Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR Þórðarson, bifreiðastjóri og for- stjóri ÞÞÞ á Akranesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 30. nóv- ember, 72ja ára að aldri. Þórður var einn kunnasti knattspyrnu- maður þjóðarinnar á sínum yngri árum. Þórður Þórðarson fæddist á Akranesi 26. nóvember 1930 og bjó þar allan sinn aldur, en hann var sonur hjón- anna Þórðar Þ. Þórð- arsonar, bifreiðastjóra og forstjóra Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðar- sonar, sem lést 1989, og Sigríðar Guðmundsdóttur. Ungur hóf Þórður störf hjá föður sínum, eignaðist síðan fyrirtækið og rak það til æviloka. Þórður var einn af frumkvöðlum í knatt- spyrnunni á Akranesi. Einn þekktasti leik- maður landsins um árabil og ein af goð- sögnum gullaldarliðs ÍA. Hann lék alla leiki íslenska landsliðinu 1951 til 1958 og gerði níu mörk í 18 lands- leikjum. Þórður var heiðursfélagi bæði í Íþróttabandalagi Akraness og Knatt- spyrnufélagi ÍA. 1952 kvæntist Þórður Ester Teitsdóttur og eignuðust þau sjö börn sem öll lifa föður sinn. Tveir synir þeirra, Teitur og Ólafur, eru einnig þjóðkunnir knattspyrnu- menn. Andlát ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON MILLJÓNATJÓN varð hjá bif- reiðaumboðinu Ingvari Helgasyni við Sævarhöfða á sunnudag þegar kviknaði í bílaþvottahúsi fyrirtæk- isins. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var sent á vett- vang og réð niðurlögum eldsins á um klukkustund. Eldurinn barst upp í þak húsnæðisins og urðu slökkviliðsmenn að rjúfa þakið á kafla til þess að komast að eldinum. Slökkvistarf gekk að mestu leyti vel þótt slökkviliðsmönnum hafi gengið erfiðlega að athafna sig á þaki hús- næðisins vegna halla og bleytu. Skemmdir urðu aðallega í þaki og í bílaþvottavél, en öllum bifreiðum í sýningarsal tókst að bjarga út und- ir bert loft. „Starfsmenn fyrirtæk- isins stóðu sig frábærlega við að að- stoða slökkviliðsmenn og færðu alla bíla út úr húsi og frá því meðan slökkvistarf stóð yfir,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, varaslökkviliðs- stjóri, við Morgunblaðið. Þrátt fyrir tjónið eru menn þakklátir fyrir að ekki skyldi fara verr. Guðmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að tjónið hafi ekki verið metið en ljóst sé þó að það hlaupi á milljónum króna. Segir hann að snarræði starfsfólks og slökkviliðsins hafikomið í veg fyrir frekara tjón í eldsvoðanum. Talið er að kviknað hafi í vegna útleiðslu í bílaþvottavélinni. Morgunblaðið/JúlíusSlökkviliðsmenn urðu að rjúfa þakið á bílaþvottahúsinu til að komast að eldinum. Milljónatjón í eldsvoða hjá Ingvari Helgasyni FIMMTUGUR maður sem í júní ákvað að aka bílnum þrátt fyrir að vera allverulega ölvaður var í gær dæmdur til að greiða 130.000 krónur í sekt. Á leiðinni heim til sín frá krá í Hafnarfirði ók maðurinn bíl sínum á umferðarskilti og upp á grjóthnull- ung. Viðgerð á bílnum kostaði 850.000 krónur en þar sem maðurinn var ölvaður bætir tryggingarfélagið ekki tjónið. Maðurinn var auk þess sviptur ökuréttindum í eitt ár og dæmdur til að greiða allan sakar- kostnað. Maðurinn gekkst við broti sínu í fyrstu, bæði hjá varðstjóra strax eft- ir handtöku og við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglumanni daginn eftir. Rannsókn leiddi í ljós að áfeng- ismagn í blóði hans var 2,19 prómill. Það er langt yfir leyfilegum mörk- um, sem eru 0,50 prómill. Kvað annan hafa ekið bílnum Hann breytti á hinn bóginn fram- burði sínum við þingfestingu málsins í október en þá lá fyrir að trygging- arfélag mannsins neitaði að borga viðgerð á bílnum, nema maðurinn yrði