Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 46

Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. Frábær spennutryl- lir sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. DV 5, 7.30 og 10. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV MblRadíóX  ÓHT Rás 2 Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. Frábær spennutryl- lir sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. One Hour Photo Sýnd kl. 5.30. B. i. 16. EYÐIMERKURDÖGUN erjafnframt heiti samtaka,sem sómalska fyrirsætanog rithöfundurinn Waris Dirie stofnaði á síðasta ári. Sam- tökin eru helguð baráttunni gegn þeirri siðvenju að umskera og af- skræma kynfæri kvenna. Waris, sem hefur ferðast víða um heiminn til að kynna bækur sínar og baráttumál. Hún er nú stödd á Íslandi í annað sinn og hélt fyr- irlestur í Íslensku óperunni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi Samein- uðu þjóðanna gegn ofbeldi gagn- vart konum. „Samtökin ganga mjög vel. Það er mikið verk fyrir höndum og mig langar ekki til að sóa tíma. Það þarf að bregðast við núna,“ segir hún. Markmið samtakanna er m.a. að setja upp heilsugæslustöðvar, ná til hirðingjasamfélagsins með færanlegum stöðvum og fræða kennara í Sómalíu um skaðleg áhrif þessarar limlestingar á kynfærum kvenna. „Sómalskar stúlkur mega þola harðneskjuleg- ustu misþyrminguna. Þá eru bæði snípurinn og innri skapabarmarnir skornir burt og kynfærin saumuð saman svo aðeins er eftir lítið gat.“ (16) Sjálf upplifði Waris þessa misþyrmingu ung að árum. Hún ákvað snemma að taka örlögin í eigin hendur og flúði að heiman um 13 ára gömul, líkt og hún hefur lýst í Eyðimerkurblóminu og Eyði- merkurdögun en síðastnefnda bók- in er nýkomin út hjá JPV. Hún hlaut frægð og frama í fyr- irsætuheiminum, en það var í við- tali við tískublaðið Marie Claire fyrir fáeinum árum, sem hún sagði sögu sína í fyrsta sinn og greindi opinskátt frá lífsreynslu sinni. War- is er jafnframt sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún berst einnig gegn umskurði stúlku- barna. „Það er ekki hægt að breyta lifn- aðarháttunum í Afríku, maður verður bara að aðlagast þeim.“ (78) Waris segir viðhorf fólks í heima- landi sínu og víðar vera hindrun á framfaravegi breytinga. „Við vitum öll um vandamálin og um þá hræði- legu hluti, sem eiga sér stað í heim- inum. Það þarf að bara bregðast við þeim og berjast fyrir breyt- ingum.“ Hún minnist þess ennfremur að börn um allan heim þjáist á hverj- um einasta degi. „Mér finnst heim- urinn mjög sorglegur. Ég berst fyrir börnin. Þaðan kemur styrk- urinn. Ég hugsa fyrir þau, líð fyrir það sem þau þurfa að líða og tala máli þeirra. Þess vegna get ég haldið áfram dag eftir dag. Þetta snýst ekki um mig.“ Waris segir starf sitt hafa skilað árangri. „Mér finnst ég vera að ná til heimsins. Ég get miðlað tilfinningum mínum og það er það sem ég geri,“ segir hún. „Á Vesturlöndum reynir fólk í sífellu að fylla eitthvert tóm. Þar eru allir í sífelldri leit.“ (115) „Það eru allir hér í sífelldu kappi við tím- ann en komast ekkert áfram. Það er betra að vakna og athuga hvern- ig manni líður og hvert dagurinn leiðir mann. Ég skipulegg aldrei neitt.“ Í Eyðimerkurdögun lýsir Waris ferð sinni til Sómalíu og endur- fundum við fjölskyld- una eftir langa fjar- veru. Hún ætlar að fara til Sómalíu innan tíðar, ásamt Aleeke, syni sín- um. „Eftir nokkra mán- uði. Enshallah, ef Guð lofar. Aleeke spyr á hverjum degi hvenær við förum til Afríku.“ „Þegar ég kom til Sómalíu var ég eins og hver önnur manneskja. Ég fann aldrei til ótta, ekki eitt andartak.“ (189) Vinir Warisar hafa lýst yfir ótta sínum um að öfgamanneskja ráð- ist á hana vegna hugð- arefna hennar. „Eng- inn getur ógnað mér. Ég er ekki hrædd við aðrar manneskjur. Að- eins Guð getur sært mig. Það eru allir svo hræddir við eitthvað. Til hvers? Maður á bara eitt líf, sem maður verður að nota.“ „Þetta ættbálkakarp stendur í vegi fyrir því að það sé hægt að leysa vandamálin sem þjóðin stend- ur frammi fyrir. Ef þú færir ein- hvern tímann frá Sómalíu myndir þú skilja að við erum öll af sömu þjóð!“ (125) Waris segir framtíðina bjarta fyrir heimaland sitt. „Landið mitt er að breytast. Það er loksins frið- ur. Lífið þar er að breytast til hins betra. Landið verður að lækna sjálft sig.“ Kannski er ekki skrýtið að henni finnist allt mögulegt þegar hún sjálf hefur áorkað svo miklu. „Ef ég hugsa um hvaðan ég er, hvernig ég var alin upp, þá er það algjört kraftaverk að sitja hér með tvær metsölubækur. Ég hef lært að allt er mögulegt. Lífið er stöðug áskor- un.“ Snýst ekki um mig Morgunblaðið/Kristinn. Sómalska baráttukonan Waris Dirie hræðist ekkert nema Guð og telur að allt sé mögulegt. Baráttukonan Waris Dirie segist umfram allt vera að lýsa tilfinningum sínum. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hana og rýndi í nýjustu bók hennar, Eyðimerkurdögun. TENGLAR ..................................................... www.desertdawn.com ingarun@mbl.is Waris Dirie, sómalska hirðingjastúlkan, sem varð heimsfræg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.