Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRANNRÍKI Ástralíu fordæmdu í gær yfirlýsingu Johns Howards, for- sætisráðherra Ástralíu, sem hótaði árásum á hryðjuverkamenn í öðrum löndum til að koma í veg fyrir árásir á ástralska borgara. Stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu, Filippseyjum og Taílandi sökuðu Howard um hroka og sögðu hótunina grafa undan sam- starfi þeirra við Ástrala í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum. Howard sagði á sunnudag að hann myndi skipa her Ástralíu að gera fyrirbyggjandi árásir á hryðjuverka- menn í öðrum löndum ef hann fengi áreiðanlegar upplýsingar um að þeir ráðgerðu árásir á ástralska borgara. Hann hvatti einnig til breytinga á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti til að heimila slíkar fyr- irbyggjandi árásir á hryðjuverka- menn. Sakaður um stríðsæsingar Stjórnarandstæðingar á þingi Ástralíu sökuðu forsætisráðherrann um stríðsæsingar og sögðu yfirlýs- inguna glappaskot sem yki spennuna í samskiptunum við grannríkin. Howard kvaðst standa við ummælin og sagði að stjórninni bæri skylda til þess að grípa til aðgerða gegn hryðjuverkamönnum ef nauðsyn krefði til að vernda ástralska borg- ara. Alexander Downer, utanríkisráð- herra Ástralíu, neitaði því að stjórn- in væri að undirbúa fyrirbyggjandi árásir. „Það er ekki rétt að draga þá ályktun að Ástralar séu um það bil að senda hersveitir til landa í Suð- austur-Asíu,“ sagði hann. Ummæli Howards ollu miklu upp- námi í Indónesíu, fjölmennasta múslímaríki heims. „Ástralar eru til- búnir að ráðast inn í Asíu,“ sagði í flennifyrirsögn á forsíðu indónesíska dagblaðsins Republika. „Stjórn Ástralíu skammast sín ekki fyrir að líta á sig sem lögreglustjóra Banda- ríkjanna í þessum heimshluta.“ Haas Wirayuda, utanríkisráð- herra Indónesíu, sagði að ummæli Howards væru „óviðunandi“ og þorri aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna myndi ekki fallast á tillögu hans um að heimila fyrirbyggjandi árásir í öðrum löndum. Roilo Golez, þjóðaröryggisráðgjafi stjórnarinnar á Filippseyjum, sakaði Howard um hroka og kvaðst ætla að leggja til að stjórnin endurskoðaði fyrirhugaðan samning við Ástralíu um samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum. Svar við ásökunum Ástralar fylgjast nú grannt með því hvernig grannþjóðirnar taka á íslömskum öfgahreyfingum eftir sprengjuárásina á indónesísku eyj- unni Balí 12. október. Yfir 190 manns biðu þá bana, þar af 82 ástralskir ferðamenn. Keith Suter, sérfræðingur í þjóða- rétti, sagði að ummæli Howards virt- ust vera svar hans við ásökunum um að stjórn hans hefði látið hjá líða að vara ferðamenn við því að ferðast til Indónesíu fyrir sprengjutilræðið á Balí þótt hún hefði fengið upplýsing- ar frá leyniþjónustunni um að hryðjuverk kynnu að vera yfirvof- andi. „Ásakanirnar um að hann hafi leitt hryðjuverkavána hjá sér fengu svo á hann að hann hefur látið leiðast út í hinar öfgarnar,“ sagði Suter. „Vandamálið er að það sem hljómar vel í eyrum Ástrala veldur augljós- lega vandræðum erlendis.“ Grannríki Ástralíu for- dæma hótun Howards Reuters John Howard og stjórn hans vilja ganga langt í hryðjuverkavörnum. Hótaði fyrirbyggjandi árásum á hryðjuverkamenn í öðrum löndum Bangkok, Manila. AP, AFP. FORSVARSMENN nokkurra sveitarfélaga í Danmörku hafa farið fram á það við ríkisstjórn- ina, að hún breyti lögum þannig að hægt verði að sekta sjúk- linga sem ekki mæta í sjúkra- hússaðgerðir. Jyllandsposten hefur það eftir Bent Hansen, formanni heilbrigðismála- nefndar samtaka danskra sveitarfélaga, að um tíundi hver sjúklingur „skrópi“ í fyrirfram ákveðnum aðgerðum og að þetta valdi óþægindum og kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Vill hann að heimild verði veitt fyrir því að sett verði sem svar- ar allt að 110.000 ísl. kr. við- urlög við því að mæta ekki í að- gerð. Dauðadómi áfrýjað LÖGMAÐUR umbótasinnaða háskólakennarans Hashem Aghajari, sem dæmdur var til dauða í Íran fyrir guðlast og drottinsvik fyrir að hafa leyft sér að efast opinberlega um óskeik- ulleik klerka- stjórnarinn- ar, hefur áfrýjað dómnum. Sú ákvörðun gerir dóm- stólunum – þar sem harðlínumenn hafa tögl og hagldir – kleift að end- urmeta dóminn í samræmi við fyrirskipun Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks. Dóm- urinn hafði valdið víðtækum mótmælum, einkum af hálfu námsmanna, en Aghajari hafði neitað að áfrýja honum í því skyni að ögra dómstólunum. Sagðist lögmaðurinn, Saleh Nikbakht, munu áfrýja jafnvel þótt skjólstæðingur sinn vildi það ekki, í von um að það drægi úr spennunni sem málið hefur valdið. 