Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 19 Heilsukoddi sem lagar sig að líkamanum. Verð kr. 3.990 Sendum í póstkröfu www.islandia.is/~heilsuhorn Bókhveiti heilsukoddar Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889. Ráðstefna KPMG KPMG á Akureyri býður til kynningar á starfsemi KPMG og málefnum tengdum reikningshaldi og endurskoðun. Ráðstefnan verður haldinn þann 5. desember næstkomandi á Hótel KEA og er hún opin öllum meðan húsrúm leyfir. Dagskráin hefst kl. 14.00 og verða flutt erindi um eftirfarandi málefni:  Kynning á KPMG - Aðalsteinn Hákonarson, stjórnarformaður KPMG.  Tölvuöryggismál / innbrot í tölvukerfi - Theodór R. Gíslason, Jónas S. Sverrisson frá KPMG Ráðgjöf.  Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar - breytingar á reikningsskilum íslenskra fyrirtækja - Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG Akureyri.  Skattamál - Nýlegar og væntanlegar breytingar á skattalögum - Bernhard Bogason, lögfræðingur hjá skattasviði KPMG og Baldur Guðvinsson, frá KPMG Akureyri.  Árangursmælingar og áætlanagerð - Ragnar Guðgeirsson, frá KPMG Ráðgjöf og Magnús Kristjánsson frá KPMG Akureyri.  Fjárfestingar í fyrirtækjum innanlands og erlendis - Hrannar Hólm frá KPMG Ráðgjöf, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., Jón Hallur Pétursson, fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. Áætluð ráðstefnuslit eru klukkan 17:30. Ráðstefnustjóri: Arnar Árnason, KPMG Akureyri. KONRÁÐ Alfreðsson formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar mun stýra félaginu áfram næstu tvö árin en að- eins einn framboðslisti til kjörs stjórnar og trúnaðarráðs barst fyrir aðalfund sem haldinn verður á milli jóla og nýárs. Framboðsfrestur rann út í vikunni. Kristinn Pálsson núver- andi gjaldkeri félagsins verður vara- formaður og tekur hann við stöðunni af Gylfa Gylfasyni sem sagði af sér fyrr í haust. Árni Sigurðsson tekur við stöðu gjaldkera, Sigurður Viðar Heimisson verður ritari og Þorvaldur Aðal- steinsson meðstjórnandi. Konráð hef- ur verið formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar frá árinu 1989 og þá var hann endurkjörinn varaformaður Sjómannasambands Íslands á dögun- um en þeirri stöðu hefur hann gegnt frá árinu 1994. Rúmlega 500 sjómenn á Eyjafjarðarsvæðinu greiða fé- lagsgjald til Sjómannafélags Eyja- fjarðar og hefur þeim fækkað nokkuð. Konráð sagði að sjómönnum ætti eftir að fækka enn frekar. „Með sam- einingu fyrirtækja og stækkun þeirra er verið að færa aflaheimildir á færri skip, auk þess sem skip eru seld. En þótt skip séu seld fækkar stöðugild- unum þó ekki sem því nemur. Tekjur sjómanna verða betri, menn taka sér lengri frí og því eru fleiri menn í kringum hvert skip. Við verðum að reyna að horfa jákvætt á þessar breytingar sem eru að eiga sér stað og vinna frekar með mönnum en á móti. Reynslan hefur sýnt að þeir sem vinna á móti þróuninni fara hall- oka en þeir sem vinna með standa upp úr. Hins vegar þarf að semja um ýmsa hluti sem menn eru að reyna í dag í veiðum og vinnslu, þannig að eðlileg þróun geti átt sér stað í grein- inni.“ Konráð sagði að stjórnarkjöri yrði lýst á aðalfundi félagsins mánudaginn 30. desember nk. og þá jafnframt tek- in fyrir þau mál sem brenna á sjó- mönnum. Hann sagði að kjarasamn- ingar sjómanna væru bundnir til loka næsta árs með dómi gerðardóms og því nægur tími til að fara yfir kjara- málin. Hins vegar hefðu umræður um öryggismál ávallt hljómgrunn meðal sjómanna. Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar Sjómönnum á eftir að fækka enn frekar VEGFARANDI sá reyk koma út um glugga á íbúðarhúsi við Sunnuhlíð á Ak- ureyri laust eftir há- degi í gær og heyrði auk þess í vælandi reykskynjara innan dyra. Hann tilkynnti atburðinn og fór slökkvilið á vett- vang. Í ljós kom að kviknað hafði í út frá potti á eldavél og hafði nokkur hiti myndast bak við vélina og dálítill eld- ur. