Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝKOMIN er út í Danmörku bók um málfræðinginn og málamanninn Rasmus Rask (1787–1832) sem einn fárra útlendinga er tengdur Íslandi svo sterkum böndum að nærri lætur að megi líta á hann sem Íslending. Rask (eða Rasmus Kristian Rask) var svo mikill málvísindamaður að tal- ið er að hann hafi kunnað 55 tungu- mál. Hann tók sérstöku ástfóstri við íslensku þótt ýmis framandi mál væru sérgrein hans. Í bókinni sem Kirsten Rask hefur skrifað gefst tækifæri til að kynnast Rask betur, ekki síst baráttuvilja hans og ýmsu sem honum var mót- drægt. Hann varð að þola ýmislegt sem reyndi á viðkvæmar taugar hans, einkum síðustu árin, m. a. veikindi og skort á viðurkenningu. Hann var þó loks gerður að pró- fessor og konungurinn heiðraði hann með persónulegu bréfi þar sem hann þakkar honum fyrir rit hans. Eftir dauðann jókst hróður hans mjög. Þegar Rask kom til Íslands 1813 var Reykjavík smábær með 500 íbú- um. Annað hvert orð var danska og Rask gerði sér það ljóst að bregðast þurfti við þessu á ákveðinn hátt. Hann ferðaðist um landið og hitti ýmsa mæta menn. Niðurstaðan var sú að gefa þyrfti út rit á íslensku og stuðla þannig að endurreisn málsins. Árið 1816 var Hið íslenska bókmennta- félag stofnað í Kaupmannahöfn að frumkvæði Rasks og var hann kjörinn formaður félagsins, gegndi því starfi í rúmt hálft ár, en þá lagði hann sama ár í hina löngu Austur- landaferð sína sem stóð í sex og hálft ár. Bók Rasks um íslenska málfræði var prentuð 1811 og fyrir hana upp- skar hann þakk- læti Íslendinga sem m. a. ortu til hans, samanber lofkvæði Finns Magnússonar um hann. Að mati Rasks var gríska, („móðir norrænna mála“), eina málið sem hægt var að jafna saman við íslensku, en hann taldi íslensku orðin betri en þau grísku, m. a. með það í huga að mynda ný orð. Kirsten Rask nefnir marga Íslend- inga, m. a. „Thorarensson på Mæðru- völlur“ sem er Bjarni Thorarensen skáld. Nöfn annarra Íslendinga eru þó rétt, til dæmis Finns Magnússon- ar, Árna Helgasonar, Steingríms Jónssonar, Sveinbjörns Egilssonar og Baldvins Einarssonar svo að fáein- ir séu nefndir. Rask lenti í ritdeilum við Baldvin, annars voru það Íslend- ingar sem viðurkenndu hann þegar Danir snerust gegn honum. Það gladdi Rask að vera loks skip- aður prófessor í Asíumálum. Þegar hann kom heim úr sinni löngu ferð með viðkomu í mörgum löndum, m.a. Rússlandi, væntu Danir þess að hann skrifaði um ferðina því að margir voru forvitnir um framandi lönd. Í staðinn lenti Rask í stríði við landa sína út af stafsetningu og má sem dæmi nefna að hann vildi skrifa å fyrir aa. Þótt margir væru sammála honum voru ýmsir áhrifamenn á ann- arri skoðun. Rask var sjálfur harður í horn að taka. Hann gagnrýndi t.d. þjóðskáldið Oehlenschläger fyrir að nota orðið „urkraft“ sem síðar varð til þess að skáldið tók upp „grundkraft“ og jafn- vel Grundtvig fékk að heyra það að hann færi ekki alltaf rétt með forn- norræn orð. Rask gagnrýndi þýðing- ar hans á Eddukvæðum og var það ekki sársaukalaust. Þetta kom ekki í veg fyrir að Grundtvig orti eftir Rask þar sem hann harmaði missi „hins norræna rúnameistara“. Meðal deiluefna Rasks var ágrein- ingur við þýsku bræðurna Grimm. Þeir voru þjóðernissinnaðir og virtu dönsku lítils sem fékk Rask á móti þeim. Hann hafði áður unnið með þeim en þótti kunnáta þeirra í dönsku og íslensku lítil og þýðingar þeirra á Eddukvæðum ótrúverðugar. Rask lagði drög að heimsmáli 64 árum á undan höfundi esperantos, Zamenhof. Íslenska Rasks var málfræðilega rétt en nokkuð bókleg, sótti mikið til Íslendingasagna. Menn voru sam- mála um að hann væri altalandi á ís- lensku. Í bók Kirsten Rask birtist Rask lesendum sem nokkuð einmana mað- ur og þrjóskur á köflum. Menn fá betri innsýn í heim þessa einstæða manns við lestur bókarinnar og yfir- leitt tekst höfundinum að vekja áhuga lesandans og segja fjörlega frá þótt lærdómsmaðurinn Rask sé fyrst og fremst í öndvegi. Lesandinn fær þó að kynnast manninum, meira að segja ástamálum hans sem voru þó fyrir- ferðarlítil. Jóhann