47 farast í eldsvoða ELDSVOÐI í troðfullum næt- urklúbbi í Caracas, höfuðborg Venesúela, varð að minnsta kosti 47 manns að bana snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn talsmanna slökkviliðs uppfyllti húsnæðið ekki örygg- isstaðla um eldvarnir, en klúbb- urinn var til húsa í kjallara gamallar byggingar í einu fá- tækasta hverfi miðborgarinn- ar. Reykeitrun reyndist bana- mein um átta af hverjum tíu sem fórust. Rússar svara Svíum RÚSSNESK stjórnvöld vísuðu í gær úr landi tveimur sænsk- um sendiráðsstarfsmönnum. Var þessi ákvörðun svar við brottvísun tveggja rússneskra sendiráðsstarfsmanna frá Sví- þjóð í fyrra mánuði, en sænsk stjórnvöld sökuðu þá um að hafa verið viðriðnir iðnaðar- njósnir hjá dótturfyrirtæki fjarskiptatæknistórfyrirtækis- ins Ericsson. STUTT Sekt fyrir að mæta ekki í að- gerð? Hashem Aghajari ROSTOCK-borg í Þýskalandi hefur öðlast nýtt líf í pip- arkökum. Marion Decker er hér að leggja síðustu hönd á smíðina en borgin nær yfir um 400 fer- metra á landbún- aðarvörumarkaði í Rövershagen skammt frá Rostock. Í hana fóru 800 kíló af hveiti, 320 af hun- angi, 2.400 egg, 400 kíló af möndlum og heilmikið af rúsín- um. Segjast borg- arsmiðirnir vera vissir um, að þetta sé nýtt met og muni því rata rétta leið inn í metabók Guinness.AP Stærsta pipar- köku- borgin SÍFELLT koma í ljós fleiri vís- bendingar um að ævi margra líf- vera lengist verulega ef þær fækka mikið þeim hitaeiningum sem þær innbyrða, en þróunarlíf- fræðingar gjalda vara við því að í náttúrunni sé ekkert til sem heiti frítt fæði. En vísindamenn við heilsu- gæslumiðstöðina við Háskólann í Connecticut og læknadeild Yale- háskóla greindu frá því í tímarit- inu Science í gær, að ef dregið er úr magni eins ensíms í ávaxta- flugu geti hún borðað eins mikið og hún vill og samt orðið jafn gömul og flugur sem borða minna. Ensímið heitir Rpd3 og það styttir líka líftíma gers, sem bendir til að það kunni að gegna sama hlutverki í dýrum og einnig mönnum. „Við teljum okkur geta líkt eftir hitaeiningafækkun, en vitað er að það dregur úr magni þessa ensíms,“ sagði Stewart Frankel, vísindamaður við Yale og aðalhöfundur rannsóknarinnar. „Ef maður dregur úr magni ensímsins án þess að borða minna lengir það samt lífið.“ Niðurstöðurnar eru enn eitt skrefið í átt til útskýringar á öldr- un, þ. á m. hvers vegna það virð- ist lengja líf orma og flugna, og jafnvel gers, að fá minni næringu. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn við Háskólann í Connecti- cut frá því að með því að stökkbreyta hjá einum arf- bera gátu þeir tvö- faldað meðalævi- lengd ávaxtaflug- unnar, Drosophilia melanogaster. Vísinda- mennirnir gáfu þessum arf- bera nafnið „Indy“, sem stóð fyrir enska heitið „I’m not dead yet“, eða: Ekki dauður enn. Í Science í gær kom fram, að ýmsar stökkbreyttar gerðir af arf- beranum, sem draga úr magni Rpd3, geta lengt ævi flugna frá 33% til 52%. Það er um það bil sama aukning og hjá flugum sem voru á megrunarfæði, sem einnig dregur úr magni Rpd3. Þróunarlíffræðingar hafa löngum verið fullir efasemda um svona rannsóknir og halda því fram, að ef svona stökkbreyt- ingar, sem bæta lífsskilyrðin svona mikið, yrðu við nátt- úrulegar kringumstæður myndu þær breiðast hratt út innan dýra- tegundarinnar þar sem langlífari einstaklingar myndu eignast fleiri afkvæmi en þeir skammlífari og afkvæmin myndu erfa breyt- inguna. Þróunarlíffræðingarnir fullyrða að stökkbreytingin hlyti að hafa einhvern dulinn kostnað í för með sér, eins og til dæmis minnkaða hæfni lífverunnar til að fjölga sér. Kostir aukinnar ævilengdar, sem koma fram í rannsóknarstofuum- hverfi, myndu hverfa úti í nátt- úrunni ef þeir einstaklingar sem hafa þá geti ekki komið þeim áfram til afkomenda sinna. Og staðreyndin er sú, að ávaxta- flugan lifir það ekki af að hafa lít- ið magn af Rpd3. The Hartford Courant. Ávaxtaflugan get- ur étið á sig gat

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.