Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 17

Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 17 Dregið 24. desemberVeittu stuðning - vertu með! mikilvægt forvarnastarf Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við RÍKISSTJÓRN Portúgals gerir nú allt hvað hún getur til að tryggja að ekki verði umtals- verður halli á ríkissjóði á þessu ári, annað árið í röð. Mælist hallinn á ríkisfjármálunum hærri en 3% í ár miðað við landsframleiðslu eiga Portúgalar yfir höfði sér sekt af hálfu fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) sem gæti numið allt að 0,5% af landsfram- leiðslu og hugsanlegt er einnig að Portúgal yrði svipt réttinum til úthlutana úr uppbygg- ingarsjóðum sambandsins. Portúgal varð í fyrra fyrsta landið til að fara yfir mörk sem sett hafa verið á evrusvæðinu um að ríkishalli fari ekki yfir 3% miðað við landsframleiðslu. Halli á ríkissjóði fyrir árið 2001 mældist 4,1% og hlutu Portúgalar skammir framkvæmdastjórnar ESB fyrir vikið. Þeir eiga hins vegar yfir höfði sér harðar refsiaðgerðir gerist þeir aftur brotlegir við reglur sambandsins í ár og ríkisstjórn landsins, sem tók við völdum í apríl, hefur þess vegna lagt höfuðáherslu á að tryggja að hallinn verði ekki meiri en 3% í ár. Nýleg spá framkvæmda- stjórnar ESB gerir hins vegar ekki ráð fyrir að þetta markmið náist; því er spáð að þegar upp verði staðið muni halli ríkissjóðs miðað við landsframleiðslu árið 2002 mælast 3,4%. Framkvæmdastjórnin sendi Portúgölum formlega viðvörun í október um að allt stefndi í að þeir yrðu brotlegir við reglur sem settar hafa verið fyrir þær þjóðir sem eiga aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, þ.e. Evrulandinu svonefnda. Voru þeir hvattir til að koma ríkisfjármálunum í lag. Ríkisstjórn landsins brást við viðvöruninni í síðustu viku en þá tilkynnti efnahagsmálaráð- herrann, Carlos Tavares, að skattar á eldsneyti yrðu hækkaðir frá og með 1. desember en von- ast er til að þetta tryggi að 7–8 milljónir evra komi aukalega í ríkiskassann. Eftir á að koma í ljóst hvort þetta dugir til að tryggja að hallinn verði ekki nema 2,8% eins og að hefur verið stefnt. Mikill hagvöxtur í upphafi Ljóst er að sá vandi, sem nú er kominn upp vegna þeirra reglna sem evrulöndin hafa tekist á hendur, veldur Portúgölum talsverðum ama. Til að mynda fóru opinberir starfsmenn nýver- ið í eins dags verkfall til að mótmæla harkaleg- um aðhaldsaðgerðum stjórnvalda og annað verkfall er ráðgert í desember. Vandi Portúgala er gerður að umtalsefni í nýjasta hefti vikuritsins The Economist og er þar farið í saumana á þeim reglum sem Portú- galar – eins og önnur ríki Evrulandsins – þurfa að fylgja í ríkisfjármálum en reglurnar þykja afar ósveigjanlegar. Þannig kveða þær á um að vaxtahlutfall sé hið sama alls staðar í Evru- landi, hvað sem líður aðstæðum í hverju landi fyrir sig á gefnu tímabili, auk þess sem ekkert svigrúm er gefið í viðskiptum með gjaldeyri, þ.e. fastgengisstefnu er fylgt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Aðlögun að myntsamstarfinu tryggði reynd- ar upphaflega mikinn hagvöxt í Portúgal; vext- ir lækkuðu nefnilega úr 20% í 4% á örfáum ár- um sem olli því að þorri almennings hafði allt í einu efni á því að taka lán. Það aftur olli því að mikill kippur kom í efnahagslífið enda þustu menn út og keyptu sér nýtt sjónvarp, fjárfestu í bíl, byggðu sér hús. Stjórnvöld létu ekki sitt eftir liggja; vegna lægri vaxta varð ódýrara að greiða af skuldum ríkissjóðs og peningarnir sem þannig spöruðust voru nýttir til að styrkja velferðarkerfið og hækka laun starfsmanna hins opinbera. Undanfarin misseri hefur hins vegar orðið samdráttur í efnahagslífinu enda ekki enda- laust hægt að byggja hagvöxt á lántöku – og um leið hafa reglur Evrulands tekið að segja til sín. