Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 4

Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í STARFS- og fjárhagsáætlun Leikskóla Reykjavíkur er gert ráð fyrir að allir leikskólar í Reykjavík verði lokaðir í einn mánuð í sumar. Áætlunin, sem þegar hefur verið samþykkt í borgarráði, verður lögð fyrir borgarstjórn á fimmtu- dag. Að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur, er enn ekki búið að útfæra hugmyndirnar að fullu og því óvíst hvort um framtíðarfyr- irkomulag yrði að ræða og hvort allir skólarnir í borginni yrðu lok- aðir á sama tíma. Þá er einnig óvíst á hvaða tímabili skólunum yrði lokað. Að mati Samtaka at- vinnulífsins er sveigjanleiki innan tímarammans æskilegastur. „Börn hafa alltaf haft 11 mánaða dvöl á leikskólum á ári, öll þurfa þau að fara í mánaðarfrí,“ segir Bergur Felixson. „Breytingin sem tillögurnar boða felst í því að börn- in taki fríið sitt öll á sama tíma og á meðan fari engin starfsemi fram á leikskólunum. Við höfum reynt að vera sveigjanlegri við foreldra, en getum ekki verið jafnsveigj- anleg núna, einfaldlega vegna þess að við þurfum að spara, draga úr rekstrarkostnaði til að falla inn í þann fjárhagsramma sem okkur er gert að vera innan.“ Bergur sagðist gera ráð fyrir að með þessum aðgerðum myndu sparast að minnsta kosti 12 millj- ónir króna. Hann sagðist þó gera ráð fyrir ennfrekari sparnaðarað- gerðum. „Það er óhagsætt fyrir okkur að hafa leikskólana opna all- an ársins hring. Við sitjum við sama borð og aðrar stofnanir borgarinnar. Við höfum aðeins úr ákveðnu fé að spila. Þetta eru nýir stjórnsýsluhættir. En við fengum ekki eins mikið fé og við hefðum viljað og þurfum því að spara.“ Þar sem tillögurnar hafa ekki verið samþykktar í borgarstjórn hafa foreldrum og starfsfólki leik- skóla ekki verið kynntar hug- myndirnar. Bergur sagðist ekki hafa orðið fundið fyrir óánægju frá foreldrum eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum um helgina, en að starfsfólk hefði hins vegar lýst ánægju með hugmyndirnar. „Við vitum að leikskólastjórar og starfsfólk er flest á því að það sé betra fyrir starfsemina faglega séð að loka skólunum í vissan tíma, að skólinn hafi ákveðið upphaf og endi líkt og grunnskólinn.“ Bergur benti á að önnur stór sveitarfélög höguðu málum þegar þannig að allir leikskólarnir væru lokaðir á sama tíma. Gæti komið niður á atvinnulífinu „Þjónusta leikskólanna er mjög mikilvæg fyrir atvinnulífið og röskun sem kemur niður á for- eldrum og börnum kemur einnig óneitanlega niður á atvinnulífinu,“ sagði Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, við Morgunblaðið í gær. „Meiri sam- ræming á því hvenær skólunum er lokað þarf þó ekki að vera af því slæma. En ég held að það myndi nýtast öllum ef ákveðinn sveigj- anleiki væri fyrir foreldra innan tiltölulega þröngs tímaramma. Það er virðingarvert af leikskólum að stefna að því að halda sig innan þess fjárhagsramma sem þeim er sniðinn. En það hefur ekki verið kynnt opinberlega hvaða hagræði er af því að loka öllum skólum í ákveðinn tíma frekar en að draga verulega úr starfsemi á þröngu tímabili. Það gæti dregið mikið úr röskuninni sem hlýst af þessum lokunum ef hægt er að hafa ein- hvern sveigjanleika í framkvæmd- inni.“ Leikskólar Reykjavíkur vilja loka öllum leikskólum borgarinnar í einn mánuð Atvinnurekendur telja sveigjanleika æskilegan Morgunblaðið/Ómar Börnin á Tjarnarborg bíða í röð eftir að komast í seinna kaffið einn rigningardaginn. Spara þarf í rekstri leikskólanna á næsta ári FJÓRIR menn með pólskt ríkisfang, eru grunaðir um innbrot í þjónustu- miðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi á sunnudagskvöld. Fór lögreglan í Snæfellsbæ fram á gæsluvarðhald yfir þremur þeirra í gær, en dómari við Héraðsdóm Vesturlands tók sér frest til dagsins í dag til að taka af- stöðu til krafnanna. Jafnframt lagði lögregla fram beiðni um húsleit- arheimild á dvalarstað mannanna. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir fjórða manninum þar sem hann liggur á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem hann hlaut þegar hann kastaði sér út úr sendibifreið skömmu áður en lögregla stöðvaði för mannanna. Líklegt er að lögregla muni krefjast gæsluvarðhalds yfir honum þegar hann útskrifast af sjúkrahúsinu. Hann mun ekki alvarlega slasaður. Eigandi þjónustumiðstöðvarinnar átti leið á staðinn fyrir tilviljun um áttaleytið í fyrrakvöld og kom þar að mönnunum innandyra. Þeir höfðu brotið sér leið um glugga bakatil og voru búnir að stafla upp ýmsum varningi sem þeir ætluðu væntanlega að taka með sér. Eftir að eigandinn hafði gert vart við sig flúðu þeir á brott á hvítri Volkswag- en Transporter-sendibifreið. Eig- andinn gerði lögreglu þegar viðvart og voru lögreglubílar sendir frá Grundarfirði, Ólafsvík, Stykk- ishólmi og Borgarnesi. Slasaður og gegnblautur Ólafur Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn á Snæfellsnesi, segir að lögreglumenn frá Borgarnesi hafi mætt sendibílnum við Hítará. Þeir sneru þegar við og hófu eftirför og fljótlega var bíllinn stöðvaður. Þá var aðeins einn maður í bílnum en opin hliðarhurð vakti grunsemdir um að hinir hefðu stokkið út úr bif- reiðinni. Lögregla fór því að svipast um eftir hinum og fljótlega fundust tveir þeirra ofan í skurði skammt frá þeim stað sem bíllinn var stöðvaður. Eftir að lögreglumenn frá Snæfells- nesi bættust í hópinn fannst sá þriðji en hann hafði kastast ofan í skurð og var bæði slasaður og gegnblautur. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og kom þar í ljós að hann hafði hlot- ið áverka á hrygg og fingurbrotnað. Hinir þrír voru fluttir í fanga- geymslur í Stykkishólmi. Ólafur seg- ir að mennirnir neiti því að hafa brotist inn á Vegamótum en hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þrír þeirra stukku út úr bifreiðinni eftir að lögregla gaf þeim merki um að stöðva. Við yf- irheyrslur kváðust mennirnir vera pólskir ríkisborgarar og hafa komið til landsins sem ferðamenn fyrir um 1½–2 mánuðum. Þeir voru skilríkja- lausir en sögðust geyma vegabréf sín á gistiheimili í Reykjavík. Rík- islögreglustjóri aðstoðar við rann- sókn málsins og kannar m.a. hvort Pólverjarnir séu í raun þeir sem þeir segjast vera og hvort þeir hafi kom- ist í kast við lögin í öðrum löndum. Alls kyns munir í bílnum Sendibílnum sem mennirnir óku var stolið á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkru. Hún hafði verið af- skráð en var með númeraplötur af annarri bifreið þegar lögregla stöðvaði hana. Í bílnum fundust ýms- ir munir sem eru taldir vera þýfi úr innbrotum. Óskar lögregla eftir því að sumarbústaðaeigendur og aðrir kanni hvort brotist hafi verið inn hjá þeim. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir sendibílsins eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Erlendir ferðamenn voru staðnir að verki við innbrot Þrír menn köstuðu sér út úr bíl á fullri ferð á flótta undan lögreglu &# '()  "         )(   ,     7*  =5  '  3    7    -              NOKKUÐ hefur sjatnað í Lagar- fljóti eftir að dró úr rigningu á Austurlandi í gær og fyrradag en síðdegis hélt þó áfram að rigna. Vegurinn milli Hallormsstaðar og Egilsstaða er lokaður á nokkur hundruð metra kafla þar sem hann liggur næst fljótinu. Vatn hefur sjatnað á Egilsstaðaflugvelli og hafa flugvélar því getað ekið milli flug- brautar og flughlaðs en aksturs- braut þar á milli var undir vatni um helgina. Starfsmenn vatnamælingasviðs Orkustofnunar hafa mælt rennsli og vatnshæð Lagarfljóts síðustu daga. Mesta rennslið var 950 rúmmetrar á sekúndu á sunnudag en í gær var það rétt rúmlega 800 rúmmetrar. Meðalrennsli í fljótinu er 120 til 130 rúmmetrar. Vatnshæðin við Lagar- fljótsbrúna var komin niður í 22,39 m yfir sjó kl. 15.05 í gær en mest varð hún 22,99 metrar. Upplýsingar um vatnshæð og rennsli má lesa á vef Orkustofnunar, os.is. Í rigningunum um miðjan októ- ber mældist vatnshæðin mest 22,95 metrar yfir sjó. Er þessi vatnshæð um þremur metrum hærri en venju- legt má teljast á þessum árstíma. Vatnsborð Lagarfljóts lækkar lítillega FEÐGAR, sem voru í lítilli hópflutningabifreið sem hafn- aði í skurði nálægt afleggjaran- um að Gíslholti í Rangárvalla- sýslu á Suðurlandsvegi í fyrrinótt, gátu klifrað út um glugga farþegamegin og fengu skjól í bifreið vegfaranda sem varð sjónarvottur að slysinu. Vatn úr skurðinum lak inn í bif- reiðina og varð hnédjúpt. Hvor- ugur mannanna var í bílbelti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli virðist sem ökumaðurinn, karlmaður um fertugt, hafi misst stjórn á bílnum í hálku stuttu eftir að hann ók fram úr öðrum bíl. Bíll- inn rásaði til og fór síðan út af veginum og ofan í skurðinn en hélst á réttum kili. Ökumaður bílsins sem ekið var fram úr hringdi þegar í Neyðarlínu og var mikið lið boðað á staðinn enda var á þeirri stundu ekki vitað með vissu hversu margir voru inni í bílnum. Feðgarnir gátu smeygt sér út um rúðu farþegamegin og sátu í bíl mannsins þegar sjúkra- og slökkviliðsbílar frá Hvolsvelli komu á vettvang. Ökumaðurinn var meiddur á upphandlegg og höfði og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Feðgum tókst að smeygja sér út um rúðu 14 ÁRA stúlka sem slasaðist al- varlega í bílveltu á Holtavörðu- heiði á föstudagskvöld er á batavegi. Í gærkvöldi var henni þó enn haldið sofandi í öndun- arvél á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Konunni sem ók bifreið sem hvolfdi ofan í Hólmsá síðdegis á föstudag er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Líðan hennar er óbreytt að sögn vakthafandi læknis. Enn á gjörgæslu eftir bílslys

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.