Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Pálsson alþingismaður segir að óskað verði eftir því að miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins leggi mat á það hvort farið hafi ver- ið að reglum flokksins og hvort trúnaðarmenn flokksins hafi brugðist trausti við uppstillingu á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi. Kristján segir að mjög þungt sé í sínum stuðn- ingsmönnum vegna niðurstöðu kjördæmis- ráðsins, en Kristján er ekki á framboðslist- anum sem samþykktur var á kjördæmisþingi um helgina. Árni Ragnar Árnason leiðir lista sjálfstæð- ismanna í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar næsta vor. Drífa Hjartardóttir er í öðru sæti, Guðjón Hjörleifsson í þriðja sæti og Kjartan Ólafsson í fjórða sæti. Kosið var um þriðja og fjórða sæti listans, en tillaga uppstillingar- nefndar var á endanum samþykkt óbreytt. Ekki nægur stuðningur í kjörnefnd Sigurður Valur Ásbjarnarson, formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi, sagði að við uppröðun á lista hefði kjörnefnd sett sér nokkur markmið. „Í fyrsta lagi vildum við að framboðslistinn endurspegl- aði búsetu í kjördæminu. Í öðru lagi að fram- boðslistinn tæki eins og kostur er tillit til hlut- falls karla og kvenna. Í þriðja lagi að framboðslistinn endurspeglaði aldursdreif- inguna. Í fjórða lagi að tvö sæti a.m.k. skilji á milli frambjóðenda úr sama byggðarlagi. Við settum okkur einnig þá reglu í kjörnefndinni að viðhöfð væri skrifleg atkvæðagreiðsla um öll sætin.“ Sigurður Valur sagði þegar hann var spurð- ur hvort Kristján Pálsson hefði sett nefndinni einhver skilyrði, að allir þingmenn flokksins hefðu sent nefndinni ákveðin skilaboð. Krist- ján hefði ekki gengið lengra í þeim efnum en aðrir þingmenn gerðu. Sigurður Valur sagði að skrifleg atkvæða- greiðsla hefði farið fram innan kjörnefndar um öll sætin. Stuðningur við Kristján innan kjör- nefndar hefði ekki dugað honum til að fá eitt af efstu sætunum. Vinnureglur kjörnefndar ekki kynntar Kristján Pálsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að kjörnefndin hefði að sínu mati ekki lagt fram nein rök fyrir því að leggja ekki til að hann yrði á listanum. „Á fundi kjördæmisráðs- ins gerði kjörnefnd grein fyrir reglum sem hún notaði við uppröðun á listann. Þessar regl- ur, sem ég hafði aldrei séð áður, eru hins vegar nánast sniðnar til þess að hægt væri að gera eitthvað svona. Reglurnar ganga m.a. út á að það verði að vera tvö sæti á milli manna úr sama bæjarfélagi. Það gat aðeins varðað tvo menn, mig og Árna Ragnar og þetta þýddi að einungis annar okkar var inni á listanum.“ Kristján sagði ámælisvert að nefndin skyldi ekki hafa kynnt þessar reglur fyrir öllum frambjóðendum. „Það kom fram á fundi kjör- dæmisráðs að þrír af þeim sem sátu í uppstill- ingarnefnd létu nefna sjálfan sig sem mögu- lega frambjóðendur. Þetta voru Ellert Eiríksson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Guðjón Hjörleifsson. Tveir af þessum mönnum létu síðan kjósa um sig. Sigurður Valur gaf kost á sér í fyrsta sætið þrátt fyrir að hann sæti í uppstillingarnefnd. Þetta er auðvitað fá- heyrt. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mörg atkvæði, en hélt engu að síður áfram störfum í nefndinni. Guðjón Hjörleifsson tók þátt í atkvæða- greiðslu um fyrsta sætið og tók þátt í að und- irbúa mál fyrir næstu sæti þar á eftir og sagði sig síðan úr nefndinni.