Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 13

Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 13 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Þú færð jólagjafirnar fyrir starfsfólkið hjá okkur Jólagjafir starfsfólksins NÝ SAMKEPPNI UM ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNIN 300 þúsund króna verðlaun í boði fyrir besta handritið! Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú enn á ný til verðlaunasamkeppni þar sem auglýst er eftir handritum að sögum fyrir börn og unglinga. Dómnefnd velur besta handritið og verðlaunin nema 300.000 krónum auk venjulegra höfundarlauna fyrir bókina sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli haustið 2003. Skilafrestur handrita er til 1. mars 2003. Íslensku barnabókaverðlaunin hafa á undanförnum árum opnað mörgum nýjum höfundum leið út á rithöfunda- brautina og orðið um leið til þess að auka úrval góðra bókmennta fyrir börn og unglinga. Stjórn Verðlaunasjóðsins hvetur jafnt þekkta sem óþekkta höfunda til þess að taka þátt í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin. Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Vaka-Helgafell Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík Skila á útprentuðu handriti að sögunni og skal það vera a.m.k. 50 blaðsíður að lengd. Ekki er gert ráð fyrir að verðlaunasagan verði myndskreytt. Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í umslagi. VAKA-HELGAFELL • Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ reiknar með ¼% hagvexti árið 2002 og 1¾% á næsta ári. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá ráðuneytisins sem birt var í gær. Hagvöxturinn á þessu ári og því næsta verður um fjórðungi úr pró- senti meiri hvort ár en fyrri spá ráðuneytisins gerði ráð fyrir, en hún var birt síðastliðið haust er frum- varp til fjárlaga var lagt fram á Al- þingi. Í endurskoðaðri þjóðhagsspá ráðuneytisins segir að lítils háttar hagvöxtur á þessu ári komi einkum til vegna aukins útflutnings, minni samdráttar í innflutningi og meiri samneyslu. Þar segir að spáin fyrir árin 2002 og 2003 sé í meginatriðum samhljóða haustspá ráðuneytisins. Að þessu sinni birtir fjármála- ráðuneytið í fyrsta skipti spá fyrir árið 2004. Gerir ráðuneytið ráð fyrir að hagvöxtur á árinu 2004 verði um 3%. Tekið er fram að í spá ráðuneyt- isins sé ekki gert ráð fyrir álvers- eða virkjanaframkvæmdum sem til umræðu hafi verið að undanförnu. Viðskiptajöfnuður er að mati fjár- málaráðuneytisins talinn verða held- ur óhagstæðari en í fyrri spá og seg- ir ráðuneytið það alfarið stafa af auknum umsvifum í efnahagslífinu. Munurinn sé þó afar lítill. Nú eru taldar horfur á að viðskiptahalli við útlönd nemi ¼% af landsframleiðslu árið 2002 og um ½% bæði árin 2003 og 2004. Í fyrri spá ráðuneytisins var gert ráð fyrir hallalausum viðskipt- um við útlönd og segir ráðuneytið að ástæður breytinga hvað þetta varðar séu þær að forsendur í utanríkisvið- skiptum hafi breyst frá fyrri spá, m.a. vegna lakari viðskiptakjara. Aukið atvinnuleysi Fjármálaráðuneytið reiknar með að þjóðarútgjöld muni dragast sam- an um 3% árið 2002 og segir ráðu- neytið að það megi aðallega rekja til samdráttar í fjárfestingum atvinnu- veganna. Þjóðarútgjöldin vaxi hins vegar í sama takti og landsfram- leiðslan fyrir árin 2003 og 2004. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi að undanförnu og reiknar ráðuneyt- ið með að á árinu 2002 muni það að meðaltali nema um 2½%. Hins vegar spáir ráðuneytið því að atvinnuleysið verði heldur meira árið 2003 en áður var gert ráð fyrir, eða 2¾%. Á árinu 2004 er reiknað með að aukinn hag- vöxtur og meiri eftirspurn eftir vinnuafli muni draga úr atvinnuleysi og það verði svipað og árið 2002, þ.e. um 2½%. Verðlagshorfur eru nánast óbreyttar frá fyrri spá fjármálaráðu- neytisins og er reiknað með að enn dragi úr verðbólgu fram til ársins 2004. Gerir ráðuneytið ráð fyrir að verðbólgan fari úr 4¾% árið 2002 í 2¼% árið 2003 og 2% árið 2004. Afkoma ríkissjóðs árin 2002 og 2003 er í meginatriðum óbreytt frá fyrri áætlun þar sem tekjur og gjöld hækka um svipaðar fjárhæðir. Tekjujöfnuður árið 2002 er talinn verða rétt um 17 milljarðar króna, eða 2,2% af landsframleiðslu. Fjár- málaráðuneytið áætlar að afgangur ríkissjóðs árið 2003 verði um 11½ milljarður króna, eða 1,4% af lands- framleiðslu. Enn muni draga úr verðbólgu 2004 Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir tæplega 3% hagvexti og sömu aukn- ingu í þjóðarútgjöldum. Segir ráðu- neytið að samkvæmt spánni yrði hagvöxturinn kominn nokkuð ná- lægt því að framleiðslugeta þjóðar- búsins teljist fullnýtt, en slík fullnýt- ing sé samkvæmt hagmælingum talin endurspegla rúmlega 3% hag- vöxt á ári. Helstu skýringar á aukn- um