Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Svona, úr stuttbuxunum og í „dressmanninn“. Jól í miðbæ og Vetrarhátíð Margt og mikið framundan TEKIN er til starfasérstök deild innanHöfuðborgarstofu sem hefur með viðburði að gera. Höfuðborgarstofa sinnir ferða- og kynningar- málum Reykjavíkurborgar auk þess sem hlutverk hennar er að halda utan um skipulagningu ýmissa við- burða í borginni. Sif Gunn- arsdóttir er verkefnisstjóri umræddrar deildar. – Segðu okkur eitthvað um þessa nýju stöðu. „Hlutverk Höfuðborgar- stofu er margþætt, en verkefnisstjóri viðburða mun meðal annars hafa umsjón með framkvæmd og skipulagningu lykilvið- burða svo sem menningar- nætur og vetrarhátíðar og halda utan um og kynna árlegt Við- burðadagatal Reykjavíkur.“ – Næst á döfinni? „Fyrsti viðburðurinn sem Höf- uðborgarstofa tekur þátt í að skipuleggja er fjölbreytt jóladag- skrá í miðbæ Reykjavíkur. Sunnu- daginn 8. desember verða ljósin kveikt á norska jólatrénu á Aust- urvelli með tilheyrandi hátíðar- höldum, kórsöng, bæði íslenskum og norskum og skemmtilegum jólasveinum. Klukkan 13 sama dag verður í samstarfi við Þróunar- félag miðborgarinnar og fram- kvæmdastjóra miðborgarinnar opnaður jólamarkaður á Lækjar- torgi í fyrsta skipti en þar verða tæplega 30 afar ólíkir sölubásar með jólalegan varning sem ekki er annars staðar á boðstólum. Mark- aðurinn verður opinn sunnudag- ana 8., 15. og 22. desember, auk Þorláksmessu. Markaðir af þessu tagi þekkjast víðast hvar erlendis og þessi mun vafalaust punta upp á jólalegan miðbæ Reykjavíkur í desember. Á markaðnum verða einnig uppákomur af ýmsu tagi, hvern sunnudag heimsækir prest- ur markaðinn og heldur stutta hugvekju fyrir gesti og gangandi, kórar munu syngja og bæði rithöf- undar og tónlistarmenn kynna verk sín.“ – Hermt er að Hressó gamli komi sterkur inn í jóladagskrána, hvað viltu segja um það? „Litlu jólin í miðbænum verða á Hressó. Þar verður skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurshópa klukkan 16 til 18 alla daga frá 8.– 23. desember. Frá 8.–23.desember verður notaleg stemning á Hressó auk þess sem boðið verður upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Garðurinn verður fal- lega skreyttur, börn eru velkomin í barnahornið og gestir geta skemmt sér yfir upplestri, fjöl- breyttum tónlistaratriðum og fleiru og að sjálfsögðu verður hægt að gæða sér á kakói og einhverju saðsömu og sætu með því frá klukkan 14 til 18.“ – Þú nefndir Vetrarhátíðina … „Já, undirbúningur Vetrarhátíð- ar í Reykjavík er hafinn. Vetrarhá- tíð í Reykjavík verður haldin í annað sinn dag- ana 27. febrúar til 2. mars á næsta ári, en ráðgert er að gera hana að árvissum viðburði sem lífgi upp á borgarlífið á vetr- armánuðum á sama hátt og menn- ingarnótt lýsir mannlífið upp í sumarlok. Höfuðborgarstofa stendur að heildarskipulagi og kynningu dagskrár fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hátíðin mun fagna ljósi og vetri og dagskráin tengist menningu og listum, orku og atvinnulífi, félags- og skóla- starfi, útivist, íþróttum, leikjum, umhverfi og sögu. Matarveislan Food and Fun verður haldin í Reykjavík á sama tíma og í sam- einingu munu þessir viðburðir kæta bæði líkama og sál íbúa og gesta höfuðborgarinnar.“ – Eitthvað fyrir alla? „Að því er stefnt. Vetrarhátíðin er fyrir alla. Leitast verður við að dagskráin endurspegli fjölbreytt mannlíf borgarinnar er dag tekur að lengja. Stefnt er að því að allar helstu menningar- og mennta- stofnanir á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Fleiri verða hvattir til þátttöku, til að mynda íþrótta- félög, samtök listamanna, hverfa- samtök, verslanir, veitingastaðir og fjölmiðlar svo einhverjir séu nefndir.“ – Snýst þetta allt um miðborg- ina? „Þótt miðborg Reykjavíkur verði í sviðsljósinu sem miðpunkt- ur hátíðarinnar þá heldur hún sig ekki einungis vestan lækjar, held- ur breiðist út um alla borg og stefnt er að því að nota söfn, íþróttahallir og sundstaði borgar- innar, Fjölskyldugarð, skíðasvæði og skautahöll svo eitthvað sé nefnt.“ – Segðu okkur aðeins meira frá dagskránni á Austurvelli. „Það er margra ára hefð fyrir því að fólk flykkist á Austurvöll til að fylgjast með því þegar ljósin eru kveikt á Óslóartrénu svokallaða. Að venju mun Lúðrasveit Reykja- víkur taka á móti fólki og Dómkór- inn síðan ljá samkomunni hátíðleg- an blæ. Í þetta sinn er það Erling Lae forseti borgarstjórnar í Ósló sem afhendir okkur formlega tréð og sem aukagjöf fáum við í heimsókn norska kór- inn Sölvguttene, eða Silfurstrákana, og þeir ætla bæði að syngja einir og með Dómkórnum. Að sjálfsögðu heim- sækja okkur líka nokkrir kátir jólasveinar og þegar þeir hafa sprellað svolítið með okkur og sungið, fáum við að sjá brot úr leik- sýningunum Honk frá Leikfélagi Reykjavíkur og Með fullri reisn frá Þjóðleikhúsinu, þannig að allir ættu að geta haft gaman af þessari dagskrá.“ Sif Gunnarsdóttir  Sif Gunnarsdóttir er verkefn- isstjóri viðburða hjá Höfuðborg- arstofu, var áður aðstoðarfram- kvæmdastjóri Gerðubergs. Sif hefur BA-próf í dönsku frá Há- skóla Íslands 1990 og cand. mag.- próf í menningarfræðum frá Há- skólanum í Óðinsvéum 1996. Sif á eina dóttur, Áróru Arnardótt- ur, en sambýlismaður er Ómar Sigurbergsson innanhúss- arkitekt. … heldur breiðist út um alla borg HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 27 ára karlmann í sex mánaða fangelsi og til að greiða BYKO rúmlega 400.000 krónur í bætur fyrir að svíkja vörur út úr versluninni. Þá var hann dæmdur fyrir að stela fjarstýringu fyrir DVD-spilara úr verslun Hagkaupa. Þegar maðurinn stal fjarstýring- unni rauf hann skilorð vegna þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis- dóms fyrir fjársvik. Fjársvikin í BYKO voru á hinn bóginn framin áð- ur en maðurinn var dæmdur. Því var dæmt fyrir öll brotin þrjú í einu lagi. Afbrotaferill mannsins nær aftur til ársins 1992 og hefur hann nokkrum sinnum verið dæmdur til refsingar. Í ljósi aldurs mannsins, sakarferils og skilorðsrofsins, þóttu ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Jónas Jóhannsson, héraðsdómari, kvað upp dóminn. Sigríður Elsa Kjartansdóttir, fulltrúi sýslumanns- ins í Kópavogi, sótti málið en Sveinn Andri Sveinsson hrl. var til varnar. Rauf skilorð við stuld á fjarstýringu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.