“Kristján sagðist aldrei hafa kynnst öðrum eins vinnubrögðum. Það væri augljóst að þarna hefðu frambjóðendur ekki setið við sama borð. Munaði 10 atkvæðum Á kjördæmisþinginu lögðu stuðningsmenn Kristjáns fram tillögu sem að sögn Kristjáns miðaði að því að brjóta upp tillögu kjörnefnd- ar. Tillagan gekk út á að Kjartan yrði í þriðja sæti, Kristján í fjórða og Guðjón í fimmta. Í kosningu um þriðja sætið fékk Guðjón 82 at- kvæði og Kjartan 72. Þar með var ljóst að til- raun til að breyta tillögu kjörnefndar hafði mistekist. Í atkvæðagreiðslu um fjórða sætið var kosið milli Kjartans og Kristjáns og studdu stuðningsmenn Kjartans þá sinn mann, en stuðningsmenn Kristjáns og Kjartans höfðu sameinast um að styðja Kjartan í at- kvæðagreiðslu um þriðja sætið. Kjartan fékk 118 atkvæði í atkvæðagreiðslu um fjórða sætið en Kristján 36. „Það er mjög erfitt að breyta tillögum upp- stillingarnefndar,“ sagði Kristján þegar hann var spurður um þessa niðurstöðu. Hann sagði að fjöldi fulltrúa á kjördæmisþingi endurspegl- aði fjölda félagsmanna á hverjum stað en ekki endilega fjölda kjósenda. Vestmannaeyingar hefðu t.d. verið með næstum jafnmarga full- trúa á kjördæmisþinginu og Suðurnesjamenn þrátt fyrir að kjósendur á Suðurnesjum væru mun fleiri. Kristján sagði að þegar menn kæmu á kjördæmisþing gætti ákveðinnar tregðu til að breyta tillögu kjörnefndar. Menn vildu síður rugga bátnum, m.a. af ótta við að þeirra maður félli útbyrðis. „Ég veit ekki hvort það er nokkurn tímann hægt að sætta sig við svona vinnubrögð. Þetta er óskaplega ódrengilegt og óheiðarlegt gagn- vart mér. Ég mun því aldrei sætta mig við þetta. Það er svo aftur annað mál hvað ég geri í því,“ sagði Kristján. Margir rætt um sérframboð Hafa þínir stuðningsmenn þrýst á þig að fara í sérframboð? „Það hafa mjög margir rætt við mig um sér- framboð. Reyndar miklu fleiri en ég hefði get- að búist við að óreyndu. Ég geri ráð fyrir því að við munum koma þessu máli til miðstjórnar flokksins og það verði látið á það reyna hvort miðstjórnin sjái ástæðu til að gera eitthvað í þessu. Mér finnst það fara nokkuð mikið eftir því hvað miðstjórn vill gera, hver framhaldið getur orðið. Æðsta stjórn flokksins hlýtur að þurfa að taka af- stöðu til þess hvort eðlilega hafi verið staðið að málum og hvort trúnaðarmenn flokksins hafi brugðist trausti þeirra. Það er afskaplega þungt í Suðurnesjamönnum og mínum stuðn- ingsmönnum út af þessu og raunar í fólki í öllu kjördæminu. Það er mjög alvarlegt að mál skyldu þróast svona.“ Kristján sagðist koma til með að ræða við Davíð Oddsson um miðja þessa viku þar sem farið yrði yfir málið. Kristján sagðist mjög ósáttur við þá fullyrð- ingu sem höfð var eftir Ellert Eiríkssyni, for- manni uppstillingarnefndar, í Morgunblaðinu sl. föstudag að Kristján Pálsson hefði sett nefndinni skilyrði. Þetta væri rangt. Sömuleið- is sagðist hann undrast fullyrðingar Ellerts um að fjölskyldu hans hefði verið hótað. Hann sagðist hafa haft samband við mjög marga af stuðningsmönnum sínum og enginn kannaðist við að neitt hefði verið gert til að angra fjöl- skyldu Ellerts Eiríkssonar. „Manni finnst nokkuð langt gengið þegar menn, sem tekið hafa að sér starf eins og þetta, eru farnir að skýla sér á bak við eiginkonur sínar eða fjöl- skyldu til að koma sér hjá gagnrýni,“ sagði Kristján. Mótmælir vinnu- lagi kjörnefndar Kristján Pálsson er ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Kristján Pálsson alþingismaður er mjög óánægður með vinnubrögð kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og segir að miðstjórn flokksins verði beðin um að segja álit sitt á þeim. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður í fyrsta sæti á framboðs- lista flokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður fyrir alþing- iskosningar næsta vor. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður flokksins, verður í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Dregið var um það í Valhöll á sunnudag hvort Reykjavík- urkjördæmanna þeir kæmu til með að leiða fyrir hönd flokksins. Það voru ungir kjósendur í Reykjavík sem drógu miða sem skar úr um hvar Davíð og Geir yrðu í kjöri. Ekki er búið að taka ákvörðun um það hverjir skipa önnur sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suður- og norðurkjördæmum borg- arinnar. Kjörnefnd kom saman til fundar í gærkvöldi og stefnir hún að því að ljúka vinnu við uppstill- ingu á listann í þessari viku. Ekki er búið að boða fund í fulltrúaráði flokksins en endanlegur listi verð- ur borinn undir ráðið. Bæði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa lýst því yfir að þeir ætli að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. Það eru því horfur á að formenn Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Samfylkingar verði allir í kjöri í sama kjördæmi. Davíð verður efstur í norðurkjördæminu Morgunblaðið/Golli Það voru ungir kjósendur í Reykjavík sem drógu miða sem skar úr um hvar Davíð og Geir yrðu í kjöri. FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi flokks- ins í Valhöll á laugardag. Eftirtaldir skipa listann: 1. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra Hafnarfirði 2. Gunnar I. Birgisson alþingismað- ur Kópavogi 3. Sigríður A. Þórðardóttir alþingis- maður Mosfellsbæ 4. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður Hafnarfirði 5. Bjarni Benediktsson lögfræðing- ur Garðabæ 6. Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórn- málafræðingur Kópavogi 7. Þórdís Sigurðardóttir flugumferð- arstjóri Seltjarnarnesi 8. Bryndís Haraldsdóttir iðnrekstr- arfræðingur Mosfellsbæ 9. Hildur Ragnars lyfjafræðingur Bessastaðahreppi 10. Almar Grímsson framkvæmda- stjóri Hafnarfirði 11. Sólveig Pálsdóttir bókasafnsfræð- ingur Seltjarnarnesi 12. Pétur Stefánsson verkfæðingur Garðabæ 13. Bjarki Sigurðsson rafvirki Mos- fellsbæ 14. Halldór Karl Högnason raf- magnsverkfræðingur Kópavogi 15. Oddfríður Steinþórsdóttir leik- skólastjóri Hafnarfirði 16. Elín María Björnsdóttir Kennari/ þáttastj. Garðabæ 17. Gunnar Leó Helgason bóndi Kjós 18. Ásta Þórarinsdóttir hagfræðingur Kópavogi 19. Albert Már Steingrímsson versl- unarmaður Hafnarfirði 20. Níelsa Magnúsdóttir húsmóðir Bessastaðahreppi 21. Þorgerður Aðalsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Kópavogi 22. Sigurgeir Sigurðsson fyrrv. bæj- arstjóri Seltjarnarnesi Tókst að auka hlut kvenna „Mér finnst í raun ótrúlegt hvernig Kópavogur gat tapað slagnum um fimmta sætið. Úr því sem komið var þegar það fór að kvisast út í fjölmiðl- um að Kópavogur væri búinn að tapa þessu fimmta sæti og að kandídatinn fyrir hönd Kópavogs í sjötta sætið væri Jón Gunnarsson þá fannst mér meginmálið að fjölga konum í upp- stillingu í sex efstu sætunum,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður Landssambands sjálfstæðis- kvenna. Helga Guðrún er ekki á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi sem samþykktur var á þingi kjördæmis- ráðs á laugardag. Hún segist aðspurð ekki hafa metnað til að vera varaþing- maður önnur fjögur ár. „Þetta er fyrst og fremst spurning um að auka hlut kvenna í sex efstu sætunum. Mér tókst það og er því sátt að vissu leyti en er að sjálfsögðu óánægð með að hafa ekki fengið fimmta sætið.“ Helga Guðrún segir listann vera sterkan eins og hann líti út og bendir á að búið sé að endurnýja bæði fimmta og sjötta sætið. „Í prófkjöri eru ákveðin óvissulög- mál sem ráða för sem eru viðráðanleg í uppstillingu. Þá er það allavega mín skoðun að miðað við allar þær fjöl- mörgu konur sem eru í Kópavogi með góða reynslu af stjórnmálum þá ætti að leggja áherslu á að finna konu.“ Helga Guðrún segist munu hverfa til annarra trúnaðarstarfa innan flokksins. Hún gegnir stöðu formanns Landssambands sjálfstæðiskvenna. „Það er mikill kraftur í konum inn- an Sjálfstæðisflokksins,“ segir Helga Guðrún að lokum. D-listi í Suð- vesturkjördæmi samþykktur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.