hagvexti eru að mati ráðuneyt- isins auknar útflutningstekjur, veru- leg aukning í fjárfestingu atvinnu- lífsins og aukin einkaneysla. Viðskiptahalli við útlönd er talinn verða svipaður á árinu 2004 og árið 2003, eða um ½% af landsfram- leiðslu. Gerir ráðuneytið ráð fyrir að enn dragi úr verðbólgu og að hún verði um 2% á árinu 2004. Svipar til spár Seðlabankans Í þjóðhagsspá Seðlabankans frá því fyrir tæpum mánuði kom fram að bankinn gerði ráð fyrir engum hag- vexti á árinu 2002, 1½% hagvexti á næsta ári og 3% hagvexti árið 2004. Munurinn á þessari spá og spá fjár- málaráðuneytisins er sá sem kemur fram í endurskoðun ráðuneytisins, þ.e. að hagvöxturinn muni verða um fjórðungi úr prósenti meiri í ár og á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Bæði ráðuneytið og Seðlabankinn gera ráð fyrir 3% hagvexti árið 2004. Endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins að mestu samhljóða haustspá ráðuneytisins Meiri hagvöxtur en áður var spáð                         !""! !""# !""$ %&' %!' %! %&( %# %# )* &(       Morgunblaðið/Arnaldur Í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins segir að lítils háttar hagvöxtur á þessu ári komi einkum til vegna aukins útflutnings, minni samdráttar í innflutningi og meiri samneyslu. ÍSLENSKUR banki hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanleg- ur kaupandi á Trevise, eignarstýr- ingarhluta eins stærsta banka Norð- urlanda, sænska bankans Nordea AB. Frá þessu var greint í Markaðs- yfirliti greiningardeildar Lands- banka Íslands í gær. Þar segir að Nordea áformi að selja Trevise, eignarstýringarhluta sinn, á næstu tveimur vikum. Kaup- þing banki, sem hafði ætlað að kaupa hlutann, hafi hætt við en nefnt hafi verið í sænskum fjölmiðlum að annar íslenskur banki hafi sýnt áhuga á kaupum. Enginn íslenskur banki hafi þó verið nefndur enn þá. Segir í Markaðsyfirlitinu að Nord- ea sé að skera niður í eignarstýring- arstarfsemi bankans til þess að draga úr kostnaði. Auk þess hafi ver- ið tilkynnt í síðustu viku að skrif- stofum hjá fjárfestingahluta bank- ans í New York og London verði lokað. Íslenskur banki hugsanlega að kaupa sænskan banka ekki stofnað að svo stöddu og í fram- haldi af því sé um það samkomulag að Elvar ljúki störfum hjá félaginu. Hann mun þó eftir sem áður sitja í stjórnum Skýrr hf. og Teymis ehf. Elvar segir að það hafi verið sam- eiginleg ákvörðun hans og stjórnar- formanns Skýrr að ekki yrði af stofn- un sérstakrar deildar eða félags til að annast fjárfestingar og nýsköpun. Aðstæður á þessum markaði hafi breyst. Hann muni þó starfa hjá fyr- irtækinu á næstu mánuðum og ljúka þeim verkefnum sem séu á hans veg- um. ELVAR Þorkelsson, fyrrverandi forstjóri Teymis hf., verður ekki einn af framkvæmdastjórum Skýrr, eins og gert var ráð fyrir er samruni fyr- irtækjanna tveggja var ákveðinn. Frá þessu var grein í tilkynningu sem send var til Kauphallar Íslands á föstudag. Frá því hafði verið greint að gert væri ráð fyrir að Elvar myndi stjórna deild hjá Skýrr eða að hann myndi verða framkvæmda- stjóri nýs félags sem ætlað var að annast fjárfestingar og nýsköpun. Í tilkynningunni segir að nú sé ljóst að þessi deild eða félag verði Breytingar hjá Skýrr FYRIRTÆKIN SÍF og SH hafa sent tilkynningu til Kauphallar Ís- lands, þar sem segir að vegna orð- róms um að í gangi séu viðræður um sameiningu fyrirtækjanna sé rétt að taka fram, að forstjórar og stjórnarformenn félaganna hafi af og til átt óformlegt spjall um þau samlegðaráhrif og aðra mögu- leika, sem skapast gætu við sam- runa félaganna. Stjórnir félag- anna hafa ekki fjallað um þetta mál og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um formlegar viðræð- ur. Hugmyndir um sameiningu fyr- irtækjanna hafa komið upp áður, en aldrei komið til formlegra við- ræðna. Hugsanlega liggur meira að baki hugmyndunum nú en áður, en það skýrist ekki strax. Yrði af sameiningunni er talið að sparn- aður í sameiginlegum rekstri gæti numið um hálfum milljarði króna og velta sameinaðs fyrirtækis yrði langleiðina í 120 milljarðar króna. Engar formlegar viðræður um sam- einingu SH og SÍF HAGNAÐUR af rekstri Fiskmark-aðs Íslands hf. var 51,4 m.kr. á fyrstuníu mánuðum ársins. Tekjur félags- ins voru 329,3 m.kr., en rekstrar- gjöld 249 m.kr. Á síðustu áramótum var Fiskmarkaður Suðurlands sam- einaður Fiskmarkaði Íslands. Því vantar tölur um rekstur Fiskmark- aðs Suðurlands í samanburðartölur fyrir samsvarandi tímabil 2001, en hagnaður Fiskmarkaðs Íslands nam þá 31,7 milljónum króna. Fiskmarkaður Íslands hagnast um 51 m.kr. BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Tilboð á andlitsmálningu Vatnslitabox frá Kryolan með 24 litum á 3.500 kr. Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.