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda – sem að hluta eru tilkomnar vegna reglna ESB, eins og rakið hefur verið – valda síðan enn frekari samdrætti í hagkerfinu. Fyrr á tímum var mögulegt að bregðast við vandanum með því að fella gengi portúgalska gjaldmiðilsins og þannig blása lífi í útflutning framleiðsluvara. Aðilar að Evrulandi geta hins vegar ekki fellt gengið einhliða. Og hætta er á að samdrátturinn sé viðvar- andi sjálfskaparvíti því minni hagvöxtur þýðir minni skatttekjur fyrir ríkissjóð, sem aftur þýðir meiri halla á ríkissjóði sem hefur í för með sér að enn frekar þarf að skera niður út- gjöld. Og svo framvegis. Ekki að ósekju sem menn spá því að í hönd fari stormasöm tíð í portúgölsku samfélagi, óánægjunnar er þegar tekið að gæta. Stór ESB-ríki líka í vanda Fram kemur í umfjöllun The Economist að margir hagfræðingar spáðu fyrir um það að lít- il lönd á jaðarsvæðum Evrulandsins myndu eiga erfiðast með að aðlagast upptöku gjald- miðilsins. Spá menn því t.a.m. nú að Grikkir eigi innan fárra ára eftir að þurfa að takast á við sömu vandamál og Portúgalar, enda séu að- stæður þar svipaðar; þar mælist mikill upp- vöxtur nú um stundir, sem byggist á lækkun vaxta rétt eins og í Portúgal. Stærri ríki Evrópusambandsins hafa hins vegar einnig lent í erfiðleikum og í síðasta mánuði varð Þýskaland annað ríkið á eftir Portúgal til að fá senda viðvörun frá fram- kvæmdastjórninni í Brussel. Er því spáð að halli á ríkissjóði í Þýskalandi miðað við lands- framleiðslu verði 3,8% á þessu ári. Frakkar eiga einnig á hættu að fara yfir 3% markið á næsta ári. The Economist segir vanda Þýskalands og Portúgals sumpart sambærilegan; lítill hag- vöxtur í Þýskalandi sé einnig tilkominn af hinni sameiginlegu vaxtastefnu. Vextirnir séu að vísu of háir fyrir Þýskaland, á meðan þeir séu of lágir fyrir Portúgal. Bæði þýsk og frönsk stjórnvöld hafa lent í erfiðleikum vegna lægri skatttekna og á báðum stöðum hefur orðið umrót á vinnumarkaðnum vegna tals um umbætur á efnahagskerfinu (þ.m.t. á vinnumarkaði, sem gætu haft í för með sér aukið atvinnuleysi). Munurinn á Frakklandi og Þýskalandi ann- ars vegar og Portúgal hins vegar er þó sá, að sögn The Economist, að svo stór ríki geta þrýst á um breytingar á reglum myntbanda- lagsins. Þau áhrif skýri t.a.m. hvers vegna framkvæmdastjórn ESB hefur nýlega lagt til að slakað verði að nokkru á kröfunum, sem gerðar eru; þ.e. að fjársterk ríki þurfi í fram- tíðinni ekki að ganga jafnhart fram við það verkefni að tryggja ætíð hallalaus fjárlög. 3% markið verður hins vegar áfram við lýði og það er ljóst að sameiginlegt vaxtahlutfall og fastgengisstefna fylgja myntbandalagi einsog því sem ESB-ríkin hafa orðið ásátt um. Ekki er þess vegna óeðlilegt að menn spái því að enn eigi eftir að gefa á bátinn á þeirri för sem evru- löndin eru nú á. Prófsteinn á stefnu myntbandalagsins Portúgalar hafa átt erfitt með að uppfylla skilyrði mynt- bandalags ESB-ríkjanna. Davíð Logi Sigurðsson fjallar um vandamál þeirra. Reuters Jose Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Lissabon. AFP. david@mbl.is JANEZ DRNOVSEK, forsætisráð- herra Slóveníu, var kjörinn forseti landsins í síðari