Hjálmarsson BÆKUR Ævisaga eftir Kirsten Rask. Prentuð í Danmörku. Gads Forlag 2002 – 255 síður. RASMUS RASK Rasmus Kristian Rask Baráttuglaður fræðimaður ÁRIÐ 1999 komu saman fjórtán listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sín innan ramma mál- aralistarinnar, markmið þeirra voru umræður innan hópsins, hvatning og sýningarhald. Fyrsta sýning þeirra var haldin í Gallerí Gangi sama ár, síðan hefur hópurinn sýnt á Kjar- valsstöðum, í Berlín, á Siglufirði og í Færeyjum. Nú hefur nýstofnað Listasafn Reykjanesbæjar boðið hópnum að sýna og er það sjötta sýn- ing hans. Þetta er aðeins önnur sýn- ing safnsins og er því hér með óskað velfarnaðar með starfsemi sína en það er gleðilegt þegar nýr boðssýn- ingarsalur bætist við þá fáu sem þeg- ar eru á landinu. Félagar í Gullpenslinum hafa allir verið virkir á sínum vettvangi um árabil, sumir lengur en aðrir en allir eiga þeir það sameiginlegt að nálgast listina af mikilli alvöru og segja má að hver um sig fáist við rannsóknir og sköpun á sínu sviði. Hver sýning þeirra er því mjög áhugaverð fyrir almenning sem fær tækifæri til að kynna sér verk fjórtán málara á einu bretti. Ég velti því þó aðeins fyrir mér af hverju konurnar í hópnum séu aðeins þrjár? Þau JBK Ransu, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Inga Þórey Jóhannsdóttir sækja öll á einhvern hátt til fortíðar í myndum sínum, JBK Ransu notar tungumál op/pop- listarinnar, Sigtryggur Bjarni sömu- leiðis, en blandar verk sín einnig náttúrumótífum. Inga Þórey Jó- hannsdóttir heldur áfram á sinni sér- stæðu braut í rannsóknum sínum á litum og formum og áhugavert að fylgjast með hverju nýju verki henn- ar. Á öðrum slóðum er Sigríður Ólafsdóttir sem hefur fengið mjög lofsamlega dóma fyrir málverk sín af íslenskum fjölskyldum, þar er ríkur efniviður fyrir áhugaverða listsköp- un. Jóhann Ludwig Torfason beitir tölvutækni við gerð mynda sinna og er sá í hópnum sem helst byggir myndir sínar á einhvers konar frá- sögn en að auki má nefna þar til Helga Þorgils Friðjónsson sem hér sækir efnivið sinn í Biblíuna. Náttúran sem einhvers konar hugleiðsluástand birtist í verkum þriggja listamanna, undurfallegt verk Þorra Hringssonar vekur upp þrá eftir liðnum sólskinsdögum um leið og það kemur kyrrð á hugann. Líkt og þau JBK Ransu, Sigtryggur Bjarni og Inga Þórey sækja að nokkru leyti til fortíðar gerir Þorri það einnig með því að leita fanga í ævistarfi föður síns og halda áfram með starf hans ef svo má segja. Það er spennandi að sjá hvernig verk hans líkjast málverkum Hrings Jó- hannessonar að hluta til en einhvers staðar skilur algjörlega á milli svo ný verk verða til. Þetta sýnir vel hversu miklir möguleikar eru enn óplægðir í íslenskri landslagsmálun. Málverk Þorra eru raunsæ að mestu leyti en búa einnig yfir annarri vídd, dreymni og rómantík, smáatriðin leysast upp í liti og birtu sem er annars heims. Málverk Georgs Guðna eru núorðið mörgum kunn, einnig hér er náttúr- an eins konar griðastaður eða ímyndað hugarástand. Kristín Gunn- laugsdóttir er í verkum sínum fjær raunveruleikanum eins og við þekkj- um hann en þó finnst mér að megi finna svipað hugarástand í lands- lagsverki hennar af hvítu fjalli; eins og verk hinna tveggja býður það upp á kyrrð og ró, kallar fram hugleiðslu- ástand. Eggert Pétursson sýnir hér litla og fallega mynd í anda þeirra blóma- verka sem hann hefur unnið á liðnum árum en verk hans eru frábært fram- lag til íslenskra landslagsmálverka. Hjá Sigurði Árna kemur fram nostalgía þegar hann festir óefnis- kennt augnablik á strigann. Það er eftirtektarvert að í þessum skugga- myndum vitnar hann einnig í verk Hrings Jóhannessonar líkt og Þorri gerir. Mynd Sigurðar Árna sem sjá má í sýningarskrá og sýnir skugga manns er nánast nákvæm eftirlíking af málverki eftir Hring Jóhannesson. Sigurður Árni er þó enn innan þess ramma sem hann hefur gert um verk sín, þar sem hann rannsakar það sem er og það sem ekki er. Ætíð má lesa málverk hans á fleiri en einn veg. Daði Guðbjörnsson er á svipuðum nótum