Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 25
KAMMERSVEIT Reykjavíkur held-
ur fyrstu tónleika starfsársins að
Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20. Á efn-
isskránni eru verk eftir Jón Ásgeirs-
son: Þjóðlagasvíta fyrir píanókvint-
ett, Blásarakvintett nr. 2,
Strengjakvartett nr. 3, Sjöstrengja-
ljóð og Oktett fyrir blásara. Jón er
eitt afkastamesta tónskáld þjóð-
arinnar og hefur samið fjölda verka,
allt frá ástsælum smálögum á borð
við Maístjörnuna til stórra óp-
eruverka. Það er ekki á hverjum
degi að færi gefist á því að heyra
fimm kammerverk eins tónskálds á
sömu tónleikunum, og kveðst Jón
ákaflega ánægður með það og þakk-
látur Kammersveit Reykjavíkur.
„Fyrsta verkið er píanókvintett
byggður á íslenskum þjóðlögum, og
er afrakstur þess að ég vann í nokk-
ur ár með Sigríði Valgeirsdóttur við
að útsetja þjóðdansa fyrir Þjóð-
dansafélagið. Það var svo alltaf ein-
hvers staðar bakatil í huga mér að
taka þessi lög sem eru svo söngvæn
og finna þeim tóntak á hljóðfæri.
Menn hafa nú ekki gert mikið af því
að búa til hljóðfæramúsík úr þjóð-
lögum, en þetta er tilraun til að
hljóðfæravæða þau.“ Jón notar
þjóðlagið Vera mátt góður í fyrsta
þætti verksins, en í öðrum þætt-
inum, Raunarollu, fléttar hann sam-
an fjögur þjóðlög. Undir þeim leikur
píanóið alltaf sömu tvo tónana.
„Þeir eiga að túlka Íslandsklukkuna
sem klingir með undir þessu,“ segir
Jón. Þriðji þátturinn er byggður á
laginu Krummi svaf í klettagjá, og
sá fjórði á Vísum Vatnsenda-Rósu.
Jón samdi Blásarakvintett nr. 2
fyrir Blásarakvintett Reykjavíkur,
sem frumflutti hann á Myrkum mús-
íkdögum 1999. „Ég kalla kaflana
Fjörleik og Hrynlaust millispil og sá
síðasti heitir Snertla, stillur og
stefja; – snertla er þýðing mín á orð-
inu tokkata; stillur eru sálmalag og
stefja er nafnið sem Hallgrímur
Helgason gaf fúgu.“ Strengjakvart-
ett nr. 3 er líka nýlegt verk, var
saminn árið 2000, og frumfluttur á
Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Annar
kaflinn í strengjakvartettnum er
seríal að nokkru leyti, byggður á
fjórum tónaröðum sem eru spilaðar
samtímis í öllum hljóðfærunum, en
þá koma tilbrigði við tónaraðirnar.
Síðasti kaflinn er fjórföld fúga, og
aðalstef fúgunnar er þjóðlagið Nú
er hann kominn á nýja bæinn.“ Sjö-
strengjaljóð var samið fyrir sjö
strengjahljóðfæri, en hefur oftast
verið flutt af strengjasveit. Aðalstef
verksins er sönglag Jóns við kvæði
Þorsteins Valdimarssonar um Inga
T. Lárusson: Svanur ber undir
bringudúni banasár. „Núna verður
verkið spilað í sinni réttu mynd, fyr-
ir sjö strengi. Ég hef hugsað mér að
búa til fleiri verk fyrir sjö strengi og
byggja á sönglögum sem ég hef
samið.“ Oktett Jóns hefur sérstaka
hljóðfæraskipan, því þar notar hann
eingöngu átta tréblásturhljóðfæri:
pikkoló, flautu, óbó, enskt horn,
klarinettu, bassaklarinettu, fagott
og bassafagott. „Þetta er til-
brigðaverk, tólf tilbrigði við stef, og
hvert þeirra situr á sínum tóni tón-
stigans. Þetta er í einum kafla og
maður á ekkert að heyra skilin á
milli tilbrigðanna.“
Hef aldrei losnað við þjóðlögin
Jón segir að þegar hann var að
semja við þjóðlög og útsetja þau á
yngri árum, hafi verið talsverð and-
staða við það að tónskáld nýttu sér
þann efnivið. „Kollegar mínir voru
svolítið að skamma mig fyrir þetta,
og vildu að ég semdi nútímalegri
tónlist. Þetta þótti ekki mjög fínt.