umferð forseta- kosninga á sunnudag. Kosið var á milli Drnovseks og Barbara Brez- igar, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, þar sem ekkert forseta- efnanna fékk meirihluta at- kvæða í fyrri um- ferð kosninganna 10. nóvember. Drnovsek er 52 ára hagfræð- ingur, að mennt og fyrrverandi bankastjóri. Hann varð forsætis- ráðherra 1992, árið eftir að Slóven- ía sagði sig úr sambandsríkinu Júgóslavíu. Hann minnir oft Slóv- ena á að hann hefur gegnt embætt- inu lengur en nokkur annar for- sætisráðherra í Evrópu að Davíð Oddssyni undanskildum. Drnovsek kom á markaðs- umbótum og gert er ráð fyrir því að Slóvenía verði á meðal tíu ríkja sem fá aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og sjö landa sem ganga í Atl- antshafsbandalagið. Drnovsek veiktist af lungna- krabbameini en læknaðist. Hann tekur við forsetaembættinu af Mil- an Kucan, sem hefur gegnt því síð- an Slóvenía fékk sjálfstæði. Janez Drnovsek Slóvenía Drnovsek kjörinn forseti Ljubljana. AFP. FORSETAR Rússlands og Kína, hvöttu í gær til þess að deilurnar um gereyðingarvopn í Írak og Norður- Kóreu yrðu leystar með friðsamleg- um hætti. Þeir Vladímir Pútín og Jiang Zemin hétu einnig hvor öðrum stuðningi í baráttunni gegn íslömsk- um aðskilnaðarsinnum. Forsetarnir sögðust vilja að Kór- euskagi yrði án kjarnavopna og hvöttu Bandaríkjamenn til að koma tengslunum við kommúnistastjórn- ina í Norður-Kóreu „í eðlilegt horf“. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að hefja þyrfti sem fyrst pólitískar viðræður um ágrein- ingsmál ríkjanna. Kína og Rússland hafa lengi verið álitin nánustu bandamenn Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu Pútíns og Jiangs var ennfremur lögð áhersla á að deilan um Írak yrði leyst með friðsamleg- um hætti í samræmi við ályktanir ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur er hvatt til þess að stefnt verði að „margra póla heimi“ en orðalagið hefur oft verið notað af þeim sem gagnrýna ofurvald Banda- ríkjanna í alþjóðamálum. Í yfirlýsingunni lofa ríkin hvort öðru stuðningi í baráttunni gegn ísl- ömskum aðskilnaðarsinnum – Téts- enum í Rússlandi og Uighurum í kín- verska héraðinu Xinjiang. Aðskiln- aðarsinnunum var lýst sem hryðju- verkamönnum. „Ríkin tvö staðfesta að hryðju- verkamennirnir og aðskilnaðarsinn- arnir í Tétsníu og „Austur-Túrkest- an“ eru hluti af alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi,“ sagði í yfirlýs- ingunni. „Hefja þarf sameiginlega baráttu gegn þeim, með þátttöku allra ríkja heims.“ Tveggja daga heimsókn Pútíns til Kína lýkur í dag. Pútín og Jiang heita hvor öðrum stuðningi Peking. AP, AFP. FRAKKAR og Þjóðverjar hafa sam- þykkt að gera átak til að samræma skattastefnuna í Evrópusambandinu, þrátt fyrir andstöðu Breta, að því er blaðið Financial Times greindi frá í gær. Vonast sé til að sameiginlegar tillögur Frakka og Þjóðverja verði til- búnar fyrir jól og feli í sér tillögur um samræmingu laga um skatta á fyr- irtæki og virðisaukaskatt. Frakkar og Þjóðverjar telja að hinn sameiginlegi Evrópumarkaður gjaldi fyrir „ósanngjarna skattasam- keppni“ þar sem sum lönd, t.d. Írland, krefjist lágra skatta af fyrirtækjum, að því er blaðið segir. Bresk stjórn- völd eru aftur á móti hlynnt hug- myndinni um „samkeppni í sköttun“ og hafa hingað til barist fyrir því að halda rétti sínum til neitunarvalds við mótun efnahagsstefnu Evrópusam- bandsins. Vilja sam- ræma skatta- stefnu ESB London. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.