Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 23
STÓRMARKAÐIR sem selja bækur
auglýstu tilboð með háum afslætti
um helgina og verða með 120–400
titla á boðstólum fyrir jólin. Í sumum
verslunum er afsláttur gefinn af öll-
um titlum, annars staðar af til-
teknum fjölda bóka, sem breyst get-
ur frá degi til dags. Þá er verði
breytt daglega, að sögn viðmælenda.
Elías Þór Þorvarðarson, versl-
unarstjóri Nettó í Mjódd, orðar það
svo að sálarstríð kaupmanna sé haf-
ið. Segir hann auglýsingar undanfar-
inna daga bera djarfara útspili versl-
unarmanna vitni, en Netto vakti til
að mynda athygli á 40–100% afslætti
af bókum á laugardag. Hagkaup
auglýstu 30–40% afslátt af bókum á
föstudag og segir Elías afslátt-
arprósentuna ívið hærri nú en í
fyrra. Bókin sem gefin var í Nettó
um helgina nefnist Orðabók andskot-
ans og segir hann að verslunin hafi
keypt upplagið af útgefanda.
„Rétt að byrja“ í Nettó
Mestur afsláttur var reyndar gef-
inn af bókum útgefnum í fyrra hjá
Nettó um helgina, en Elías segir að
líka hafi verið gefinn 45% afsláttur af
nýjum titlum strax á fyrsta degi.
„Það er meiri harka í þessu nú en
nokkurn tímann áður. Verð-
samkeppnin er gífurleg, einkum milli
lágvöruverðsverslana, og við getum
ekki leyft okkur að selja bækur á
fullu verði. Ég myndi segja að lág-
marksafsláttur væri 30%, enda erum
við ekki að bjóða sömu þjónustu og
bókaverslanir,“ segir hann.
Þá segir Elías að bókaverð fari
lækkandi eftir því sem nær dregur
jólum. „Auglýsingar undanfarinna
daga eru stríðsyfirlýsingar og við er-
um einungis að tala um verð í dag.
Þetta er ekki botninn. Við erum rétt
að byrja. Afsláttartilboðum annarra
verður fylgt eftir af fullri hörku og
ekkert annað kemur til greina en að
bjóða betur,“ segir hann.
„Ódýrustu bækurnar“ í Bónusi
Bónus kveðst jafnan „bjóða betur“
í auglýsingum og segist Guðmundur
Marteinsson verslunarstjóri Bónuss
einnig ætla að selja ódýrustu bæk-
urnar í verslunum sínum nú fyrir jól-
in. „Við bjóðum alltaf lægsta verðið, í
bókum sem öðru. Við vorum að klára
samninga við Eddu Miðlun og verð-
um til að mynda með bók Davíðs
[Oddssonar] og ævisögu Jóns Bald-
vins [Hannibalssonar]. Þá vorum við
með 45% afslátt af bókum JPV for-
lags um helgina, sem gefur út þrjár
metsölubækur nú fyrir jólin,“ segir
hann.
Ekki er alltaf ljóst frá hvaða verði
er verið að auglýsa afslátt og segir
Guðmundur „eiga að banna“ auglýs-
ingar sem ekki sýna verð áður og
verð með afslætti.
Fjöldi bókatitla verður að lág-
marki 300 í verslunum Bónuss fyrir
jólin að hans sögn. Segir Guðmundur
jólamarkað verslunarinnar við
Smáratorg gera að verkum að hægt
sé að leggja meira rými undir bók-
sölu nú en í fyrra.
„Ef við verðum varir við spurn eft-
ir bókum frá í fyrra munum við bjóða
upp á þær með afslætti líka, en við
seldum reyndar nokkrar af met-
sölubókum síðustu jóla í kiljuformi í
sumar. Nú er megnið af bókum kom-
ið upp hjá okkur og ljóst að við mun-
um elta öll afsláttartilboð,“ segir
Guðmundur.
„Lægstir í Hagkaupum
og með alla titla“
Sigríður Gröndal, innkaupastjóri
sérvöru í Hagkaupum, segir að hver
einasta bók sem kemur út fyrir jólin
verði á boðstólum í Hagkaupum.
„Við erum eini stórmarkaðurinn með
alla titlana, viðskiptavinir geta treyst
því. Einnig erum við staðráðin í því
að vera með lægsta verðið,“ segir
hún.
Fyrsta auglýsingin um lækkað
verð á bókum kom frá Hagkaupum
fyrir rúmri viku og segir Sigríður
aðra hafa fylgt þeirra frumkvæði.
