Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 15 STJÓRN Saddams Husseins, for- seta Íraks, stundar „skipulagðar pyntingar“ á íröskum ríkisborgur- um og almenningur í landinu má þola ýmis önnur gróf mannréttinda- brot. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu sem breska utanríkisráðu- neytið hefur látið gera. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði nauðsynlegt að út- búa skýrslu sem þessa til að „fólk skilji hversu illur Saddam Hussein er“. Er fullyrt í skýrslunni að „grimmdarleg og harðgeðja sinnu- leysi gagnvart þjáningum fólks“ hafi einkennt stjórnartíð Saddams. „Írak er hræðilegur staður að búa á,“ segir í skýrslunni. „Fólk þarf stöðugt að lifa við þann ótta að verða úthrópað andstæðingar stjórnvalda. Hvatt er til að fólk til- kynni um framferði ættingja og vina til yfirvalda. Leyniþjónustan getur látið til sín taka hvar og hvenær sem er. Ólöglegar handtökur og morð eru algeng. Á milli þrjár og fjórar milljónir Íraka, um 15% þjóð- arinnar, hafa flúið heimaland sitt í stað þess að búa við stjórn Saddams Husseins.“ Raktar eru uppáhaldspyntingar- aðferðir Saddams. Fullyrt er að Saddam hafi sérstaklega gaman að því er augu eru stungin úr mönnum, þegar borað er í hendur manna með rafmagnsbor og þegar menn eru hengdir í loftið. Þá er Saddam sagð- ur hafa dálæti á því að mönnum sé veitt rafmagnslost eða þeim nauðg- að, að slökkt sé í sígarettum á hör- undi manna eða þeir sendir í sýru- bað. Amnesty gagnrýnir skýrsluna Skýrslan er talin liður í áróðurs- herferð sem hefur það markmið að auka stuðning við hugsanlegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna og Breta í Írak. Hafa ýmis mannrétt- indasamtök gagnrýnt gerð skýrsl- unnar og segja lítið fyrir bresku stjórnina leggjast að hafa mannrétt- indahugtakið í flimtingum til að þjóna pólitískum tilgangi. „Gleym- um því ekki að sömu ríkisstjórnir horfðu framhjá skýrslugerð Amn- esty International um mannrétt- indabrot í Írak fyrir Persaflóastríð- ið [1991],“ sagði Irene Khan, fram- kvæmdastjóri Amnesty. Saddam Hussein sak- aður um pyntingar Reuters Breskur friðarsinni mótmælir hugsanlegu stríði í Írak í London í gær. London. AFP. HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins ákváðu í gær bann við tóbaksauglýsingum í fjöl- miðlum og kostun viðburða á borð við Formúlu eitt-kappaksturinn. Þessi nýju tóbaksvarnalög ESB voru samþykkt með svokölluðum vegnum meirihluta atkvæða í ráð- herraráðinu; þrettán af fimmtán ráðherrum samþykktu en tveir voru á móti, sá þýzki og sá brezki. Samkvæmt reglum um atkvæða- greiðslur í ráðherraráðinu þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta dugði vægi at- kvæða Þjóðverja og Breta ekki til að hindra samþykki. Þjóðverjar vildu að skemur yrði gengið í að banna tóbaksauglýs- ingar í prentmiðlum en Bretar voru óánægðir þar sem þeir vildu að sumu leyti enn strangara bann. Hin nýja Evróputilskipun kveð- ur á um bann við öllum tóbaks- auglýsingum í prentmiðlum, í út- varpi og á Netinu – fjölmiðlum sem samkvæmt þeim forsendum sem framkvæmdastjórn ESB byggði tillögu sína á hafa áhrif yf- ir landamæri innan sambandsins. Kostun tóbaksfyrirtækja á (íþrótta-) viðburðum, svo sem Formúlu eitt, sem er beint að áhorfendum í fleiri löndum en því sem hver keppni fer fram í hverju sinni, verður einnig bönnuð. Frumvarp framkvæmdastjórn- arinnar að þessari nýju tilskipun var samþykkt á Evrópuþinginu hinn 20. nóvember, að undangeng- inni mánaðalangri umræðu. Lars Løkke Rasmussen, innanríkis- og heilbrigðismálaráðherra Dan- merkur sem stýrði fundinum í gær, sagði tilskipunina munu taka gildi fljótlega eftir áramót. Markmiðið með tilskipuninni er að samræma löggjöf um tóbaks- auglýsingar sem í gildi eru í aðild- arríkjunum. Þau hafa frest fram til miðs árs 2005 hið síðasta til að innleiða hana í eigin löggjöf. Fyrsta atlagan að því að setja samræmda Evrópulöggjöf um bann við tóbaksauglýsingum var gerð árið 1989, en einkum Þjóð- verjar beittu sér af hörku gegn því. Árið 1998 komst tilskipun um slíkt bann loks í gildi, en hún hélt því gildi aðeins fram í október 2000, þegar Evrópudómstóllinn féllzt á kvörtun þýzkra stjórn- valda um að tilskipunin bryti í bága við nálægðarregluna svoköll- uðu. Framkvæmdastjórnin varð þá að semja alveg nýja tilskipunar- tillögu og lagði við það verk áherzlu á áhrif tóbaksauglýsinga yfir landamæri innan ESB. Tóbaksauglýsingabann í ESB Brussel. AFP, AP. RÁÐSTEFNA um uppbygginguna í Afganistan hófst í Þýskalandi í gær í skugga átaka milli stríðandi fylkinga í afganska héraðinu Her- at. Að minnsta kosti tólf menn hafa beðið bana og fimmtán særst í átökum sem hófust um helgina milli hermanna héraðsstjórans Ismails Khans, sem er Tadsjiki, og liðsmanna pastúnaleiðtogans Ism- ails Khans. Pastúnar eru fjölmenn- asti þjóðflokkurinn í Afganistan en þeir eru í minnihluta í Herat-hér- aði og hafa oft orðið fyrir árásum frá hermönnum héraðsstjórans. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, og fleiri embættismenn frá Afganistan, Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóð- unum komu saman í Bonn í gær til að ræða uppbygginguna í Afgan- istan og ástandið í öryggismálum. Karzai hvatti þjóðir heims til að gleyma ekki Afganistan og sagði að landinu stafaði enn mikil hætta af átökum milli stríðandi fylkinga. Hann tilkynnti að stofnaður yrði 70.000 manna þjóðarher, sem tal- inn er nauðsynlegur til að koma í veg fyrir frekari átök í afgönskum héruðum. 70.000 manna þjóðarher boðaður í Afganistan Kabúl. AFP. Reuters Hamid Karzai (t.h.), forseti Afganistans, ásamt Lakhdar Brahimi, er- indreka SÞ í málefnum Afganistans, á ráðstefnunni í Bonn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.