður í Húsi skálds-
ins á Sigurhæðum í kvöld, mið-
vikudagkvöldið 27. nóvember, og
hefst það kl. 20.30. Húsið verður
opnað hálfri stundu fyrr og verður
opið til kl. 22.
Yfirskrift þessa ljóðakvölds er:
„Fólk klæðir af sér frost – en á
hvergi skjól fyrir skrumi.“ Erlingur
Sigurðarson, forstöðumaður Húss
skáldsins, spjallar á ljóðakvöldinu
um nokkur öndvegisskáld liðinnar
aldar og fer með ljóð þeirra út frá yf-
irskrift kvöldsins.
Ráðstefna um vistvæna ferðaþjón-
ustu verður haldin í Háskólanum á
Akureyri í dag, miðvikudaginn 27.
nóvember, frá kl. 13 til 18. Fjallað
verður um vistvæna ferðaþjónustu
og hvernig hún er í verki, sem og
hvaða ávinning fyrirtæki hafa sem
tileinka sér hana. Fyrirlesarar eru
reyndir í ferðaþjónustu og vita því af
eigin raun hvað umhverfismálin eru
mikilvæg segir í frétt um ráðstefn-
una. Einnig verður fjallað um vottun
sem notuð er alþjóðlega og er þá við-
urkenning á þeirri stefnu sem fyr-
irtækin hafa tileinkað sér á sviði um-
hverfismála.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og
Ferðamálasetur Íslands halda ráð-
stefnuna.
Á MORGUN