Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 33
✝ Hermann KáriHelgason fædd-
ist á LSH við Hring-
braut í Reykjavík 8.
nóvember síðastlið-
inn. Hann andaðist
á sama stað 12. nóv-
ember. Foreldrar
hans eru Helgi
Magnús Her-
mannsson fasteigna-
sali og Björk Bald-
ursdóttir,
skrifstofumaður hjá
LSH. Bræður Her-
manns Kára eru
Ólafur Örn, f. 28.3.
1991, og Guðbrandur Óli, f. 9.5.
1998. Foreldrar Helga voru
Hermann Sigurðs-
son og Elínborg
Óladóttir. Foreldr-
ar Bjarkar eru
Baldur Ólafsson og
Ingibjörg Jóna Jón-
asdóttir. Hermann
Kári var skírður í
höfuðið á afa sínum
Hermanni Sigurðs-
syni sem var 12
barna faðir og var
Hermann Kári fer-
tugasta og fimmta
barnabarn Her-
manns og Elínborg-
ar.
Útför Hermanns Kára fór
fram í kyrrþey 20. nóvember.
Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi ei saka.
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en Guð þau telur,
því heiðloftið sjálft er huliðstjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
En ástin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú,
oss finnst þar í eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
Elsku litli drengurinn okkar. Af
hverju fengum við ekki að hafa þig
hjá okkur? Slys verða, hver ræður at-
burðarás? Hvernig eigum við að
halda áfram? Almáttugur drottinn
okkar allra, gef okkur styrk.
Pabbi, mamma, Ólafur Örn og
Guðbrandur Óli.
Elsku litli sólargeislinn okkar, þú
ert svo fallegur. Við getum ekki ann-
að en verið reið og sár með sorginni.
Þú varst svo hraustur í móðurkviði,
alltaf á hreyfingu. Meðgangan gekk
vel og þú hafðir alla burði til að koma
í heiminn alheilbrigður. En hræðileg
mistök urðu sem gerðu það að verk-
um að þú varst tekinn með keisara-
skurði nær dauða en lífi og nú hófst
hetjuleg barátta hjá þér í fjóra daga,
en allt kom fyrir ekki. Þú yfirgafst
þennan heim í fangi foreldra þinna.
Við grátum þig svo mjög, við getum
ekki spurt: „Af hverju?“, því við vit-
um hvað olli því að þú varst tekinn frá
okkur sem gerir söknuðinn enn
sárari.
Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar
mín.
Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin
þín.
Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin
þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til
sín.
Segðu pabba að ég elsḱann því pabbi á líka
bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu
ofurlágt.
Segð́onum frá stjörnunni sem á himnum
skærast skín,
kennd́onum að þekkja hana því hún er
stjarnan mín.
Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum það frá
mér.
Það eru hér svo margir sem þykir vænt um
mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.
Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til
mín,
láttu á leiðið mitt hvíta rós, það læknar
sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu
minnast mín
og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt
þinn.
(Höf. ók.)
Elsku Helgi, Björk, Ólafur Örn og
Guðbrandur Óli, megi Guð veita ykk-
ur styrk til að finna frið og ró eftir
þungan missi.
Drottinn blessi og varðveiti Her-
mann Kára Helgason.
Friðþjófur, Lilja, Sólveig
Auður, Ingibjörg og Bergdís
Björk.
Hinn 8. nóvember fæddist þú og ég
varð rosalega glöð að vita að ég hefði
eignast nýjan frænda en þú varst
rosalega veikur og það var ég ekki
glöð með. Þú opnaðir augun tvisvar
en bara mjög stutt og hreyfðir aðeins
hendurnar. Ég bað til guðs að láta
þér batna og styrkja þig og ég lét
skírnarkertið mitt loga til að þess að
reyna að láta þér batna. Svo vaknaði
ég 13. nóvember og mér sagt að ég
þyrfti ekki að fara í skólann heldur
heim til mömmu þinnar og pabba. Ég
hlakkaði rosalega mikið til að fá að
sjá þig en þegar ég kom var mér sagt
að þú værir dáinn og ég varð rosalega
sorgmædd og ég grét og grét og geri
það enn. Þú barðist fyrir lífi þínu eins
og hetja, þú varst fullkominn frændi.
Svo kom jarðarförin 20. nóvember og
ég grét og grét. Ég signdi yfir þig og
kyssti þig á ennið og þú varst mjög
kaldur. Ég mun reyna að koma til þín
hverja helgi og gefa þér blóm og tala
við þig. Ég myndi gera hvað sem er
til að fá þig aftur en það er víst ekki
hægt. Diddú kom og söng svo rosa-
lega fallega við jarðarförina þína. Þú
varst klæddur í hvítar flísbuxur og
hvíta flíspeysu með hettu og með
verndarengilinn frá okkur um háls-
inn. Þú lást í kistunni með hvít sæng-
urföt sem mamma þín hafði saumað
nafnið þitt í, Hermann Kári, með bláu
garni og kross fyrir ofan nafnið þitt.
Ég vildi að ég fengi að sjá þig aftur
en það var huggun að fá að kyssa þig.
Þegar læknarnir vissu að þú varst að
deyja þá tóku þeir allar leiðslurnar úr
þér og settu þig í fang mömmu þinn-
ar. Það huggar okkur pínulítið að vita
að afi Hemmi og amma Bogga passa
upp á þig hjá guði, en auðvitað vildum
við hafa þig hjá okkur.
Þín frænka
Sólveig Auður.