Bókaverðstríð stórmarkaðanna er
fyrr á ferðinni í ár en í fyrra, segir
hún ennfremur.
Afsláttur af vinsælum jólabókum
var 30–40% í Hagkaupum um síð-
ustu helgi og er nú 50% af nýjum
bókum segir Sigríður. Eldri bækur
eru með 90% afslætti. Þegar af-
sláttur er reiknaður segir hún miðað
við leiðbeinandi verð í Bókatíðindum,
sem borist hafa landsmönnum í
pósti.
„Það er meiri harka í þessu nú en
áður og menn fara fyrr af stað.
Verðkannanir eru gerðar daglega og
verð breytast jafnoft ef þannig ber
undir. Undanfarna daga höfum við
gefið afslátt af að minnsta kosti 100
titlum og munum áfram taka þátt í
samkeppni af fullum krafti og vera
með lægsta verð,“ segir hún.
Útgefendur hafa einnig auglýst
afslátt af bókum sínum. Edda Miðl-
un vakti til að mynda athygli á 30%
afslætti af tveimur bókum merktum
„tilboðsbók mánaðarins“ á laug-
ardag og Mál og menning kynnti
fjóra titla með sama afslætti á „jóla-
hlaðborði“ sama dag.
Þess má geta að í samskonar sam-
antekt og birtist á neytendasíðu
Morgunblaðsins 29. nóvember í
fyrra buðu stórverslanir 15–70% af-
slátt af jólabókum.
„Sálarstríð kaupmanna hafið“
Stórmarkaðir byrjuðu
að auglýsa 30-100% af-
slátt af jólabókum nú
um helgina.
Helga Kristín Ein-
arsdóttir ræddi við full-
trúa þriggja verslana
sem allar ætla að bjóða
lægsta verðið.
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Jim Smart
OPNUÐ hefur verið ný verslun í
Kringlunni með Nici-vörur. Í
fréttatilkynningu frá versluninni
kemur fram að Nici sé þýskt merki
sem framleiði vandaðar gjafavör-
ur fyrir börn á öllum aldri.
Þekktasti vöruflokkur Nici er
mjúkdýr, en auk þeirra má nefna
símahulstur, myndaramma, skóla-
vörur og lyklakippur.
Nici-vörur hafa á undanförnum
árum fengist í Pennanum-
Eymundssyni, Polarn & Pyret, í
Fríhöfninni og í Skólavörubúðinni.
Verslunin verður opin fram að
áramótum. Hún er á annarri hæð í
Kringlunni, beint á móti Íslands-
banka.
Nici-verslun í
Kringlunni
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 23
KOMETA ehf. hóf nýlega innflutn-
ing á bandarískum hárvörum, göt2b.
Vörurnar komu á markað í Banda-
ríkjunum í fyrra-
sumar. Um er að
ræða hársápu,
hárnæringu og
froðu í neonlitum
og stílhreinum
umbúðum, að því
er segir í tilkynn-
ingu. „göt2b-vör-
urnar ilma fersk-
lega af ávöxtum og eru ákaflega
endingargóðar,“ segir ennfremur.
Vörurnar fást nú þegar í Plús apó-
tekum og Sól og sælu.
NÝTT
göt2b
hárvörur
FYRIRTÆKIÐ i&d... ehf. vekur at-
hygli á hrotuúðanum Snor Away sem
nú er fáanlegur aftur. Um er að ræða
úða úr fimm mis-
munandi náttúruleg-
um olíutegundum
með B, C og E-vít-
amíni og mintu-
bragði sem spreyjað
er í munninn hálf-
tíma áður en gengið
er til náða til þess að
koma í veg fyrir hrotur. Virkni úðans
er talin 6–8 klukkustundir, að því er
fram kemur í tilkynningu frá i&d.
Munnúði
gegn hrotum
INNFLUTNINGUR á Toyota-
saumavélum er hafinn á ný en hann
mun hafa legið niðri um nokkurra
ára skeið. Nýr umboðsaðili er Við-
gerðaþjón-
ustan sem
annast hef-
ur við-
gerða- og
varahluta-
þjónustu
fyrir saumavélar í hartnær 30 ár, að
því er fram kemur í tilkynningu. Við-
skiptavinum gefst kostur á að láta
gamla Toyota-saumavél ganga upp í
kaup á nýrri en nánari upplýsingar
um vélarnar má finna á heimasíð-
unni www.saumavelar.is.
Toyota-sauma-
vélar komnar
MIKIÐ ÚRVAL
HAGSTÆTT VERÐ
LOFTPRESSUR
TILBOÐ
SDAGA
R