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn, en mikill og þykkur reykur var um allt hús. Reykkafarar fóru inn og gengu úr skugga um að enginn væri inni í húsinu, en að því búnu var farið í að reyklosa húsið. Gengu störf hratt og vel fyrir sig. Einn var fluttur á slysadeild með snert af reykeitrun. Talsverðar reyk- skemmdir urðu í íbúðinni, en ann- að tjón óverulegt. Talsverðar reykskemmdir Slökkviliðsmennirnir Jón Knudsen varðstjóri og Magnús Arnarson eldvarnareftirlitsmaður við eldavélina þar sem eldurinn kom upp í húsinu. Morgunblaðið/Kristján Sjálfsbjörg á Akureyri og Þroska- hjálp á Norðurlandi eystra munu í dag, á alþjóðadegi fatlaðra, varpa ljósi á málefni sín og baráttumál. Athöfn verður við Leirutjörn kl. 18.30 þar sem kertum verður fleytt á tjörninni. „Með þessum hætti viljum við gleðjast saman um leið og við lýsum upp skamm- degið og beinum ljósi okkar að mikilvægum baráttumálum,“ segir í frétt frá félögunum, en þar eru félagar, vinir og velunnarar hvatt- ir til að mæta og taka þátt í at- höfninni. Í DAG ÁSGRÍMUR Hilmisson var kjör- inn formaður Golfklúbbs Akureyr- ar á aðalfundi klúbbsins í síðustu viku. Hann tók við formennsku af Þórhalli Sigtryggssyni, sem setið hefur við stjórnvölinn undanfarin fjögur ár. Ásgrímur er ekki ókunn- ur starfinu, því hann var einnig formaður GA árin 1996-1998. Á síðasta rekstrarári, frá 1. október 2001 til 30. september 2002, varð um einnar milljóna króna tap á rekstri klúbbsins. Ásgrímur sagði að rekstur klúbbsins hefði batnað og þar skipti aðkoma Akureyrar- bæjar að málinu miklu. Hins vegar yrði reksturinn áfram erfiður. Ás- grímur sagði að félögum í GA hefði fjölgað lítillega og eru þeir nú um 500 talsins. Kylfingar í GA náðu góðum árangri á golfvellinum í sumar. Sigurpáll Geir Sveinsson varð Ís- landsmeistari í karlaflokki í þriðja sinn og María Ósk Jónsdóttir og Helena Árnadóttir sigruðu í sínum flokkum á Unglingameistara- mótinu. Þá sigraði sveit GA í sveitakeppni stúlkna 16-18 ára. Auk Ásgríms eru í stjórn GA þeir Halldór Rafnsson varafor- maður, Andrea Ásgrímsdóttir gjaldkeri, Benedikt Guðmundsson ritari og Erlendur Hermannsson meðstjórnandi. Nýr formaður GA kjörinn STEINN Guðni Hólm íbúi á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri varð 101 árs sl. sunnudag. Hann fæddist á Hrúthóli í Ólafsfirði 1. desem- ber 1901. Steinn Guðni hefur dvalið á elliheimilum í rúm 20 ár, í Skjaldarvík, í Kjarnalundi og nú á Hlíð. Hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið vera orðinn heldur lélegur til heilsunnar og nokk- uð gleyminn. Hann heyrir þokka- lega en hefur misst sjón á vinstra auga og hefur litla sjón á því hægra, að eigin sögn. „Ég er þó þakklátur fyrir þá sjón sem ég hef.“ Steinn Guðni er því hættur að horfa á sjónvarp en hann hlust- ar á útvarp og fer sinna ferða sjálfur á Hlíð og styðst þá við göngugrind. Hann varð fyrir því að detta og meiða sig í skrokkn- um og hefur honum gengið illa að fá bót meina sinna. Þrátt fyr- ir að vera ekki við hestaheilsu er Steinn Guðni þó léttur í lund og lætur vel af dvölinni á Hlíð. Kona Steins Guðna hét Sigríður Elín- borg Guðmunds- dóttir en hún er lát- in. Hann kynntist henni í Skjaldarvík og var rúmlega átt- ræður er þau giftust. Steinn Guðni rak m.a. verslun í Ólafs- firði og verslaði þar sem alls kyns muni, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hafði gaman af að ferðast og fór víða um Evrópu og þá las hann mikið af bókum, sérstaklega bækur um alls kyns fróðleik. Hann sagðist oft hafa verið spurður hverju hann þakkaði þennan háa aldur. „Það hefur enginn séð mig velta um göturnar í fylliríi enda hef ég látið bæði áfengi og tóbak al- veg eiga sig. Ég drekk heldur ekki kaffi og hef aldrei gert en er þeim mun meira fyrir mjólk og malt.“ Steinn Guðni Hólm „Hef látið áfengi og tóbak alveg eiga sig“ Steinn Guðni Hólm hélt upp á 101 árs afmælið FJÖLDI fólks lagði leið sína á Ráðhústorg í veðurblíðunni á laugardag, þar sem kveikt var á jólatrénu sem Randers, vinabær Akureyrar í Danmörku, færði bæjarbúum að gjöf. Það var Helgi Jóhannesson, konsúll Dana á Akureyri, sem tendraði ljósin við mikinn fögnuð yngstu kyn- slóðarinnar. Helgi flutti ávarp sem og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Lúðrasveit Akureyrar lék létt lög, Barnakór Lundarskóla söng nokkur lög og það gerði Friðrik Ómar einnig. Þá komu þrír jóla- sveinar í heimsókn, sungu nokkur jólalög og heilsuðu upp á börnin, Þetta voru þeir Hurðaskellir, Kjötkrókur og Kertasníkir. Nær- vera jólasveinanna vakti mikla ánægju og voru þau mörg börnin sem vildu eiga orð við þá bræður. Eftir að dagskránni lauk á Ráð- hústorgi var gengið að kirkju- tröppunum þar sem einnig var kveikt á jólaljósum Kaldbaks. Morgunblaðið/Kristján Kveikt á jólaljósum á Ráðhústorgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.