HERMANN KÁRI
HELGASON
Ég kynntist Borg-
þóri H. Jónssyni fyrst í
Stokkhólmi árið 1947
þegar ég hóf nám í veð-
urfræði við skóla sænsku veðurstof-
unnar (SMHI). Borgþór var þá einu
ári á undan mér. Það breytti því ekki
að við eyddum mörgum stundum
saman eftir því sem tími gafst til.
Hann kom mér strax fyrir sjónir sem
góður og traustur drengur sem ekki
brást vinum sínum.
Það var svo árið 1952 að við Borg-
þór gerðumst starfsfélagar á veður-
stofunni á Keflavíkurflugvelli og þar
unnum við saman til ársins 1975. Á
flugveðurstofunni var ákaflega eril-
samt svo að stundum sást ekki fram
úr verkefnum þar sem flugvélar
komu inn í tugatali á hverri vakt.
Ég minnist þess glögglega að mér
þótti ótrúlegur léttir að fá að vinna
með Borgþóri við slíkar aðstæður
þar sem hann hélt ætíð ró sinni og
kímnigáfu. Hann lét eril flugumferð-
arinnar ekki trufla sig. Hans eina
boðorð var að flugmenn fengju allar
tiltækar upplýsingar svo fljótt sem
auðið var.
Borgþór tók við starfi deildar-
stjóra 1963 en þá varð ekki séð í
neinu að hann breytti framkomu
sinni við samstarfsfólk og naut hann
óskiptra vinsælda allra undirmanna
sinna.
Sjálfur naut ég þess að hafa sam-
gang við Borgþór á heimili hans en
þar voru þau Nanna, kona hans,
BORGÞÓR H.
JÓNSSON
✝ Borgþór Haf-steinn Jónsson
fæddist í Vestmanna-
eyjum 10. apríl 1924.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi við
Hringbraut 12. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Háteigs-
kirkju 22. nóvember.
samstiga í gestrisninni.
Heimili þeirra geislaði
af hlýju og vináttu sem
seint verður fullþökk-
uð.
Með Borgþóri er
genginn einn af mínum
traustustu vinum og
skilur eftir sig ljúfar
minningar. Ég sendi
Nönnu og öðrum
vandamönnum mínar
innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingólfur
Aðalsteinsson.
Nú í kvöld munum við stelpurnar í
Grænásnum hittast á Café Rue Roy-
ale á Laugavegi 22a. Þar munum við
fagna því að sauma- og kjaftaklúbb-
urinn okkar til margra ára fær verð-
laun fyrir eina af mataruppskriftum
mínum. Þar verður skálað í minn-
ingu þína en bálför þín verður í dag
þótt minningarathöfnin hafi farið
fram á föstudaginn. Þar verður vel
tekið á móti okkur stelpunum sem
oftast höfum mætt. Við fáum for-
drykk og Miðjarðarhafsrétti að
borða. Vínþjónasamtök Íslands
verða með vínkynningu fyrir okkur.
Að lokum verðum við leystar út með
gjöfum frá heildversluninni Bergís.
En, Nanna mín, uppskriftin sem
var valin er allt eins þín ef farið væri
eftir höfundarlegri skilgreiningu
lögfræðinnar. Mamma fékk þegar ég
var sjö til tíu ára danska uppskrift
frá þér sem er meginhugmyndin að
baki uppskriftar minnar. Uppskrift-
in verður fljótlega birt í Vikunni
ásamt mynd af okkur stelpunum
sem nú erum allar orðnar stórar.
Flestar ef ekki allar mömmur og
nokkrar orðnar ömmur.
Ég man að þú, Borgþór, tókst mig,
Ernu dóttur þína og systur mína
Halldóru Lydiu á jólaball í Stapan-
um þegar við vorum litlar. Þú kennd-
ir okkur að dansa í kringum jólatréð
og syngja jólalög. Ég man svo vel
eftir því þegar þú varst að spila fyrir
okkur Karíus og Baktus á plötuspil-
arann þinn. Ég vildi fá að heyra
sönginn aftur og aftur.
Einnig man ég þegar þið voruð
flutt á Háteigsveginn. Afi minn og
amma áttu hús við götuna uppi við
vatnsgeyminn. Húsið var mannlaust.
Mig langaði alltaf að byggja þar nýtt
hús og flytja þangað. Erna ætlaði að
fylgjast með húsinu. Dag nokkurn
hringdi Erna og sagði að það væri
verið að skemma þar allt. Urðum við
fljótari en lögreglan alla leið frá
Hafnarfirði til þess að stoppa leik-
inn. Fyrir Geymisvellina við Há-
teigsveg fengust síðar eignarnáms-
bætur.
Hafið þið þökk fyrir og gæfan
fylgi fjölskyldu ykkar í framtíðinni
Margrét Þórðardóttir.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, afi og langafi,
HAUKUR GUÐMUNDSSON,
Æsufelli 2,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á
FAAS, Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga.
Sigurbjörg Eiríksdóttir,
Sigríður Hauksdóttir, Hafliði Albertsson,
Guðrún Hauksdóttir, María Thors,
Guðmundur Ó. Hauksson, Halldóra Sigfúsdóttir,
Gunnar E. Hauksson, Birgitta Bragadóttir,
Þór Hauksson, Magnhildur Sigurbjörnsdóttir,
Ragnar Hauksson, Esther L. Þórhallsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
EIRÍKUR SÆLAND
garðyrkjubóndi,
Espiflöt,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn
22. nóvember.
Hulda Sæland.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð og vinarþel við andlát og útför okkar
elskulega
ÖRLYGS SIGURÐSSONAR
listmálara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða.
Unnur Eiríksdóttir og fjölskylda.