En nú er vakning í þá átt að nota
þennan sjóð meira.“ Þótt ekki séu til
nein ógrynni af íslenskri hljóðfæra-
tónlist byggðri á þjóðlögum, þá
gegnir öðru með sönginn, og fjöldi
íslenskra sönglaga hefur verið út-
settur fyrir alls konar kóra. Þau ís-
lensku tónskáld, auk Jóns, sem hvað
mest hafa nýtt sér þjóðlög í hljóð-
færatónlist sinni eru Jón Leifs, Jór-
unn Viðar, Þorkell Sigurbjörnsson
og Hafliði Hallgrímsson. „Módern-
isminn átti að taka við af allri tónlist
á sínum tíma, og það var hreinlega
goðgá ef menn vildu ekki taka þátt í
þeirri framþróun. En þetta er eins
og í pólitíkinni, það kemur ákveðið
bakslag í hlutina þegar þeir hætta
að vera nýir og ferskir og þá fara
menn að leita að nýjum leiðum. Ein-
hverra hluta vegna komst það þá
aftur í tísku að rækta þjóðararfinn.
En ástæðan fyrir því að ég er í þjóð-
lögunum er sú, að ég hef bara aldrei
losnað við þau. Ég var alinn upp við
þau og ól sjálfan mig upp við að
skoða þau; – lá í séra Bjarna, og
fannst það alla tíð sá grunnur sem
maður ætti að byggja á. En nú get
ég vel samið án þess að nota þjóð-
lögin, þótt tónmálið sé oft undir
áhrifum frá þeim; en ég er frjáls.“
Síðustu daga hefur Jón kíkt á æf-
ingar hjá Kammersveitinni til að
fylgjast með og rifja upp kynnin af
verkum sínum. „Ég hef alltaf sagt
að það sé einn dásamlegasti eig-
inleiki mannsins að geta gleymt.
Þegar ég er búinn með verk, er ég
ákaflega lítið upptekinn af því. Ég
hef ekki gert mikið til að koma
verkum mínum á framfæri, en þarf
ekkert að kvarta. Það eina sem ég á
óspilað núna er Klarinettkonsert
sem Útvarpið tók upp, en á eftir að
klippa og ganga frá, og Tromp-
etkonsert og Flautukonsert sem ég
var að ljúka við. Svo er ég að semja
mína þriðju óperu, Möttulssögu.
Maður er ekkert að draga af sér
meðan maður hefur heilsu og vit,
það verður nógur tími þegar það fer
frá manni. Þá situr maður bara og
spinnur með þumlunum. Ég er
sennilega að því leyti gæfumaður,
að ég er bæði seinþroska og heilsu-
góður.“
Eftir tónleikana verða verk Jóns
hljóðrituð til útgáfu á geisladiski.
Goðgá ef menn fylgdu
ekki módernismanum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Jón Ásgeirsson fylgist með æfingum Kammersveitar Reykjavíkur á Sjöstrengjaljóði.
Stundarfriður eftir Guðmund
Steinsson verður leiklesinn í leiklist-
ardeild LHÍ á Sölvhólsgötu 13 kl. 20.
Flytjendur eru nemendur 2. árs
leiklistardeildar ásamt Guðrúnu
Gísladóttur, Kristbjörgu Kjeld,
Randver Þorlákssyni og Sigurði Sig-
urjónssyni.
Súfistinn í Bókabúð Máls og
menningar Dagskrá helguð Hall-
dóri Laxness hefst kl. 20. Auður
Jónsdóttir, barnabarn Halldórs, les
upp úr bók sinni: Skrýtnastur er
maður sjálfur. Hver var Halldór
Laxness? Ólafur Ragnarsson les upp
úr og kynnir bók sína Halldór Lax-
ness – lifað í skáldskap. Þá les Ari
Trausti Guðmundsson úr smásagna-
safni sínu Vegalínur og Hörður
Torfason leikur af nýrri safnplötu
sinni.
Kaffileikhúsið, Hlaðvarpanum
Lesið verður úr nýjum bókum kl.
20.30. Þessir höfundar lesa úr verk-
um sínum: Vigdís Grímsdóttir,
Hjarta tungl og bláir fuglar; Reynir
Traustason, Sonja, saga um líf og
leyndardóma Sonju W. Benjamíns-
son de Zorilla; Anna Valdimars-
dóttir, Leggðu rækt við ástina; Æv-
ar Örn Jósepsson, Skítadjobb og
Taxi 101; Þorsteinn Guðmundsson,
Hundabókin. Þá les Magnús R. Ein-
arsson úr bókinni um Bítlana eftir
Ingólf Margeirsson.
Fræðslufundur Minja og sögu
verður haldinn í Norræna húsinu kl.
17. Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur og rithöfundur flytur erindi
um Jón Sigurðsson.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
KRISTINN Sigmundsson óperu-
söngvari situr fyrir svörum í Ís-
lensku óperunni í kvöld kl. 20 og
skeggræðir við
gesti um reynslu
sína í hinum al-
þjóðlega óperu-
heimi. Með því er
hleypt af stokk-
unum nýjum dag-
skrárlið hjá Ís-
lensku óperunni
sem fengið hefur
nafnið Við fót-
skörina. Dag-
skránni er ætlað að vera framvegis
einu sinni á hverju misseri. Fenginn
er gestur úr óperuheiminum til þess
að miðla reynslu sinni, skrafa og
skeggræða. Dagskránni er ætlað að
höfða sérstaklega til ungs tónlistar-
fólks en ætti jafnframt að vera for-
vitnileg fyrir alla sem áhuga hafa á
óperulist.
Með Kristni á sviðinu verða tveir
aldavinir hans; þau Jónas Ingimund-
arson og Elísabet B. Þórisdóttir. Þau
munu taka þátt í upprifjun á söng-
ferli Kristins og þeir Jónas og Krist-
inn krydda svo dagskrána með tón-
dæmum.
Kristinn
Sigmundsson
situr fyrir
svörum
Kristinn
Sigmundsson
FJÓRÐU og síðustu tónleikarnir í
hádegistónleikaröð Íslensku óper-
unnar á haustmisseri verða í dag
kl. 12.15. Yfir-
skrift tón-
leikanna er Ljón
í hádeginu og
þar munu þeir
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson
tenór og Ólafur
Vignir Alberts-
son píanóleikari
flytja lög fyrir
söngrödd og pí-
anó eftir þýska tónskáldið Carl
Loewe.
Jóhann Friðgeir segist hafa ver-
ið að velta því fyrir sér að flytja
eitthvað af ljóðaflokkum Schuberts
á tónleikunum, Vetrarferðina eða
Malarastúlkuna fögru, þegar
Bjarni Daníelsson óperustjóri ósk-
aði eftir því að hann syngi
ljóðaprógramm.
„Ég bar þetta undir Ólaf Vigni,
sem benti mér á söngva Loewes,
og þau gripu mig strax. Það varð
ekkert aftur snúið með það. Loewe
er skemmtilega rómantískt tón-
skáld og ljóðin öll tengd nátt-
úrunni, blómum, álfum og þvíum-
líku.
Ég syng til dæmis Álfakónginn,
sem hann samdi við sama ljóð og
Schubert notaði í sinn Álfakóng.
Önnur þekkt lög Loewes sem ég
syng eru Heinrik der Vogel og
Tom der Reimer. Ég syng átta lög
í allt, passlegan skammt fyrir hálf-
tímann. Þetta eru skemmtileg lög
og maður þarf stundum að vera
meira en ein persóna í hverju
þeirra, eins og í Álfakónginum, þar
sem ég syng Álfakónginn, pabbann
og drenginn og þarf að breyta um
blæbrigði til að túlka hvern um sig.
Ég hef virkilega gaman af því að
takast á við þetta, ég hef lítið verið
að syngja ljóðasöng, en það er
þroskandi skóli sem allir söngvarar
hafa gott af að ganga í gegnum.“
Hádegistónleikarnir hefjast kl.
12.15 og standa í um 40 mínútur.
Hægt verður að kaupa samlokur
fyrir eða eftir tónleika, svo enginn
ætti að þurfa að fara svangur úr
Óperunni.
Aðgangseyrir á tónleikana er
1.000 krónur.
Ekki aftur
snúið með
Loewe
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson
HILDIGUNNUR Halldórsdóttir
sópransöngkona og fiðluleikari
heldur einsöngstónleika í Lista-
safni Sigurjóns
Ólafssonar í
kvöld kl. 20. Tón-
leikarnir eru
burtfararpróf
Hildigunnar frá
Tónskóla Sigur-
sveins D. Krist-
inssonar. Kenn-
ari hennar þar
hefur verið
Marta Guðrún
Halldórsdóttir. Hildigunnur flytur
sönglög eftir Joseph Haydn, Jo-
hannes Brahms, Richard Strauss,
Sigursvein D. Kristinsson, Yrjö
Kilpinen og Edvard Grieg. Píanó-
leikari er Þóra Fríða Sæmunds-
dóttir.
Hildigunnur starfar með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands þar sem hún
gegnir leiðandi stöðu, en hefur
jafnframt verið virk í kammertón-
list og leikur með hópunum Caput,
Camerartica og Contrasti. Hún
hefur jafnframt sungið með söng-
hópnum Hljómeyki.
Burtfarar-
prófstónleik-
ar í Sigurjóns-
safni
Hildigunnur
Halldórsdóttir
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