hreinsaður af sök um ölvunar- akstur. Maðurinn hélt því fram að ungur maður sem hljóp af vettvangi þegar lögreglu bar að hefði ekið bif- reiðinni. Gegn því vitnaði lögreglu- maður sem kominn var á vettvang 10-15 sekúndum eftir að bifreiðin hentist út af veginum á mótum Hval- eyrarbrautar og Miklaholts í Hafn- arfirði. Fjórir aðrir lögreglumenn heyrðu manninn viðurkenna að hafa sjálfur ekið bifreiðinni. Jónas Jóhannsson, héraðsdómari, kvað upp dóminn. Alda Hrönn Jó- hannsdóttir, sýslufulltrúi, sótti málið f.h. lögreglustjórans í Hafnarfirði. Ölvunarakstur kostaði ökumanninn eina milljón PERCY Westerlund, skrif-stofustjóri í utanríkis-máladeild framkvæmda-stjórnar Evrópusam- bandsins og væntanlegur aðalsamn- ingamaður í viðræðum við Ísland og Noreg vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins, segir að ekki komi til greina að semja við Ísland um aukinn markaðsað- gang fyrir sjávarafurð- ir í ESB nema á móti verði liðkað til fyrir er- lendum fjárfestingum í sjávarútveginum. Með öðrum orðum er af- staða framkvæmda- stjórnarinnar sú að aukin fjárframlög í sjóði ESB dugi ekki til að fá aukna fríverzlun með fisk. Westerlund fer með málefni EFTA og EES í utanríkismáladeild framkvæmdastjórnar- innar. Hann staðfestir að í drögum að samningsumboði framkvæmdastjórnarinnar sé gert ráð fyrir meira en tuttuguföldun á framlögum Íslands og Noregs til þróunarsjóða ESB, um leið og sam- bandið – og þar með Evrópska efna- hagssvæðið – stækkar til austurs. „Það er rétt að í drögunum leggjum við til að EFTA-ríkin leggi til fé- lagslegrar samheldni í Evrópusam- bandinu í sama mæli og aðildarríkin gera,“ segir Westerlund. Þegar rætt er um framlög til félagslegrar sam- heldni er átt við styrki til fátækari svæða sambandsins. „Við leggjum til verulega hækkun og þar að baki liggur sú hugsun að ríkari löndin leggi sitt af mörkum til að hjálpa fátækari löndunum að ná meiri lífsgæðum. Það má segja að það sé verðið sem greiða þarf fyrir að skapa sem hagstæðastan innri markað,“ segir Westerlund. „Fyrir- tæki í EFTA-ríkjunum á Evrópska efnahagssvæðinu hafa sama aðgang að þessum markaði og fyrirtæki í ríkjum ESB og við teljum því að það sé rökrétt að EFTA leggi sitt af mörkum í sama mæli og ESB.“ Val Íslendinga að halda sjávarútveginum utan við Á móti þessum rökum ESB hafa íslenzk stjórnvöld m.a. fært þau rök að Ísland njóti ekki fulls aðgangs að innri markaðnum, þar sem sjávaraf- urðir séu stærstur hluti útflutnings til ESB og þær beri að hluta til tolla. Þá hefur Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra bent á að Ísland glími við sín eigin byggðavandamál, sé strjálbýlasta land í Evrópu og þurfi að verja miklu fé til að halda uppi samgöngum. Útreikningar fram- kvæmdastjórnarinnar miðist við lönd, sem búi við allt aðrar aðstæður. Westerlund fellst ekki á fyrri rök- semdina. „Ég vil orða það svo að EFTA-ríkin njóti meiri forréttinda á innri markaðnum en aðildarríkin af því að EFTA-ríkin hafa fengið að undanþiggja viðkvæma geira at- vinnulífsins, eins og sjávarútveg og landbúnað. Það var ekki ESB sem vildi þetta, heldur fóru Ísland og Noregur fram á að fá undanþágur vegna þess að ríkin vildu ekki að þessir geirar byggju við frjálsa sam- keppni. Þetta snýst meðal annars um frjálst flæði fjármagns, sem er óaðskiljanlegur hluti innri markað- arins. Það er alveg ljóst að þegar menn hafa farið fram á að undan- þiggja sjávarútveginn – og við höf- um samþykkt það – þá geta menn ekki á sama tíma kvartað yfir þessu sem galla á samningnum. Íslending- um er frjálst hvenær sem er að láta sjávarútveginn verða hluta af innri markaðnum að öllu leyti. En af ástæðum, sem við þekkjum, eru menn ekki tilbúnir til þess.