Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur kært til umhverfisráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar vegna fyrirhug- aðrar nýtingar Hitaveitu Suðurnesja á jarðhitanum á Reykjanesi. Hita- veitan er að undirbúa svar við kær- unni. Hitaveita Suðurnesja vinnur að rannsóknum á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi en áætlanir eru uppi um að hefja þar framleiðslu á rafmagni, meðal annars vegna stækkunar ál- vers Norðuráls á Grundartanga. Nú er unnið að borunum samkvæmt fyrri leyfum en Hitaveitan hafði hug á að bora sex holur til viðbótar í 2. og 3. áfanga nýtingar svæðisins. Skipulagsstofnun féllst á borun fimm af þessum holum með ákveðnum skilyrðum en lagðist gegn borun þriðju holunnar í þriðja áfanga framkvæmdarinnar vegna áhrifa hennar á umhverfið. Áhrif á ferðamenn og kríur Náttúruvernd ríkisins sættir sig ekki við þessa niðurstöðu og hefur kært úrskurðinn til umhverfisráð- herra. Leggst stofnunin gegn borun annarrar holunnar í þriðja áfanga vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa hennar og jafnframt að sett verði skil- yrði fyrir borun fyrstu holu í þriðja áfanga að leiðslur frá henni verði sett- ar í jörðu. Þá fer Náttúruvernd fram á að umhverfisráðherra úrskurði hvort réttmætt hafi verið að falla frá því að safna upplýsingum um lífríki þynningarsvæðis affallsvatns í strandsjó eins og gert hafi verið ráð fyrir í matsáætlun. Náttúruvernd færir meðal annars þau rök fyrir afstöðu sinni til borunar annarrar holunnar í þriðja áfanga að gerð borplans muni spilla ímynd svæðisins og hafa áhrif á upplifun ferðamanna sem inn á svæðið koma. Taka verði mið af því að um er að ræða vinsælt útivistarsvæði og að þangað komi fjöldi ferðamanna á ári hverju. Þá telur stofnunin að ekki sé viðunandi út frá náttúruverndarsjón- armiðum að staðsetja borholuna þar sem kríuvarpið er þéttast enda hafi það verndargildi sem eitt af stærstu kríuvörpum landsins. Að sögn Alberts Albertssonar, að- stoðarforstjóra Hitaveitu Suður- nesja, hefur verið leitað umsagnar fyrirtækisins vegna þessarar kæru og segir hann unnið að því að svara henni. Vill Albert sem minnst segja um málið á þessu stigi nema hvað ljóst sé að hann sé ósammála þeim sjónarmiðum sem fram komi í kær- unni. Ein ríkisstofnun kærir aðra Albert vekur athygli á því að Skipulagsstofnun hafi heimilað þess- ar framkvæmdir eftir að hafa leitað umsagnar Náttúruverndar ríkisins. Báðar séu stofnanir ríkisins og báðar heyri undir umhverfisráðherra. Hann segir sérstakt að nú kæri ríkisstofnun aðra ríkisstofnun til ráðherra sem báðar stofnanirnar heyri undir. Þetta geti varla talist góð stjórnsýsla. Albert telur ekki að kæran tefji rannsóknir á svæðinu því heimildir séu fyrir þeim rannsóknum sem nú er unnið að. Hann segir hins vegar að þetta auki kostnað við undirbúning framkvæmda sem þegar sé orðinn mikill. Nefnir hann að kostnaður við mat á umhverfisáhrifum og rann- sóknir vegna þess nemi orðið um tveimur tugum milljóna króna. Umhverfisáhrif frekari nýtingar jarðhitans við Reykjanesvita Náttúruvernd kærir úr- skurð Skipulagsstofnunar Reykjanes BORUN rannsóknarholu á há- hitasvæðinu á Reykjanesi gengur samkvæmt áætlun. Er þetta þriðja holan sem Hitaveita Suðurnesja borar í þessum áfanga en er tólfta borholan á svæðinu. Verið er að rannsaka jarð- hitasvæðið, meðal annars vegna undirbúnings virkjunar gufuaflsins í þágu hugsanlegrar stækkunar ál- vers Norðuráls á Grundartanga. Um helgina voru bormenn á Jötni komnir niður í 850 metra og gekk verkið samkvæmt áætlun. Ekkert óvænt hefur komið upp að sögn Al- berts Albertssonar, aðstoðar- framkvæmdastjóra Hitaveitu Suð- urnesja. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Borun gengur vel á Reykjanesi. Fjær sést í Reykjanesvita. Hola 12 komin í 850 metra FYRIRHUGAÐ er að nota jarð- sjártæki til að kanna betur tóttir landnámsskálans í Höfnum og ná- grenni hans. Bæjarstjóri Reykja- nesbæjar hefur áhuga á að ráðist verði í frekari uppgröft á svæð- inu. Í gær var mokað ofan í rann- sóknarholuna sem Bjarni F. Ein- arsson fornleifafræðingur og bæj- aryfirvöld í Reykjanesbæ létu gera til að kanna tilgátu Bjarna um að þarna væri skáli frá land- námsöld. Við uppgröftinn komu fram vísbendingar um að tilgátan væri rétt og er þetta þá fyrsti landnámsskálinn sem finnst á Reykjanesi. Að sögn Sigrúnar Ástu Jóns- dóttur, forstöðumanns Byggða- safns Reykjanesbæjar, verður ná- grenni skálans kortlagt betur með jarðsjártæki og að því búnu muni fornleifafræðingurinn gera skýrslu um fundinn og tillögur um frekari rannsóknir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir gaman að þessar mannvistarleifar skyldu finnast svona stuttu eftir að vík- ingaskipið Íslendingur kom til bæjarins. Telur Árni að uppgötv- unin muni styrkja það verkefni sem bæjaryfirvöld hafa beitt sér fyrir, að finna Íslendingi var- anlegan samastað og byggja upp landnámsþorp. Segir bæjarstjórinn að þegar fyrir liggja niðurstöður þeirra frumathugana sem nú er unnið að og kostnaður hefur verið áætl- aður megi búast við að leitað verði eftir stuðningi við frekari rannsóknir sem búast megi við að verði dýrar vegna þess hversu sérhæfð vinnan er. „Við höfum mikinn áhuga á að fylgja þessu máli eftir,“ segir Árni Sigfússon. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tjaldið sem skýldi rannsóknarmönnum við uppgröftinn er í miðjum landnámsskálanum og allt í kringum það sést móta fyrir tóftunum. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tók eftir útlínum skálans þegar hann skoðaði loft- mynd af Höfnum. Mishæðin nær kirkjunni telur Bjarni að sé tóftir fjóss bæjarins. Í baksýn sést Kirkjuvogskirkja. Kannað betur með jarðsjá Hafnir REYKJANESBÆR efnir til sam- keppni um best skreyttu hús bæj- arins, undir heitinu Ljósahús Reykjanesbæjar 2002, og fallegustu gluggaskreytingar í verslunum en sú keppni er haldin undir heitinu Jóla- glugginn 2002. Bærinn hefur haldið keppni af þessu tagi undanfarin ár. Að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur menn- ingarfulltrúa er tilgangurinn að hvetja fólk til að skreyta fyrir jólin og vekja athygli íbúa annarra byggð- arlaga á jólastemmningunni í Reykjanesbæ. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar og Hitaveita Suðurnesja standa fyrir samkeppni um Ljósahúsið. Íbúar eru hvattir til að láta vita um fallega skreytt hús. Það er hægt að gera á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, og með því að hringja á bæjarskrifstofurnar. Frestur til tilnefninga rennur út 17. desember næstkomandi. Úrslit í hvorri keppni fyrir sig verða gerð kunn og verðlaun afhent við sérstaka athöfn í Duus-húsum föstudaginn 20. desember næstkom- andi. Samkeppni um ljósa- hús og jólaglugga Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.