og hann hefur verið lengi. Nú eru nýjungar ekki alltaf af hinu góða og alls óþarft að listamenn séu ávallt að koma með eitthvað nýtt nýjung- anna vegna, eins og ljóslega kemur fram hér að ofan. En ég gæti þó ímyndað mér að Daði ætti eitthvað í pokahorninu sem hann og við höfum ekki enn séð. Flest verkin á sýningunni eru ný af nálinni og því kemur á óvart að Hallgrímur Helgason kýs hér að sýna þrettán ára gamalt verk. Óneit- anlega hefði verið áhugaverðara að fá að sjá hvað Hallgrímur er að fást við í dag. Listamennirnir í Gullpenslinum eru mjög ólíkir sín á milli. Mér sýnist sem að á sínum tíma hafi verið hóað saman nokkrum sem voru að mála, sem eitthvað þekktust og héldu sig geta átt einhver samskipti og það er auðvitað gott og gilt. En nú hefur hópurinn haldið sex sýningar með þessu formi óbreyttu og það er spurning hvort ekki sé grundvöllur fyrir að vinna markvissara á ein- hvern hátt. Listamennirnir sjálfir eru bestu listfræðingarnir og kúra- torarnir og mættu sýna það oftar í verki. Nú eru til dæmis nokkrir í hópnum sem leita á vissan hátt aftur til fortíðar í verkum sínum og kannski væri áhugavert að sjá verk þeirra við hlið þess sem á undan er gengið, hvort sem það væru verk lífs eða liðinna listamanna. Og kannski væri hægt að taka fleiri inn í hópinn, stofna hóp út frá hópnum eða hvað veit ég. Möguleikarnir eru óþrjót- andi í þeim efnum sem öðrum. Sýningin í heild er af þessum sök- um óhjákvæmilega dálítið sundur- laus. Húsnæðið er ágætt en býður ekki upp á að hver listamaður sýni fleiri en eitt verk. Listamennirnir mættu því að ósekju leggja meiri áherslu á að hafa kynningarefni um önnur verk sín til hliðsjónar verkun- um á sýningunni. Sumir gera það en langt frá allir. Ekki er ólíklegt að á sýningu sem þessa komi nokkuð margir sem ekki þekkja verk allra listamannanna fyrir, en vilji gjarnan kynna sér þau betur. Það er a.m.k. vonandi að sem flestir líti inn í nýja safnið í Duushúsum í Reykjanesbæ. Líflegur Gullpensill í Reykjanesbæ MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Til 8. desember. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17. MÁLVERK, GULLPENSILLINN, SAMSÝN- ING FJÓRTÁN LISTAMANNA Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Verk Þorra Hringssonar, „Á Flesjunum“, á sýningu Gullpensilsins. Morgunblaðið/Jim Smart SÝNING Íslenska dansflokksins, sem sýnt hefur í Þýskalandi að undanförnu, fær lof í dómi Neuß- Grevenbroicher Zeitung. „Kraft- mikið, tjáningarríkt, ólgandi – Ís- lenski dansflokkurinn greip áhorf- endurna í Neuss sterkum tökum með danssýningu sinni í þremur þáttum,“ segir í fyrirsögn blaðsins. Þá segir í dómnum að stjórnand- inn Katrín Hall – sem þýskir áhorfendur kannist líklega við frá Kölnarárum hennar – hafi frá því hún tók við stjórn Íslenska dans- flokksins með skipulegum hætti umbreytt verkefnaskrá flokksins þannig að hann sýni nú dans sem sé í senn alþjóðlegur, nútímalegur og íslenskur. „Þegar á heildina er litið sýndi Íslenski dansflokkurinn vandaðan, grípandi og sannfærandi nútíma- dans – þar sem húmor og alvara, þungi og léttleiki vógu salt,“ segir Neuß-Grevenbroicher Zeitung. Myndin er tekin á æfingu Ís- lenska dansflokksins. Kraftmikil, grípandi sýning Hrásalur, Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tón- listardeildar skólans verða daglega fram til 17. desember og hefjast kl. 20, nema tónleikarnir 17. desember eru tvískiptir: kl. 18 og kl. 20. Nem- endur flytja sóló dagskrár og kamm- ermúsík auk frumsamdra tónverka. Nánari upplýsingar um hverja tón- leika fyrir sig birtast á heimasíðu skólans www.lhi.is samdægurs. Súfistinn Laugavegi 18 Lesið verður úr fantasíubókum kl. 20. Anna Heiða Pálsdóttir les úr þýð- ingu sinni á bók Philip Pullmann: Skuggasjónaukinn, Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson les úr bókinni Ljós- in í Dimmuborg, Gunnhildur Hrólfs- dóttir les úr bókinni Allt annað líf og Guðlaug Richter les úr þýðingu sinni á bók Lars Henrik Olsen: Baráttan um sverðið. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.