“ Hvað varðar röksemdina um sér- stöðu Íslands vegna dreifbýlis og erfiðra samgangna seg- ir Westerlund að í út- reikningum á framlagi Íslands og Noregs sé ekki óeðlilegt að tekið sé tillit til þess hvað kæmi í hlut þessara ríkja úr sjóðum sam- bandsins ef þau ættu sjálf aðild að Evrópu- sambandinu. Svíþjóð fái til dæmis u.þ.b. þriðjung af framlagi sínu til baka. Þetta séu hins vegar sýndarút- reikningar og engin einhlít útkoma úr dæm- inu; það hljóti að vera samningsatriði og verði rætt í þeim samningaviðræðum, sem standi fyr- ir dyrum. „En það er ljóst að menn munu taka tillit til sérstakra að- stæðna og við vitum að Ísland er í sérstakri stöðu,“ segir hann. Westerlund staðfestir að Evrópu- sambandið líti svo á að tenging sé milli krafna EFTA-ríkjanna um frí- verzlun með fisk og kröfu ESB um frjálsar fjárfestingar í sjávarútvegi. „Þegar sjávarútvegurinn var undan- þeginn EES-samningnum var það vegna þess að EFTA-ríkin gátu ekki samþykkt það, sem var forsendan fyrir frjálsum markaðsaðgangi, þ.e. frjálst flæði fjármagns innan grein- arinnar. Ef menn vilja nú breyting- ar, sem hafa í för með sér aukinn markaðsaðgang, hlýtur spurningin um fjármagnsflæðið að koma upp á borðið.“ Westerlund segir að ekki sé hægt að slá því föstu hversu langt fjárfestingarfrelsið eigi að ganga; það geti orðið í hlutfalli við þá aukn- ingu markaðsaðgangs, sem farið sé fram á. „En það verður að ná jafn- vægi í þessu máli innan sjávarút- vegsgeirans,“ segir hann. Westerlund segir að krafan um aukin fjárframlög „standi á eigin fót- um“ og sé ekki tengd öðrum þáttum samningaviðræðnanna. „Auðvitað munu báðir samningsaðilar meta heildarmyndina þegar þar að kemur, en þrátt fyrir það er ekki hægt að hugsa sér niðurstöðu, sem felur í sér aukinn markaðsaðgang fyrir sjávar- afurðir án þess að þar sé náð jafn- vægi innan sjávarútvegsgeirans.“ Ótímabært að ræða uppsögn EES Í norskum fjölmiðlum hefur verið látið að því liggja að framkvæmda- stjórn ESB sé reiðubúin að leggja til að EES-samningnum verði sagt upp, gangi Ísland og Noregur ekki að kröfum ESB. Westerlund segir algerlega ótímabært að ræða slíkt. „Þetta er fræðileg spurning sem ég vil alls ekki ræða,“ segir hann. „Ég geng út frá því að lausn finnist á mál- inu. Ég hef satt að segja aldrei gert ráð fyrir að okkur muni mistakast.“ En hvað gæti gerzt ef ekki næðist niðurstaða í samningaviðræðum fyr- ir apríllok á næsta ári? Gæti svo far- ið að stækkun EES frestaðist og færi ekki fram samhliða stækkun ESB? „Það gæti gerzt, en ég vil ekki spá neinu í því efni,“ segir Wester- lund. EFTA-ríki njóta forréttinda í EES Percy Westerlund, væntanlegur aðalsamninga- maður ESB í viðræðum við Ísland og Noreg, segir í samtali við Ólaf Þ. Stephensen að erfitt sé að sjá fyrir sér samkomulag um betri markaðsaðgang fyrir fisk í ESB án þess að aukið frelsi í fjárfest- ingum í sjávarútvegi EFTA-ríkjanna komi á móti. Percy Westerlund olafur@mbl.is LESENDUM mbl.is er að venju boðið upp á að senda vef- jólakort til vina og vanda- manna. Geta allir skrifað kveðju og valið ókeypis mynd en boðið er upp á 20 mismun- andi myndir. Þeim sem skrá sig sérstaklega býðst einnig aukin þjónusta, svo sem yfirlit yfir þá sem þeir hafa sent jólakort og tölvupóstur sem staðfestir að kort hafi verið lesin. Þá geta skráðir notendur keypt myndir úr Myndasafni Morgunblaðsins og látið þær fylgja með jóla- kortinu. Hver mynd úr mynda- safninu kostar 500 krónur. Hægt að senda jólakort á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.